Morgunblaðið - 28.09.1983, Page 6
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983
Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar:
Líf og starf í Þjzkalandi
frá sjónarhóli Islendings
í þetta sinn ætla ég að víkja frá
þeirri venju minni að skrifa
um dagsins málefni og gefa
svolitla innsýn í, hvernig er
að búa í Þýzkalandi.
Fyrir rúmum 17 árum fluttist ég
til borgarinnar Iserlohn í
fylkinu Nordrhein-Westfal-
en. Iserlohn er miðlungsstór,
friðsæl borg skammt frá
Ruhr-héraðinu og líkist
sjálfsagt flestum þýzkum
borgum af svipaðri stærð.
Sem sagt, ósköp venjuleg
borg — e.t.v. að undanskildu
landslaginu, sem er mjög fal-
legt. Skógi vaxnar hæðir um-
lykja borgina á alla vegu.
Þetta er mjög hreinleg borg,
laus við öll þau óþægindi,
sem stóriðnaði fylgja. íbú-
arnir lifa að mestu leyti af
smáiðnaði; aðallega er unnið
úr málmi.
Það voru skiljanlega mikil við-
brigði að flytja alfarin til
annars lands; fjarri skyld-
mennum og vinum og lítt
kunnug lífsháttum, sem eru
að sumu leyti frábrugðnir
þeim íslenzku. Auk þess var
(og er) ég eini íslendingurinn
á þessum slóðum, svo að ekki
var tækifæri til að bera sam-
an bækur sínar við samlanda.
— Hin nýja fjölskylda mín
tók mér með eindæmum al-
úðlega, og reyndar hef ég
aldrei mætt öðru en vinsemd
og hjálpsemi, hvort sem um
kunnuga eða alókunnugt fólk
er að ræða. Að þessu leyti var
því ekki um neina byrjunar-
örðugleika að ræða. Það, sem
verra var, að nú átti ég að
fara að sjá um eigið heimili
og það í ókunnu landi, þar
sem heimili og mataræði var
töluvert öðruvísi en það, sem
maður átti að venjast að
heiman. Til þess tíma hafði
ég verið fráhverf öllu, sem að
heimilisstörfum og matseld
laut,. svo að þessi umskipti
hefðu reynzt mér erfið, hvar
sem var!
HúsnæÖismál
fyrr og nú
Hvað húsnæði snerti, þá áttu
Þjóðverjar ekki þeim þæg-
indum að venjast, sem við
bjuggum við á íslandi. Það
var hreinasta lán, ef það
heppnaðist að finna íbúð. Ár-
ið 1966, rúmum 20 árum eftir
eyðileggingu síðari heims-
styrjaldarinnar, var enn ekki
hægt að sinna eftirspurn eft-
ir húsnæði. Fyrstu árin eftir
stríð var húsunum hróflað
upp, svo að sem flestir fengju
þak yfir höfuðið og þægindi
voru af skornum skammti.
Það var heldur ekki svo lítið
átak að útvega fólki húsnæði,
þegar tekið er tillit til þeirra
tugþúsunda, sem voru hrakt-
ir frá þeim svæðum, sem nú
tilheyra Póllandi auk þeirra,
sem urðu húsnæðislausir í
sprengjuregni stríðsins. —
Við hrósuðum því happi að fá
litla, 2ja herbergja íbúð, sem
var starfsmannaíbúð fyrir-
tækisins, sem maðurinn
minn vinnur hjá. í íbúðinni
var hvorki upphitun né heitt
vatn. Við hituðum því upp
með kolaofnum, og í baðher-
berginu var kolaofn til að
hita baðvatnið. Hvílík viðbr-
igði! En það þýddi ekki að
kippa sér upp við það; þetta
var það, sem flestir bjuggu
við. Smátt og smátt var kom-
ið upp rafmagnstækjum til
að hita vatnið, og önnur upp-
hitun kom í stað kolaofn-
anna.
Síðan þetta var, hefur margt
breytzt í húsnæðismálunum.
