Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
verið i miklu vinfengi við Kastró
á Kúbu og Sovétmenn en það var
orðið augljóst, að efnahagsað-
stoðin frá þeim var alls ónóg ef
takast átti að koma í veg fyrir
ókyrrð í landinu. Af þessum sök-
um m.a. vildi Bishop friðmælast
við Bandaríkjamenn og var far-
inn að tala um þá í annarri tón-
tegund en marxistum er títt.
Langlíklegast er, að þetta hafi
verið ástæðan fyrir því að Bish-
op var ýtt til hliðar af þeim sem
stóðu enn lengra til vinstri en
hann, og margt bendir til, að það
hafi verið gert að undirlagi eða
með samþykki Kúbustjórnar. Til
dæmis það, að sá, sem fyrstur
varð til að úthrópa Bishop, var
Liam Cornwall, majór í hernum,
aðaltalsmaður og tengiliður
Kúbustjórnar á Grenada. Engin
ástæða er hins vegar til að efast
um, að morðið á Bishop og
nokkrum meðráðherrum hans
var ekki gert með vitund og vilja
Kastrós.
Alþjóðlegt samstarf
kommúnistaflokka
Þeim, sem kynntust Bishop,
kemur saman um, að hann hafi
verið mjög vel gefinn, frábær
lögfræðingur og töfrandi per-
sónuleiki. Lloyd Noel, Gren-
adabúi, sem lagði stund á laga-
nám í London á sama tíma og
Bishop og var ásamt honum einn
af stofnendum New Jewel-
hreyfingarinnar, lýsir þessum
fornvini sínum á sama hátt og
segir, að hann hafi haft einlæg-
an áhuga á hagsmunamálum
þjóðar sinnar — „eða þar til
fyrir nokkrum árum“ —.
„Af biturri reynslu verð ég að
segja, að dómur minn um hann
breyttist mjög eftir 13. mars ár-
ið 1979 (þegar Bishop tók völd-
in). Þegar ég horfi til baka veit
ég hvað olli því. Áhugi hans á
velferð Grenadabúa sjálfra var
horfinn í skuggann fyrir áhug-
anum á alþjóðlegu samstarfi
kommúnistaflokka," segir Noel.
Bishop gerði Noel vin sinn að
ríkissaksóknara eftir að hann
tók völdin í sínar hendur, en árið
1980 sagði Noel af sér vegna
óánægju með þróun mála á
Grenada og sívaxandi áhrif
Kúbumanna. í júlí 1981 var hann
handtekinn fyrir að hafa reynt
að gefa út frjálst og óháð dag-
blað, „Rödd Grenada", og sat í
fangelsi þar til bandarískt lið og
lið frá Karíbahafsríkjunum gekk
á land.
AstæÖur fyrir
innrásinni
Þegar Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti, með Eugeniu Carl-
es, forsætisráðherra Dominicu,
sér við hlið, skýrði frá því, að
herlið frá Bandaríkjunum og
Karíbahafsríkjunum hefði geng-
ið á land á Grenada, nefndi hann
nokkrar ástæður fyrir innrás-
inni. Voru þær helstar, að
stjórnin hefði viljað koma í veg
fyrir, að Grenada yrði „annað fr-
an“ þar sem bandarísku sendi-
ráðsfólki var haldið í gíslingu í
444 daga, eða þá „önnur Beirút"
þar sem 269 Bandaríkjamenn
höfðu látið lífið fyrir hendi
hryðjuverkamanna nokkrum
dögum áður.
Reagan nefndi hins vegar ekki
þá ástæðuna, sem raunverulega
réð mestu um innrásina að
flestra dómi. Ótta Bandaríkja-
manna við að Grenada væri á
góðri leið með að verða önnur
Kúba, ein af hjáleigum Sovét-
manna, sem þeir nota til að
kynda undir ólgu í þessum
heimshluta og sem bækistöð
fyrir undirróðursöfl og vopna-
flutninga. Reagan hefur margoft
nefnt þessi þrjú ríki í sömu and-
ránni, Kúbu, Nicaragua og
Grenada, kallaði þau útvörð hins
alþjóðlega kommúnisma og að ef
Bandaríkjamenn settu ekki
skorður við áhrifum þeirra
stæðu þeir loksins andspænis
kommúnistaríki við suðurlanda-
mærin.
í þessu sambandi bentu
Hefði
Grenada
orðið ný
Kúba?
