Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Fjölmörg umfangsmikil fjársvikamál vestur-þýzkra lækna og lyfsala hafa vakið feiknalega reiði meðal almennings í landinu. Dómar hafa þegar verið felldir í hundruðum slíkra sakamála og enn fleiri áþekk mál eru í rannsókn. Þessi víðtœku og vel skipulögðu fjársvik bitna á öllum almenningi, og fréttirnar af þessum ólöglegu starfsháttum hafa því að vonum einnig vakið mikið umtal utan Þýzkalands í þeim nágrannalöndum sem búa við áþekkt fyrirkomulag um greiðslu sjúkrakostnaðar. SVARTIR SAUÐIR IHVÍTUM SLOPPUM Lyfsali einn í Bochum í Vestur-Þýzkalandi haföi á undanförnum árum oft ærna ástæðu til aö láta liggja vel á sér. Hagnaður hans af lyfja- sölu reyndist oftast drjúgum meiri en sá gróði, sem helzti keppinautur hans gat sýnt fram á. En frá síðustu ára- mótum hafa tekjur hans þó minnkað heldur betur, því þær eru ekki neinar. Og það sem verra er: Þessi 34 ára gamli lyfsali á þungan dóm yfir höfði sér, því hann er ákærður fyrir að hafa fengið greidda lyfseðla hjá sjúkra- samlögum, sem hann aldrei lét neina sjúklinga fá lyf út á. Á þennan hátt er iyfsalinn sagður hafa auðgazt um hundruð þúsunda marka (milljónir ísl. króna) með því að beita svikum og prettum. Risavaxin fjársvik Karl Lucks, saksóknara í Bochum, finnst þetta svikamál liggja alveg ljóst fyrir, en hann álítur samt annan aðila einnig eiga vissan þátt í sökinni: „Hin lögbundnu sjúkrasamlög og almannatrygg- ingar eru hreinlega þannig kerfi, að þau beinlínis bjóða upp á alls konar svik og misferli. Reikningar sérfræðinga til sjúkrasamlaga og tryggingastofnunar gefa öllum að- ilum hið bezta tækifæri á að moka inn peningum." Án sjúkrasamlagsskírteina myndu sakamál af því tagi, sem dómstólarnir í Bochum og í mörg- um öðrum hlutum Vestur-Þýzka- land eru að láta rannsaka og dæma í um þessar mundir, vera alveg óhugsandi, og engum myndi koma til hugar að leggja út í að fremja slík afbrot. En undanfarna mánuði hefur réttvísin verið beinlínis önnum kafin við að upplýsa og dæma í heilli holskeflu slíkra mála. I Stuttgart og Donauwörth hafa saksóknarar þegar safnað sönnun- argögnum í slíkum fjársvikamál- um. I Kassel og Göttingen er verið að yfirheyra grunaða lækna og lyfsala; í Hamborg óg Hannover hafa handtökur farið fram, rétt- arrannsókn stendur yfir í Kobl- enz, Konstanz, Esslingen, Núrt- ingen, Nördlingen og Gerlingen, svo og víða annars staðar í land- inu. Eitt er nú þegar orðið ljóst: Stöðugt ný og ný fjársvikamál af þessu tagi koma til kasta dómstól- anna í Vestur-Þýzkalandi á næstu mánuðum eða misserum, og þarna er um gífurlegar fjárupphæðir að ræða. Þegar yfirríkissaksóknari Vestur-Þýzkalands, Johannes Hirsch, var spurður um fjölda slíkra sakamála í meðalstórri borg á borð við Bochum (með u.þ.b. Enda þótt lœknar og lyfsalar séu meðal tekju- hœstu þegna þjóðfélagsins, gátu sumir hverj- ir ekki staðizt þá freistingu að drýgjastórlega tekjur sínar á ólöglegan hátt. 380.000 íbúa), þá svaraði hann því til, að þessu gæti hann ekki svarað með neinni nákvæmni: „Ég yrði fyrst að spyrjast fyrir hjá lögreglu og sakadómi, því að það bætast næstum því daglega ný mál við. Þetta er að verða eins og eldur í sinu.“ Velsmurð svikamylla Þeir afbrotamenn, sem verið er að leita uppi í þessum fjársvika- málum, eru að vísu klæddir snjó- hvítum sloppum en eru samt svörtu sauðirnir í sinni atvinnu- grein: Það eru læknar og þeirra hjálparkokkar, lyfsalar og lyfja- tæknar. Stundum eiga jafnvel sjúklingarnir líka beina aðild að þessum fjársvikum. Allt þetta fólk hefur auðgast á því að svíkja fé út úr sjúkrasamlögum og trygg- ingastofnunum. Höfuðpaurinn í öllum slíkum málum er einhver læknir, stundum hefur komið i ljós, að hann hefur gert þetta af fávísi og hugsunarleysi, en oftast hefur læknirinn verið potturinn og pannan í öllu svindlinu. Það er læknirinn, sem skoðar sjúklinginn, greinir sjúkdóm hans og tekur hann að lokum til læknis- fræðilegrar meðferðar. Það er svo sjúkrasamlagið eða trygginga- stofnunin, sem borgar brúsann — án þess að sjúklingurinn fylgist neitt nánar með því. Alveg á sama hátt og fæstir sjúklingar gera sér í reynd fulla grein fyrir því, hvað það er, sem læknirinn gerir við þá, þegar hann er með þá til meðferð- ar, jafn lítið vita þessir sjúklingar, hvaða gjald læknirinn reiknar sér fyrir meðferð og sömuleiðis hvaða leið reikningurinn fer í raun og veru. Þegar nánar er að gáð, reynast aðferðirnar til að svíkja fé út úr sjúkrasamlögunum vera ærið margvíslegar. Einföldustu aðferðina til að drýgja stórlega tekjur sínar á ólöglegan hátt valdi til dæmis ungur læknir, nýlega útskrifaður og með lækningaleyfið upp á vas- ann, en hann sló sér niður í smá- bæ í Bayern, Suður-Þýzkalandi og hóf rekstur læknisstofu fyrir sjúkdóma í hálsi, nefi og eyrum. Á þremur árum hafði hann sent inn reikninga sérfræðings til sjúkra- samlagsins í Donauwörth upp á hvorki meira né minna en rúmlega 250.000 v.þýzk mörk (rúmlega tvær og hálfa milljón ísl. króna) fyrir læknisaðgerðir, sem hann aldrei hafði framkvæmt. Aðferðin, sem hann notaði var í senn mjög svo gróðavænleg og afar einföld: I stað þess að skrifa t.d. að sjúkling- urinn hefði komið tvisvar til með- ferðar hjá sér, skrifaði hann strax þrisvar eða fjórum sinnum slíka meðferð á reikning sérfræðings til sjúkrasamlagsins. Þessi aðferð vekur minnsta athygli. Ótrúlegt eftir- litsleysi Það liðu nokkur ár, áður en þessum prettum læknisins var yf- irleitt veitt nokkur athygli í Don- auwörth. Læknirinn sat þá orðið í stjórn margra félagasamtaka í bænum, og í fljótu bragði virtist hann yfir allan grun hafinn, þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.