Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 59 varðar. Það er tæplega hægt að álasa Morgunblaðinu og Dagblað- inu fyrir áhugaleysið þó það sé býsna athyglisvert. En aðrar kröf- ur verður að gera til ríkisfjölmiðl- anna. Við húsgagnasmiðir höfum verið, af veikum mætti, að reyna að gera þjóðinni grein fyrir ástandi tréiðnaðar, en ósköp geng- ur það brösulega. Útvarpið hefur svona nokkurn veginn sinnt okkur, en mætti þó gjarnan vera dug- meira. Sjónvarpið lætur okkur al- veg í friði að öðru leyti en því, að það sýndi okkur ævinlega innflutt húsgögn í íslenskum þáttum sín- um á sl. vetri. Á sama tíma og sjónvarpið sýnir atvinnuástandið í húsgagnaiðnaði hér á landi engan áhuga, hefur það sagt okkur frá atvinnuleysi danskra húsgagna- smiða, verkföllum í frönskum bílaverksmiðjum og svona mætti lengi telja. Eg hef reynt að varpa nokkru ljósi á stöðu húsgagnaiðnaðarins. Vissulega væri hægt að bæta miklu við, t.d. um þátt fjölmiðla og hvernig þeir fjalla um atvinnu- greinina, um iðnfræðslumál okkar, um hve miklu húsgagnaiðn- aðurinn skilar miklu i þjóðarbúið i formi óbeinna skatta o.fl. Ég vona að fólki þyki ekki und- arlegt þó við séum orðnir nokkuð uggandi um atvinnumál okkar. Það er líklega orðið of seint að biðja þá SÁA menn að sjá að sér og kaupa íslensk húsgögn. Athug- ið það að minnsta kosti þið SÁÁ menn, að við erum margir hús- gagnasmiðir sem hafa stutt ykkur af alhug i gegnum árin. Kristbjörn Árnason er húsgagna- smiður í Reykjavík. þær vilja og getu neytendafulltrúa til sanngjarnrar málsmeðferðar. Ef verð landbúnaðarvara hér til bænda er borið saman við fram- leiðendaverð í nágrannalöndun- um, kemur í ljós, að verð þeirra vara sem Sexmannanefnd verð- leggur er neytendum hér mun hagstæðara hlutfallslega en verð þeirra vara, sem Sexmannanefnd skiptir sér ekki af. Þetta gildir um öll sölustig, verð til bænda, heild- söluverð og smásöluverð. Þótt oft hafi verið kvartað undan ákvörð- un Sexmannanefndar um nauma verðlagningu á vinnslu og dreif- ingarkostnaði, hafa viðkomandi aðilar yfirleitt fallist á þau sjón- armið, að þessir þættir þyrftu strangt aðhald og stefna bæri að því, að sem mest af því verði, sem neytandinn greiðir, kæmist alla leið til bóndans. Þessi vinnubrögð hafa einnig leitt til þess, að vinnsla og dreifingarkostnaður hefðbundinna landbúnaðarvara er hér hlutfallslega mun lægri en í flestum eða öllum nágrannalönd- um okkar. Verðlagning annarra búvara Oft hefur verið að því vikið, að fleiri búvörur þyrftu að koma til verðlagningar hjá Sexmanna- nefnd en nú er. Þess eru engin dæmi, að Sexmannanefnd hafi ótilkvödd tekið upp ný verðlagn- ingarverkefni. Þvert á móti hafa verið uppi raddir innan nefndar- innar um aukið frjálsræði einkum í smásöluálagningu. Hins vegar er Sexmannanefnd opinber verð- ákvörðunaraðili og hlýtur að vinna samkvæmt lögum hverju sinni og gegna kalli samkvæmt því. Mín persónulega skoðun er sú, að það væri miklum mun fremur hagsmunamál neytenda en fram- leiðenda að fá Sexmannanefnd fleiri verkefni í hendur en nú er. Reykjavík 7. nóv. 1983. Ingi Tryggvason er íormaður Stétt- arsambands bænda. Kærkominn glaðningur Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Bob Marley & The Wailers Confrontation Island Rec. ILPS 9760 Bob Marley hefur aldrei verið neitt sem kalla mætti uppáhald í mínum augum, þrátt fyrir að all- ar piötur hans prýði plötusafnið. Það er hinsvegar staðreynd að hann hefur samið mörg mjög góð lög í gegnum tíðina, sem setja hann í hásæti þeirrar tón- listarstefnu sem hann fylgir. En einhverntímann verða endalok okkar allra, og ekki tókst Marley að lifa okkur af. Hann lést fyrir u.