Morgunblaðið - 28.09.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 28.09.1983, Síða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 World Fishing 1983: Tíunda alþjóðlega fiskiðnað- arsýningin i Bella Center — eftirPálKr. Pálsson í lok júnímánaðar sl. var haldin á sýningarsvæðinu í Bella Center, skammt fyrir utan Kaupmannahofn, tíunda alþjóðlega fiskiðnaðarsýning- in, „World Fishing ’83“. Meðal þátttakenda voru 13 íslensk fyrir- tæki sem sýndu alls kyns tæki og búnað til sjávarútvegs og fi.sk- vinnslu. Er þetta mesti fjöldi ís- lenskra fyrirtækja sem tekið hefur þátt í erlendri rvningu á þessu sviði hingað til. Utflutningur ís- lenskra framleiðenda Framleiðsla og útflutningur ís- lenskra fyrirtækja á tækjum og búnaði til sjávarútvegs og fisk- vinnslu er málefni sem verið hefur til umfjöllunar og umræðu í all- mörg ár. Fjöldi skýrslna hefur verið skrifaður um möguleika ís- lensks iðnaðar á þessu sviði og alls kyns tillögur og áætlanir lagðar fram. Ótrúlega litlar breytingar hafa þó orðið, fyrr en nú hin allra síðustu ár, að nokkur fyrirtæki hafa náð umtalsverðum árangri í útflutningi. Það er því ekki óeðlilegt að í kjölfar sýningar á borð við þá sem fram fór í Bella Center í lok júní sl. vakni upp töluverð bjartsýni, en um leið ýmsar spurningar með- al þeirra fslendinga sem sóttu sýninguna. í þessari grein verður fjallað um þátttöku íslensku fyrirtækjanna. Leitast verður við að bera fram- leiðsluvörur þeirra saman við það sem aðrir framleiðendur sýndu og meta þannig möguleika íslenskra fyrirtækja til framleiðslu á tækj- um og búnaði til sjávarútvegs og fiskvinnslu, sem standast kröfur alþjóðlegs markaðar, einkum hvað varðar verð og gæði. Um sýninguna almennt „World Fishing", fiskiðnaðar- og sjávarútvegssýningin, er haldin þriðja hvert ár. Skipulagning sýn- ingarinnar er í höndum breskra aðila, „Industrial and Trade Fairs „Sé á heildina litið, viröist sem íslensku fyrirtækin geti flest, ef ekki öll, veriö ánægð meö þann árangur sem þau náðu. Vörur þeirra vöktu almennt mjög mikla athygli og í sam- anburöi við aðra fram- leiðslu virtust flestar ís- lensku vörurnar vera með því háþróaðasta sem sást. Yfirleitt virtist verðið vera sæmilega samkeppnisfært og gæð- in í samræmi við kröfur markaðarins.“ International Limited", en sér- stakan stuðning veitti í ár danska sjávarútvegsráðuneytið auk ým- issa hagsmunasamtaka er tengj- ast sjávarútvegi og fiskvinnslu í Danmörku (útgerð, fiskvinnsla, tækjaframleiðsla). Er þetta í annað sinn sem sýn- ingin er haldin í Danmörku. Að- standendur sýningarinnar voru það ánægðir með árangurinn 1980, að ákveðið var að halda sýninguna í ár á sama stað. f opnunarræðu sinni lét Henn- ing Grove, sjávarútvegsmálaráð- herra Dana, í ljós sérstaka ánægju með þessa ákvörðun og lýsti yfir áhuga og vilja danskra stjórn- valda á áframhaldandi stuðningi við undirbúning og framkvæmd sýningarinnar yrði henni í fram- tíðinni valinn staður í Danmörku. Höfðaði hann í máli sínu til mik- ilvægis dansks fisk- og vélaiðnað- ar fyrir danska þjóðarbúið og þar með gagnsemi þess fyrir danskan fisk- og vélaiðnað að geta boðið uppá alþjóðlega sýningu sem þessa á heimaslóðum. A ýmsan hátt eru þessi orð Henning Grove táknræn fyrir hugsunarhátt Dana. Er ekki að efa að við gætum margt af þeim lært við markaðs- og sölustarfsemi á íslenskum tækjum, búnaði og þekkingu fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu í fram- tíðinni. „World Fishing ’83“ var stærsta sýningin fram til þessa, bæði hvað varðar fjölda sýnenda og gesta. Rúmlega 420 fyrirtæki frá 23 löndum sýndu vörur sínar í glæsi- legum skálum Bella Center-sýn- ingarsvæðisins, sem er það stærsta sinnar tegundar á Norð- urlöndum. Um 11 þúsund manns frá um 50 löndum sóttu svninguna heim, þar af um 350 frá Islandi. Umtalsverð aukning