Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 8

Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 GJÖRVÖLL KRISTÍ KIRKJA kveður oss með sér Friður og réttlæti, en hvað um frelsið? — eftir Hermann Þorsteinsson Orðin ‘PEACE and JUSTICE’ - friður og réttlæti — heyrðust oft á heimsþingi Alkirkjuráðsins og rödd heyrðist segja þar ‘friður án réttlætis er verri en stríð’. Ég hitti að máli þarna aldraðan, landflótta, tékkneskan ritstjóra, sem kvaðst si.kna þess að heyra varla nefnt orðið ‘FREEDOM’ — frelsi — í allri þessari umræðu um frið og réttlæti. Friður getur verið grafarfriður og réttlæti getur verið ‘réttlæti’ hinna ranglátu (fræði- manna og Farísea), og hvers virði er svona ‘friður og réttlæti’ án frelsisins? En, þar sem andi Drottins er, þar er frelsi (II. Kor. 3:17). í yfir 20 ár hafði þessi land- lausi frelsis-unnandi barist með penna sínum fyrir frelsi í heima- landi sínu og hann þráði mjög að mega lifa þann dag að land hans yrði aftur raunverulega frjálst. Mér varð hugsað til stundar sem hafði sett djúp spor í vitund mína. Það var 5. maí 1946 á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn. Þetta stóra torg var yfirfullt af fólki sem var að fagna í tilefni eins árs afmælis hins endurheimta frelsis undan ánauðaroki nasista. Með á torginu voru fjölmargir norskir gestir. Og þessi mikli skari söng: ‘Kæmp for alt hvad du har kært, dð om sá det gælder, sá er livet ej sá svært, döden ikke heller.’ Þeir vissu greinilega hvað þeir sungu, Danir og Norðmenn, á þessum degi. Hið þrúgandi ófrelsi hafði á hernámsárunum verið verra en allt annað — verra en dauðinn. Tékkinn sýndi mér samrit af skeyti sem hann og ýmsir vinir hans höfðu sent frá Vancouver til Andropov í Kreml til að biðja um ferðafrelsi til handa Sakarov, jafnframt því sem þakkað var fyrir nýveitt ferðafrelsi fyrir rússneska hvítasunnufólkið, sem árum saman hafði dvalist í kjall- araíbúð bandaríska sendiráðsins í Moskvu. Bent er á að slíkt væri jákvætt innlegg í raunverulegar friðarumræður í heiminum í dag. Blaðagrein las ég á þinginu: ‘The Afro perspektive: Toward Pe- ace, Justice and Freedom’. — Þetta þrennt þarf að fylgjast að, því án frelsis er einhvers konar friður og réttlæti lítils firði. Þetta þekkja Afríkumenn nú- tímans mætavel, svo þrúgaðir sem þeir ‘nýfrjálsir’ hafa verið af alls- konar drottnurum undir annarleg- um áhrifum. Kristínn þjóðarleiðtogi í Afríku sagði nýlega á Afríku-ráðstefnu Bíblíufélaganna, að Afríka hefði á sínum tíma tekið vel á móti Jesú, er foreldrarnir flúðu með hann kornungan undan harðstjóra til Egyptalands. Tökum enn vel á móti Jesú hér í Afríku, sagði þessi vitri maður. Það er hugboð mitt að Alkirkju- ráðið þyrfti að skerpa hjá sér vit- undina um það, sem til raunveru- legs friðar heyrir. „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég eins og heimurinn gefur." (Jóhs. 14:17) Og hér koma í hugann orð söngsins góða: ‘Æskulið, aldrei frið áttu að semja heiminn við.’ (Fr.Fr.) Það vakti athygli mína í Van- couver-ferðinni að heyra með and- akt talað um, að kirkjan ætti að hætta við hina herskáu baráttu- sálma og söngva og taka í staðinn upp friðsamlegra orðalag í fram- tíðinni! Það er bara svona komið á Lúthersári, hugsaði ég, nú skal ekki lengur syngja ‘Vor Guð er borg... ’, né heldur t.d. ‘Áfram, Kristsmenn, krossmenn ... ’ og ‘Sjáið merkið! Kristur kemur’ og aðra slíka ‘salta’ sálma og söngva! „Verið algáðir, vakið ..." þessi orð Ritningarinnar (1. Pét. 5:8) komu aftur í huga minn við þetta ‘friðartal’ — og ég sé að þetta orð ‘algáðir’ er a.m.k. 7 sinnum notað í Nýja testamentinu. Skyldi ekki sem áður vera ráðlegt að hafa Orð Guðs að leiðarljósi þegar friðar- tegundirnar eru prófaðar, því það er ‘friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, (sem) mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.’ (Fil. 4:7) Friðarhreyfingar fara nú sem ‘hvítur stormsveipur’ um hálfan heiminn, skera upp herör með popp-hljóðum og boða ‘heitt haust’ í V-Evrópu og ‘hvetja friðarsinna og herstöðvaandstæðinga ... ’ (DV 9. þ.m., bls. 11) — ‘til að fjöl- menna’. Má ég í þessu sambandi biðja a.m.k. hirðana í kirkju okkar og Kirkjuþingsmenn um að hug- leiða orðin í Matt. 7:15. Það gæti sparað tíma og óþarfa vangaveltur á stefnum og þingum síðar. ‘Með kærri kveðju og þökk fyrir margar velritarar villutrúargrein- ar’ skrifaði lærifaðir minn í Sam- vinnuskólanum, Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrir allmörgum árum á nýja bók eftir sig, sem hann sendi til umsagnar ritstjóra Þjóðviljans, Magnúsi Kjartanssyni, en faðir hans, Kjartan ólafsson frá Hafn- arfirði, var einn af góðvinum Jón- asar meðal ‘aldamótamannanna’. Villutrú heldur áfram að vera villutrú, þótt hún sé vel rituð. Svo er um ‘friðinn’, hann verður ekki raunverulegur friður, þótt hann sé ‘auglýstur upp’ og við leitast að færa hann í listrænan búning. Jesús sagði við lærisveina sína: ‘Sjá, ég sendi yður eins og sauði meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúf- ur. Varið ykkur á mönnunum ... ’ (Matt. 10:16) Við kirkjunnar menn erum vissulega oft mestu sauðir (ekki bara ‘eins og sauðir’), ekki alltaf kænir, og þessvegna stundum hremmdir af úlfum. Það er óþarft, við höfum varnaðarorð Jesú. Já, ‘friðarhreyfingar’ fara um hálfan heiminn aðeins, en hinn helmingurinn er bannsvæði fyrir frjálsa hugsun og opinskátt tal og þar gildir það — sem logið er upp á einhvern vesælan prest að hafa einhverju sinni sagt — ‘Þú átt að gera eins og ég segi — en ekki eins og ég geri.’ Hvernig færi á skákborðinu, ef t.d. svartur heimtaði eigin-reglu, en krefðist þess að hvítur færi eft- ir allsherjar-reglu? Hvernig á friðarumræða að fá gildi, ef frjálst tal er aðeins öðru megin við friðarborðið? Og hvernig á friður að fást, ef annar aðilinn tekur sér rétt til að ‘stöðva flug’ — og jafn- framt ‘stöðva líf’ saklausra manna í hundraðatali, eftir eigin geð- þótta? Er hægt að ræða um fagra liti við litblinda? En meðan líf er, þá er von, og betra er að reyna að talast við í stað þess að berjast. En fyrst verður með tali að leitast við að finna umræðugrundvöll friðarins. Styrjaldir eru margskonar, m.a. ‘andlegar’ eða hugmyndafræðileg- ar. Ein slík stjórstyrjöld stendur nú yfir í mannheimi og því skal minnt á hvatninguna: Heimsþing Alkirkjurádsins. Hermann Þorsteinsson Stattu fast, er styrjöld geis- ar, stormar