Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 1
Erlendar bækur 51/53 Hljómplötur 51/59 Umhverfi 56 Landbúnaður 58 Iðnaður 58 Upphaf lífs ... 60 Þriðjudagur 15. nóvember Rjúpan ... 64/65 Myndasögur 66 Skák/ bridge 66 Fólk í fréttum 67 Dans/bíó/leikhús 68/69 Velvakandi 70/71 Reykjarmökk frá brennandi húsi ber við himin en nær eru bandarískir hermenn og námsmenn, sem bída eftir fari heim. Þrjú lík mjög brennd fundust í gröfum 16kmfyrir utan St. George's. Taliö er, að eitt þeirra sé af Bis- hop, fyrrum for- sætisráöherra. Tvær bandarískar herþyrlur af geröinni Sea King á flugvelli á Barbados, næsta eyríki viö Grenada. Kúbumenn, sem teknir voru til fanga á Grenada. Hefði Grenada orðið ný Kúba? Innrás bandarísks hers og herliðs frá Karíbahafs- ríkjunum í Grenada í síðsta mánuði kom flestum í opna skjöldu og kom ekki síst illa við bandamenn þeirra í Vestur-Evrópu, sem standa nú frammi fyrir erfiðum ákvörðunum í eldflaugamálunum. Bandaríkjamenn voru sakaðir um að hafa brctið alþjóðalög og jöfnuðu sumir aðgerðum þeirra við innrás Sovétmanna í Afganistan en með hverjum deginum sem líður verður það Ijósara, að Grenada var ekki nein friðsæl ferðamannaparadís heldur á góðri leið með að verða að annarri Kúbu, vilja- og valdalausu verkfæri í höndum Sovétmanna. Grenada varð sjálfstætt ríki innan Breska samveldisins árið 1974 en forsætisráðherra var þá Sir Eric Gairy og hafði verið í nærri aldarfjórðung. Vaxandi óánægju var tekið að gæta með stjórn hans. Hann þótti einráður í meira lagi og ekki laus við und- arlegheit, sem sýndi sig best í því að einu sinni fór hann form- lega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar, að þær stæðu fyrir allsherjarrannsókn á fljúgandi diskum. Maurice Bishop, sem steypti Gairy af stóli árið 1979, hafði stundað laganám í Englandi á árum stúdentauppreisnanna og drukkið í sig þær vinstrisinnuðu kenningar, sem þá voru helst í tísku. Eftir valdaránið lofaði Bishop að efna fljótt til kosn- inga, sem hann hefði vafalaust unnið með miklum yfirburðum, en lét það þó farast fyrir í það sinn og æ síðan. Þess í stað fór hann að tala í nafni fjöldans að hætti marxista og sneri sér að því að þagga niður í andstæðing- unum. Blöð og útvarp voru gerð að málpípu stjórnarinnar, út- sendarar stjórnarflokksins hleyptu upp fundum stjórnar- andstæðinga og fangelsanir án dóms og laga urðu daglegt brauð. I fyrra lýsti hann því svo yfir, að aldrei aftur yrði komið á þingbundinni stjórn í Grenada. Vopnabirgöir á Grenada. Auk þeirra fannst í þessu vöruhúsi mikiö af dreifimiö- um meö marxísk- um áróöri. Hvort átt hefur aö dreifa þeim meöal Grenadabúa sjálfra er ekki vit- aö. Hið sanna lýðræði, sagði hann, felst í „gagnkvæmum skoðana- skiptum" ráðamanna og fjöld- ans. Vildi betri samskipti viö Bandaríkjamenn Atburðirnir á Grenada í síð- asta mánuði, sem enduðu með dauða Bishops og nokkurra ann- arra ráðherra, eru ekki fullljósir enn, en þó er vitað, að mikill ágreiningur hafi verið innan stjórnarinnar áður en til upp- gjörsins kom. Bishop hafði lengi SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.