Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 79 Harrison Ford sjúkdómslegur. Harrison Ford bakveikur Hetja Star Wars-myndanna, Kvintýramaðurinn úr Raiders of the Lost Ark, Harrison Ford var lagður inn á spítala fyrir skömmu. Honum var flogið með leynd til Bretlands (af hverju það var með leynd veit guð einn almáttugur) þar sem hann var lagður inn á spítala með sárs- aukafullt bakmein. Þremur dögum siðar flaug hann (ekki með leynd) vestur um haf, til Los Angeles með þá skipun í farteskinu að hann ætti að „taka það rólega“ um stund. Harrison Ford sem er 41 árs, er vanur að gera áhættuatriðin í myndum sínum sjálfur og það hef- ur hann líka gert í metsölumynd- um eins og The Empire Strikes Back, Return of the Jedi og Blade- runner. Hann meiddi sig alvarlega í baki þegar hann var að vinna að annarri Raiders-myndinni, Indi- ana Jones and the Temple of Doom. „Hann er mjög harður af sér, en svo miklar æfingar fylgja starfi hans í kvikmyndunum, að hann getur skaðað sig fyrir lífstíð ef hann gætir sín ekki. Hann hefur meitt sig aftur og aftur, en þegar hann fór af spftalanum sagði hann að sér liði ágætlega," sagði vinur Fords í blaðaviðtali. Kona Fords, Melissa Mathison — hún reit handritið að E.T. — var i fylgd með manni sínum til Bretlands og sagðist hún vera mjög áhyggjufull yfir líðan hans. En kvikmynda- fyrirtækið sem Ford er að vinna fyrir þessa stundina hefur mestar áhyggjur af því að fólk haldi að hann hafi slasast svona illa þegar hann var að vinna fyrir það. Tals- maður þess sagði: „Harrison hefur átt við meiðsli að stríða í baki í nokkurn tíma. Ég er ekki viss hvernig þau hafi byrjað, en ég held að það hafi ekki verið við kvikmyndatökur hjá okkur." Hungrið — sagt frá Tony Scott og hrollvekju hans Miriam og John eru mjög aðlaðandi og mjög ríkt fólk í New York. Að auki eru þau nokkur hundruð ára gömul, því þau eru nefnilega vampýrur eða blóðsugur, og halda sér ungum og fallegum um eilífð með því að nærast á blóði annarra. Þetta er rauði þráðurinn í nýrri kvikmynd eftir Bretann Tony Scott, The Hunger, eða Hungrið, sem er hryllingsmynd, en hún vakti töluverða at- hygli á kvikmyndahátíðinni á Cannes í vor sem leið. Það vakti kannski ekki síst athygli að aðal- leikararnir í myndinni eru þau David Bowie og Catherine Deneuve. Fyrir Bowie kemur hinn hörmulegasti atburður í myndinni, því hans eilífa líf er ekkert svo eilíft þegar allt kemur til alls og hann eldist á stuttum tíma um mörg, mörg ár. Deneuve tekur aftur upp lesbískt samband við konu sem leikin er af þeirri þekkilegu Susan Sar- andon. Af þessu sést að þetta er merkileg mynd í alla staði og hún er sennilega merkilegust fyrir leik- stjórann Tony Scott, af því þetta er fyrsta kvik- myndin sem hann gerir á ferli sínum. í viðtali hefur hann sagt: „Ég vildi fyrir alla muni leikstýra The Hunger því hún segir öðruvísi sögu en fólk á að venjast." Tony Scott er bróðir kvikmyndaleikstjórans Ridley Scotts, sem leikstýrt hefur myndum eins og Alien og Blade Runner. Tony stundaði málaralist við Konunglega listaskólann í London, þar sem hann hreifst mjög að verkum Hieronymusar Bosch og Francis Bacons. Eftir nám þar fór hann út í gerð auglýsingamynda, en The Hunger hefur ein- mitt helst verið gagnrýnd fyrir að bera svolitinn svip slíkra mynda. En Tony segir: „Það sem myndin fjallar um, blóðsugur, er gam- alt og mikið notað efni í kvikmyndum, en ég hef leitast við að skapa nýjan, frískan stíl, einskonar „new wave“ kvikmyndanna, og ég hef alla tíð haft meiri áhuga á sjálfu myndmálinu. Sjálfum finnst mér myndin mín sverja sig í ætt við evrópskar myndir þó hún gerist í New York — og mér finnst það ekki vera neitt slæm gagnrýni þó sagt sé að hún líkist auglýsingamynd. Og hvað segir það manni svosem? Áð hún, eins og auglýsingamyndir, er vel gerð og skemmtileg að horfa á.“ Tony Scott segir að næsta mynd hans verði ekki hryllingsmynd, heldur ástríðuþrungin ástarsaga. Það er nefnilega ekki efnið heldur gæði handrits- ins, sem vekja fyrst og fremst áhuga hans. Hann er heldur ekki neitt sérstaklega uppveðraður af sérbresku efni af því að á grundvelli þess, eftir því sem honum finnst, er engin leið að ná alþjóðaat- hygli — þó mynd Hugh Hudsons, Chariots of Fire, sé þar undantekning frá reglunni. Það er einmitt Hugh Hudson ásamt Alan Parker og Ridley Scott, sem hafa skapað nýjan stíl í breskum kvikmyndum og Tony Scott, sem greini- lega stendur ekki á sama um auglýsingaþáttinn í gagnrýni á mynd sína, þreytist ekki á að greina frá því að þessir þrír, rétt eins og hann, unnu við gerð auglýsingakvikmynda í gamla daga. Og það kemur honum ekkert á óvart þó gagnrýnendur þykist sjá bregða fyrir sömu stílbrögðum í mynd hans og í myndum Ridley bróður hans, því þeir ólust upp saman á „því dimma norður-Englandi". —ai. Catharine Deneuve og David Bowie í hlutverkum sínum. KAHARÁ <H, HÁMtSNYRTiSTOFA Laugavegi 28 ■ 2. hæð Simi26850 iucrka- nrijir- ou 1 KARAAKUrriXOAK rrKHAxm • sTKÍri K MAXSSKOT ■ UTAXIK BÍLAPERUR ÓDÝR CÆÐAVARA FRÁ f \\ MIKIÐ ÚRVAL |fW,gJ ALLAR STÆRÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.