Bandaríkjamenn á fjölda Kúbu-
manna á Grenada og augljós
ítök þeirra í stjórn eyjarinnar, á
lagningu flugbrautarinnar, sem
þeir sögðu ætlaða fyrir milli-
lendingar líbýskra vopnaflutn-
ingaflugvéla, og síðast en ekki
síst höfðu þeir áhyggjur af hern-
aðarlegri legu Grenada, sem er
við Trinidad-sund, á milli eyjar-
innar og meginlands Suður-
Ameríku. Um það fara fram
miklir flutningar til Bandaríkj-
anna, bæði olía og aðrar vörur.
Kúbumenn héldu því jafnan
fram, að á Grenada hefðu þeir
aðeins verkamenn, kennara og
lækna en við innrásina kom hins
vegar í ljós, að um var að ræða
þrautþjálfað herlið og vel vopn-
um búið. Kúbumenn sögðu, að
tilgangurinn með lagningu flug-
brautarinnar, sem er rúmlega
3.000 metra löng, væri að
ýta undir ferðamannastraum ti!
eyjarinnar en fyrrum yfirmaður
ferðamála í stjórn Bishops hefur
vakið athygli á því, að ferða-
mannastraumurinn til eyjarinn-
ar hafi verið að engu orðinn,
ekki vegna flugvallarleysis, held-
ur vegna þess, að Grenada var að
verða að marxistaríki í líkingu
við Kúbu og greinilega ekki ætl-
unin að gera það að einhverri
paradís fyrir vestræna ferða-
menn.
Líbýumenn, Búlgarar
og N-Kóreumenn
Það voru ekki aðeins Kúbu-
menn, sem voru íjölmennir á
Grenada, heldur einnig Sovét-
menn, nokkir tugir hernaðarráð-
gjafa og menn geta velt því fyrir
sér hvort þeir hafi eingöngu haft
það hlutverk að kenna hernum
að halda uppi lögum og reglu á
þessari litlu eyju. Meiri athygli
vekur þó, að eftir innrásina kom
í ljós, að í sovéska sendiráðinu
voru einnig menn frá Austur-
Þýskalandi, Búlgaríu, Norður-
Kóreu og Líbýu. Sir Paul Scoon,
landstjóri Breta á Grenada, seg-
ist ekki hafa haft hugmynd um
veru sumra þessara manna, sem
þó hefði átt að vera, þar sem þeir
voru með diplómatísk réttindi.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum, sem fylgst hefur með al-
þjóðaviðburðum á síðustu árum,
að leyniþjónustur ákveðinna
leppríkja Sovétmanna hafa tekið
að sér allsérkennilegt hlutverk.
Þar er búlgarska leyniþjónustan
fremst í flokki. Vitað er, að hún
hefur stundað eða greitt fyrir
umfangsmikilli eiturlyfjasölu á
Vesturlöndum, hún hefur haft
samstarf við hryðjuverkamenn
Rauðu herdeildarinnar á Ítalíu
og enn er verið að kanna hlut-
deild hennar í morðtilræðinu við
Jóhannes Pál páfa. Norður-
Kóreumenn hafa líka getið sér
orð fyrir eiturlyfjasölu á Vestur-
löndum, sent hryðjuverkamenn
til Suður-Kóreu og nú síðast
sleit Burmastjórn stjórnmála-
sambandi við stjórnina í Norð-
ur-Kóreu þar sem hún taldi
sannað, að n-kóreskir flugumenn
hefðu myrt nokkra ráðherra í
ríkisstjórn Suður-Kóreu þegar
þeir voru í opinberri heimsókn í
Burma. Um útsendara Khadafys
erlendis þarf ekki að hafa mörg
orð. Þeir hafa ekki fengið það
orð á sig að vera neinir friðflytj-
endur.
Fróðlegt væri að vita hvaða
erindi menn frá þessum ríkjum
áttu á Grenada. Við þeirri
spurningu hafa engin svör feng-
ist.
Vel vopnuð smáþjóð
Þær miklu vopnabirgðir, sem
fundust á Grenada eftir innrás-
ina, virðast styðja þá fullyrðingu
Bandaríkjamanna, að þaðan hafi
átt að dreifa vopnum til marx-
ískra skæruliða í Suður- og
Mið-Ameríku. í Grenadaher
voru ekki nema um 1.000 manns,
að undanskildu varaliði, en þrátt
fyrir það voru á eynni fimm stór
vöruhús yfirfull af vopnum. í
ræðu, sem Jeane Kirk Patrick,
sendiherra Bandaríkjanna hjá
SÞ, flutti, sagði hún frá skjölum,
sem komið hefðu í leitirnar eftir
innrásina i Grenada frá Sovét-
ríkjunum og Kúbu. Samningarn-
ir hljóðuðu upp á vopn fyrir alls
38 milljónir dollara og augljóst
öllum, að Grenadabúar voru ekki
neinir borgunarmenn fyrir því.
