Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983
YOKO
ONO
Yoko og John, eftir að hann hafði lokið fímm ára uppeldissamningi
sínum og hóf að semja að nýju. Myndin er tekin fjórum mánuðum áður
en hann lést.
hljómplötur hans. Erfiðasta and-
artakið segir hún hafa verið þegar
hún grátandi og með uppköstum
neyddi sig til að hrifsa til sín gler-
augu hans öll blóði drifin,
skömmu eftir að hann var skotinn.
Eitt stærsta verkefnið sem beið
Yoko eftir dauða John var að
mynda tengsl við son þeirra. Það
var ekki auðvelt verkefni að koma
í staðinn fyrir John sem hafði
veitt honum alla þá hlýju sem
hann átti, fætt hann og klætt. Og
hún hljóp á brott frá því í fyrstu.
„Ég var eins og drukknandi mað-
ur,“ segir hún eftir á. „Ég hafði
ekki krafta til að nálgast hann.
Hann minnti mig svo mikið á
John, og þar sem Sean hafði staðið
John svo nærri, fannst mér að án
hans værum við engin fjölskylda
lengur. Bara að horfa á Sean olli
mér sársauka. Það var sárt fyrir
okkur að horfa upp á sársauka
hvors annars."
„Heldurðu að pabbi hafi orðið
þreyttur á mér?“ spurði Sean
hugsi einn góðan veðurdag. Yoko
sem átti í erfiðleikum með að
svara sagði loks: „Ertu vitlaus?
Hann er örugglega staddur hérna.
Þú bara sérð hann ekki.
Ég hélt að John myndi alltaf
verða til staðar fyrir Sean,“ segir
Yoko sorgmædd. Skyndilega eru
svo Yoko og Sean bara tvö eftir.
„Ég fylltist nýjum tilfinningum.
Hvernig gat ég horft framhjá
þessu vanmáttuga og syrgjandi
barni? Og ég tók að velta fyrir
mér hvernig maður gæti komið á
svona sambandi."
Þremur vikum eftir andlát
John, skipulagði hún jólahald
ásamt Julian Lennon, sem hafði
komið til að taka þátt ( þessum
erfiðu tímum með Yoko. Það var
jafnvel pakki frá Pabba til Sean
undir trénu — stór loðinn hvolpur
— (Sean gaf honum strax nafnið
„Gleðilegur" (Merry), en John
hafði valið hann áður en hann
lést.
Sean hjálpaði Yoko einnig gegn-
um hennar sorgir. Hann reyndi að
fela sín eigin tár og sagði „Ekki
gráta mamma, pabbi er ekki sá
eini fyrir þig.“ Hann hljóp síðan
inn í herbergi sitt og fékk útrás
ýmist með gráti eða því að teikna.
„Ég óttast oft að hann sé ekki
hamingjusamur hjá mér,“ segir
Yoko. „Ég er ekki mamma sem
þvær sokkana af honum og bý til
kjúklingasúpu fyrir hann.“ Sean
virðist samt sem áður hafa sætt
sig við hana smátt og smátt. Þeg-
ar hún fyrir skömmu reyndi að
hjálpa honum í sokkana sagði
hann: „Mamma, hvað er að þér?
Þú ætlar þó ekki að fara að vera
eins og hinar mömmurnar?"
Sean er að miklu leyti í umsjá
karlkyns-barnfóstru og annarra
aðstoðarmanna Yoko. Hann er að
öðru leyti ósköp venjulegur fjör-
mikill strákur, sem vaskar upp í
eldhúsinu fyrir einn dollara á viku
í vasapening.
„Þegar ég horfi á Sean þakka ég
fyrir að hann er heilbrigður og
sterkur," segir Yoko. Hún segist
þess fullviss að hann muni bjarga
sér, en hana hryllir við þegar hann
er að segja henni sögur úr skólan-
um af miskunnarleysi skólafélag-
anna: „Það er betra að halda lífi,
en vera ríkur og frægur," sagði
einn þeirra við Sean fyrir
skömmu.
Tíminn hefur staðið í stað í
notalega eldhúsinu hans Lennons,
en það er í miðri íbúðinni og
þar er einnig sjónvarps- og leik-
herbergi fyrir Sean. Bækur um
barnauppeldi fylla allar bókahill-
ur og John horfir yfir íbúðina af
fjölda mynda sem þekja veggina.
