Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983
71
Erum sterkir,
en vantar
meiri tækni
— segir Bjarni Friðriksson júdó-
maður í stuttu spjalli
Þessi mynd birtist af Bjama Friörikssyni júdómanni á forsíöu júní-
heftis breska júdóblaösins. Bjarni á þarna í höggi við svissneskan
júdókappa. MorgunblaöiA/ KÖE.
Nýlega birtist á forsíöu
breska júdóblaösins mynd af
snjallasta jódómanni íslend-
inga, Bjarna Friörikssyni, í
hörkuátökum við svissneskan
júdókappa. Myndin er tekin á
opna breska mótinu, sem er eitt
af sterkustu júdómótum sem
haldin eru. Bjarni náöi þriöja
sæti að þessu sinni, en sá sem
fór með sigur af hólmi er núver-
andi Ólympíumeistari í opnum
flokki og heimsmeistari 1981,
Belginn Van O. Walls. Bjarni
hefur tvisvar áöur tekiö þátt í
opna breska mótinu, síöast árið
1981 og keppti þá um þriöja
sætið, en tapaöi.
Arangur Bjarna í japönsku
glímulistinni er athyglisverður.
Hann státar af ellefu islands-
meistaratitlum, varð Norður-
landameistari i 86 til 95 kíló-
gramma flokki áriö 1982, og
haföi þá tvisvar áöur hafnað í
ööru sæti á Noröurlandamóti.
Þessi árangur er ekki síst merki-
legur fyrir þá sök aö Bjarni hóf
fyrst aö æfa júdó áriö 1976, þá
tvítugur aö aldri. Til samanburö-
ar má nefna aö Van D. Walls
byrjaöi 14 ára gamall.
En þaö lifir enginn á júdó einu
saman — ekki á islandi a.m.k. —
og Bjarni vinnur fyrir sínu dag-
lega brauói í Bókabúö Suöur-
vers, sem hann á og rekur ásamt
öörum. Áöur en hann sneri sér
aö bóksölunni var hann langt
kominn meö nám í útvarps- og
sjónvarpsvirkjun. Þessa dagana
er Bjarni aö æfa fyrir heims-
meistaramótiö, sem haldiö verö-
ur í Moskvu í október.
Blaðamaöur og Ijósmyndari
Mbl. litu inn til Bjarna í bókabúö
Suöurvers fyrir skömmu, og hittu
hann fyrir þar sem hann var aö
yfirfara reikning viö kassann.
Satt aö segja var erfitt aö ímynda
sér að þessi rólyndi maöur, borg-
aralega klæddur, ætti þaó til aö
senda heljarmenni i loftköstum
horna á milli. En það var ftugur í
Bjarna:
„Þaö hefur verið rólegt í
sumar, æfingar legiö niöri aö
mestu, en nú fer maður aö
stappa í sig stálinu og reyna aó
æfa fjórum til fimm sinnum í viku.
Minna má þaö ekki vera ef mað-
ur á aö hafa eitthvaö í atvinnu-
mennina að segja."
Atvinnumenn?
„Já, bestu júdómennirnir gera
yfirleitt ekkert annað en að
stunda íþróttina. Æfa tvisvar á
dag, meira og minna allan ársins
hring.“
Hverjir eru sigurstranglegastir
á HM i Moskvu? Japanir aö
vanda?
„Þeir og Rússar. Ég held aö
Japanir séu með sterkasta liöiö,
en Rússar eru geysilega sterkir
líka. Og austurblokkin öll. Annars
eru Japanir aó dala. Sú var tíöin
aö þeir áttu fyrsta sætiö í öllum
þyngdarflokkum, sem eru átta aö
tölu. Nú eiga þeir aöeins fjóra
títla. “
En íslendingar?
„Það veröur bara aö koma i
ljós.“
Nú hafa islendingar náö nokk-
uö góöum árangri í júdó á al-
þjóöamælikvarða. Maður hefur
heyrt þá skýringu aö þessi góði
árangur stafi meöal annars af því
að viö séum rammari aö afli en
gengur og gerist um aðrar þjóöir.
Er það rétt?
