Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983
53
r
Þessi mynd var tekin af Ingibjorgu og sjónvarpsstjörnunni Frankie Laine á æfingu fyrir sjónvarpsþátt 1956.
Ingibjörg í hlutverki sínu í söngleiknum „Kysstu mig Kata“ er Þjóðleikhúsið
sýndi fyrir u.þ.b. tuttugu árum.
lega ekki. Þær héldu meira að
segja að þetta hlyti að vera gabb
og jafnvel að það stæði til að ræna
mér. Svo hringdu þær í útvarps-
stöðina til að ganga úr skugga um
málið og urðu þá loks að kyngja
þessu.
Ég fór svo í nokkurskonar
prufuþátt og mér gekk ágætlega
að þekkja lögin og var boðið að
vera áfram. Ég lagði hins vegar
ekki í að framlengja dvölina þó að
það væri lagt nokkuð að mér að
vera áfram og lofað gulli og græn-
um skógum. Svo var mér líka boð-
ið að prufusyngja, en ég var frem-
ur áhugalaus fyrir þessu öllu, og
notfærði mér það ekki eins og ég
hefði getað.
Og hvaö kom til?
— Ég hef líklega bara verið
svona heimakær — eða áhugalaus.
Svo gerði ég mér auðvitað ljóst að
samkeppnin var alveg óskapleg og
að það hefði kostað þrotlaust starf
að komast áfram þarna. Mér leist
heldur ekki á andann í þessu —
það gekk alltaf svo mikið á hjá
þessu fólki sem var í skemmtana-
bransanum. Ég hef stundum velt
því fyrir mér að sennilega hefði ég
átt að notfæra mér þetta betur.
Frankie Laine bað mig t.d. að
senda sér lag eftir að ég væri kom-
in heim, en ég gerði það aldrei. Ég
veit ekki almennilega hvers vegna.
Og þú hefur ekki farið
í fleiri svona reisur?
— Nei, ekki ferðalög af þessu
tagi, en ég hef farið í ýmsar
skemmtilegar ferðir. Árið 1962
var ég t.d. við Dante Alighieri-
akademíuna í Róm í tvo mánuði,
þar sem ég kynnti mér tónlist og
lærði ítölsku. Ítalía er dásamlegt
land og ftalir sérstaklega elsku-
legt fólk — þar gæti ég vel hugsað
mér að vera nokkra mánuði á
hverju ári.
Þaö myndu kannski
fleiri þiggja
— Já, auðvitað — það er líka
munur að vera í sólinni þar, en
þessari eilífu rigningu hérna.
Annars finnst mér gott að búa á
íslandi.
Hversu mörg lög eru
það annars sem þú
hefur samið alls?
— Éf hef alltaf verið að semja
þegar ég hef haft góðan tíma og
það eru sjálfsagt ekki færri en á
annað hundrað iög, sem ég á til.
Það verður því nóg að starfa þegar
hægist um hjá mér ef ég ætla að
gera eitthvað fyrir þessi lög. Svo á
ég ein sjö leikrit, sem flutt hafa
verið í útvarp hér og reyndar er-
lendis líka, og töluvert af ljóðum.
Ég hef nefnilega alveg látið undir
höfuð leggjast að gefa neitt út og
það er nú einu sinni þannig að það
sem ekki er gefið út er raunveru-
lega ekki til — maður rekur sig oft
á, að það sem flutt er í útvarp
gleymist furðu fljótt. Það er verst
hversu erfitt er með útgáfu á nót-
um — það er svo dýrt að prenta
þær og svo seljast þær venjulega
lítið. Það er ljósritunartæknin
sem hefur farið alveg með það —
það selst kannski ekki nema eitt
eintak og svo ljósrita allir eftir
því.
Nú vannst þú á tónlistar-
deild Ríkisútvarpsins í
32 ár. Hefur orðið mikil
breyting á tónlistinni
þennan tíma?