Yoko kom sér fyrir í notalegum
sófa eina nóttina í vetur og opnaði
myndaalbúm heimilisins í fyrsta
skipti í tvö ár. Hún glotti þegar
hún kom að mynd af John þar sem
hann stendur gleiðbrosandi um-
vafinn fjölda brosandi japanskra
andlita.
„John skammaðist sín stórlega
fyrir það á hvern hátt hann hitti
foreldra mína í fyrsta skipti. Á
sinn hrokafulla hátt var hann
órakaður og í gallabuxum.
Mömmu fannst hann hræðilegur
— ég held að hann hafi verið
óttasleginn yfir siðfágun foreldra
minna. Næst þegar ráðgert var að
þau hittust ákvað hann að fara
rétt að. Sean var þriggja ára, og
John var mikið í mun að fjöl-
skylda mín væri sátt við son
okkar. Hann leigði þess vegna
glæsilegt veitingahús í Tókýó og
bauð ættflokknum til samkundu,
og sendi að auki hundruð boðs-
korta til fólks sem var valið af
handahófi. Ég var nú einu sinni
nokkurs konar svartur sauður
minnar fjölskyldu, eins og allir
muna, þannig að ég varð að taka á
honum stóra mínum til að gleyma
stoltinu, en ég er fegin því að ég
gerði það. Sérðu hvað hann er
stoltur á þessari mynd — klæddur
í jakkaföt og meira að segja með
nelliku í jakkabarminum. Hann
bræddi gjörsamlega hjarta móður
minnar."
Það er erfitt að hugsa til fortíð-
arinnar, en það er jafnvel erfiðara
að ögra henni. „Ég er viss um að
allar ekkjur vita hvað ég á við þeg-
ar ég segi að það er ekki hægt að
fá sér tebolla á kaffihúsinu á
horninu með gömlum vini án þess
að fólk fari að spá í það hvernig
þessu sambandi sé háttað," segir
hún í heimspekilegum þönkum.
„Það virðist vera hefð að trúa því
að þegar eiginmaðurinn deyr, þá
hætti eiginkonan einnig að lifa líf-
inu.“
Þegar dálkahöfundur nokkur
skrifaði að Yoko hefði gifst inn-
anhússarkitektinum Samuel
Havadtoy á laun ætlaði regni hót-
unarbréfa til Yoko aldrei að linna.
Havadtoy, sem þykir svipa mikið
til Lennon í útliti, er aldavinur
fjölskyldunnar. Samt sem áður
voru sögusagnirnar tilhæfulausar.
„Við erum ekki gift,“ segir hún.
„Það er satt að Sam er að reyna
eftir fremsta megni að hjálpa
mér, en hann er gamall vinur
okkar og hefur verið heimilisgest-
ur í mörg ár. Hann sýnir mér
mikla samúð og þeim Sean kemur
vel saman. Ég treysti honum full-
komlega.
Ég hef ekki áhuga á eldheitu
ástarsambandi eða sambandi í lík-
ingu við samband okkar John.
Þetta samband, sem aldrei dofnaði
var skyndilega rofið. Þegar John
lést fannst mér eins og mér hefði
verið sparkað niður á botn stöðu-
vatns, og ég er enn að reyna að
komast upp á yfirborðið til að
anda. Ég er áttatíu prósent þar, en
það gæti tekið mig annað ár að
komast alveg að yfirborðinu."
Hún bætir við: „Ég er feimin að
eðlisfari og ekki þannig gerð að ég
KAPPAT-83
VERÐUR HÁD í DAG KL. 2-6 AÐ GRENSÁSV. 7
•fl
* jtfÆÁx.M
M.A
-
-v
Ari kokkur margfaldur Islandsmeistari í kappáti
tekst honum að verja titilinn?
1. verðlaun kr. 10.000 ÓKEYPIS ÞÁTTTAKA
Hvað ertu fljótur með 3 TOMMABORGARA
Yfir 300 manns hafa skráð sig til keppni
TOMMA
TOMMA
TOMMA
HAMBORGARAA
PETTA ERU VINIRNIR STJORNANDI MAGNUS KJARTANSSON
fari að leita að karlmanni. Eg er
föst hérna í Dakota-byggingunni.
Ef um hvítan riddara væri að
ræða sem vildi hafa mig á brott
með sér, yrði hann að byrja á því
að sparka niður járnhliðinu!"
