Morgunblaðið - 19.10.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.10.1983, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Canaris sagði Bretum af áætlun Hitlers um innrás í Rússland London, 17. október. AP. WILHELM Canaris yfírmaður þýzku leyniþjónustunnar lét Bretum í té leynilegar upplýsingar um stríðsáform Adolfs Hitler, þar á meðal áætl- unina um innrásina í Sovétríkin, að sögn brezka blaðsins The Mail on Sunday. Hins vegar lagði brezka leyni- þjónustan ekki trúnað á ýmsar fullyrðingar Canaris, og var því ekkert aðhafst er hann skýrði frá áformunum um innrásina í Sov- étríkin, sem hann skýrði frá tveimur mánuðum áður en hún varð að veruleika. Blaðið segir Canaris hafa veitt Bretum ýmsar leynilegar upplýs- ingar á árunum 1940 til 1944. Milligöngu milli hans og brezku leyniþjónustunnar MI6 hafði Halina Syzmanska, eiginkona háttsetts pólks diplómats, sem nú er 78 ára og búsettur í Bandaríkj- unum. Hann hefur staðfest sann- leiksgildi fréttar The Mail. Einhver mesta uppljóstrun Canaris var áætlunin um innrás- ina í Sovétríkin, sem gekk undir dulnefninu Barbarossa. Hermt er að Canaris hafi viljað bjarga þýzku þjóðinni undan skefjalaus- um metnaði Hitlers. Bar Canaris ekki mikið traust til Hitlers. Vantraust Hitlers og Canaris gerðist gagnkvæmt og jókst þeg- ar á leið með þeirri afleiðingu að Hitler setti Canaris af 1944. Can- aris var síðar sama ár bendlaður við sprengjutilræði gegn Hitler Canaris og varpað í fangelsi og pyntaður. Og þegar her bandamanna sótti lengra inn í Þýzkaland fyrirskip- aði Hitler að Canaris skyldi líf- látinn. Álandseyjar: Miðflokkurinn missti fylgi Helsíngforti, 18. október. Frá fréttarit- ara Morgunblaósins, Harry Granberg. JAFNAÐARMENN og Hægri flokk- urinn unnu á á kostnað Miðfíokks- ins í kosningunum til landsþings Álandseyja, sem lauk á mánudag. Frjálslyndir héldu þingsætum sín- um, en kommúnistar fengu engan mann kjörinn. Rúmlega 63% atkvæðisbærra manna neyttu kosningaréttar síns og var það svipaður fjöldi og kaus í kosningunum fyrir 8 árum, en þá var metkjörsókn. I framboði voru 158 manns á fimm listum, en kosið var í 30 þingsæti á landsþinginu, sem er „þjóðþing" Álandseyja. Fylgisaukning jafnaðarmanna kom ekki á óvart, en þeir endur- heimtu nú það fylgi, sem þeir höfðu misst fyrir fjórum árum. Fengu þeir nú 5 þingsæti eða 2 fleiri en í síðustu kosningum. Hægri flokkurinn fékk líka 5 þing- sæti og vann eitt, en Miðflokkur- inn tapaði þremur og hefur nú 11. Frjálslyndir héldu þeim 9 þing- sætum, sem þeir höfðu, en eini frambjóðandi kommúnista náði ekki kosningu. Kommúnistar hafa ekki átt sæti á landsþingi Álands- eyja síðan 1967. Polugajevsky vann Tilburg, 17. október. AP. ANATOLY KARPOV heimsmeistari í skák hélt forystu sinni á sjöunda áriega „Interpolis“-skákmótinu með því að gera jafntefli við Ungverjann Portisch í fimmtu umferðinni, sem lauk á mánudagskvöld. Karpov varðist til jafnteflis í viðureign sinni við landa sinn Boris Spassky í fjórðu umferð mótsins og náði þar með forystu. Karpov stýrði svörtu mönnun- um gegn Spassky fyrrum heims- meistara, sem hafði frumkvæðið framan af, en varð að gefa eftir stöðuyfirburði þegar á leið. Karpov hefur 3 vinninga og því hálfs vinnings forskot á landa sinn Polugaevski, sem gerði í dag jafntefli við Hollend- inginn Wiel, og Portisch, sem báðir eru með 2'/4 vinning. Jan Timman og Rússinn Rafa- el Váganian, sem hvor um sig á tvær óútkljáðar biðskákir, eru í _ 4.-5. sæti með 2 vinninga. f fjórðu umferð tefldi Timman við Ljubojevic, sem beitti Sikil- eyjarvörn og náði yfirburða stöðu áður en skákin fór í bið. Sérfræðingar segja ekkert geta komið í veg fyrir sigur Júgóslav- Timman ans. Vaganian tefldi við Banda- ríkjamanninn Serawan, sem var með hvítt og hefur Serawan góð- ar sigurlíkur. Viðureign Spassky og Vagani- an í dag fór í bið, en Spassky er í 6.-8. sæti ásamt Wiel og Ljub- ojevic með 2 vinninga og bið- skák. í 9.—10. sæti eru Húbner og Sosonko með 2 vinninga, í 11. sæti er Anderson með lVfe vinn- ing og tvær biðskákir og Seiraw- an er neðstur með 1V4 vinning og tvær biðskákir. