Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Nú er komið að fiskinum. Fisksalat er einkar lystugur, ljúffengur og seðjandi matur, ef vel er að staðið. Og svona salat er heldur ekki mjög hitaein- ingaríkt, ef sneitt er hjá feitum sósum. Fisksalat skal það vera G ó ð a skemmtun! Fisksalat Bakaður, kaldur fiskur ásamt ýmsu góðgæti úr jurtaríkinu lít- ur einkar vel út. Hér er stungið upp á fiski og e.t.v. rækjum með honum. Fiskurinn er lagður á fat, ásamt grænmeti, hér tómöt- um, gúrkum, soðnum, kældum kartöflum, eggjabátum og jökla- salati. Ólífur og kapers er svo haft með til bragðbætis. Þegar salat er nefnt, dettur víst flest- um í hug blanda af einhverju, en í staðinn fyrir að blanda öllu saman er hver tegund látin vera út af fyrir sig á stóru fati eða diski. Hver og einn getur svo tekið að vild og blandað þannig sitt eigið salat. Einnig er hægt að raða á disk fyrir hvern og einn, ekki sízt ef salatið er hugs- að sem forréttur. En svona salat er ljómandi sem aðalréttur, eða sem miðnætursnarl. Hér er ekki nefnt neitt magn, heldur aðeins hvernig er farið með sérhvert hráefni. Þetta er drjúgur matur og vegna þess hve tegundirnar eru margar hentar hann betur handa mörg- um en fáum. Ef þið ætlið að halda stórveizlu, þá er þetta einkar hentugur matur sem þið getið útbúið að hluta til með nokmkrum fyrirvara, sbr. hér á eftir. En raðið ekki á fatið fyrr en rétt áður en á að borða, þvi maturinn þolir ekki langa bið á opnu fatinu. Ef ykkur sýnist svo, getið þið búið til stóran skammt af sósunni og borið hana með, svo hver geti tekið sér að vild. Ég kýs þó að hafa aðeins sósu á i sumu, ekki öllu, finnst að of mikil sósa skyggi á sumar teg- undir. Með svona salati er tilvalið, nánast alveg sjálfsagt, að bjóða upp á gott brauð, gjarnan heimabakað, e.t.v. fleiri en eina tegund. Brauðið getið þið mótað í smábrauð, eða löng, mjó brauð sem hver og einn getur tekið af að vild. Ef þið bjóðið upp á svona salat sem meginrétt, e.t.v. án forréttar, þá á matarmikil og höfug súkkulaðiterta einkar vel við í eftirrétt. Ef þið hyggizt bera fram forrétt, þá getur það gjarnan verið eitthvað kjötkyns, t.d. góð kæfa á franska visu. Alla vega fer vel á að forrétturinn sé einfaldur, vegna þess að salatið er margbrotið ... Fiskurinn: Bakið fiskinn í ál- pappír í ofni, eða sjóðið hann í potti í nánast engu vatni við vægan hita. Þetta er gert svo ekkert af bragðinu fari út í soð, sem ekki nýtist hér. Látið fiskinn alls ekki ofsoðna, hann á aðeins að hlaupa saman og verða glampandi hvítur, ekki þurr og mattur. Þið getið notað ýmsar tegundir, annaðhvort að- eins eina tegund eða fleiri sam- an. Ýsan nýtur sín vel hér eins og víðast. Einnig stórlúða og miðlungs stór lúða, en síður sú allra minnsta eða mjög þunn fiskflök yfirleitt, því slíkur fisk- ur loðir lítt saman. Steinbítur og skötuselur á vel við hér. Þegar fiskurinn hefur kólnað að mestu, setjið hann þá á disk í hæfi- legum bitum og dreypið sósunni yfir. Fiskinn getið þið útbúið daginn áður og geymt hann í kæliskáp í vel lokuðu íláti eða undir álpappír. Eigið