Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 13

Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 53 Spjallað við íslandsmeistarann í siglingum: Mikið líf að fœrast í siglingar íslandsmeistarar í siglingum af hinum ýmsu bátaflokkum etja kappi um titilinn „Bikarmeistari 1983“. Myndin er frá þeirri keppni á Fossvogi. Keppt var á 2 Wayfarer-bátum sem eru opnir 16 feta bátar, og eftir útsláttarreglum. Bikarmeistari varö Jóhannes Örn Ævarsson sem var háseti Bjarna Hannes- sonar í íslandsmeistarakeppni á kjölbátum, eins og áöur sagöi. Þaö kom glöggt í Ijós þegar ís- landsmeistaramót á kjölbátum fór fram nú fyrir skömmu að mikill og vaxandi áhugi er fyrir siglingum og öllu sem aö siglingum lýtur. Morgunblaðinu þótti við hæfi að eiga viðtal við íslandsmeistarann, Bjarna Hannesson, og fá upplýs- ingar um þetta sport og þá að- stöðu sem siglingamenn búa við. Er ekki erfítt aö stunda siglingar á íslandi? „Nei aldeilis ekki. Vorin á ís- landi eru kjörin, birtan á sumrin gerir fært að sigla eftir vinnu og gerir einnig nætursiglingar örugg- ar. Vegna hitastigs sjávar um- hverfis landið er siglingatíminn góðir 5 mánuðir ef siglt er kænum, þ.e. litlum opnum bátum. Til sam- anburðar má geta þess að sigl- ingatími við austurströnd Banda- ríkjanna er einungis 3 mánuðir. Hér er vindur jafn yfir sumar- mánuðina, vorin eru mjög jafn- viðrasöm, þannig að siglinga- tíminn getur hafist í apríl. Sveifl- ur í veðri eru ekki eins tíðar og miklar og í heitari löndum. Að vísu er nauðsynlegt að klæða sig vegna vindnæðings, en almennt er verið í vatnsheldum góðum göllum og þá gerir lítt til þótt blási eða gefi á.“ Er góð aðstaða fyrir hendi til að stunda siglingar í Reykjavík? „Hér á Stór-Reykjavíkursvæð- inu er mjög góð aðstaða. Skerja- fjörður er lokaður fyrir haföldu með þéttum skerjagarði yst í mynni hans og rétt utan. Sundin við Reykjavík, Lambhúsatjörnin, Seilan og Álftanesið búa yfir ótal leiðum til að þræða. Fuglalíf, selur íslandsmeistarinn í siglingum, Bjarni Hannesson. og smáhveli lífga umhverfið, fyrir utan útsýnið til lands sem er ein- stakt. Þetta eru hlutir sem eru fjær almenningi í hinum þéttbýlli löndum. Þá er stutt í Hvalfjörð, Borgarfjörð eða upp á Mýrar að ótöldum stöðum umhverfis landið ef siglt er stærri bátum. Almenn aðstaða á lándi og við land fer einnig hraðbatnandi, og ber að viðurkenna það sem stjórn- ir bæjarfélaga hér í nágrenni og á Akureyri hafa lagt fram til stuðn- ings þessu sporti. Aðstaða fyrir smábáta er allgóð, víðast eru kom- in klúbbhús, með síma og böðum og girðingum fyrir kænur og létt- báta. Sjósetningarbrautir eru víð- ast steyptar og öll meðhöndlun smærri og stærri báta auðveld. Að vísu er engin hafnaraðstaða fyrir stærri báta en það er engin neyð að bíða þar sem bólfæri eru góð, stutt að róa fram í báta, sem er einnig hluti gamansins. Gott væri að hafa aðstöðu til að leggja bát- um við til að taka farþega, farang- ur og vistir. Mér finnst sú leið góð sem hefur verið valin hér í Garða- bæ að styðja við framkvæmdavilja einstaklinga en á þann hátt fær bæjarfélagið vinnuframlag og jafnframt þjónustu við almenning og aðstöðu til æskulýðsstarfsemi í nánum tengslum við áhugamenn viðeigandi íþróttar." Hvert leitar sá sem áhuga hefur á siglingum? „Klúbbarnir hafa allir báta t.d. kænur sem hægt er að fá leigðar með eða án leiðbeininga, en það er einnig sammerkt með siglinga- fólki að því er annt um að leið- beina nýliðum, sigla með þeim og fræða um eiginleika hinna mis- munandi báta.“ Eru siglingar ekki dýrt sport? „Það fer vissulega eftir því hvernig á málum er haldið. Með- limagjöld og aðstöðugjöld fyrir báta eru 1—5000 kr. eftir stærð báta og í hæsta verði er ótakmark- aður afnotaréttur á klúbbbátum, aðstaða fyrir stærri báta á legu og geymsla á léttbát. Ef áhugi er að eignast sinn eigin bát er verðið á kænum fyrir 2—4 frá kr. 30.000 til 120.000. Síðan er verðið á stærri kjölbátum allt eftir stærð og gerð eins og á minnstu bílum til verðs ámóta og sumarbústaðar en slíkir bátar eru oftast í sameign margra enda nýting þannig að fjölskyldur geta sameinast um þá.“ Hvers vegna stundar þú siglingar? „Fjölskyldu minni fellur vel þetta sport, það fer vel með vinnu og góð afslöppun að fara út á bát. Sumarkvöldin nýtast vel, útivist og skemmtun fer saman, eldri og yngri geta unnið saman á bátnum og þeir keppnisglöðu fá útrás. Fé- lagslíf meðal siglingafólks er mjög gott. Hópar taka sig saman og fara í hópsiglingar, í útilegur, lengri eða styttri ferðir, enda hef- ur hópurinn stækkað ört nú á síð- ustu tveim árum, meira líf og leik- ur hefur færst i siglingarnar, góð- ir þjálfarar hafa komið hingað erlendis frá og á þennan hátt er sportið mjög gefandi." Þessu stutta viðtali við Bjarna Hannesson lýkur með hvatningu til þeirra fjölmörgu sem kaupa siglingablöðin að hífa sig af stað, komast í kynni við klúbbana, hafa samband við þá sem sigla, spyrja og læra að í siglingum er alltaf eitthvað nýtt að fást við, straum- ar, vindar, beiting segla, eiginleik- ar báta o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.