þ.b. tveimur árum. Við það hefði mátt ætla að plötuútgáfu með lögum hans mundi ljúka. Ekki gerðist það, rétt eins og stundum vill gerast, þegar gull- kálfar eiga í hlut. Inn á markað- inn small ný plata með lögum eftir kónginn sjálfan. Er hér um að ræða lög sem tekin höfðu ver- ið upp fyrir síðustu plötur hans en ekki notuð. Og þegar þessi breiðskífa er betur skoðuð kem- ur í ljós að hér er á ferðinni önd- vegis hljómplata. „Buffalo Soldier" ber nokkuð af, hvað gæði snertir þegar plat- an hefur runnið nokkrum sinn- um í gegn. Restin vill verða að einni heild sem erfitt er að gera nokkur greinileg skil á milli. Þetta breytist samt hægt og ró- lega og þegar farið er að veita einstöku lagi meira athygli koma einkenni þess í ljós. Hvernig platan stendur sig í samanburði við eldri plötur er ekki gott að segja. Á heildina lit- ið kemur platan mjög vel út, en aðeins eitt lag á henni er af- bragðs gott. Restin er jöfn. Rís ekki neitt upp og er aldrei léleg. Og sjálfsagt á platan eftir að skipa veglegan sess hjá aðdáend- um Marleys því þetta er óvæntur glaðningur, frá manni sem átti að vera þagnaður. Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna, undirritar bókun sem útskýr- ir árangur viðræðnanna, Dr. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir og Dr. Stephan Kurylas frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu. Heilbrigðisskoðun á sláturafurðum: íslenskar og amerísk- ar reglur samræmdar SÉRFRÆÐINGAR frá landbúnað- arráðuneyti Bandaríkjanna og yfir- dýralæknir íslands hafa unnið við að samræma og ræða íslenskar og am- erískar reglur um heilbrigðisskoðun á sláturafurðum. Bókun, sem útskýr- ir árangur þessara viðræðna, var undirrituð 21. október síðastliðinn. I frétt frá Menningarstofnun Bandaríkjanna segir að þessar viðræður muni auðvelda útflutn- ing íslensks lambakjöts, vegna þess að þær skýri gildandi reglur um kjötskoðun og tryggi að heil- brigðisástand vörunnar standist gæðamat. LONDO Hverra þessara 15 atriða gætirðu hugsað þér að njóta? Merktu x þar sem við á. □ Lúxushótel í miðborginni, íslending- um að góðu kunn. □ Leiksýningar með góðkunningjum okkar af hvíta tjaldinu. □ Enskur bjór og einstök ing. □ Islenskur fararstjóri á skrifstofu S-L f miðborginni, með viðtalstíma á hverju hóteli 3svar f viku. □ Glæsilegar verslanir. □ Úrvals þjónusta um borð í þotu Flug- leiða. □ Tónleikar af öllum stærðum og gerðum. □ Gönguferð um dýragarðinn og Regent Park. □ Stórleikir liða, eins og Arsenal, Totten- ham, West Ham og Watford. □ Vaxmyndasafn Madame Tussaud. □ Urmull veitinga- og skemmtistaða. Listasöfn, s.s. British Museum og Tate Gallery og ótal sögufrægar byggingar. □ Heimsfrægir söngleikir, s.s. Evita, Cats o.fl. □ Helgcir- og vikuferðir. □ Verð frá kr. 8.290, bamaafsláttur kr. 3.500. * Att þú að skreppa til London? 0-1 atriði'.Snúðu þér aftur að þvf sem þú varst að gera. 1-3 atriði: Þú ert volgur - en getur svosem sleppt London þetta árið. 3-10 atriði: Þig dauðlangar - skelltu þér! 10- 15 atriði: Þú ert varla í húsum hæf- ur af útþrá. Engin spum- ing - þú ferð Brottfarmrdagar: 11. okt., 13. okt., 18. okt., 20. okt.t 25. okt., 27. okt., 2. nóv., 4. nóv.t 9. nóv., 11. nóv., 16. nóv., 18. nóv., 23. nóv., 25. nóv ’ 30. nóv., 2. des.t 7. des., 9. des., 14. des., 16. des.t 21. des., 23. des., 28. des., 30. des. Innlfallð: Flug, gisting með morgunmat, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjóm í ferðum merktum *. Hafið samband við söluskrifstofur Samvinnuferða- * Landsýnar eða umboðsmenn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 \4ntar þig GÓÐA ÁSIAÐU til að skreppa til London ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.