Morgunblaðið - 19.10.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
23
Þeir Guðmundur og Benedikt með dúfur við kofann sinn.
Dúfum stolið í Seljahverfi
FYRIR nokkru var tveimur dúfum
stolið frá Guðmundi F. Sigurjóns-
syni og Benedikt Sölva Stefáns-
syni, en þeir eiga dúfnakofa í
Seljahverfi í Breiðholti. Um er að
ræða uglu og bréfdúfu að þeirra
sögn, en þeir eru nú með fimm
dúfur. Þeir félagar, sem eru 12 ára
gamlir, sögðu að undanfarið hefði
mjög borið á að dúfum væri stolið
úr dúfnakofum. Aðeins tvær dúfur
voru í kofa þeirra þegar þjófarnir
brutust inn. Geti einhverjir strák-
ar í Seljahverfi gefið þeim upplýs-
ingar, þá eru þær vel þegnar.
Ragnheiður Jóns-
dóttir sýnir í
Gallerí Grjóti
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, myndlist-
armaður, opnar á morgun sýningu í
Gallerí Grjóti við Skólavörðustíg. Þar
sýnir Ragnheiður grafíkmyndir og er
þetta fimmta einkasýning hennar hér
á landi.
Ragnheiður hefur áður haldið
einkasýningar í Svíðþjóð, Dan-
mörku og Kanada, auk þess sem
hún hefur tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum víða um heim. Þá
hafa myndir hennar fjórum sinnum
hlotið verðlaun á sýningum erlend-
is, nú síðast á alþjóðlegri grafíksýn-
ingu i Frechen sem haldin var í
þessum mánuði.
Sýningin í Gallerí Grjóti opnar
sem fyrr segir á morgun kl. 18.00,
en hún verður opin um helgar frá
kl. 14.00 til 18.00 og virka daga frá
kl. 12.00 til 18.00.
ísland og friðarumræðan
Samtökin Líf og land halda ráðstefnu með fulltrúum þeirra hópa
sem hafa frið, afvopnun og örvggismál á stefnuskrá sinni
Stjórn Lffs og lands, samtaka um umhverfismál, sem gangast fyrir ráðstefn-
unni á laugardag. F.v.: Gunnar Gunnarsson, séra Gunnar Kristjánsson,
Kristinn Ragnarsson, formaður, Sigríður Ingvarsdóttir og Ágúst Valfells. Á
myndina vantar Áslaugu Brynjólfsdóttur. Ljósm Mbi./ói.K M
„MARKMIÐIÐ með þessari ráð-
stefnu er að fá þverskurð af þeirri
friðarumræðu sem átt hefur sér stað
að undanlornu og að fá fram á mál-
efnalegan hátt sjónarmið þeirra
hópa og samtaka sem hafa friðarmál
á stefnuskrá sinni,“ sagði Sigríður
Ingvarsdóttir, varaformaður Lffs og
lands, samtaka um umhverfismál á
blaðamannafundi sem samtökin
efndu nýlega til. Tilgangur fundar-
ins var að kynna ráðstefnu sem
haldin verður á Hótel Borg nk. laug-
ardag, þann 22. október, undir yfir-
skriftinni „ísland og friðarumræð-
an“.
Ráðstefnan skiptist í þrjá hluta.
Kl. 9.30 hefjast fyrirlestrar og
standa fram að hádegi. Fyrirles-
arar verða þeir séra Gunnar
Kristjánsson sem flytur erindi um
friðarhreyfingar samtímans, Sig-
urður Björnsson, læknir, sem
fjallar um áhrif kjarnorku á heil-
brigði og heilsufar manna nú og
hvernig þau mál myndu líklega
þróast ef til kjarnorkustríðs
kæmi. Ágúst Valfells, verkfræð-
ingur, rekur í erindi sínu sögu
vígbúnaðarkapphlaupsins, Albert
Jónsson, stjórnmálafræðingur,
ræðir um ógnarjafnvægið og
Gunnar Gunnarsson, stjórnmála-
fræðingur, fjallar um afvopnun og
þær hugmyndir sem lagðar hafa
verið til grundvallar afvopnunar-
viðræðum af hálfu stjórnvalda.
Þórður Ægir Óskarsson, stjórn-
málafræðingur fjallar síðan um
stöðvun vígbúnaðarkapphlaups-
ins, og umræðu undanfarinna ára
í þá veru.
