Morgunblaðið - 28.09.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983
55
íslendingar stóðu sig vei á öllum vígstöðvum og gildir þar einu hvort átt er
við keppendur eða áhorfendur í stúkunni eða bjórkránni. Hér sést Erling
Sigurðsson fánaberi og „prímusmótor" þeirra sem á horfðu ásamt fleiri
íslendingum. Má þar kenna Þorstein Aðalsteinsson, Þröst Karlsson, Ólaf
Hilmarsson og rétt glittir í augun á Þóri hrossaflutningamanni yfir hvíta
kvenmannshúfu.
Evrópumeistari í samanlögðu á fjórgangshesti var Walter Feldmann á Magn-
úsi frá Grensland, þýskfæddum stóðhesti. En hann sigraði einnig í hlýðniæf-
ingum. Mikla athygli vakti liturinn á hesti Feldmanns, sótrauður með Ijós-
gult fax og tagl og gengu þær sögur milli manna að þetta væri ekki raunveru-
legur litur heldur væri hjálpað upp á sakirnar með háralit.
slitum um 6. til 10. sæti en þar
voru þeir Eyjólfur og Lárus í eld-
línunni ásamt Johannes Hoyos,
Austurríki, sem keppti á stóðhest-
inum Gáska frá Gullberastöðum
og Eve Barmettler, Sviss, sem
keppti á svissnesk-fæddri hryssu
sem kallast Mengloed (nafnið
e.t.v. ekki rétt með farið en þannig
var það ritað í skrána). Eyjólfur
og Jóhannes deildu með sér 6. sæt-
inu en sú svissneska hélt sínu 8.
sæti og Lárus vann sig upp í 9.
sæti, en það er sjálfsagt rétt að
taka það fram að Preben Troels-
Smith, Danmörku, mætti ekki í
úrslitin.
Og þá var komið að þýsku stór-
löxunum í töltinu en þeir voru
fjórir og sá fimmti var Hollend-
ingurinn Joris van Grinsven á
Rauðdreka. Walter Feldmann
mætti ekki í úrslitakeppnina og
var talað um að það hafi hann gert
í mótmælaskyni við ósanngjarna
dóma í fjórgangi en ekki skal full-
yrt um hvort það sé rétt. Hans
Georg Gundlach hélt uppteknum
hætti og skaut Andreas Trappe
enn á ný aftur fyrir sig og kom
það engum á óvart. Daniela Stein
vann sig upp úr 5. sæti í 3. og Joris
van Grinsven hélt 4. sætinu.
Norskur sigur í
víðavangshlaupi
Nú í fyrsta skipti í langan tíma
tóku íslendingar þátt í víða-
vangshlaupinu en síðast gerðu
þeir það í Sviss 1972 en eftir þá
keppni töldu menn að þetta væri
ekki við hæfi gæðinga þar sem
keppnin var og hefur verið ávallt
síðan mjög erfið fyrir bæði mann
og hest og þó sér í lagi fyrir hest-
inn. En þar sem nú var farið að
keppa sérstaklega í samanlögðu á
fjórgangshestum þótti ekki stætt
á öðru en að vera með í þeirri
keppni og þar af leiðandi ekki
komist hjá þátttöku í víðavangs-
hlaupinu. Og það var OIil sem fékk
það hlutverk að verja heiður ís-
lendinga í víðavangshlaupinu.
Ekki var gott að gera sér grein
fyrir hvaða möguleika hún átti
þar sem lítið var vitað um styrk-
leika annarra þátttakenda. Töldu
ýmsir að sigurmöguleikar væru
allnokkrir og kom það í ljós eftir á
að slíkt var ekki ómögulegt.