„Þaö viröist vera eitthvað til í
þessu. Aö minnsta kosti er um
þaö talaö á erlendum mótum aö
islendingar séu hraustir. Og mér
hefur fundist þetta líka, þetta eru
yfirleitt engir kraftakarlar sem
maöur glímir viö úti. En þeir hafa
meiri tækni. Okkur vantar svolít-
iö upp á tæknina, sem er kannski
engin furða, því viö erum alltaf
aö glíma viö sömu mennina. Þaö
er fámenniö og einangrunin sem
háir okkur júdómönnum, eins og
svo mörgu íslensku íþróttafólki."
Við létum þetta spjall viö
Bjarna gott heita að sinni, enda
ekki stætt á því aö hafa af honum
allan bissniss.
Ih'nní bfll vakti furðu okkar á
fornum vegi enda engin furða, eins
og sjá má. Við ákváðum að hafa upp
á eigendunum, sem reyndust vera
ævintýramenn frá Austurríki, Wolf-
gang Wippler og Alfred Rainer. „Við
eigum að vísu ekki bflinn, heldur
fengum hann að láni hjá Daihatsu-
umboðinu og Tórum á honum í mara-
þonferðalag um Evrópu með ísland
sem aðalviökomustað. Við reynum á
ferðinni að kynna heimaland okkar
Tirol, það eru margir sem veita bfln-
um athygli og höfum við gefið
áhugasömum bæklinga um Tirol.
Við erum báðir lögregluþjónar og
hefur það orðið okkur til mikillar
hjálpar og ánægju að heimsækja
kollega okkar í sem flestum löndum,
en við tilheyrum allir félagi lögreglu-
manna. Hvernig okkur datt í hug að
koma hingað? l»að er löng saga að
si'gja frá þvi.
Við vorum í Alaska fyrir þrem-
ur árum og klifum þar Mt. Mc.
Kinley, hæsta og kaldasta fjall
Norður-Ameríku. Mörg fjöll í Al-
aska hafa aldrei verið klifin og
aldrei verið gefin nöfn, svo árið
eftir fór annar okkar og kleif þrju
fjöll þar fyrstur manna. Hann gaf
þeim austurrísk nöfn, sem verða
færð inn á landakortið. Siðan var
hugmyndin hjá okkur að fara til
Tyrklands og verða þar fyrstir
manna til að klífa hæsta fjall
„Við erum
í hálfgerðu
Evrópu-
maraþoni
í þessum
hippalega
bfl“
Tyrklands, Mt. Ararat (sem sögur
herma að örkin hans Nóa hafi
strandað á), að vetri til og á skíð-
um. Leyfi fengum við nú ekki fyrir
þessu hjá ríkisstjórninni, og þá
kom að því að við fengum hug-
myndina um að koma til Islands.
Frá Austurríki séð er ísland land
ævintýrana, og kannski eini stað-
urinn í Evrópu sem ennþá er hægt
að ferðast um á eðlilegan hátt.
Tjalda í óbyggðum, ganga ótroðn-
ar slóðir og njóta fegurðarinnar
án þess að verið sé að pranga inn á
mann minjagripum og heitum
pylsum á hverjum fjallstoppi. Eft-
ir að hafa komið hingað erum við
á sömu skoðun, hér er ógurlega
fallegt og það bætist frekar við
hrósið en hitt. Hér er fólk mjög
vinalegt og hjálplegt. Allt um-
hverfi svo hreinlegt og siðast en
ekki síst ekki verið að spara heita
vatnið. Við komum með Norröna
og höfum keyrt mikið inn í
óbyggðir og gengið. Ferðina ætl-
um við að enda á að klífa á skíðum
hæsta tind landsins, Hvannadals-
hnjúk.“ Þeir fjallagarpar Wolf-
gang og Alfred hlógu mikið er þeir
voru að reyna að ná reftum fram-
burði á þetta síðasta orð, en gáfust
J>ó ekki upp fyrr en það var komið
rétt. „Við viljum bjóða íbúum
þeirra landa sem við ferðumst um
að heimsækja okkar land, Tirol.
En héðan förum við um Færeyjar,
til Skotlands, Englands, Dan-
merkur, Noregs, Svíþjóðar, Finn-
lands og Hollands, og heim.“