Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
Vangaveltur um
Nóbelsverðlaun
tugum saman og setja það síðan
inn í konu, þá væri það vel ger-
legt, að kona fengi egg, sem væri
úr móður sinni og frjóvgað af
föður sínum. Væri þannig orðin
móðir alsystur sinnar. Væri ekki
verið að brjóta lög með þessu,
þar sem það eru ekki til nein lög
um þetta. Löggjafinn þarf því
sem fyrst að stemma stigu gegn
því að svona lagað geti átt sér
stað, m.a. með því að krefjast
þess, að gjafinn sé ævinlega
kunnur, svo svona slys hendi
ekki. Sú blóðskömm, sem hingað
til hefur verið til viðmiðunar,
nær ekki yfir þetta ákveðna til-
vik. Svo fjarri hefur þeim verið
það í huga, sem fundu upp þetta
orð. Ef svona kæmi hugsanlega
upp á, þá er hætt við því að sú
'eiginlega blóðskömm, sem
hingað til hefur verið talin ærin,
sé farin að þynnast út miðað við
þetta. Þá er því látið vera ósvar-
að, hvað verður um egg, sem
hjón hafa látið djúpfrysta, ef
þau skilja eða deyja.
Ber að líta á fóstrin í frystin-
um sem mannverur eða hráefni?
Reyndar eru frjógvuð egg ekki
fryst, ef um fleiri en 4 frumur er
að ræða í egginu. En ef við
trúum því, að sálin fari til Guðs,
þegar við deyjum, hvenær fer þá
sálin úr frysta fóstrinu til Guðs?
Sumir telja, að um „sálun" fóst-
ursins sé að ræða strax við það,
þegar sæðið kemst inn í eggið og
eru því alfarið á móti fóstureyð-
ingum. Aðrir telja sálina koma
síðar á skeiði fóstursins og telja
því í lagi að eyða fóstri fram
undir 12. viku. Enn aðrir telja að
sálin komi ekki fyrr en barnið er
fætt í heiminn. Ekki hefur enn
verið gefin út um það greinar-
gerð af hálfu kirkjunnar eða sið-
fræðinga, hvað sé um að ræða,
þegar búið sé að frysta frjóvgað
egg, sem unnt er að geyma í 100
ár og láta það þá verða að
manni. Eða hvort eitthvað sé at-
hugavert við það að taka það upp
úr köfnunarefnisbrúsunum og
leyfa því bara að þiðna.
Löggjafinn þarf
að koma til
Það skal enginn maður dæma
konu fyrir það, þótt hún neyti
allra bragða til þess að eignast
barn. Því bera flestir vitni, að
ekki hefðu þeir viljað fara á mis
við þá blessun, sem börn þeirra
veittu þeim. Þökk sé tækninni
fyrir það, að nú geta miklu fleiri
konur átt börn, sem hefði verið
borin von fyrir fáeinum árum.
En það má ekki ana út í þessi
efni eins og um einhver vélmenni
sé að ræða.
í blaði sænsku kirkjunnar
fyrir skömmu var sagt ákveðið
nei við því, að maðurinn gæti á
nokkurn hátt haft áhrif á erfðir
sjálfs sín. Það væri frá Djöflin-
um komið. Maðurinn væri
skapaður í Guðsmynd og gæti
ekki breytt þeirri mynd eftir
geðþótta sínum. Annars mynd-
um við glata mennsku okkar.
Tæknin gæfi mönnum mörg
freistandi tilboð til þess að not-
færa sér. En þau væru ekki öll til
góðs.
Vita þyrfti hver væri sæðis-
eða egggjafinn til þess að koma í
veg fyrir skyldleikaræktun. Ekk-
ert væri til um það, hverjir
mættu notfæra sér þessa þjón-
ustu bankanna. Þótt það væri
svo nú, að eingöngu þau hjón,
sem hafa verið gift í 5 ár, og ekki
hefðu getið barn, gætu fengið
þessa þjónustu, þá væri ekkert
sem mælti á móti því, að sam-
búðaraðilar fái notið þessarar
þjónustu líka. Jafnvel að ein-
stæðar, ógiftar konur verði
sæddar og samkynshneigðar
(homosexual) konur einnig.
Þótt gamla góða kristniboða-
stellingin verði áfram notuð við
að fjölga mannkyninu um
ókomna framtíð, þá gengur það
ekki í sumum tilvikum. En það
er ekki þar með sagt að tilgang-
urinn helgi meðalið í hvívetna og
því sé allt réttlætanlegt. Því
fyrr, sem eitthvað verður gert til
þess að setja mörk við ómennsk-
ar tækniframfarir í þessum efn-
um, þeim mun fyrr getum við
áhyggjulaus falið vísinda-
mönnum að vinna að tækni-
framförum, vitandi vits, að þær
eru mannlegar.