Hún þagnar. „Enginn getur
keppt við látinn mann. Ég græt
vegna John, og það gerir Sean, og
hús okkar er fullt af myndum af
honum, ég sé ekki í hendi mér
hvernig annar maður tæki því —
og ég vil reyndar ekkert um það
vita á þessari stundu. Fortíðin er
ennþá mitt líf — og ég á fullt í
fangi með hana.“
Hún er enn á kafi í arfleifð
Lennons og ráðgerir að gefa út
aðra hljómplötu sem þau tóku upp
árið 1980. Hún vonast einnig til að
geta sýnt nokkrar áður óbirtar
myndir eftir hann ásamt ljóðum
sem hann samdi meðan á einangr-
un hans stóð. Yoko hefur í mörg
horn að Iíta. Fyrir utan að sjá um
eigur þeirra, sem talið er að nemi
um 150 milljónum dollara, stendur
hún enn í málaferlum við fyrrver-
andi meðlimi Bítlanna um upp-
lausn Apple-útgáfufyrirtækisins,
og margt fleira. „Ég hef allt of
mikið að gera til að eldast," segir
Yoko, sem varð fimmtug í febrúar
síðastliðnum.
Síðastliðið ár hefur ekki verið
rólegt ár hjá Yoko. Fyrst varð hún
fyrir barðinu á fjölda fjárkúgun-
artilrauna fyrir að neita að skrifa
níðskrif um látinn eiginmann
sinn, en það leiddi til þess að einn
úr starfsliði heimilisins var hand-
tekinn. Síðan voru gerðar nokkrar
tilraunir til að ræna henni og syni
hennar þannig að ekki var umflúið
að ráða öfluga öryggisverði á
heimilið.
„Ég er ekki fangi öryggiskerfis-
ins,“ segir Yoko. „Flestir hafa
gaman af samvistum við annað
fólk, fara í samkvæmi og í leikhús,
en ég hef aldrei stundað það. Ég
býst við að ég sé einmana á ein-
hvern hátt, en ekki á þann hátt
sem flestir halda. Mér finnst ég
týnast algjörlega og er aldrei
meira einmana heldur en í fjöl-
menni." Hún er sjálfri sér nóg
þegar hún gengur um í garðinum,
les eða sest við píanóið til að
semja, píanóið sem var gjöf frá
Lennon og á er greypt:
„Til Yoko
Á þessum morgni
Hvítt píanó
Með ástarkveðju frá John.“
Lífi þeirra Sean hefur marg-
sinnis verið ógnað og á síðastliðnu
hausti íhugaði Yoko í fyrsta skipti
að yfirgefa New York. „Ég hugsaði
með mér — nú flýjum við ... Við
verðum að lifa þetta af. En þegar
ég leit á kortið gat ég ekki annað
en hlegið því það var enginn stað-
ur til að flýja á.“
Yoko lýsti einu sinni sambandi
sínu og Lennons sem svo nánu að
það hefði verið líkast „fjórtán ár-
um saman í fangaklefa". „f gamla
daga þegar ég var enn að berjast
við að finna mér stað í tilverunni
varð ég önug þegar ég var ávörpuð
sem „Frú Lennon". En nú þegar
aðdáendur kalla mig þessu sama
nafni verð ég hin kátasta og
endurminningar þyrlast upp. Þeg-
ar ég geri eitthvað, er alltaf rödd
sem hvíslar að mér „Gerðu þetta
nú rétt svo að þú valdir ekki John
vonbrigðum."
„Á síðastliðnu ári þegar ég fór
til að vera viðstödd afhendingu
Grammy-verðlaunanna vissi ég að
ég þurfti að koma fram fyrir
fjölda fólks sem hafði hætt mig og
spottað og hlegið að John fyrir að
vera samvistum við mig. Ef ég
hefði farið eins og Yoko, hefði ég
farið í gallabuxum og bol. En ég
var að fara sem „Frú Lennon" og
ég vildi gera það á réttan hátt.
Mér fannst sem John hvíslaði
stöðugt að mér: „Sýndu þeim hvað
þú ert Yoko ..."
Svo að ég fór og ksypti mér fal-
legan kjól, greiddi mér og setti
upp skartgripi og notaði málningu
— allt er þetta mér víðs fjarri í
dagsins önn. Ég held að John hafi
vitað að ég gerði þetta. Ég veit að
þetta hljóðar heimskulega, þar
sem hann er látinn, en þetta er
nákvæmlega það sem mér finnst."
(New York Times,
Þýtt og endursagt — EJ).