rísa, Orð Guðs láttu ljóma skært og leiö þér vísa. (Fr.Fr.) Ég upplifði ungur ár síðari heimsstyrjaldarinnar, sem brenndu sig inn í vitund mína. Hvorki óska ég sjálfum mér né öðrum að upplifa eða endurlifa slík blóðug tortímingarár, en ég nýt friðar og frelsis í dag af því að þá voru til menn úti í hinum stóra heimi, sem þorðu að taka áhættu, þorðu að bjóða ofbeldinu birginn — og þeir sigruðu. Ég er því í skuld — og það eru fleiri jafnaldr- ar mínir og samferðamenn. Og að svo mæltu styrki ég hug minn og hjarta með því að raula fyrir munni mér sálm Lúthers, er ég áður nefndi og endar þannig: ‘Þeir ríki Guðs ei granda’. Atóm-mál Alkirkjunnar í mikilli umræðu sem fram fór á Styrktarfél. vangefinna naut góðs af framtaki þessara drengja, en þeir efndu til hlutaveltu vestur á Kaplaskjólsvegi 89, hér í Rvík. Þeir söfnuðu rúmlega 400 krónum. — Þeir heita Benedikt Sigurðsson, Arnar Sigurðsson, Þórir Skarphéðinsson og Sigurður Skarphéðinsson. Þessar ungu dömur efndu til hlutaveltu í Vesturbænum, Rvík, Sólvallagötu 21, til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Þær heita Magnea Sigríður Sverrisdóttir, Ólöf Marta Sverrisdóttir og Harpa Birgisdóttir. — Þær söfnuðu tæpl. 330 kr. Þessir ungu menn eiga heima vestur á Seltjarnarnesi og efndu þar til hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins og söfnuðu til hennar rúmlega 360 krónum. Strákarnir heita Arnar Ólafsson, Jón Ómar Svansson og Guðni Helgason. Þessir krakkar söfnuðu 665 krónum á hlutaveltu, sem þau efndu til tilstyrkt- ar Blindrafélaginu. Þau heita Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristín Bjarnadótt- ir, Valgarður Sæmundsson, Ingimar Bjarnason og Melkorka Guðmundsdótt- ir. Allir eiga þessir krakkar heima suður í Kópavogi. Kvikmynd af annarri glánetu tekin á íslandi? „ÞESSI MYND á að gerast í fram- tíðinni á annarri plánetu og þar eiga að koma fram bæði menn og aðrar verur. Þessir menn komu hingað til að leita að hrikalegum og algerlega gróðurlausum svæðum sem mynda- tökustöðum fyrir þessa mynd og ég verð að segja að byrjunin lofar góðu,“ sagði Gísli Gestsson kvikmyndagerðarmaður í samtali við Mbl., en á vegum fyrirtækis hans, Víðsjár, er staddur hér á landi hópur breskra kvikmyndatöku- manna frá 20th Century Fox-kvik- myndafélaginu, en til greina kemur að stórmynd sem félagið er með í undirbúningi verði að hluta til tekin upp hér á landi. Gísli sagði Richard Loncraine, sem leikstýrir myndinni, vera bú- inn að ferðast víða um heim vegna þessarar myndar, en hún yrði tek- in að hluta á Kanaríeyjum, að hluta til í kvikmyndaveri og að hluta til hér á landi, ef heppilegir myndatökustaðir fyndust. Þetta væri stórmynd og mikið í kringum hana. Ef ákveðið verður að taka hana upp hér, munu 120—140 manns starfa við hana hér og verða margir íslendingar í þeim hópi. Til dæmis sagði hann að þörf væri á stórum hópi aukaleikara. Hefðu þeir sem hérna væru stadd- ir þessa dagana áhuga á að kanna hvað mikið væri til af ungum karl- mönnum sem væru tágrannir og yfir 190 sm á hæð og vildu taka þátt í þessu, en í myndinni væri gert ráð fyrir að fram kæmi slíkur þjóðflokkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.