Greinarhöfundur, Pétur Þor-
steinsson, er guðfræöingur að
mennt og mí við framhaidsnám í
Svíþjóð.
— eftir Sigurð M.
Þorsteinsson
Það er skammt stórra högga á
milli í Nóbelsverðlaunaveitingun-
um. Aðeins dagur á milli þess að
Lech Walesa fékk friðarverðlaun
Nóbels og svo fær William Gold-
ing bókmenntaverðlaunin í dag.
Segja verður að verðlaunaveit-
ingin í fyrra tilfellinu hafi ekki
aðeins verið í fullu samræmi við
óskir almennings, heldur kannske
ári seinna en almenningur vildi.
Um bókmenntaverðlaunin er það
hins vegar að segja, að þar hefir
víst ekki aðeins almenningur orðið
hissa, heldur þó kannske einna
mest Bretar og höfundurinn sjálf-
ur.
Til að rökstyðja þetta nokkru
nánar væri ekki úr vegi að rekja
hér að nokkru hverjir frekar komu
til greina og að minnsta kosti
fyllilega til jafns við þann er verð-
launin hlaut.
Sé byrjað aí Bretlandi þarf víst
ekki að leita lengi. Þar má strax
nefna höfund eins og Graham
Green, sem enginn fær lengur
skilið af hverju ekki? Hvað um
Doris Lessing? Ef við svo flytjum
okkur yfir sundið til Frakklands,
þá eiga þeir einmitt konu sem vel
kemur til greina, auk þess sem
hún er fyrsta konan sem situr í
Frönsku akademíunni, en þar á ég
við Marguerite Yourcenar. Auk
hennar má nefna höfunda eins og
René Chair, Michel Tournier og
Claude Simon.
Þá eiga ítalir einnig frambjóð-
endur til bókmenntaverðlaun-
anna, eins og Elsu Morante og Al-
berto Moravia. Jafnvel Tyrkir eiga
sinn frambjóðanda en þar á ég við
Yasar Kemal.
Ef við lítum svo okkur nær, þá
verður ekki hjá því komist að
minnast á William Heinesen í
Færeyjum, þó svo hann hafi lýst
því yfir að hann muni ekki taka
við verðlaununum. Svisslending-
urinn Max Frisch er vissulega
einn af þeim er uppfylla öll skil-
yrði þess að hljóta þessi verðlaun,
bæði hæfni og aldur. Þá fer það
ekki á milli mála, að einhvern tím-
ann mun Þjóðverjinn Gúnter
Grass hljóta þessi verðlaun, en
sennilega þykir hann of ungur
ennþá. Rúmensk-ameríski gyðing-
urinn Elie Wiesel gæti í rauninni
fengið bæði þessi verðlaun, þ.e.
friðarverðlaunin og bókmennta-
verðlaunin.
Svo við höldum okkur þá vestan
hafsins, má einnig minna á suð-
ur-amerísku höfundana Carlos
Fuentes og Mario Vargas Llosa. Sé
haldið norður eftir þeirri heims-
álfu, hvað þá um John Updike í
Bandaríkjunum, þótt Norman
Mailer verði kannske ekki haldið
eins stíft fram eftir bók hans, Eg-
ypskar nætur. í Kanada kemur
Margareth Lawrence fyllilega til
greina. Um hana hefir verið sagt,
að hún hafi komið Kanada á
landabréf heimsbókmenntanna.
Jafnvel í Asíu og Afríku finnast
höfundar sem koma vel til greina
sem mögulegir verðlaunahafar.
Ba Jin frá Kína kemur vel til
greina sem verðlaunahafi, en auk
hans má nefna Indverjann R.K.
Narajan og einnig Vestur-
Indverjann V.S. Naipul. En segja
má að frá Asíu komi þessir helst
til greina næstir á eftir Yasunari
Kawabata frá Japan er hlaut
verðlaunin 1968. Þessi heimsálfa
er því kannske orðin nokkuð af-
skipt, ef við eigum að fara að
reikna með landfræðilegri dreif-
ingu.
