Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983
Benz 190 E í
reynsluakstri
Mjög góðir aksturseiginleikar — Frágangur til fyrirmyndar
— Rými með því mesta sem gerist í bfl í þessum stærðarflokki
— Mætti vera eilítið kraftmeiri
Bílar
Sighvatur Blöndahl
Mikið var rætt og ritað um þá
ákvörðun Daimler-Benz á sínum
tíma, að hefja hönnun og fram-
leiðslu á „litlum“ Benz, eftir að
fyrirtæki hafði verið þekkt um ára-
tugaskeið fyrir framleiðslu á milli-
stórum og stórum vönduðum bíl-
um. Margir spáðu því, að menn
myndu snúa bakinu við Benz, þeg-
ar framleiðsla væri hafin. Gerhard
Prinz, aðalforstjóri Daimler-Benz,
sagði hins vegar að það væri firra
að tala um að Benz tæki skref
niður á við með framleiðslu
Mercedes Benz 190 eins og nýi
bíllinn var nefndur. „Hví skyidum
við ekki geta framleitt lítinn bíl í
sama gæðaflokki og hina?“ spurði
forstjórinn. Það kom reyndar á
daginn, að viðtökur almennings og
sérfræðinga voru almennt mjög
góðar og í dag hefur Daimler-Benz
ekki undan að framleiða. Á dögun-
um gafst mér tækifæri til að
reynsluaka Mercedes Benz 190 E
og niðurstaðan af þeim akstri er
sú, að á ferðinni sé mjög skemmti-
legur, vandaður bíll.
ÍJTLIT
Hvað útlit snertir hefur
Mercedes Benz 190 hið klassíska
Benz-yfirbragð. Eins og einn
maður orðaði það: Bíllinn er eins
og stór Benz, sem hefur hlaupið í
þvotti. Persónulega finnst mér
lína bílsins vera skemmtileg.
Hann samsvarar sér mjög vel og
hefur sportlegt yfirbragð . Ef lit-
ið er á framenda bílsins hefur
hann tiltölulega stór aðalljós,
eins og maður á að venjast hjá
Benz, en stöðu- og stefnuljósin
eru í jaðrinum. Benz 190 er síðan
með hefðbundið grill og ofan á
því stendur þríarma merkið
kunna. Við samanburð við stærri
gerðir af Benz er það afturhlut-
inn, sem helzt er frábrugðinn.
Hann er að vísu með hefðbundn-
um Benz-ljósum, en lína til hlið-
anna er mun afrúnaðri. Benz 190
er með klassíska hjólkoppa.
DYR
Benz 190 E er fjögurra dyra og
vakti það sérstaka athygli mína
hversu vel og skemmtilega hurð-
irnar féllu að stöfum, auk þess
að vera mjög léttar í meðhöndl-
un. Framdyr bílsins eru tiltölu-
lega stórar á bíl í þessum stærð-
arflokki og er því gott að fara
um þær fyrir stóra menn. Aft-
urdyr bílsins eru af venjulegri
stærð og er skikkanlegt að nota
þær.
SÆTI OG RÝMI
Þegar sezt er inn í Benz 190 E
verður þess strax vart, að rými
er óvenjulega mikið og gott
frammi í. Það á sérstaklega við
um fótarými og hliðarrými.
Loftrými er ágætt í bílum án sól-
lúgu, en mætti vera meira í þeim
með lúgunni. Það er í raun með
ólíkindum hversu mikið fóta-
rými er í bíl af þessari stærð.
Það má reyndar segja það um
rými aftur í, að það er óvenju-
mikið í bíl af þessari stærðar-
gráðu, þótt ekki sé það jafn ríku-
legt og frammi í. Um sætin er
það að segja að þau eru vönduð.
Framsætin veita mjög góðan
bak- og hliðarstuðning, auk þess
að vera fremur stíf, sem ég per-
sónulega er mjög hrifinn af. Á
þeim eru hefðbundnir stilli-
möguleikar, þe. hægt er að færa
sætin fram og aftur á sleða og
breyta halla baksins. Sætin eru
klædd þægilegu tauáklæði, en
auk þess er hægt að sérpanta
bílinn með leðuráklæði. Eins og
svo oft hefur verið ítrekað hér á
síðunni, verður að hafa hefð-
bundinn fyrirvara á gæðum
sæta. Þar ræður líkamsbygging
hvers og eins mjög miklu. Það
fer hins vegar ekkert á milli
mála, að vel hefur verið til vand-
að þegar sætin í Benz 190 E voru
hönnuð og framleidd. Um aft-
ursætið er það að segja að um
bekk er að ræða, sem er með út-
felldri miðju, sem eykur þægindi
farþega. Auk þess finnst mér
formun sætanna vera góð. Það
fer mjög vel um tvo fullorðna
aftur í, en hins vegar væri farið
að þrengja verulega að þeim
þriðja á langkeyrslu.