— Það er að minnsta kosti
miklu meira framleitt nú en áður
af léttri tónlist, en ég veit ekki
hvort það er neitt betra en áður
var. Ef þú átt við dægurlögin, þá
hefur tæknin gjörbreytt öllu —
tæknin í hljóðritunum er næstum
orðin alveg yfirþyrmandi. Hugs-
aðu þér bara muninn frá því að ég
var í upptökum hérna í gamla
daga. Þá var bara sungið beint inn
á plöturnar og ekki hægt að
breyta neinu eftir að lagið var
flutt. Nú eru hljómsveitir gjarnan
vikum saman að taka upp eina
plötu og það eru notaðar alls kon-
ar tæknibrellur. Það er eiginlega
synd að maður skuli ekki hafa
nema tvö eyru til að nema alla
þessa tækni — raunverulega
þyrfti maður að hafa a.m.k. fjög-
ur.
Auðvitað er um vissa framför
að ræða í dægurlögunum, en það
er líka afturför að vissu leyti.
Stundum finnst manni það vera
sami trommutakturinn í þessu
öllu og svo er áberandi fátækt í
laglínum. Hljómsetningar eru
hins vegar oft mjög vandaðar.
Nú hefur oft verið um það
deilt hversu mikið eigi að
flytja af sígildri tónlist eða
dægurlagatónlist — er sá
hópur fólks að stækka
sem kanna ekki að meta
neitt nema dægurlaga-
tónlist?
— Nei, ég held þvert á móti að
hann hafi farið minnkandi. Ég
held að flestir kunni að meta bæði
sígilda tónlist og dægurlagatónlist
nú til dags. Áður var það algeng-
ara að menn vildu bara heyra eina
tegund tónlistar, svo sem harmón-
íkutónlist og kunnu ekki að meta
neitt annað. Hvað útvarpið varðar
þá held ég, að það sjónarmið verði
að vera ráðandi að efnið sé bland-
að — bæði til afþreyingar og upp-
byggingar, hvort heldur um er að
ræða talað orð eða tónlist. Það er
svo margt sinnið sem skinnið, og
fólk verður að gera sér ljóst að það
hafa ekki allir sama smekk.
Mesta breytingin er ef til vill sú
hversu almenningur á greiðan að-
gang að tónlist nú til dags — nú
eru alls konar hljómflutningstæki
til á næstum því hverju heimili, og
þetta tónlistarhungur sem maður
varð var við hér áður fyrr er alveg
úr sögunni. Alltaf man ég hvað
mér þótti gaman að fara í heim-
sókn til ömmu minnar, þegar ég
var lítil. Hún átti upptrektan
grammófón og töluvert plötusafn.
Þetta þótti manni afskaplega mik-
ill munaður, að geta farið í heim-
sókn til hennar og hlustað á
grammófóninn. Ég vona bara, að í
allri þessari tækniveröld finni
unga fólkið þá hamingju, sem ég
fann við þau frumstæðu skilyrði
sem ég ólst upp við.
Viðtal: Bragi Óskarsson
# Nohiður
Citroen
nœstbesti
hosturirm!
Árg. Km. Verð
GSA Pallas 1982 16.000 275.000.
GSA Pailas 1982 25.000 265.000.
GSA Pallas 1981 36.000 220.000.
GSA X3 1980 36.000 175.000.
GS Pallas 1979 60.000 115.000.
[■ ’ 'Jj Globus, H LAGMUll 5. c SiMI 81555
Ur aftursæti
venjulegs fólksbOs
era margar útgönguleiðir
fyrirböm
án þess aö nota dymar!
Öll viljum við tryggja sem best öryggi barnanna
okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki
nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er
mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort
sem það er i bílstól, burðarrúmi eða bílbelti.
Við höfum sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir
börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks-
bifreiða.
Barnastólar
(fyrir 9 mán - 6 ára)
Barnapúðar
(fyrir 6-12 ára)
Barnarúmsfestingar
(fyrir 0-9 mán)
Beltastóll
(fyrir 6-12 ára)
Fótgrindur fyrir beltastól
(fyrir 6-12 ára)