Morgunblaðið - 28.09.1983, Page 4

Morgunblaðið - 28.09.1983, Page 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 Mælikvarðar — en málið snýst um verðbólgu og erlendar skuldir eftir dr. Vilhjálm Egilsson í þeirri umræðu sem fram fer um efnahags- og kjaramál þessa dagana eru margvíslegir mæli- kvarðar og hugtök notuð til þess að útskýra gang mála og bera saman lífskjör fólks frá einum tíma til annars. Alþýðusambandið ber t.d. á borð fyrir almenning að það þurfi að fara aftur til ársins 1952 til þess að finna lægri kaup- mátt kauptaxta en nú. Ekki er þó ljóst hvort ætlast er til að laun- þegar haldi í alvöru að kjör þeirra séu svipuð nú og fyrir þrem ára- tugum, eða hvort hér er um að ræða æfingu í áróðri, sem ekki eigi að taka mark á. En þessar upplýsingar frá Al- þýðusambandinu eru óneitanlega nytsamlegar að einu leyti. Þær segja okkur nefnilega meira um mælikvarðann sjálfan heldur en það sem mælt er. Sérhver, sem hefur kynnt sér hver hagur al- mennings var fyrir þrem áratug- um, sér, að sem mælikvarði á lífskjör er kaupmáttur kauptaxta jafn góður og tommukvarðinn á tommustokknum er til þess að mæla í sentimetrum. Greitt tímakaup í dagvinnu Greitt tímakaup í dagvinnu er reiknað út sem meðaltal af raun- verulegum launagreiðslum all- margra fyrirtækja. Kjararann- sóknarnefnd sem er samstarfs- nefnd aðila vinnumarkaðarins sér um þessa útreikninga. Þróun greidds tímakaups í dagvinnu hef- ur verið talin gefa sæmilega hald- bærar upplýsingar um launa- greiðslur miðað við kauptaxta, þ.e.a.s. umfang yfirborgana, bón- usgreiðslna og þess háttar. A mynd I er sýnt hvernig kaup- máttur greidds tímakaups í dag- vinnu hefur þróast frá 1970 miðað við verðlag einkaneyslu (tölur fyrir 1982 eru áætlaðar út frá upp- lýsingum fyrir fyrstu þrjá árs- fjórðungana). Milli áranna 1970 og 1982 vex kaupmátturinn um nær 30%, en sé hins vegar miðað við árin 1974 og 1982, sést, að kaup- mátturinn hefur því sem næst staðið í stað. En það er líka áhugavert að bera saman kaupmátt greidds tímakaups við magnbreytingar vergra þjóðartekna á mann á þessu tímabili. Sá samanburður er sýndur á mynd II. Ferillinn á myndinni sýnir hvað kaupmáttur greidds tímakaups hefur aukist umfram vergar þjóðartekjur á mann. Þegar ferillinn er fyrir ofan núllstrikið hefur kaupmátturinn aukist meira, en þegar ferillinn er fyrir neðan strikið hefur kaup- mátturinn aukist minna. Við sjá- um af myndinni, að þarna eru miklar sveiflur og að allar heild- arniðurstöður um kaupmátt greidds tímakaups og þjóðartekj- ur á mann fara eftir því við hvaða tímabil er miðað. Greitt tímakaup og launakostnaður Greitt tímakaup í dagvinnu er að sjálfsögðu skárri mælikvarði á lífskjör heldur en kauptaxtar, en samt ófullkominn. Hver sem fylgst hefur með þjóðmálum á undanförnum árum veit að verka- lýðshreyfingin hefur reynt að ná fram alls kyns skattlagningu á at- vinnustarfsemina eða gjaldtöku til þess að standa undir umsvifa- meira ríkisbákni eða tilfærslum til launþega. Þannig má nefna líf- eyrissjóðina, launaskattinn, vinnueftirlitsgjaldið, sjúkrasjóð- ina, orlofsheimilasjóðina, atvinnu- leysistryggingarnar og síðast en ekki síst orlofslenginguna. Framlög fyrirtækja í lífeyris- sjóði koma ekki fram í greiddu tímakaupi, en launþegar njóta þeirra við töku lífeyris. Launaskatturinn var tekinn upp á sínum tíma sem hluti af sam- komulagi við verkalýðshreyfing- una og átti að nýtast til þess að standa undir framlögum ríkis- sjóðs til húsnæðismála. Þessi skattur kemur ekki fram í greiddu tímakaupi. Vinnueftirlit ríkisins og gjald á atvinnulífið til þess að standa undir rekstri þess var sannarlega eitt af áhugamálum verkalýðs- hreyfingarinnar og „vina“ hennar. Það hefur hins vegar lítið gert annað en að hlaða utan á kostnað atvinnulífsins og draga úr fram- leiðni launþega. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélag- anna komu sem hluti af samkomu- lagi við verkalýðshreyfinguna. í raun hefur eitt helsta hlutverk þessara sjóða verið að fjármagna skrifstofuhallir verkalýðshreyf- ingarinnar. Ekki eru sjúkrasjóðs- greiðslur taldar með í greiddu tímakaupi í dagvinnu. Orlofsheimilasjóðsgjald kom Kaupnáttur greidds timakaups i dagvinnu m.v. verölag einkemeyslu (1970 - 100). ^AR. MYND II. Hækkun á kaupra?tti greidds timakaups i dagvinnu umfram hækkun vergra þjóöartekna á nann. Dr. Vilhjálmur Egilsson ,,Sé dæmið um laun og launakostnað gert upp í heild, kemur í Ijós, að á síöasta ári hafa fyrir- tækin fyrir hverjar 1.000 krónur, sem þau greiddu í laun fyrir tíma sem launþegarnir unnu, líklegast greitt 290 krónur fyrir tíma sem launþegarnir unnu ekki (kaffitímar, matartímar, veikindafrí, orlof) og 190 krónur í allskonar launatengd gjöld. Sam- tals eru þetta 1480 krón- ur og þessi tala mun fara yfir 1500 krónur á þessu ári vegna orlofs- lengingarinnar.“ einnig inn í myndina sem hluti af samkomulagi milli aðila vinnu- markaðarins. Það hefur verið not- að til þess að byggja sumarhús fyrir launþega og er hvergi talið með í greiddu tímakaupi í dag- vinnu. A tvi n nu ley sistryggi ngasj óðs- gjald er líka lagt á fyrirtækin og ekki talið með greiddu tímakaupi í dagvinnu. Launþegar njóta at- vinnuleysisbóta þegar þeir eru at- vinnulausir. Fleiri gjöld mætti tína til sem lögð eru á atvinnulíf- ið, t.d. gjöld til slysatrygginga og lífeyristrygginga. Orlofslengingin skerðir lífskjör „Vinir" verkalýðsins tóku upp á því að lengja orlof um fjóra daga um síðustu áramót og gerðu auk þess frídag verslunarmanna að al- mennum frídegi. „Vinirnir" mátu þessar aðgerðir „til rúmlega 2% í kaupi". Þetta mat hefur aldrei verið vefengt af verkalýðshreyf- ingunni, en hins vegar er það mjög dularfullt að verkalýðshreyfingin tekur aldrei tillit til hagsbótanna af orlofslengingunni við útreikn- inga á lífskjaraskerðingunni á þessu ári. Hugsanleg skýring er sú, að verkalýðshreyfingin átti sig á því að þjóðartekjurnar verða ekki til nema að fólk vinni, að þegar unnin sé yfirvinna, þá aukist þjóðartekj- ur, að þegar konur fari út á vinnu- markaðinn, þá aukist þjóðartekj- ur, en þegar allir fari í lengra frí, þá minnki þjóðartekjur. Þjóðar- tekjur eru ekki himnasending. Það er unnið fyrir þeim. (Þetta vefst fyrir sumum félagsfræðingum.) Verkalýðshreyfingin hefur líklega áttað sig á því að orlofslengingin er ein af orsökum þeirra erfiðleika á lífskjör sem við eigum nú við að glíma en ekki kjarabót. Síðast en ekki síst má nefna í þessu sambandi, að launagreiðslur í veikindum og bætur vegna slysa hafa aukist verulega á undanförn- um árum. Nú geta konur og jafn- vel karlar líka fengið fæðingaror- lof og engar þessara greiðslna eru mældar í greiddu tímakaupi í dagvinnu. Sé dæmið um laun og launa- kostnað gert upp í heild, kemur í ljós, að á síðasta ári hafa fyrir- tækin fyrir hverjar 1.000 krónur, sem þau greiddu í laun fyrir tíma sem launþegarnir unnu, líklegast