ekki of mikið við hann, svo hann fari ekki í alltof litla bita. Rækjur: Rækjur eru beztar þegar þær eru rétt að þiðna. Takið þær því ekki fram fyrr en um 30 mín. áður en þið hyggizt bera þær fram. Dreifið þeim á fat eða disk, svo þær þiðni nokk- urn veginn jafnt. Dreypið sósu á Fisk- salat þær um leið og látið þær þiðna í sósunni. Ef mikill vökvi rennur af þeim þegar þær þiðna, hellið honum þá af þegar þið setjið þær á fatið og dreypið svolitlu af sósu yfir þær. Það er drýgra að setja rækjurnar með fiskinum og einnig gefa rækjurnar fisk- inum gott bragð. Kartöflur: Sjóðið nokkurn veg- inn jafnstórar kartöflur, þannig að þær verði hæfilega soðnar, en ekki meira, því þá er verra að eiga við þær, þær brotna og verða heldur ekki eins skemmti- legar undir tönn. Skerið volgar, afhýddar kartöflurnar í sneiðar og hellið sósu yfir. Látið kart- öflurnar kólna í sósunni, ekki samt í kæliskáp. Látið loft leika um þær, svo gufa úr kartöflun- um komist út, en gerið þær ekki vatnsósa. Það má gjarnan fara töluverð sósa á kartöflurnar, því þær sjúga hana í sig og verða þannig einkar bragðgóðar. Dreypið svolitlu af sósu yfir kartöflurnar þegar þær eru sett- ar á fatið, svo þær séu rakar, en samt ekki á neinu sósusundi. Kartöflurnar getið þið útbúið að morgni, ef þið hyggizt bera sal- atið fram að kvöldi. E.t.v. þurfið þið að dreypa á þær sósu nokkr- um sinnum, ef þær bíða heilan dag. Það fer vel á að dreifa fín- söxuðu kapers á kartöflurnar þegar þær eru settar á fatið. Tómatar: Við tómatana þarf ekki að gera neitt annað en að sneiða þá eða skera i báta. Þeir eru svo rakir, að á þá þarf enga sósu. Ef þið erum með krydd- jurtir í blómapottum í eldhús- glugganum, getið þið fínsaxað þær og stráð þeim yfir tómat- ana, t.d. steinselju, basil eða timjan. Ef þið getið komið því við, þá er heppilegast að skera tómatana ekki niður fyrr en rétt áður en salatið er borið fram, þó allt að klst. fyrr. Breiðið þá þunnt plast yfir þá. Það er bezt að skera tómatana í báta, því safinn sígur fyrr og frekar úr sneiðum. Gúrkur: Skerið gúrkurnar í stafi eða vænar sneiðar, af- eða óafhýddar. Mér finnst gúrkurn- ar alls ekki þurfa á sósu að halda, en enn og aftur þá er það smekksatriði. Malið e.t.v. ögn af pipar yfir gúrkurnar, þegar þær eru komnar á fatið. Gúrkurnar getið þið skorið niður allt að hálfum sólarhring áður en þið berið þær fram. Geymið þær þá í vel lokuðum plastpoka í kæli- skáp þar til þær eru settar á fatið. Egg: Eggin eru harðsoðin og síðan borin fram án sósu, skorin í báta. Ef eggin eru sett í kalt vatn, þurfa þau um 6 mín. suðu, eftir að suðan kemur upp, en 8 mín. suðu séu þau sett beint í sjóðandi vatn. Eggin er hægt að sjóða daginn áður, en geymið þau þá heil. Jöklasalat: Jöklasalatið er þvegið og sem mest af vatninu látið renna af og salatið þerrað. Skerið það í mjóar ræmur, dreypið e.t.v. ögn af sósu yfir salatið um leið og það er sett á fatið, en sósa er alls ekki nauð- synleg. Salatið getið þið haft til- búið daginn áður og geymt á sama hátt og gúrkurnar. Aðrar tegundir af grænu salati koma einnig vel til