Við skulum svo ljúka þessari
upptalingu með því að hverfa til
Afríku og er þá strax hægt að
telja upp höfunda, sem jafnvel eru
61
Doris Lessing
Graham Green
vel þekktir á Islandi, eins og Alan
Paton, Nadine Godimer og André
Brink frá Suður-Afríku, en það
eru líka til fleiri í þeirri heims-
álfu. Gyldendal er að gefa út
æviminningar Wale Soyinka í ár
en sá höfundur gæti vel komið til
greina. Þá má einnig nefna Sengh-
or frá Senegal.
Ég hefi ekki hér gert verðleika
Goldings að umræðuefni, ég á von
á því að þeir hafi þegar verið rakt-
ir í blöðum, er þetta kemur fyrir
augu lesenda. En ég er illa svikinn
ef ekki fleirum en mér finnst að
hér hefðu margir átt að koma á
undan. Það sem kannske er
stærsti jákvæði hluturinn um
Golding, er að hann er lesinn af
fjöldanum. En hvenær hefðu ís-
lendingar mælt með Guðrúnu frá
Lundi til Nóbelsverðlauna?
Sognsveien 218, 2A 300,
Oslo, 6. október 1983,
Sigurður Þorsteinsson.
Lokastaðan á Haustmóti TR
Skák
Margeir Pétursson
ENDANLEG úrslit á Haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur liggja nú
fyrir í öllum flokkum. Þegar taflan
í A-flokki er skoðuð vekur einna
mesta athygli hversu fá jafntefli
voru gerð, eða aðeins 15 í 66 skák-
um, tæp 23%. Þar af var sami
keppandinn ábyrgur fyrir sjö af
þessum fimmtán, en Jóhann Hjart-
arson og Arnór Björnsson gerðu
hvorugur eitt einasta jafntefli.
Þetta endurspeglar vel þá hörðu
baráttu sem fram fór á Haustmót-
inu, stutt jafntefli sáust varla og
það er mjög jákvætt hversu kapps-
fullir okkar yngri skákmenn eru,
þótt sumir hafi reyndar orðið að
finna fyrir því að kapp er bezt með
forsjá.
í öðrum flokkum var einnig
hart barist. Samankomnir í
B-flokki voru t.d. margir öflugir
skákmenn sem eiga mikið erindi
í keppnina í efsta flokki, en
misstu af sæti þar vegna þess
hversu vel sá flokkur var skipað-
ur. Úrslit í B-flokknum urðu þau
að nítján ára gamail Keflvíking-
ur, Björgvin Jónsson, sigraði
með yfirburðum og er næstum
alveg öruggur með að hreppa
sæti í A-flokki næst.
B-flokkur:
1. Björgvin Jónsson 9 v. af 10
mögulegum.
2. Páll Þórhallsson 7% v.
3. -4. Sveinn Kristinsson og
Árni Á. Árnason 6 v.
5. Haraldur Haraldsson 5‘á v.
6. Lárus Jóhannesson 5 v.
Björgvin vann alla andstæð-
inga sína, nema þá Pál og Har-
ald, sem hann gerði jafntefli við.
C-flokkur:
1.—2. Eiríkur Björnsson og Sig-
urður H. Jónsson 7V6 v. af 11.
3. Andri Áss Grétarsson 7 v.
4. Björn Fr. Björnsson 6Vfe v.
í þessum flokki leit einnig
lengst af út fyrir að bikarinn
færi suður með sjó, því Sigurður
H. Jónsson er úr Keflavík eins og
Björgvin. En öllum á óvart tap-
aði hann tveimur síðustu skák-
unum og Eiríki tókst að skjótast
upp að hlið hans og hljóta efsta
sætið á stigaútreikningi. Það er
sjaldgæft að takist að brúa
tveggja vinninga bil í aðeins
tveimur umferðum.
D-flokkur:
1. Þröstur Þórhallsson 9V4 v. af
11 mögulegum.
2. Jóhann H. Ragnarsson 8% v.
3. -4. Jón Þ. Bergþórsson og
Guðmundur Árnason 7 v.
Þröstur er aðeins 14 ára gam-
all og þessi glæsilegi árangur
hans gæti fleytt honum alla leið
upp í B-flokk á næsta móti.
E-flokkur:
1. Þorvaldur Logason 9V4 v. af 11
mögulegum.
2. -3. Hannes Hlífar Stefánsson
og Arnaldur Loftsson 8‘á v.
4. -5. Baldur A. Kristinsson og
Áslaug Kristinsdóttir 7'/2 v.