Nú er nægt framboð á íbúð-
um, þótt enn sé erfitt að fá
húsnæði á skikkanlegri leigu.
Það er heldur ekki orðið óal-
gengt, að „venjulegt“ fólk
geti komið sér upp eigin hús-
næði, en slíkt var afar sjald-
gæft fyrir u.þ.b. 15 árum.
Þægindin á heimilunum
standa nú íslenzkum heimil-
um ekkert að baki — með
þeim reginmun þó, að hina
óviðjafnanlegu hitaveitu
vantar! Þessar framfarir
hafa ekki farið framhjá okk-
ur hjónunum, því að fyrir 9
árum gerðumst við eigendur
að nýtízku íbúð, útbúinni öli-
um hugsanlegum þægindum.
Breyttar
umgengnisvenjur
Mig langar nú að víkja að fólk-
inu sjálfu. í fyrstu fannst
mér umgengnishættir af-
skaplega stífir og formlegir.
T.d. var óhugsandi annað en
að þéra alla á vinnustað, hver
Markaðstorgið í Iserlohn.
svo sem í hlut átti. Til gam-
ans get ég nefnt tvær konur,
sem höfðu unnið saman á
skrifstofu í 17 ár. Þeim kom
mjög vel saman, gáfu hvor
annarri afmælisgjafir og þar
fram eftir götunum, en þær
þéruðust alltaf! Einnig kom
mér mjög svo spánskt fyrir
sjónir, að tengdamóðir mín
þéraði flestar vinkonur sínar!
En allt er breytingum háð, og
sem betur fer hafa umgengn-
isvenjurnar breytzt líka. Þær
eru nú miklu frjálslegri að
öllu leyti. Þrátt fyrir öll
formlegheitin hef ég haft
góða reynslu af umgengni við
Þjóðverja, en auðvitað er hér
misjafn sauður í mörgu fé,
eins og alls staðar. Ég kann
sérstaklega vel við það, að yf-
irleitt er fólk mjög kurteist
og tillitssamt í framkomu.
Það fer mjög eftir landsvæðum,
hvernig fólkið kemur fyrir.
Þótt ekki sé allt fordóma-
laust, sem sagt er, þá er þó
margt til í því, sem talið er
einkenna íbúa hinna ýmsu
landshluta. Þannig eru Norð-
ur-Þjóðverjar sagðir fáorðir
— já, jafnvel þurrir á mann-
inn, og að erfitt sé að kynnast
þeim nánar. Aftur á móti eru
þeir tröllum tryggari, ef þeir
á annað borð bindast vináttu
við einhvern (oft hef ég heyrt
íslendingum lýst þannig!).
íbúar Rínarlanda eru léttir í
lund og taka hlutina ekki
alltof hátíðlega. Berlínarbúar
þykja grobbarar hinir mestu,
sem samkjafta sjaldan. Bæj-
arar þykja oft allgrófir í
framkomu, sem getur komið
illa við þá, sem ekki eru vanir
talsmátanum þar um slóðir,
en ef maður er ekki mjög við-
kvæmur, er auðvelt að lynda
við þá. — Ég vil taka það
fram, að þetta er mín skoðun,
sem fjölmargir Þjóðverjar úr
öðrum héruðum en Bayern
eru eindregið ósammála!
Sparsemi Þjóðverja
Þjóðverjar eru orðlagðir fyrir
sparsemi, og get ég staðfest
það. Annars staðar er oft lit-
Kaupinhafnarbréf
frá Steingrími
Sigurðssyni
Það er fjórtándi september og
stjörnuspáin fyrir þá, sem fæddir
eru undir Taurus eða nautsmerki,
hagstæð. Það stóð í krukkspánni,
að nú væri tilvalið að ráðast til
atlögu bæði á fjármála- og ástar-
sviðinu og mundi örugglega hljót-
ast af árangur svo að um munaði:
Það átti upprunalega að sigla
þann þrettánda vegna ofurtrúar
greinarhöfundar á tölunni þrett-
án, sem kom fram til að mynda í
því að sækjast alltaf eftir þeirri
tölu í bílnúmer, númer á hótel-
herbergi og einnig hafði hizt
þannig á, að þessi umdeilda tala
virtist einhvern veginn gefa sál-
inni ævintýralega mikið í aðra
hönd eins og þáfarin var sjóferð
fyrir vestan, fleiri en ein með
þeim hinum reykvíska kapteini
Rabba Odds á ísafirði á bátnum
hans ÍS-þrettán.