Svo virðist sem vígbúnaðurinn
á Grenada, þessu smáríki í Kar-
íbahafi, hafi verið meiri en um
getur annars staðar i heiminum
ef miðað er við mannfjölda.
Brot á alþjóða-
lögum og 8. greinin
f þeirri mótmælaöldu, sem
reis víða um lönd eftir innrás
Bandaríkjamanna og herliðs frá
Karíbahafseyjunum, var það að-
alásteytingarsteinninn, að al-
þjóðalög hefðu verið brotin og
fullveldi sjálfstæðrar þjóðar virt
að vettugi. Margt styður það
líka, að aðgerðirnar standist
ekki fyrir alþjóðarétti, en
Bandaríkjamenn benda hins
vegar á, að hvorki hafi verið um
að ræða fullvalda eða sjálfstæða
þjóð á Grenada einsog málum
var komið. Búið hefði verið að
myrða marga ráðherra fyrrver-
andi stjórnar ásamt öðru fólki
og almenningi hótað tafarlaus-
um dauða ef hann dirfðist að
mótmæla valdaræningjunum.
Út af fyrir sig réttlætir þetta
ekki innrás en í stofnskrá sam-
taka Karíbahafsríkjanna, sem
Grenada var aðili að, er kveðið á
um það í áttundu grein, að ef
ríkin telja öryggi sínu ógnað geti
þau gripið í taumana og kvatt til
utanaðkomandi hjálp. í þessa
grein vitnuðu Karíbahafsríkin
og sögðu, að þeim stafaði hætta
af vaxandi áhrifum Kúbumanna
á Grenada, sem í raun væru með
hernámslið á eyjunni en ekki
bara óbreytta „byggingar-
verkamenn". Hafi eitthvað skort
á sannanir fyrir þeirri fullyrð-
ingu í upphafi fengu menn þær
upp í hendurnar við innrásina.
Lítill áhugi á
vilja fólksins
Það hefur vakið sérstaka at-
hygli víða, að þeir, sem mest
hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn
fyrir íhlutunina á Grenada, virð-
ast ekki hafa neinn áhuga á því
að vita hvað Grenadabúum
finnst sjálfum, fólkinu, sem allt
ætti þó að snúast um. Þegar
átökum var lokið á eynni komu
til landsins rúmlega 200 erlendir
fréttamenn, víðs vegar að úr
heiminum, og hófust strax
handa við að spyrja fólk spjör-
unum úr. Að vísu verður að slá
þann varnagla, að fólki hættir
jafnan til að haga svörum sínum
í samræmi við ríkjandi ástand
og Grenadabúar enda orðnir því
vanir, en samt sem áður ber öll-
um saman um, að mikill meiri-
hluti Grenadabúa hafi fagnað
innrásinni og verið því allshugar
feginn að losna við yfirdrottnun
Kúbumanna.
Vesturlönd hafa alltaf
rangt fyrir sér!
{ bresku blöðunum hafa farið
fram mjög líflegar umræður um
atburðina á Grenada og sýnist
að sjálfsögðu sitt hverjum.
Gagnrýnendur Bandaríkjanna
segja, að innrásin sýni, að þeim
sé aldrei treystandi og að þess
vegna geti þeir hafið kjarnorku-
styrjöld án þess að ráðfæra sig
einu sinni við bandamenn sína,
en aðrir segja, að Bandarikja-
menn hafi unnið nauðsynlegt
verk. Hvort sem mönnum líkar
betur eða verr, segja þeir, takast
á í heiminum tvö öfl, heims-
kommúnisminn og lýðræðisrík-
in, og með því að grípa í taum-
ana á Grenada hafi Banda-
ríkjamenn ekki aðeins verið að
Maurice Bishop, fyrrum torsæt■
iarádherra á Grenada.
þjóna eigin hagsmunum heldur
allra vestrænna þjóða og ann-
arra lýðræðisríkja.
I þessu sambandi hefur verið
bent á Venezuela. Stjórnin mót-
mælti innrásinni en í helstu
blöðum í landinu er fullyrt, að í
raun hafi hún varpað öndinni
léttara. Stjórnvöld í Venezuela
eiga nefnilega í höggi við marx-
íska skæruliða í landinu og þau
þykjast ekki í neinum vafa um
hvaðan þeim hafi og hafi átt að
berast vopn. Frá Grenada hinum
megin við Trinidad-sund.