hefur orðið á fjölda sýnenda frá því að sýning- in var haldin síðast, eða um 60% (úr tæplega 270 þá í um 420 nú). Fjöldi sýningargesta hefur á hinn bóginn ekki aukist nema um 10%, úr 10 þúsund í 11 þúsund. Þrátt fyrir almenna lægð í al- þjóðaviðskiptum og efnahagslegan samdrátt í fjölmörgum iðnríkjum, virðist sýningin hafa fengið mjög góðan hljómgrunn í iðnaðinum, mun betri en aðstandendur henn- ar gerðu sér vonir um. í þessu sambandi má benda á, að um 80% þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í sýningunni 1980 voru meðal þátt- takenda í ár. Er þetta óvenjuhátt hlutfa.ll miðað við svipaðar sýn- ingar sem haldnar hafa verið ann- ars staðar á undanförnum árum. Sýnendur virtust almennt mjög ánægðir með árangurinn og sam- mála um að þessi sýning væri besta World Fishing-sýningin fram til þessa. Þrátt fyrir að tiltölulega tak- markaður fjöldi hafi komið á sýn- inguna, voru menn sammála um, að hér hefði verið um mjög þröng- an hóp að ræða. Langstærstur hluti sýningargesta voru aðilar er tengjast fiskveiðum og fiskvinnslu á einn eða annan hátt og þar með mögulegir kaupendur. Þannig má segja að þessi sýning sé dæmi um alþjóðlegan markað þar sem selj- endur og kaupendur hittast og eiga viðskipti, báðum aðilum til hagsbóta. íslensku fyrirtækin Eins og áður er getið tóku alls 13 fyrirtæki þátt í sýningunni. Flest íslensku fyrirtækjanna sýndu á sameiginlegu svæði, svo- Bás Hampiðjunnar kölluðum íslandsbás. Var þáttt- aka þeirra skipulögð af Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins. Auk íslands voru Noregur, Sví- þjóð, Finnland, Holland, Bretland, Nova Scotia og að sjálfsögðu Danmörk með slíka bása. Fjögur íslensk fyrirtæki voru með sérstakan bás þar sem þau sýndu móttökukerfi fyrir frysti- hús. Hampiðjan sýndi alls kyns veið- arfæraútbúnað, einkum net og kaðla. Var augljóst að hér var á ferðinni þekkt fyrirtæki sem hafði mikla reynslu í sýningarþátttöku og sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. J. Hinriksson, vélaverkstœði, sýndi ýmsar tegundir toghlera og blakkir. Toghlerar fyrirtækisins, sem framleiddir eru undir vöru- merkinu Poly-ís, hafa náð mikilli útbreiðslu innan íslenska fiski- skipaflotans og víða um heim. Fyrstu 6 mánuði þessa árs nam útflutningur fyrirtækisins um 40% af heildarsöluverðmæti. Hef- ur fyrirtækið nýlega gert samning um sölu á nokkrum pörum tog- hlera til Ástralíu og Suður- Afríku. Kassagerð Reykjavíkur sýndi ýmiss konar umbúðir fyrir fisk og fiskafurðir (verksmiðju- og neyt- endapakkningar). Var þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið tók þátt í sýningu sem þessari erlend- is. Að sögn Leifs Agnarssonar hjá Kassagerðinni, var árangurinn mjög góður og fékk fyrirtækið fjölda fyrirspurna sem unnið verður úr á næstu mánuðum. Kvikk sýndi nýja gerð af hausa- klofningsvél. Vélin var meðal þess sem hvað mesta athygli virtist vekja á sýningunni, enda á ferð- inni nýtt tæki sem eykur verulega möguleika á hráefnisnýtingu. Á bás Kvikks voru bornar fram djúpsteiktar fiskbollur úr fisk- hausamarningi. Vakti þetta fram- tak mikla athygli og er óhætt að fullyrða að flestir sem brögðuðu á góðgætinu sannfærðust um að kjötið úr haus fisksins væri sannkallað lostæti. Marel, fyrirtæki í rafeindaiðn- aði, sýndi vogir og vogarkerfi. Er hér um alíslenska hönnun og smíði að ræða og óhætt að full- yrða að rafeindavogir fyrirtækis- ins hafi verið með því háþróaðasta á sviði rafeindatækninnar sem sjá mátti á áyningunni. Vogarkerfið samanstendur af 4 vogum; inn- vigtunar-, flaka-, milli- og pökk- unarvog, sem hægt er að tengja við eina safnstöð og mynda þær þá samstætt eftirlitskerfi sem gefur möguleika á að fylgjast með af- köstum og nýtingu í snyrtingu og pökkun. Stálvinnslan, lítil vélsmiðja í Stóriðja — orku- frekur iðnaður — eftir Edgar