Táknrænn Bens-framendi.
Mercedes Benz
Gerð: Mercedes Benz 190 E.
Framleiðandi: Daimler-Benz.
Framleiðsluland: Vestur-
Þýzkaland.
Innflytjandi: Ræsir hf.
Afgreiðslufrestur: 3 mánuðir.
Verð: 700.000.
Þyngd: 1.100 kg.
Lengd: 4.420 mm.
Breidd: 1.678 mm.
Hæð: 1.383 mm.
Hjólhaf: 2.665 mm.
Vél: 4 strokka, 122 hestafla,
1.997 m3 benzínvél.
Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á
hverju hjóli.
Bremsur: Aflbremsur að
framan og aftan diskar.
Stýri: Aflstýri.
Benzíntankur: 55 lítrar.
Eyðsla: 10—11 lítrar í blönd-
uðum akstri.
Hámarkshraði: 195 km/kl.st.
Beygjuradíus: 10,6 metrar.
MÆLABORÐ
Mælaborðið er klassískt
Benz-mælaborð, sem hefur sinn
sjarma. Það er skemmtilega
hannað, þannig að mjög hönd-
uglegt er að ná til allra stjórn-
tækja. í miðju borðinu er tiltölu-
lega stór hraðamælir, sem er
með hámarkshraða 220. Hægra
megin við hann er snúnings-
hraðamælir, en inn í hann er
felld kvarzklukka. Vinstra meg-
in við hraðamælinn eru þrír
mælar í einum hring, þ.e. benz-
ínmælir, hitamælir og „econ-
omy-mælir“. Mjög þægilegt er að
lesa af öllum þessum mælum.
Undir mælunum þremur eru síð-
an sérstök ljós fyrir aðalljós,
handbremsu og hleðslu bílsins.
Aðalljósarofinn er á vinstri
væng borösins vel innan seil-
ingar. Vinstra megin í stýris-
hjólinu er síðan einn rofi fyrir
stefnuljós og þurrkur. Að ósekju
hefði mátt hafa þá tvo og hafa
stefnuljósin sér. Stjórntæki
miðstöðvarinnar eru síðan á
hefðbundnum stað milli sæt-
anna. Miðstöðin sjálf virkar ein-
staklega vel. Undir stjórntækj-
um miðstöðvarinnar er síðan
steríótæki. Rúðuupphalarar eru
rafdrifnir og eru stjórntæki
þeirra í panel í kringum gír-
skiptinguna.
VÉL, SKIPTING
OG PEDALAR
Benzinn, sem ég reynsluók var
sjálfskiptur og er skiptingunni
haganlega komið fyrir milli sæt-
anna. Bíllinn er knúinn fjögurra
strokka, 122 hestafla, 1.997
rúmsentimetra benzínvél, sem
virkar ágætlega. Persónulega
hefði ég viljað hafa hann eilítið
öflugri í sjálfskipta bílnum, en
Benz 190 er að sjálfsögðu fáan-
legur beinskiptur. Skiptingin er
mjög þýð og skiptir sér
skemmtilega. Um pedalana er
það að segja að þeim er vel fyrir
komið og engin hætta er á því að
stíga á tvo þeirra samtímis. Mér
fannst bremsurnar koma sér-
staklega vel út.
AKSTURSEIGINLEIKAR
Það þarf í sjálfu sér ekki að
hafa mörg orð um aksturseigin-
leika Benz 190 E. Þeir eru sér-
staklega góðir. Á það bæði við á
steyptum vegum, þegar hratt er
ekið, og úti á holóttum malar-
vegum. Bíllinn er hæfilega stífur
og liggur hreint ótrúlega vel af
þetta litlum bíl að vera. Ekki er
neitt tiltökumál að aka honum
gríðarhratt, bæði á steyptum
vegum og úti á malarvegum.
Hann leggst ekkert niður í horn-
in, þegar honum er ekið hratt
inn í beygjur og svarar sérstak-
lega skemmtilega, enda fjöðrun-
in góð. Bíllinn er með vökvastýri
og er mjög þægilegur í meðför-
um innanbæjar.
NIÐURSTAÐA
Niðurstaðan af þessum
reynsluakstri er sú, að Benz hafi
tekizt mjög bærilega upp í hönn-
un á þessum „litla" bíl, sem er þó
ekki svo lítill. Allur frágangur er
til fyrirmyndar. Hann hefur
mjög góða aksturseiginleika.
Mætti vera eilítið kraftmeiri
fyrir minn smekk. Rými er með
því mesta, sem þekkist í bíl af
þessari stærð og verulega vel fer
um fjóra fullorðna á langferðum.
Hefðbundið Benz-mslaborð. Undir stýri er Oddgeir Bárðarson, hinn
síungi sölustjóri Ræsis.
Benz 190 E er knúinn 122 hestafla vél.