Þessir menn benda líka á það,
að þeir, sem hæst láta núna í
Bretlandi vegna innrásarinnar í
Grenada, séu þeir sömu og fóru
hamförum yfir því að breska
stjórnin ákvað að hrinda innrás
Argentínumanna í Falklands-
eyjar. Það er sem sagt sama
hvort þeim finnst alþjóðalög
vera brotin eða hvort þeim er
framfylgt eins og í Falklands-
eyjastríðinu, í augum þessara
manna hafa Vesturlönd ávallt
rangt fyrir sér.
Áhrifanna farið
aö gæta
Afleiðingarnar af atburðunum
á Grenada eiga eftir að verða
miklar og margvíslegar og eru
raunar þegar farnar að koma í
Ijós. Á Grenada hefur verið skip-
uð bráðabirgðastjórn og stefnt
að kosningum þar innan árs og
áhrifanna er líka tekið að gæta á
meginlandinu. Gott dæmi um
það er Surinam, fyrrum hollensk
nýlenda á norðausturhorni
Suður-Ameríku. Árið 1980
komst til valda þar Daysi Bout-
erse, ofursti, og síðan hefur ríkt
þar einhver mesta ógnarstjórn,
sem um getur í Rómönsku Am-
eríku. Andstæðingar stjórnar-
innar hafa verið teknir af lífi
unnvörpum og allt bannfært,
sem minnir á frjálsa hugsun,
blöð og aðrir fjölmiðlar nema
þeir, sem stjórnin ræður.
Sovétmenn og Kúbumenn hafa
haft mjög fjölmenn sendiráð í
Surinam. Starfsmenn frá Prensa
Latina, hinni opinberu frétta-
stofu á Kúbu, hafa stjórnað upp-
lýsingamálum í landinu og allir
foringjar í hernum hafa verið
þjálfaðir á Kúbu. Á öðrum degi
eftir innrásina í Grenada brá
hins vegar svo við, að Bouterse
rak alla Kúbumennina úr landi,
að undanskildum þremur
mönnum, og gaf þeim hálfan
mánuð til að hafa sig á brott.
Ástæðan fyrir brottrekstrin-
um var ekki eingöngu ótti Bout-
erse við Bandaríkjamenn. Haft
er eftir heimildum innan stjórn-
ar hans, að hann hafi taiið sig
hafa vitneskju fyrir því, að Bish-
op hefði verið steypt á Grenada
að undirlagi Kúbumanna og
hann óttaðist, að Kastró væri að
brugga honum sams konar
launráð.
Minnkandi áhrif
Kúbumanna?
Vegna atburðanna á Grenada
er viðbúið, að áhrif Kúbumanna
muni fara minnkandi á næst-
unni í Rómönsku Ameríku,
a.m.k. í bráð, þótt þvi fari raun-
ar fjarri, að Vesturlandabúar
fagni þeirri þróun allir sem einn.
í lýðræðisrikjum Vesturlanda
eru ýmsir, sem telja, að á Kúbu
ríki hið mesta fyrirmyndarþjóð-
félag, fara þangað reglulega í
pílagrímsferðir og vinna á
stundum kauplaust fyrir Kastró.
Þetta fólk kennir sig jöfnum
höndum við vinstrimennsku og
verkalýð og hefði þess vegna átt
að taka við sér í sumar þegar
fréttir bárust um að fimm kúb-
anskir verkamann hefðu verið
dæmdir til dauða fyrir að reyna
að stofna óháð verkalýðsfélög.
Þá varð hins vegar enginn hvell-
ur. Dauðdómarnir yfir verka-
mönnum sýna í hnotskurn það
stjórnarfar, sem ríkir á Kúbu, og
það sama er upp á teningnum í
Surinam. Sandinistar í Nicar-
agua virðast líka staðráðnir í að
taka sér þessi tvö ríki til fyrir-
myndar.
í Rómönsku Ameríku má lík-
lega telja raunveruleg lýðræðis-
ríki á fingrum annarrar handar
og þess vegna ekki óeðliegt að
vopnaðrar andspyrnu gæti víða.
Ef vestræn lýðræðisríki vilja
hins vegar vera sjálfum sér sam-
kvæm verða þau að gera hvort
tveggja í senn, að stemma stigu
við uppgangi kommúnismans og
stuðla að raunverulegum fram-
förum í þessum heimshluta.
SS
(HeimiWir: AP, NYT, Observer, The Eeo-
nomÍNt, International Herald Tribune.)
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, skyrir fri innrásinni ásamt Eug-
enia Charles, forsætisrádherra Dominicu, einu Karíbahafsríkjanna.