Morgunblaðið - 19.10.1983, Page 33

Morgunblaðið - 19.10.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 33 Jafiivægiskaupmátturinn - eftir dr. Vilhjálm Egilsson Atvinnutekjur urðu 94,5% af hreinum þjóðartekjum á árinu 1982. Atvinnutekjurnar mæla launagreiðslur og tekjur af hverskonar atvinnu launþega. Ennfremur laun og launaígildi eigenda í atvinnurekstri. Þetta hlutfall atvinnutekna af hreinum þjóðartekjum (sem sýnt er á mynd 1) var á bilinu 81,5%—83,6% á ár- unum 1974—1980, en hækkaði upp í 88,6% á árinu 1981, áður en met- ið var slegið svo um munaði á síð- asta ári. í ár má reikna með að hlutfallið verði um 85%, eða ívið hærra en á árunum 1974—1980. Séu atvinnutekjur eigenda tekn- ar frá, fást tölur sem mæla hlut- deild launa launþega í þjóðartekj- um. Sú hlutdeild er að sjálfsögðu alltaf lægri en fyrir atvinnutekj- urnar í heild. Aukinn hlutur launa fjárniagnadur með erlendum lántökum Á undanförnum árum hefur hlutur launa í hreinum þjóðar- tekjum vaxið, og er sú þróun mjög svipuð og fyrir atvinnutekjurnar eftir að eigendalaunum hefur ver- ið bætt við. Aukinn hlut launa í hreinum þjóðartekjum er því ekki hægt að skýra með því að atvinnu- rekendum hafi fækkað hlutfalls- lega meðan launþegum hafi hlut- fallslega fjölgað. Aukinn hlut launa í hreinum þjóðartekjum er heldur ekki hægt að skýra með því að konur hafi í auknum mæli farið út á vinnu- markaðinn né með því að vinnu- tími hafi lengst. Þegar konur fara að vinna utan heimilis aukast þjóðartekjurnar (eins og mælum þær) og sama gildir þegar vinnu- tími lengist. Laun og þjóðartekjur hækka að öðru óbreyttu hlutfalis- lega jafn mikið þegar fleiri vinna eða þegar meira er unnið. Þjóðartekjur eru ekki fyrirfram gefin stærð. Við verðum að vinna fyrir þeim. Ef við vinnum minna t.d. með því að taka okkur lengra orlof, þá minnka þjóðartekjur. Vaxtagreiðslurnar lækka tekjurnar Almennt séð, þá ráða ýmsar efnahagslegar forsendur þvi, hversu hlutur atvinnutekna í hreinum þjóðartekjum er mikill. Mikilvægastar af þessum forsend- um eru framleiðni bæði vinnuafls- ins og fjármagnsins. Óhætt er að álykta að engar efnahagslegar forsendur réttlættu hækkun á hlut atvinnutekna í hreinum þjóðartekjum úr 82,7% á árinu 1980 í 94,5% á árinu 1982. Viðskiptahallinn á árunum 1981 og 1982 staðfestir það álit og eins hitt að nú um áramótin verða er- lendar skuldir okkar 60% af þjóð- arframleiðslunni. Milljarða van- „Meginverkefni á næsta ári veröur að finna þann kaupmátt sem er samfara halla- lausum untanríkisvið- skiptum og fullri at- vinnu. Þessi jafnvægis- kaupmáttur er í öllum aðalatriðum matsatriði en ekki samningsatriði. Hann byggist á verð- mætasköpuninni.u skil fyrirtækja í sjávarútvegi segja líka sina sögu. Þyngri vaxtabyrði af erlendum lánum lækkar hreinar þjóðartekj- ur og það er athyglisvert að vaxta- greiðslur til útlanda námu 9,5% af hreinum þjóðartekjum á árinu 1982, en sambærilegt hlutfall á ár- inu 1980 var 5,3%. Þessi staðreynd skýrir að nokkru leyti hækkandi hlutdeild atvinnutekna í hreinum þjóðartekjum en meginatriðið er það að kaupmátturinn hefur ein- faldlega verið of hár og við höfum með þessum háa kaupmætti hald- ið atvinnunni uppi með erlendum lántökum. Án skuldasöfnunar er- lendis hefði þessi mikli kaupmátt- ur aldrei staðist nema með miklu atvinnuleysi. Við stóðum svo frammi fyrir því að geta ekki lengur safnað skuldum erlendis og þá er Ijóst að kaupmátturinn varð Atvinnutekjur í hlutfalli af hreinum þjóðartekjum Heimildir: Þjððhagsstofnun og VSÍ 77,0 74,0 78,3 76,7 81,5 83,3 81,8 83,6 83,1 83.6 82,7 88.6 94,5 85,0 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 áætl. Dr. Vilhjálmur Egilsson að lækka ef atvinnan átti að hald- ast. Jafnvægiskaupmátturinn Meginverkefni á næsta ári verð- ur að finna þann kaupmátt sem er samfara hallalausum utanríkis- viðskiptum og fullri atvinnu. Þessi jafnvægiskaupmáttur er í öllum aðalatriðum matsatriði en ekki samningsatriði. Hann bygggist á verðmætasköpuninni. Með skyn- samlegum kjarasamningum og árangursríkri efnahagsstefnu er unnt að leggja grundvöll að auk- inni verðmætasköpun og hærri jafnvægiskaupmætti í framtíð- inni. Vegna þess að við getum ekki haldið skuldasöfnuninni erlendis áfram liggur það f hlutarins eðli að ekki er unnt að semja um hærri kaupmátt en jafnvægiskaupmátt- inn nema með því að fórna markmiðinu um viðunandi at- vinnu. Markmiðið að eyða ekki um efni fram á næsta ári sníður okkur stakk með kaupmáttinn, eigi at- vinnan jafnframt að haldast. Launahækkanir skipta hér sáralitlu máli. Ef þjóðarbúið stendur ekki undir kaupmættinum sem launahækanir ávisa á, þá fell- ur gengið og kaupmátturinn minnkar aftur í verðbólgunni. Dr. Vilhjilmur Egilsson er hng- íræóingur Vinnureitendasam- bands íslands. Bladburðarfólk óskast! Austurbær Laugavegur frá 101 — 171 ,upplausntil abyrgðar Á RÉTTRI LEIÐ Þorlákshöfn og nágrenni Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Fólagsheimilínu miövikudag- inn 19. október kl. 20.30. Sverrir Hermannsson iðnaöarráðherra ræðir störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæöisflokkurinn. Við minnum á gíróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar nr. 20005-0. - Bunaðarbanki Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.