Þversumman af fjórtán er
fimm, og skjaldmærin hún Árný
heitin Filippusdóttir sagði eitt
sinn við þann, sem þetta skrifar,
að tala hans væri fimm, og þá er
þetta ekki svo afleitt, var hugsað,
e.t.v. skínandi góður kostur. Fyrir-
greiðsla hjá Flugleiðum við Lækj-
argötu var sálrænt veganesi á sinn
hátt — það lék löngum ljómi um
þetta flugfélag — það er að segja
þegar það hét Loftleiðir. Þá er
mestur völlur var á félaginu, birt-
ist grein í heimspressunni — í am-
eríska tímaritinu TIME undir
fyrirsögninni The little sparrow
— Litli spörfuglinn. Þá var upp-
gangur félagsins slíkur, að það var
farið að hrifsa til sín viðskipti frá
risastóru flugfélögunum — „rán-
fuglunum" á leiðum loftsins. Svo
sameinaðist það Flugfélaginu á
sínum tíma eins og allir muna, það
er að segja Flugfélagi Islands, sem
alltaf minnir einhvern veginn á
norðrið og Akureyri — eins og það
hafi verið búið til þar eins og
gráðaosturinn frá mjólkursamlagi
KEA eða Thulebjórinn frá Jóni
Sólness og súkkulaðið hans Ey-
þórs í Lindu. Hve mörg prósent
annars af stofnendum og flugliði
og starfsfólki á jörðu og í lofti hjá
félaginu sáluga kemur eða kom að
norðan — með fullri virðingu
spurt? Þetta er önnur saga.
Farseðill merktur Flug 232 —
opinn í báða enda eins og segir á
flugmáli var kominn í hendurnar
— ekki einn heldur tveir, annar
fyrir öryggissiðgæðisvörðinn og
lífvörðinn .... „le bodyguard" —
yngri soninn. Hins vegar sagði
einhver vinanna, að ég skyldi fara
að eins og Goddaffi, sem ferðast
alltaf með stelpur — fyrirgef kon-
ur er átt við — sem lífverði og þá
að sjálfsögðu karateþjálfaðar —
sumar konur eru grimmar og
snöggar í „action" þá líf liggur við
— já, grimmar eins og Himalaya-
angórukisur. Því má hér við bæta,
að það er ekki beinlínis heppilegt
að hafa stelpur með í förinni, þeg-
ar farið er til framandi storðar til
þess að setja saman stóreflis bók
— heila lífsbók.
Farið í loftið frá Keflavíkur-
flugvelli 7:30. Það gafst tími til að
fá sér sterkt svart kaffi — „einn
fyrir veginn" — „one for the road“
eins og tjallinn segir, en í seinni
tíð hafa sumir tekið upp arabískt
— moslemskt hugarfar gagnvart
Dyonysosar-iðkan og með árangri
í vissum skilningi. Gaman var að
sjá hann GÓGÓ Sigtryggs koma
þarna aðvífandi með brodda-
klippinguna sína — þá sömu og
hann er búinn að vera með í fjöru-
tíu ár, blessaður strákurinn — við
Höfundur í hjarta Kaupinhafnar.
erum jafnaldrar, módel ’25, og
hann var stolt þeirra á Ak. fyrir
snilli í knattspyrnu. Hann var á
leið til Norge trúlega til að hitta
bróður sinn Lýð, sem er harm-
onikkuleikari á heimsmælikvarða.
