Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 „Kæra Yoko, ég syng og græt og mig verkjar af sársauka vegna þín. Eg er hryggur, Yoko, vegna þín, vegna mín og heimsins alls.“ „Kæra Yoko, ég er fimmtán ára. Ég veit að þetta gæti reynst þér erfitt, en gætirðu sent mér gamla eiginhandaráritun eftir John ... svona eins og á ávísun?“ Tveimur árum eftir hið hörmu- lega morð á John Lennon, er heim- urinn orðinn dús við Yoko Ono Lennon. Fjöldi bréfa streymir inn á heimili hennar í Dakota-bygg- ingunni frá fólki sem hún mun aldrei hitta, fólki sem leitar að tengilið við fortíð sína og er að senda samúðarkveðjur og bjóða stuðning. „Þessi bréf hafa haft mikla þýð- ingu fyrir okkur Sean,“ segir Yoko og handfjatlar hrúgu á eldhúsgólf- inu. „Það virðist eins og það sem ég gerði fyrir John — að hvetja hann, eða segja „Þetta er allt í lagi“ — sé það sama og ég geri fyrir aðra um þessar mundir. Margir álíta mig sérlega sterka konu — en það er ég ekki.“ Hún þagnar og segir brosandi út í ann- að, „ég vissi að það var margt sem ég þyrfti að læra í Iífinu — en ég hafði einhvern veginn alltaf von- ast eftir að ég gæti bara lært það af bók. Þetta er einkennileg tilfinning," viðurkennir hún þegar hún minn- ist óvildarinnar í hennar garð, bara vegna þess að John elskaði hana. „Þar sem fólk virtist hata mig svo mjög, fórnuðum við John öllum venjulegum samskiptum út á við og einangruðumst til að vernda hjónaband okkar. Nú hefur dauðinn, með því að ræna mig tengslum við eiginmann minn boðið mér annars lags og ný tengsl — við heiminn." Yoko höfðaði ekki til flestra Setustofan er skemmtilega inn- réttuð með háum fíkjutrjám, djúpum hvítum sófum, verðmæt- um forngripum eins og skrifborði Robert Burns og sjaldgæfum aust- urlenskum og egypskum listmun- um. Japönsk ráðskona kemur nú með bakka með tei, og innan um dýrindis postulínsbolla, sér maður til með ánægju, að hunang er bor- ið fram í barnaplastkrukku, sem myndar björn, hunangsbjörn. Yoko kemur inn í setustofuna í sama mund og hlýleg tilfinning streymir um mann við að finna þennan heimilislega blæ. Hún er íklædd japönskum kimono, purp- uralitum, með sígarettu sér í hönd. Hún er fíngerð og brothætt, ómáluð. Hún er ein af þeim sem ljósmyndin fer illa með. „Hæ, hæ,“ segir hún lágri feimnislegri röddu og leiðir mig inn langan gang. „Langar þig til að sjá teikningar sem sonur minn gerði í skólanum í dag?“ Drekakvendi var einhvern tíma sagt ... Lady Madonna hefði ver- ið réttnefni. Prúðmennska Yoko er arfur frá fjölskyldu hennar í Tókýó. Hún var að mestu leyti alin upp af barnfóstrum og þjónum, líf henn- ar var allt umvafið reglum og hefðum. Sé hún spurð um bernskuminningar svarar hún oft á þessa leið: „Ég var alltaf ein. Mér var kennt að hringja bjöllu þegar mig langaði að leika við ein- Yoko með syni þeirra John, Sean, sem nú er sjö ára gamall. Lífið með og án Lennons Opinskátt viðtal við Yoko Ono Lennon eftir Barböru Graustark fyrr á árum. Hún var talin kjána- leg gjörningakona og formælandi frjálsra ásta. Öll vissum við að hún hafði að engu öll form samfé- lagsins, hún yfirgaf eiginmann og dóttur til að vera með Lennon og þau eyddu hveitibrauðsdögum sfn- um í rúminu umkringd frétta- mönnum til að leggja áherslu á friðarboðskap sinn. Síðar lásum við að meðan John bakaði brauð þá stjórnaði hún fjármálum heim- ilisins. í gegnum tíðina var Yoko þekkt sem léttgeggjað dreka- kvendi sem sjaldan hló, skipaði fólki fram og aftur og horfði á heiminn gegnum svört sólgler- augu, með mikið svart hár. Það er einkennileg tilfinning að nálgast Dakota-bygginguna sem er ríkmannleg og þunglamaleg