Annar hluti ráðstefnunnar
hefst kl. 13.00 með ávarpi utanrík-
isráðherra, Geirs Hallgrímssonar,
en að því loknu taka við fyrir-
spurnir þar sem fulltrúar samtaka
og hreyfinga sem hafa frið, af-
vopnun og öryggismál á stefnu-
skrá sinni, auk fulltrúa allra
stjórnmálaflokkanna, sitja fyrir
svörum. „Með þessum fyrirspurn-
um viljum við fá fram skýra
stefnu og afstöðu þessara hópa I
friðarmálum," sagði Gunnar
Gunnarsson, stjórnmálafræðing-
ur, en ásamt honum sjá þau Mar-
grét Heinreksdóttir og Bogi Ág-
ústsson, fréttamenn, um spurn-
ingar til friðarhópa. Þegar full-
trúar stjórnmálaflokanna sitja
fyrir svörum verða spyrjendur
þeir Magnús Torfi Olafsson,
blaðafulltrúi, Kjartan Ragnars-
son, leikari, Þórður Harðarson,
læknir, og séra Gunnar Kristjáns-
son. Fulltrúar hópa sem hafa frið
á stefnuskrá sinni verða frá Sam-
tökum lækna gegn kjarnorkuvá,
Friðarhreyfingu framhaldsskóla-
nema, Samtökum herstöðvaand-
stæðinga, Varðbergi, Friðarhreyf-
ingu íslenskra kvenna, Þjóðkirkj-
unni og Friðarsamtökum lista-
manna, auk fulltrúa frá hverjum
stjórnmálaflokki. Spurningarnar
fá hóparnir að sjá áður og undir-
búa þannig svör sín og málflutn-
ing.
„Nú, það má segja að með ráð-
stefnunni séum við að kanna hvað
þessir hópar eiga sameiginlegt,"
sagði Kristinn Ragnarsson, for-
maður Lífs og Lands, „þó aðalat-
riðið sé að stofna til málefnalegr-
ar umræðu um friðarmál. Allir
hóparnir hafa tekið mjög vel í
þessa ráðstefnu, enda teljum við
hjá Lífi og landi að sú friðarum-
ræða sem nú á sér stað hafi breyst
nokkuð frá því sem áður gerðist.
Fólk er farið að líta á friðarmál út
frá manninum og samfélaginu en
ekki með flokkapólitísku hugar-
fari. Með ráðstefnu sem þessari
teljum við að hægt sé að nálgast
friðarumræðuna á málefnlegum
grundvelli. Við komum ekki til
með að semja ályktanir eða annað
slíkt, heldur reynum við að gefa
viðkomandi aðilum tækifæri á að
skiptast á skoðunum og kynna sér
málið frá sem fiestum hliðum.
Endanleg ákvörðun um að halda
ráðstefnuna var tekin í byrjun
september og hafa þeir Gunnar
Kristjánsson og Gunnar Gunnars-
son haft veg og vanda að undir-
búningi hennar. Hugmyndin varð
til fyrir tveimur árum, en nú þykir
okkur réttur tími til að halda
hana, enda friðarumræðan í
brennidepli," sagði Kristinn Ragn-
arsson, formaður Lífs og lands, að
lokum.
Ráðstefnunni lýkur síðan með
pallborðsumræðum, þar sem full-
trúar friðarhópanna skiptast á
skoðunum. í tilefni ráðstefnunnar
hefur Atli Heimir Sveinsson,
tónskáld, samið verk við ljóð nób-
elsverðlaunaskáldsins Pablo
Neruda, sem verður frumflutt á
undan ávarpi utanríkisráðherra.
Þá verða gefin út hjá ísafoldar-
prentsmiðjunni þau erinai sem
flutt verða á ráðstefnunni.
Bestu bílakaupin í dag!
Mazda323 Hatchback DeLuxe 1300 árg. 1984
Innifalinn búnaður:
Stillanleg hæð á framsæti • Litað gler í rúðum • Rúllu-
belti • Öryggisljós að aftan • 60 Ampera rafgeymir •
Quarts klukka • Niðurfellanlegt aftursæti í tvennu lagi
• Tauáklæði á sætum • 3 hraða rúðuþurrkur • Halogen
framljós • Stokkur milli framsæta • Farangursgeymsla
klædd í hólf og gólf • 3 hraða miðstöð • Útispegill • Þurrka
og sprauta á afturrúðu
Verð aðeins kr ZOO.OöU
Munið: MAZDA
— bestur í endursölu undanfarin 10 ár.
gengisskr 10.10 83
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23 sími 812 99
Bestu bílakaupin í dag!
Mazda 323 Saloon DeLuxe 1300 árg. 1984
Innifalinn búnaður:
Stillanleg hæð á framsæti • Litað gler í rúðum • Rúllu-
belti • Öryggisljós að aftan • 60 Ampera rafgeymir •
Quarts klukka • Niðurfellanlegt aftursæti í tvennu lagi
• Tauáklæði á sætum • 3 hraða rúðuþurrkur • Halogen
framljós • Stokkur milli framsæta • Farangursgeymsla
klædd í hólf og gólf • 3 hraða miðstöð • Útispegill
Verð aðeins kr. 271.000
Munið: MAZDA qengisski 10 10 83
— bestur í endursölu undanfarin 10 ár.
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99