Þorvaldur, sem er frá Nes-
kaupstað, vann níu fyrstu skák-
irnar, en tapaði fyrir Áslaugu í
tíundu umferð. Það kom þó ekki
í veg fyrir öruggan sigur hans og
þarna hafa Austfirðingar eign-
ast stórkostlegt efni.
Unglingaflokkur:
1. Þröstur Þórhallsson 7V4 v. af 9
mögulegum.
2. Snorri G. Bergsson 7 v.
3. Hjalti Bjarnason 6Vfc v.
4. -6. Magnús Árnason, Hannes
Hlífar Stefánsson og Ingi Þór
Ólafsson 6 v.
Sumir af áhugasömustu ungl-
ingunum voru bæði með í al-
mennu keppninni og unglinga-
mótinu. Þröstur vann þannig
bæði D-flokkinn og unglinga-
flokkinn.
Sævar Bjarnason var lengst af
í toppbaráttunni í A-flokki og
átti að flestra mati hærra sæti
skilið en það 5.-6. Hann er
hinsvegar allra skákmanna mis-
tækastur, margar skákir sínar
tefldi hann afburðavel en inn á
milli komu herfilegar yfirsjónir.
Skák hans við Hrafn er gott
dæmi um þetta. Fyrst verða Sæ-
vari á hroðaleg mistök í byrjun-
inni sem hefðu vel getað kostað
hann skákina, en Hrafni láist að
notfæra sér þau. Eftir þetta
gætti Sævar sín betur og loka-
kaflann teflir hann glæsilega.
Hvítt: Sævar Bjarnason
Svart: Hrafn Loftsson
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2, Rc3 — Rc6, 3. g3
Hið svonefnda lokaða afbrigði
sem Spassky teflir að staðaldri.
3. — g6, 4. Bg2 — Bg7, 5. d3 — d6,
6. Be3 — e6, 7. Dd2 — Rd4, 8. Rdl
— Re7, 9. c3 — Rdc6, 10. Bh6 —
0-0, II. h4 — f6!
Rétta svarið gegn sóknartil-
burðum hvíts á kóngsvæng. En
nú gerast undarlegir hlutir:
12. h5? ?
12. — Hr7? ?
Tvöfaldur afleikur. í fyrsta
lagi opnast nú h-línan fyrir
hvíta hrókinn og í öðru lagi gat
svartur tryggt sér unna stöðu
með 12. — Bxh6, 13. Dxh6 — g5,
og eina leið hvíts til að bjarga
drottningunni er 14. Rf3 — Kh8,
15. Rxg5 og svartur verður
manni yfir.
13. hxg6 — Rxg6, 14. Re3 — Hb8,
15. f4 - Df8, 16. Bxg7 - Hxg7,
17. Rf3 — e5, 18. f5 — Rge7, 19.
Kf2 - b6, 20. Hh4 — Bb7, 21.
Hahl — Hd8, 22. Rh2 — Hd7, 23.
Rhg4 — Rd8, 24. Hh6 — HI7.
25. Rxf6+!! — Hxf6, 26. Hxh7 —
RÍ7, 27. Rg4 — Hg6, 28. fxg6 —
Rg5- 29. Kgl — Rxh7, 30. Hxh7 og
svartur gafst upp.
1 1 3 V 5 í s 1 1C u U VtNN. RCP
1 Mjrqíif' Pitur$scn k i i 1 •L ’L C i ■1 i HÍ vk /
1 Kclnt't Harcarjcn •h m \ i 0 •k C 1 i i 1 / *
3 ,TV 1’lArif 1 Hjartcirjcn c c Wt 1 c 1 i i i i i i s g-Jtl
V r>an Hansscn 0 0 0 % 1 •k i i 'k 1 i i 'f V.
5 rtrtvcvr Bjamascn 0 1 0 Wr •k 1 0 i 0 i i í/z •5-l
í ka'l Þc'vteins •k íz 0 /2 •/í Y/A 'k 1 i i k •L ík s-é.
+ E U'C* r £*u c >n ynduCn •k I 0 c 0 •k % 4 'k 1 L) i r/z 1.
s f\rr\cr 8jírnsson 1 0 0 0 i c O M c 1 1 O H »-t
7 foénLdlikt Je'nassvn c r. 0 '/i c l •L i % L i k H f-9.
1t H %tl?lí r (}. EirYifjsc 0 c C c c Jl c O 0 •k c/A 's/a k i 3 1t.
II H'vftt Lcftsi.cn £ Q c c 0 •L 1 c c L 7/6 k L'k U-U.
u Hihnar S. KafUhVn 'L c c c •L C 1 'k C k m l'k U-U