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Barcelona Beriin Brussel Buones Aires Chicago Dublinni Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Jerúsalem Jöhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Ussabon London Los Angeles Madrid Malaga MaHorka Mexico City Miami Montreal Moskva New York Ostó Paris Reykjavík Rio de Janeiro Róm San Fransisco Stokkhóimur Sydney Tei Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 0 alskýjaó 13 rigning 19 skýjaó 12 skýjaó 15 rígning 19 heiósklrl 16 lAttskýjaó 12 skýjaó 23 lóttskýjaó 12 rigning 14 skýjaó 11 skýjaó 26 heióskirt 24 heióskirt 27 helðskfrt 11 skýjsó 24 alskýjaó 21 heióskfrt 17 skýjaó 24 heióskfrt 21 heióskfrt 23 lóttskýjaó 22 hólfskýjaó 23 heióskfrt 30 skýjaó 16 rigning 14 heióakfrt 17 heióskirt 7 heiðskfrt 14 skýjaó 3 úrk. gr. 40 skýjað 22 rigning 19 heióskfrt 11 skýjaó 22 skýjaó 28 heióskfrt 18 skýjaó 16 skýjaó 17 rigning eigendur Við bjóðum ykkur BRIDGESTONE vetrarhjólbarða á felgum fyrir allar gerðir MAZDA bifreiða. Sérlega hagstætt verð og góð greiðslukjör. Tryggið öryggi í vetrarakstri og notið ykkur þetta hagstæða boð. BÍLABORG HF. Smiöshöfða 23 Sími 81265 Elzti maður á Norðurlöndum: Hélt upp á 110 ára afmælið ELZTI íbúi Norðurlanda, munkurinn Akaki í grísk- kaþólska klaustrinu Nýja-Valamo í Finnlandi, varð 110 ira gamall sl. mánudag. Hann hélt upp á þennan ein- staka afmælisdag með bænastund í klaustri sínu, en Paavali, erkibiskup rétttrúnaðarkirkjunnar í Finnlandi var viðstaddur og stjórnaði helgiathöfninni. Faðir Akaki heitir annars réttu nafni Andrej Kusnetsov. Hann var fyrst bóndi í Vologda-léni, en fór árið 1898 til klaustursins í Petsamo í því skyni að gerast munkur. Síðan settist hann að í klaustrinu Nýja-Valamo, sem stofnað var til þess að koma í staðinn fyrir klaustrið i Valamo á Ladogavatni, sem þá var orðið sovézkt yfirráðasvæði. Faðir Akaki er enn mjög hress bæði andlega og líkamlega. Hann er ágætlega rólfær, sjón hans er góð og hann notar engin meðul. Einu sinni í viku tekur hann þátt í guðsþjónustu í klausturkirkjunni og hann biðst oft fyrir hátt og innilega og þá ýmist á rússnesku eða eins konar kirkjuslavnesku. Leyndardómurinn að baki langlífi föður Akakis er sennilega fólginn í hinu kyrrláta og reglubundna klausturlífi, sem er laust við streitu en felur í sér næga áreynslu og nægjusamt en heilsusamlegt mat- aræði. Enginn maður hefur nokkru sinni orðið 110 ára í Svíþjóð. Samkvæmt þjóðskrá þar er þó vitað til þess, að þrjár konur hafi náð að verða 109 ára. Ánna Mathilda Johanson frá Varberg varð þeirra elzt eða 109 ára, þriggja mánaða og tveggja daga gömul, er hún lézt. Munkurinn Akaki í Finnlandi varð 110 ára á mánudag og er UUinn elsti núlifandi maður á öllum Norðurlöndum. Gdansk: Jankowski yfirheyrður Varsjá, 18. október. AP. LECH Walesa, friAarvcrÖlaunahafi Nóbels, fylgdi skriftaföður sínum og ráðgjafa, séra Henryk Jankowski, í dag á skrifstofu saksóknarans í Gdansk, þar sem presturinn var yfír- heyrður um meinta misnotkun á trú- frelsi. Séra Jankowski hefur verið ráðgjafí og skriftafaðir Walesa frá því fyrir stofnun Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Pól- landi, sem stofnuð voru í verkföllun- um í skipaverksmiðjunum í Gdansk í ágúst 1980. Séra Jankowski skýrði frétta- mönnum frá því eftir yfirheyrsl- una, að hann hefði neitað að svara spurningum saksóknarans og sömuleiðis neitað öllum sakargift- um. Walesa var ekki kallaður fyrir í þessum réttarhöldum, en fór með séra Jankowski til þess að tjá stuðning sinn við hann. Um 200 stuðningsmenn biðu þeirra, þegar þeir tveir gengu inn í skrifstofu saksóknarans kl. 9 að staðartíma í morgun. Er séra Jankowski kom út aftur um 45 mínútum síðar, hafði stuðningsmönnunum, sem biðu þeirra, fjölgað í 500 og gengu þeir með prestinum til kirkju heil- agrar Brigidu, sem er sóknar- kirkja skipasmíðastöðvanna í Gdansk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.