Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 11
I
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983
51
Sýning Sigþrúðar Pálsdóttur
I Verzlanahöllinni að Laugavegi
26 sýnir fram til 30. september ný-
liði á akri myndlistarinnar, Sig-
þrúður Pálsdóttir, 42 myndverk af
ýmsri gerð. Listakonan hefur tek-
ið sér nafnið „Sissú" og einhver
aðili, er nefnir sig Bleikfríður og
ég kann engin skil á, kynnir lista-
konuna, svo sem stendur í sýn-
ingarskrá.
Listrýnirinn hefur aldrei komið
á sýningu í þessum sal og veit eig-
inlega ekki, hvort hér muni í
framtíðinni verða regluleg starf-
semi eða hér sé um að ræða ein-
stakt tilfelli og stundarfyrirbæri.
Hins vegar býður salurinn upp á
nokkra möguleika sem sýningar-
vettvangur, en gallinn er sá, að öll
birtan kemur úr suðri og það þyk-
ir ekki gott vegna sólarljóssins og
ójafnrar birtu.
Öll sýning Sigþrúðar Pálsdóttur
ber vott um, að hér sé um nýgræð-
ing að ræða og að hún eigi eftir að
taka út mikinn þroska ef að líkum
lætur. Sumar myndirnar eru
næsta viðvaningslegar í útfærslu,
en í öðrum bregður fyrir nokkrum
átökum við lögmál myndflatarins.
Sumar myndirnar eru með súr-
realistísku yfirbragði, en önnur
vísa til áhrifa frá nýbylgjunni, svo
sem myndin „Ljónið og örnin" (1),
sem er með öflugustu verkunum á
sýningunni. Sigþrúður bregður á
leik hugarflug síns í mynd sinni
„Ástarballettinn" (4), en á í glímu
við burðargrind málverksins í
myndunum „Hringsnúningur"
(Rotation) (36 og 40). Þannig kem-
ur listakonan víða við og er ennþá
óráðin um framtíðina og hvert
stefna beri, sem er næsta eðlilegt
á fyrstu sýningu. Allnokkrar smá-
teikningar eru með á sýningunni
og kunni ég vel við sumar fyrir
fersklega útfærslu og einlæga
tjáningu. í salnum hefur verið
komið fyrir myrkraherbergi klætt
tjöldum, er „grímustaðir" nefnast,
— eins konar „environment", en
ég varð fyrir litlum áhrifum þar
inni, þótt grímurnar væru snotrar.
Af þessari sýningu verður ekki
mikið ráðið nema um hæfileika,
sem eru í mótun.
Ég hef vísvitandi notað nafnið
Sigþrúður í ritsmíð þessari, vegna
þess að mér finnst það öllu ris-
meira nafn og fallegra en Sissú og
auk þess magnaðara listamanns-
nafn.
Svo er einungis að óska lista-
konunni góðs gengis í framtíðinni.
Sýning Valgarðs Gunnarssonar
Það er ekki oft sem það þykir
sérstakt tilefni að rita um sýn-
ingar á kaffihúsum borgarinnar,
þótt þau séu sum hver af heims-
menningarlegum toga svo sem
Mokka á Skólavörðustíg. En það
verður að viðurkenna, að sýningin
á myndum Valgarðs Gunnarssonar
er ein þeirra sýninga, sem ekki má
láta ógetið, hvar svo sem hún væri
sett upp.
Valgarður verður að teljast með
þeim ungu mönnum, sem mestar
vonir eru tengdar við af þeim, er
hafa lagt fyrir sig þreifingar í
nýbylgjumálverkinu. Hinar litlu
myndir hans á veggjum Mokka
bera vott um mjög ríka „artist-
íska“ kennd, hugarflug og mikla
vinnugleði. Sumar þeirra eru jafn-
vel áhrifaríkari hinum stóru
myndum, er sjást eftir hann á
samsýningum ungra myndlistar-
manna. Áhrif fara aldrei eftir
stærð, en stórar myndir eru mjög
í tízku um þessar mundir.
Litirnir í myndum Valgarðs eru
oft mjög ferskir og upplifaðir, svo
sem í myndunum „Jólasveinn" (7),
„Litast um“ (15), „Flugvél um
nótt“ (34) „OP“ (33) og „Lónið sem
arabarnir drekka úr“ (36). I mynd-
um Valgarðs bregður oft fyrir eró-
tískum tilbrigðum, en gróf eru þau
ekki heldur frekar mettuð yndis-
þokka, er ætti allteins að hrífa
gamlar siðprúðar dömur, — a.m.k.
miðað við svo margt annað, er sést
á léreftströngum nýbylgju-
málaranna.
Þetta er sýning, sem hrífur og
gleður augað, því að hún er svo
langt fyrir ofan það, sem menn sjá
á veggjum kaffihúsa, en einmitt
sú tegund myndlistar, er þar á að
sjást sem oftast og vera sjálfsagð-
ur hlutur.
Listamanninum óska ég til
hamingju með sýninguna og hvet
sem flesta er fylgjast vilja með
þróuninni í málverki dagsins í
dag, að leggja leið sína á staðinn.
Honda Prelude árg. 1981
Litur hvítur, ekinn 30 þús. km.
Honda Civic Sport árg. 1983
Litur svartur. Verö 290 þús.
Range Rover árg. 1976
Litur grásans. Ekinn 40 á vél. Verö 400 þús.
Range Rover árg. 1982
Litur hvítur. Ekinn 23 þús. km. 4ra dyra. Verö 900 þús.
Range Rover árg. 1979
Litur grænn. Ekinn 50 þús. km. Verö 500 þús.
Benz 280 SE árg. 1977
Litur blásans. Bíll meö öllum aukahlutum, ný innfluttur.
Verð 490 þús.