Við gáfum hvor öðrum franskan
hermannakoss og í huganum var
minnst þess þá háð var einvígi í
skotfimi með Colt-forty-five-
herskammbyssu sex skota uppi í
Hlíðarfjalli fyrir ofan fæðinga-
rbæinn bjarta sumarnótt fyrir all-
löngu og hvorugur viðurkenndi
ósigur eða sigur hins. Gógó naut
um tíma þjálfunar Alberts, þegar
hann spilaði fyrir gaflara. Hann
er bólstrari að mennt og karakter
með demantshörku í skapgerð og
drengur góður eins og gömlu vin-
irnir að norðan sumir.
Millilending í Glasgow og þá var
súld og úrigt veður. Nokkrir far-
þegar fóru úr vélinni.
Sólin fór að skína, þegar flogið
var yfir strendur Jótlands og það
var hlý tilfinning í loftinu. Lent á
Kastrup laust fyrir kl. tvö að
dönskum tíma. Það er ekki
óskemmtilegt að aka frá flugvell-
inum í Kastrup að Hovedbane-
gárden í björtu veðri, og það vakti
athygli, hve margir vegfarendur
voru hjólríðandi, en Danir og
þýskarar bera virðingu fyrir
hjólríðandi fólki og gera vissar
varúðarráðstafanir þar að lútandi
með sérstökum hjólreiðastígum
eins og almennt var vitað. Svo
verður fólk alveg eldhresst af því
að hjóla — það styrkir bæði blóð-
rás og taugakerfi og eykur úthald
í frjórri lífsnautn og vinnu.
„Taktu eftir því, Steingrímur, að
þeir sem ekkert hafa breyzt og
ekkert eru farnir að gefa sig og
eru alveg nákvæmlega eins og þeir
voru, þegar þú fórst frá okkur
fyrir tuttugu og þrem árum, eru
þeir sambæinganna, sem alltaf
eru á hjóli," sagði bílstjóri númer
eitt (numero uno) af stöð (Bif-
reiðastöð Oddeyrar) Herr Grétar
Melsteð, einkavinur til margra
ára. Af hverju gerir fólk ekkert af
viti fyrir heilsuna með skapi og
vilja — því í skollanum? Ég veit
ekki betur en góðhesturinn þurfi
sínkt og heilagt að vera í þjálfun
— ekki satt? Það er aldrei of seint
að fara í líkamsrækt — heilsan er
bezta kapítalið. Lífvörðurinn hann
Jón Jón Thomas stgr. minnir allt-
af á skrokkrækt sem lið í pró-
gramminu — honum er það uppá-
lagt sem assistant að vera feikn-
lega strangur í áminningu.
Hovedbanegárden er hundgöm-
ul nöturleg bygging, og það var
svoldið umstang að koma farangr-
inum í örugga geymslu. Það er
einhvern veginn svo erfitt að fá
öryggiskennd með Dönum —
þeirra hugarfar er þannig. Eftir
karp og þref og ærið tilstand tókst
loks að koma rándýrri tölvuritvél,
myndavél og tæknivæddum út-
búnaði við afkasta-skriftir, nokkr-
um maleríum og alls kyns dótaríi,
sem metið var samanlagt á einar
160 þúsund íslenzkar í beinhörðu
og tryggt hjá vínbindindistrygg-
ingafélaginu Ábyrgð — loksins,
loksins, tókst efti” hálfrar annarr-
ar klukkustundar þref að koma
góssinu fyrir í skítsæmilegt öryggi
— og þó — og þó var maður ekki
viss! Þeir eru eitthvað svo vafa-
samir og lítt traustvekjandi þessir
litlu Danir — „those little men
with authority" eins og Shake-
speare talar um. Svoddan embætt-
ismenn eins og trítilmennin á
Kastrup höfðu íslendingar yfir sér
öldum saman — því miður.
Það var búið að segja manni, að
íslenzka sendiráðið væri við Hans
Andersen Boulevard á bak við
ráðhúsið, og því var brugðið á það
ráð, að leita það uppi, m.a. til að
gennslast um frænda vorn og vin,
Pál Axelsson Kristjánssonar
Gíslasönar kaupmanns á Sauð-
árkróki, sem var ná-náskyldur
húnvetnska afanum, Guðmundi