Keppnin var hnífjöfn en Olil lenti
í 5. sæti og munaði aðeins tæpum
fjórum stigum á henni og sigur-
vegaranum sem var Heidi Nilsen,
Noregi, en hún keppti á hryssunni
Heru frá Kirkjubæ. Var þetta
jafnframt eini EM-titillinn sem
ekki féll í skaut íslendingum eða
Þjóðverjum en eins og fram kem-
ur í fyrirsögn þá hirtu þessar
þjóðir alla aðra EM-titla og sýnir
það best að þessar þjóðir bera höf-
uð og herðar yfir aðrar þátttöku-
þjóðir innan FEIF sem eru félaga-
samtök eigenda íslenska hestsins í
Evrópu.
í þessum tveim greinum sem nú
hafa birst hefur verið rakinn
gangur mála í keppninni sjálfri en
í þeirri næstu verður fjallað um
mótið í heild, framkvæmd, aðstöð-
una á mótinu og að síðustu vanga-
veltur um stöðu okkar á Evrópu-
mótum framtíðarinnar.
Þeir Snorri Ólafsson og Benedikt Garðarsson sáu um að
dæma fyrir íslands hönd og var það skoðun flestra að
aldrei hafi íslenskum dómurum tekist jafn vel upp á
F.vrópumótum og nú.
Hann kom, sá og sigraði. Hans George Gundlach, Evrópu-
meistari í fjórgangi og tölti, á Skolla sem er þýskfæddur
en eigi að síður mjög góður. Fór þarna saman frábær
reiðmennska, framúrskarandi hestur og árangur af
margra mánaða þjálfun.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Stórmót á
Selfossi
Fyrsta stórmót keppnistíma-
bilsins, Floridanamótið, verður
haldið á Selfossi 15. október nk.
og verður spilað í Selfossbíói.
Þetta er í fjórða sinn sem
Bridgefélag Selfoss gengst fyrir
móti sem þessu, en það er haldið
í minningu Einars Þorfinnsson-
ar sem var heiðursfélagi BS.
Fyrirhugað er að mótið verði
með svipuðu sniði og undanfarin
ár, tölvugefinn barometer, og er
átefnt að því að 40 pör taki þátt í
mótinu. Heildarverðlaun verða
25.000 krónur sem skiptast
þannig: 1. verðlaun kr. 12.000,
önnur verðlaun kr. 8.000 og
þriðju verðlaun 5.000 krónur.
Þátttökugjald verður 800 krónur
fyrir parið og verður spilað um
silfurstig.
Eins og áður sagði verður spil-
að í Selfossbíói og hefst keppnin
kl. 10 og áætlað að spilamennsku
ljúki kl. 23.
Margir af sterkustu spilurum
landsins hafa tekið þátt í móti
þessu undanfarin ár og verður
það vonandi einnig nú. Fá þá
sunnlenzkir spilarar tækifæri á
að etja kappi við okkar beztu
spilara á heimavelli.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borizt fyrir 10. október nk. í
síma 1653 (Erlingur) eða 1758
(Garðar) eða 2390 (Garðar).
Loks má geta þess að verð-
launagripir Einars heitins verða
til sýnis á mótinu, en hann
ánafnaði Bridgefélagi Selfoss
alla verðlaunagripi sína.
Bridgefélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 22. sept. var
háð eins kvölds tvímennings-
keppni með þátttöku 12 para.
Úrslit urðu þessi:
Haukur Hannesson
— Guðrún Hinriksdóttir 196
Aðalsteinn Jörgensen
— Ægir Magnússon 188
Björn Halldórsson
— Hrólfur Hjaltason 182
Sigurður Sigurjónsson
— Júlíus Snorrason 177
Meðalskor 165 stig.
Fimmtudaginn 29. sept. hefst
aðaltvímenningskeppni BK og
verður keppnin fjögur spila-
kvöld. Keppnisstjóri er Her-
mann Lárusson og hefjast spila-
kvöld kl. 20.00 stundvíslega.
Spilað er í Þinghóli við Hamra-
borg. Spilarar eru hvattir til að
mæta og taka þátt í spennandi
keppni.