ásýndum. Anddyrið er fullt af ör- yggisvörðum, en smátt og smátt nálgast maður stórar dyr að Lennon-íbúðinni, og — til mik’J,1^r undrunar — gp maður staddur á ojört'ú og rúmgóðu heimili. hvern, og einhver — sá sem var við höndina — var sendur inn. Ég þurfti meira að segja að panta við- talstíma við foreldra mína,“ segir hún þegar hún hugsar um æsku sína. Æska John Lennons var einnig full af einmanaleika og sársauka, þrátt fyrir að langt væri frá því að hann nyti einhverra forréttinda. Lennon var yfirgefinn af foreldr- um sínum á unga aldri (móðir hans kom síðar aftur inn í líf hans á unglingsárunum, en lést í bíl- slysi skömmu síðar). Síðar kröfð- ust Bítlarnir með öllum sínum skarkala alls þess öryggis og ást- úðar sem hann hafði farið á mis við í æsku. „Hvorugt okkar hafði vanist sterkum fjölskyldutengslum. Hvorugt okkar naut skilnings annarra - honum fann^ y,;uti af sér vero ~y-0 u6i(inn hann gæti aldrei túlkað hann fyrir heiminn. Að lokum höfðum við ekki nema hvort annað. Fólk heldur að það hafi verið við sem lokuðum okkur frá heiminum ... en það var heimurinn sem fór svona með okkur.“ Síðar, eftir andlát hans, sá hún eftir því hversu þröngt samband þeirra var. „Kannski lokuðum við okkur of mikið af,“ veltir hún fyrir sér. „Við áttum ekki marga vini — John sagði að við þörfnuðumst þeirra ekki: „Það er stórkostlegt hversu nóg við erum sjálfum okkur,“ sagði hann, en við um- gengumst engan. Ég held að með þessu höfum við myndað spennu og hatur frá öðru fólki." Yoko og John, bæði þrá, háðu margar orrustur á fyrstu árum þeirra saman. „Þegar fólk hélt að við værum æðislega ástfangin. M háðum við æði^'sgár orrustur," 5C2i'r Ifoko flissandi. „Við börð- umst jafnvel um það hvort okkar yrði fyrra til að lesa blaðið á sunnudagsmorgnum. Þess vegna enduðum við með því að kaupa tvö eintök af sunnudagsblaðinu!" Lennon ýjaði að þessari baráttu milli þeirra þegar hann sagði um Yoko nokkrum mánuðum áður en hann lést: „1 upphafi leit ég á hana eins og karlar hafa alltaf litið á konur. Ég var þessi vinnandi mað- ur sem hafði vanist því að vera þjónað — en Yoko var ekki á þeim buxunum. Frá fyrsta degi sem ég hitti hana krafðist hún jafnréttis, jafn mikils tíma, jafn mikils rým- is.“ „Þú skalt ekki vænta þess að ég breytist á nokkurn hátt,“ sagði hann montinn. Og hún svaraði um hæl í lágum hljóðum: „Þá get ég ekki verið hérna. Vegna þess að það er ekkert rými þar sem þú ert. Allt snýst í krimnim Jjjg og gg get ékki andað undir þeim kringum- stæðum." Ég er henni þakklátur fyrir kennsluna," bætti John við. í dag segir Yoko: „Ég veit að fólk heldur að John hafi kvænst móðurímynd þar sem ég var átta árum eldri, en upphaflega fannst mér hann vera föðurímynd. Hann var meiri heimsmaður, ég var barnalegri. Jafnvel í kynlífinu var hann reynslumeiri." Þegar samband þeirra tók að verða alvarlegt, þoldi Yoko ekki ástandið. „Ég hugsaði með mér að þetta væri aðeins tímabundið. Karlmenn komu tilviljanakennt inn í líf mitt. — Ég hafði aldrei hugsað mér að byggja allt mitt líf í kringum einn mann. Ég með- höndlaði þá eins og aðstoðarmenn. Það er ekki að furða að öll mín sambönd hafi farið í vaskinn." „Eg reyndi að meðhöndla sam- band mitt við John á sama hátt og önnur, en hann sagði mér «tið- fa?t‘jr „Nei, þetta mun ekki verða svona." Og þannig varð það ekki.“ Ein stærsta fórnin sem Yoko þurfti að færa vegna hjónabands þeirra, var að láta af hendi yfir- ráðarétt yfir dóttur sinni, Kyoko, sem hún átti með öðrum eigin- manni sínum, kvikmyndagerðar- manninum Tony Cox. Tony og Yoko höfðu skipt með ■3m ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.