greitt 290 krónur fyrir tíma sem launþegarnir unnu ekki (kaffitím- ar, matartímar, veikindafrí, orlof) og 190 krónur í allskonar launa- tengd gjöld. Samtals eru þetta 1480 krónur og þessi tala mun fara yfir 1500 krónur á þessu ári vegna orlofslengingarinnar. Greitt tíma- kaup í dagvinnu og kauptaxtar meta ekki launakostnaðinn í heild heldur aðeins það sem rennur beint í vasa launþega. Ráðstöfunartekjur skárri mælikvarði Ráðstöfunartekjur heimilanna taka að nokkru leyti tillit til þeirra greiðslna sem renna óbeint til launþega frá atvinnulífinu, svo sem lífeyrisgreiðslna, atvinnuleys- isbóta, fæðingarorlofs og þess háttar. Ráðstöfunartekjurnar taka ekki tillit til framlaga til húsnæðismála, skrifstofubygginga verkalýðshreyfingarinnar og orlofsheimilabygginganna. En ráðstöfunartekjurnar taka hins vegar með í reikninginn til- færslur milli beinna og óbeinna skatta sem hafa verið umtalsverð- ar á undanförnum árum. Verka- lýðshreyfingin hefur oftsinnis haft það á oddinum að auka mik- ilvægi óbeinna skatta á kostnað tekjuskattsins. í því sambandi má minna á sérstakt samkomulag milli ríkisstjórnar Ólafs Jóhann- essonar og verkalýðshreyfingar- innar, sem kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 26. febrúar 1974. Þar lofaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir lækkun tekjuskatts, en á móti skyldi söluskattur hækka um fimm prósentustig. Slík tilfærsla hækkar að sjálfsögðu verðlag og lækkar þar með kaup- mátt kauptaxta og greidds tíma- kaups. En ráðstöfunartekjur hækka vegna lækkunar tekju- skattsins og kaupmáttur þeirra helst nánast óbreyttur. Ráð- stöfunartekjur heimilanna og kaupmáttur þeirra eru því mun skárri mælikvarði á eyðslugetu fólks heldur en greitt tímakaup í dagvinnu. A mynd III er sýndur kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann m.v. verðlag einkaneyslu árin 1970-1983. (Tölurnar fyrir 1983 eru spá.) Þar sést að kaupmáttur- inn hefur vaxið mikið og verður nú á þessu ári 49% hærri en á árinu 1970. Á mynd IV eru sýndar breyt- ingar á kaupmætti ráðstöfunar- tekna á mann umfram magn- breytingar á vergum þjóðartekj- um á mann. Þegar ferillinn er fyrir ofan núllstrikið hefur kaup- mátturinn hækkað meira, en þeg- ar ferillinn er fyrir neðan strikið hafa þjóðartekjurnar hækkað meira. Ef reynt er að draga út ein- hverja heildarniðurstöðu úr mynd IV, þá má líta til töflu I. Þar er sýnd uppsöfnuð breyting á kaup- mætti ráðstöfunartekna á mann umfram breytingar á vergum þjóðartekjum á mann fram á þetta ár. Taflal Uppsöfnuð aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann umfram magnaukningu á vergum þjóðar- tekjum á mann fram til 1983. Ár % 1982 -9,0 1981 -5,1 1980 -0,3 1979 -1,4 1978 1,0 1977 6,4 1976 10,7 1975 7,6 1974 2,8 1973 10,1 1972 7,8 1971 14,6 1970 12,5 Af tölunum í töflunni sést, að þrátt fyrir allar efnahagsaðgerðir nú í sumar mun kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukast um 1% meira á tímabilinu 1978—1983 en magnaukning vergra þjóðartekna á mann nemur á sama tímabili. Og fyrir öll ár þar á undan gildir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hefur hækkað um meira fram til 1983 en vergar þjoðartekjur á mann. Afstýrum pólsku ástandi Aukning ráðstöfunartekna á mann á undanförnum árum er að- MYND III. Kaupnáttur ráðstöfunarteácna á mann m.v. verðlag einkaneyslu (1970 - 100). Visitala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.