Bridgefélag
Akraness
Starfsemi félagsins hófst
fimmtudaginn 22. sept. sl. með
eins kvölds tvímenningi og urðu
úrslit þessi:
Pálmi Sveinsson
— Þóroddur Guðmundsson 185
Guðmundur Sigurjónsson
— Skúli Ketilsson 185
Ingi Steinar
— Þorgeir Jósefsson 172
Hörður Jóhannesson
— Kjartan Guðmundsson 168
Alfreð Viktorsson
— Jón Alfreðsson 166
Fimmtudaginn 29. september
hefst tveggja kvölda einmenn-
ingur sem jafnframt er firma-
keppni félagsins. Mætið vel og
stundvíslega.
Ný mót á vegum
Bridgesambandsins
íslandsmót í kvennaflokki og
blönduðum flokki (þar sem karl
og kona spila saman) verur hald-
ið á Hótel Heklu dagana 21.—23.
október nk.
Keppnisform hefir enn ekki
verið ákveðið en það fer eftir
fjölda þátttakenda. Upplýsingar
um mótin og þátttökutilkynn-
ingar er að fá á skrifstofu
Bridgesambands íslands í síma
18350. Opið verður allan daginn
þessa viku.
Bikarkeppni sveita
Búið er að draga í undanúrslit
bikarkeppni BSf en þar spila eft-
irtaldar sveitir saman:
Sveit Karls Sigurhjartarsonar
gegn sveit Gests Jónssonar,
Sveit ólafs Lárussonar gegn
sveit Runólfs Pálssonar eða sveit
Sævars Þorbjörnssonar.
Undanúrslit og úrslit verða
spiluð í Hreyfilshúsinu 8. og 9.
október nk.
Sambandsþing BSÍ
Bridgesambandsþing verður
haldið 28. október nk. á Hótel
Loftleiðum. Það verður nánar
auglýst síðar.
Arkitektafélagið um skipulag Skúlagötu:
Fljótræðisákvarð-
anir ber að forðast
ALMENNIJR félagsfundur haldinn
þriðjudaginn 20. september 1983 í
Arkitektafélagi íslands lýsir yfir
stuðningi sínum við þau áform borg-
aryfirvaída að skipulag við Skúla-
götu verði tekið til gagngerðrar
endurskoðunar, en vinnubrögð, sem
viðhöfð hafa verið í sambandi við
ákvarðanatöku hingað til óviðunandi
frá faglegu sjónarmiði.
Fundurinn telur, að áður en
endanlegar ákvarðanir verði tekn-
ar, sé óhjákvæmilegt að kannaðir
verði vandlega allir þættir máls-
ins. Bent er á sjónarmið þau sem
koma fram í gildandi aðalskipu-
lagi um aðlögun byggðar að lands-
lagi og nálægri byggð sem enn
standa í fullu gildi. Þá er ekki síð-
ur mikilvægt, að húsagerðir full-
nægi þeim gæðakröfum sem gera
verður nú til íbúðarhúsnæðis.
Þá telur fundurinn að fljótræð-
isákvarðanir um nýtingarhlutfall
beri að forðast og að sýna þurfi
fram á að unnt sé að ganga svo frá
holræsamálum og vörnum gegn
óhóflegum hávaða frá umferð að
samræmist heilbrigðiskröfum.
Það er álit fundarins, að kanna
beri varðveislugildi húsa og
endurnotkunarmöguleika. Vakin
er athygli á því, að á svæðinu eru
byggingar sem tengjast atvinnu-
sögu þjóðarinnar.
Fundurinn leggur ríka áherslu á
að vinna að skipulagi fari þannig
fram að borgarbúar eigi þess kost
að fylgjast með framvindu mála á
hverjum tíma og sérstakt sam-
band verði haft við íbúa neðan
Hverfisgötu.
Skoðun fundarins er, að áður en
frekar er aðhafst í málinu, sé rétt
að kanna hvort æskilegt er að
boða til opinnar samkeppni á veg-
um Arkitektafélags íslands um
deiliskipulag á svæðinu. Fundur-
inn felur stjórn félagsins að kanna
möguleika á slíku og bjóða fram
aðstoð félagsins í því sambandi.
I r rréttatilkynninfOi.