greina, gjarnan t.d. rauðleita tegundin, e.t.v. ásamt jöklasalatinu. Ólífur: Skolið ólífurnar í köldu vatni, þerrið þær, skerið í tvennt og setjið sér í hrúgu á fatið, eða blandið þeim saman við tómat- ana. Notið fremur ólífur án steina, fylltar eða ófylltar eftir smekk. Annað grænmeti sem sómir sér vel á svona fati eru artisjók- kjarnar og avocado. Artisjók- kjarnar fást niðursoðnir. Skerið hvern kjarna í tvennt eða fernt, dreypið sósu á kjarnana og raðið þeim á fatið. Þeir mega gjarnan vera kældir. Avocado er dýrt en drjúgt og á einkar vel við kaldan fisk, ekki sízt rækjur. Skerið það í sneiðar langsum, eftir að hafa flett hýðinu af, eða mokið bitum úr heilu hýðinu með skeið. Dreypið sósu á það þegar það er sett á fatið. Þið getið blandað þvi saman við gúrku eða rækjurnar á fatinu. Sósan: Hér er notuð hefð- bundin oliu-edikssósa úr þremur hlutum af olíu, gjarnan vín- berjasteinaolíu eða/og ólifuoliu, 1 hluta af hvítvinsediki, finsöx- uðum hvítlauk og þurrkuðum kryddjurtum, t.d. timjan og oregano. Ef nýjar kryddjurtir eru tiltækar, eruþær auðvitað ljómandi viðbót. I sjósuna sem er hellt yfir kartöflurnar finnst mér ómissandi að hafa slatta af sinnepi, góðu frönsku sinnepi, gjarnan þessu grófa, ef þið fáið það. Slíkt sinnep er ekki aðeins úr sinnepsdufti heldur einnig úr grófsteyttum sinnepsfræjum. Grófgerða sinnepið er gjarnan kennt við frönsku borgina Meaux (borið fram Mó), en í þeirri borg eru merkilegar rúst- ir frá þeim dögum þegar Asterix og Obelix voru að fást við Róm- verjana. Blandið sósuna og þeytið hana með gaffli, svo hún sam- lagist vel. Ef afgangur verður af sósu, þá geymist hann í kæli- skáp og ekki þarf annað en hræra sósuna, þegar þið takið hana út. Þegar svona salat er annars vegar, skiptir miklu máli að ganga fallega frá því á fatið. Þegar svo fer að minnka á fat- inu, er einfalt að bæta á það aftur. Meginatriðið er að allt sé frísklegt og fallegt á að líta og ekki sé of mikill vökvi á fatinu, hvorki sósa né safi af grænmet- Fiskmarkaður I tilefni Reykjavikurviku hélt Bæjarútgerðin borgarbúum fiskmarkað. Þar var karfi kynnt- ur af myndarskap. En alltaf þegar fiskmarkaður er nefndur, vaknar upp löngun í alvöru fisk- markað, þar sem hægt væri að fá algengar og sjaldgæfar tegundir úr hafinu, svo sem marhnút, krækling, krabba og kuðunga, þang og fleira slíkt. Svona mark- aður þyrfti ekki að vera á hverj- um degi, heldur t.d. á hverjum fimmtudegi og e.t.v. aðeins sumarmánuðina. Hvenær skyldi fiskveiðiþjóðin fslendingar eign- ast sinn fyrsta alvöru fiskmark- að? Erlendis tíðkast víða að halda markaði. Ekki sakaði að við hlið fiskmarkaðar væri einnig grænmetis- ogkjötmarkaður. Er hugsanlegt, að framtakssamir menn sjái einhverja leið til að reka slíkt fyrirtæki? Sr) IGNIS ódyr ofl vönduð heimilístæki jMnm ARMULA8 S:19294 HVÖT Haustferð með Eddunni Til Newcastle 31. ágúst. Fararstjóri Sigríöur Hannesdóttir. Skráning hjá Farskip í síma 25166 — Valgerður Einarsdóttir, kl. 9—17 og hjá Önnu Borg á skrifstofu Hvatar, kl. 9—12. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.