Guömundsson, verk- frœöing Formáli Tilgangur þessara skrifa er að taka virkan þátt í þeirri opinberu umræðu um stóriðjumál sem nú fer fram. Ég tel að þcssi umræða sé enn á frumstigi og að stórauka þurfi þátt almennings í henni hið allra bráð- asta. Nauðsynlegt er að hún fari fram hleypidómalaust og jarðbundið og að þjóðarsátt takist um almenna stefnumótun í orku- og stóriðjumál- um. í þessari grein er ekki ætlunin að gagnrýna menn eða málefni enda trúi ég því að allir þeir sem staðið hafa að orku- og stóriðjumálum til þessa hafi sett hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúm. Hvað er stóriðja? Ætla verður að þorri almenn- ings skilgreini stóriðju sem orkufrekan iðnað á borð við álver- ið í Straumsvík eða málmbtendi- verksmiðjuna á Grundartanga. Sumir hafa þó réttilega bent á að fyrsta stóriðja íslendinga hafi í raun verið fiskiðjuverin og síldar- og fiskimjölsverksmiðjurnar. Aðr- ir hafa véfengt merkingu heitisins „orkufrekur iðnaður" en talið eðli- legra að nota heitið „fjármagns- frekur iðnaður" um þetta fyrir- bæri og hafa nokkur til síns máls. Ekkert af þessum heitum gefur neina tæmandi lýsingu á fyrir- bærinu þótt alþjóð viti núorðið allvel hvað átt er við þegar þau eru notuð. Einkenni stóriðjunnar eru þó nokkuð afmörkuð og skal drepið á þau helztu. 1. Orkunotkun er gífurleg á okkar mælikvarða eða um 500—1000 Gwh/ ári. Til samanburðar mun Blönduvirkjun framleiða um 750 Gwh/ ári miðað við nú- verandi tilhögun. 2. Stofnkostnaður er mjög mikill, eða milli 20 og 30 milljónir króna á hvert starf. Til sam- anburðar má geta þess að stofnkostnaður á bak við hvert starf í almennum iðnaði er oft á bilinu 1—2 milljónir króna. 3. Árlegt söluverðmæti afurða er jafnan mjög hátt gjarnan um og yfir helmingur af stofn- kostnaði. 4. Sölukerfi afurðanna eru yfir- leitt í höndum mjög stórra er- lendra fyrirtækja sem oft hafa hagsmuna að gæta við frekari úrvinnslu. 5 Hráefni eru mest af erlendum toga, tengd stórflutningum sem krefjast mjög stórra hafna. 6. Mengunarhætta hetur verið fyrir hendi ef ekki er hugað nægilega að mengunarvörnum. Af hverju stóriðja? Þyngstu rökin með stóriðju eru almennt séð þörf fyrir auknar þjóðartekjur og hagvöxt byggð á innlendum verðmætum þ.e. orkunni í fallvötnunum og iðrum jarðar. Margir telja að erfitt sé að komast öllu lengra í nýtingu fiski- stofnanna en nú er raunin og þá þurfi einhverjar' vannýttar inn- Kdgar Guðmundsson „Allir framleiðendur þurfa sína neytendur. Þar sem almenn aukn- ing á raforkuþörf til annarra innanlandsnota er lítil þá er afar erfitt ad virkja stórt án stór- iðju og mjög erfitt að virkja hagkvæmt án þess að virkja stórt.“ lendar auðlindir að koma til sem tekið geti við af fiskinum ef halda á í horfinu. Þyngstu rökin gegn stóriðju eru hve gífurlega fjárfrek hún er og áhættusöm að auki. Þá hefur mengunarhættan verið mörgum þyrnir í auga. Eignarhald stóriðju? Um þennan þátt eru mjög skipt- ar skoðanir. Sumir aðhyllast að íslendingar eigi ekkert að eiga í stóriðjufyrirtækjunum líkt og raunin er með álverið í Straums- vík. Aðrir hallást að meirihluta- eign íslendinga, enn aðrir að svo- kölluðum „virkum yfirráðum" án þess að endilega þurfi að koma til meirihlutaeignar. Síðast en ekki síst má nefna þá sem vilja taka afstöðu til hvers máls fyrir sig án þess að binda sig fyrirfram hvern- ig eignarhaldi skuli háttað. Eins og ævinlega hafa hér allir nokkuð til síns máls. Virkjun orkunnar — til hvers? Til þess að virkjanir á íslandi verði hagkvæmar þarf að virkja stórt. Með öðrum orðum framleiða mikið rafmagn. Til þess að áætl- anir um ódýrt rafmagn standist þá þarf að vera búið að tryggja markað fyrir verulegan hluta orkunnar þegar framleiðsla virkj- ananna hefst. Allir framleiðendur þurfa sína neytendur. Þar sem al-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.