Morgunblaðið - 28.09.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.09.1983, Qupperneq 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 v É9 kem og S^eki pig wo eftir kiukkutí<r*R, Ma99«.M HvaAa vandræði eru þetta með bensínið? Mér datt nelnilega í hug áðan að það gæti verið huggulegt að þú kæmir með mér inn og við fengjum okkur eitthvað snarl, skil- urðu? Með morgunkaffinu l'að er þá enga vinnu að hafa held- ur á þossum degi? HÖGNI HREKKVÍSI Er hér eitthvað að? Ruddaleg árás á gamlan mann ' JPÖSTlipAG var 77 ára gamall | opna hurð fyrir árásarmanninum, maður sleginn hrottalega, svo hann sem þar befur stundað æfingar. nelbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði og Árásarmaðurinn krafðist lvklal hggur_nu_a_BorgarspíUlanum. At- | að hurðinni. en gamli maðurinn Haukur Eggertsson skrifar: „Fimmtudaginn 15. september sl. birtist frétt af baksíðu Morgun- blaðsins með ofangreindri fyrir- sögn. Með fyrirsögninni er frá- sögnin aðeins 19 línur, og hljóðar svo í heild: „Ruddaleg árás á gamlan mann. Á föstudag var 77 ára gamall mað- ur sleginn hrottalega, svo að hann nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði og liggur nú á Borgarspítalanum. Atburðurinn átti sér stað í íþróttahúsi Ármanns við Sigtún, þar sem gamli maðurinn er hús- vörður. Hann var að opna hurð fyrir árásarmanninum, sem þar hefur stundað æfingar. Árásarmaðurinn krafðist lykla að hurðinni, en gamli maðurinn neitaði. Skipti engum togum en árásarmaðurinn sló hann mikið högg í andlitið. Gamli maðurinn var fluttur á slysadeild, en árásar- maðurinn handtekinn. Honum hefur síðan verið sleppt úr haldi." En nú er spurningin: Er hér eitthvað að? Ég veit það ekki. En mér þykir þó eftirfarandi athygl- isvert. íþróttamaður beitir gamlan mann ofbeldi. Neytir sjálfsagt þeirra líkamlegu yfirburða, sem æfingar þær, sem hann stundaði undir vernd hins gamla, veittu honum, og svo sjálfsagt aldursmunarins. Kristín Krss hússtjórnarkennari skrifar: „Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að bjóða út matarþjónustu við sjúkrahúsin. Mikið hefur verið rætt og ritað um kjaramál starfs- manna, en málið aldrei skoðað frá sjónarhóli sjúklinga. Nú á síðustu árum hefur fæðuval til sjúklinga í sjúkrahúsum farið mjög batnandi. Matvælafræðingar og þar með hússtjórnarkennarar hafa farið í sérnám í sjúkrahús erlendis og vinna nú slík störf hérna á íslandi. Læknar hafa tekið þau störf mikið til greina, því ekki fer á milli mála Hitt er, að fréttamanninum tekst í 19 lína frásögn að segja 5 sinnum gamli maóurinn. Orðin í heildar frásögninni eru 78. Orðið mGamli er 6,41% af orðafjöldanum. Mál- snilld, þótt öðru sé sleppt. En þetta leiðir hugann að öðru. „Gamli maðurinn" er líkamlega brotinn, og líklegt er, að hann sé það einnig andlega eftir slíkt áfall. Frásögnin, sem hann les, eða aðrir fyrir hann, skal öll bera sem gleggstan vott um, að hann sé gamalt hróf. Hæpin nærgætni? Ef til vill áhrifarík frásögn góðs fréttamanns. Þessi fréttamennska er því mið- ur ekki einsdæmi og getur leitt hugann víðar. Þegar móðir mín var á svipuðum aldri og ég er nú, varð hún fyrir því óláni að detta á að einn sjúkdómur þolir betur eina fæðu en aðra. Ég er hrædd um að ef einkaaðil- ar fá þessa þjónustu í sínar hend- ur, muni þjónustan versna og minnka. Mér er spurn: Fengju þá ekki allir sjúklingar sama graut- inn úr sömu skál? Ráðherrarnir og þessir nýju fylgifiskar sem nefndir eru aðstoðarráðherrar, hugsa ef til vill með sér að óþarfi sé að lengja lífið í okkur öldruð- um, samanber einnig hækkanir á lyfjum og læknisþjónustu. Þegar öldruðum fækkar þá hækkar í ríkiskassanum." götu og beinbrotna. Það kom ekki í blöðum, enda ekki á hana ekið. En hefðu atvik verið slík, að frá því hefði verið sagt og hún aldrei nefnd annað en gamla konan, þá hefði okkur börnum hennar fallið stórilla, og ekki síst, ef við hefðum þurft að lesa fyrir hana fréttina, eða hún gert það sjálf. Henni og okkur var það þó ljóst, að hún var orðin gömul, eða nokkuð við aldur. Annað dæmi, raunverulegt: Fyrir nokkrum árum varð 62 ára kona fyrir bíl og lést. Frásagnarmátinn í blöðunum var hinn sami: Gamla konan, gamla konan. Þá stóð svo á, að mín kona var 62 ára. Ég hrökk við. Hefði ég þurft að lesa það í blöðunum, ef hún hefði orðið fyrir slysi, að hvergi hefði verið minnst á hana nema sem gömlu konuna. Blessunarlega höfum við sloppið við slík slys. Nú skal tekið fram, að ég sjálfur er orðinn nokkuð við aldur og ekk- ert feiminn við að tala um að ég sé gamall. Hitt mundi mér sjálfsagt ekki falla vel, ef hvergi væri við mig talað né á mig minnst, nema að ég væri bara gamli maðurinn eða karlinn. Karlinn á sjó- mannsmáli mun þýða skipstjóri, án tillits til aldurs. Er því sæmd- arheiti." Jóhann Már Jóhannsson Þakkir Löngumýrargestir skrifa: Það ber að virða, sem vel er gert. Við, sem dvöldumst að Löngumýri í Skagafirði dagana 22. ágúst til 2. september viljum þakka allt það góða, er við nutum þar hjá því ágæta fólki, sem þar starfar. En sérstaklega eru þessar línur þó til þess ætlaðar að þakka eftirminnilega heimsókn. Jóhann Már Jóhannesson kom ásamt sínum snjalla undirleikara og söng fyrir okkur eina kvöld- stund. Þetta hafa þeir reyndar gert oftar fyrir aldrað fólk, sem þarna hefur dvalið. En við áttum þessa unaðsstund við fagra list þessa unga söngvara og bónda úr Hegranesi. Blessun fylgi honum á söngbraut hans og í öllum hans störfum. Hjartans þakkir. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. HEILRÆÐI Annir sláturtíðarinnar eru hafnar. Öll umsvif hinna eldri vekja forvitni og athafnaþrá barnanna. Leyfið þeim að taka þátt í störfum ykkar og leiðbeinið þeim. Munið ávallt að „hnífur og skæri eru ekki barna meðfæri". Allt of oft hafa börn hlotið djúp sár af eggjárnum þessum, sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. Málið aldrei skoðað frá sjónarhóli sjúklinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.