Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
Jón Óskar
á stassjón heilags
Lazarusar
eftir Jóhannes Helga
Jóni óskari er margt til lista
lagt, hann er góður píanóleikari,
málamaður mikill, frábær þýð-
andi og jafnvígur á þrjú skáld-
skaparform, skáldsöguna, smá-
söguna og ljóðið, allt í háum
gæðaflokki, drengur góður að
auki; maður frábitinn sviðsljósi
og auglýsingaskrumi; yfirlætis-
laus eljumaður sem vinnur verk
sín í kyrrþey í hvítu húsi í már-
ískum stíl vestan gamla kirkju-
garðsins við Suðurgötu.
Um þessar mundir er mér að
vonum efst í huga þýðing Jóns á
bók Yves frænda, eina eftirlif-
andi íslandssjómannsins í Pemb-
ól á Bretagneskaga, þar sem for-
seti vor á yfirreið að frægja fóst-
urjörðina ásamt þrautreyndum
ferðagörpum utanríkisráðuneyt-
isins stóð ekki alls fyrir löngu á
Sjónarhóli fyrir framan sjón-
varpsmyndavélar í vorblæ af
suðri, með ekknakrossinn pemb-
ólska á aðra hönd og hafsbrúnina
að baki, þá hina sömu hafsbrún
og Bretagnekonur mændu á löng-
um í hljóðri bæn um loftsýn af
seglum ástvina við sjónarrönd —
og urðu síðan ekkjur.
Ég átti von á að Jón óskar
skyti upp kollinum á hólnum við
hlið forsetans og létti undir með
henni í lýsingunni á vonarrönd-
inni handan ekknakrossins. En
Jón var ekki nefndur á nafn og
hann var ekki í Pemból og ekki í
París þessa daga, borg listarinn-
ar og frönskunnar. Þar gekk
snúðugt um stræti sem fyrr hið
löggilta fótgöngulið lýðveldisins í
bland við harðsnúna kaupa-
héðna, sölumenn ullar og lamba-
kjöts. í þokumóðu í baksýn grillti
í fransk-íslenskan menningar-
sáttmála, jafnvel Sæmund fróða
— en heimkominn huggaði þá-
verandi utanríkisráðherra lands-
lýðinn með því að menningar-
sáttmálinn mundi ekki kosta
krónu — og glotti. Það ætti
nefnilega ekki að gera neitt — og
kom víst engum á óvart. Það
skortir ekki á virðinguna fyrir
forsetaembættinu í ráðuneytun-
um við Hverfisgötuna.
Gagnmerk bók, Yves frændi.
Og efnið þjóðhöfðingjanum án
efa einkar kært, sjálfur efnivið-
urinn í prófritgerð frúarinnar
við Sorbonne. Væri gaman að fá
þá prófritgerð á íslensku, svona
sem fræðilega uppfyllingu í eyð-
urnar í Yves frænda og Hinum
hvítu seglum eftir undirritaðan.
Er ekki að efa að sú bók verði ein
þeirra bóka sem fransk-íslenski
I menningarsamningurinn ungar
út í Frans — sem íslensku svari
við Yves frænda — einhvern
tíma á næstu öld eða þarnæstu,
þegar við eignumst utanríkis-
ráðherra sem kann að brosa og
gerir sér ljóst að við framleiðum
meira en ull, kjöt og fisk hér á
útkjálka heimsins, sem fyrrver-
andi utanríkisráðherra og hans
nótar hafa gert að pólskum hala-
keppi.
En það var hann Jón Óskar. Ég
á dálítið vantalað við hann út af
öðru. Jón hefur sent frá sér í sex
bindum verk sem miðlar and-
rúmi sjötta áratugarins í lífi
hans og skáldbræðra hans, árum
kalda stríðsins — í svokölluðu
menningarlífi Reykjavíkur. Jón
miðlar andrúminu svo vel að
hráslagann leggur bókstaflega
fyrir vit manns af blaðsíðum
bókanna, en þær eru með
sjálfsævisögulegu ívafi, svo sem
að líkum lætur. Fimmta bindið
ber nafnið Borg drauma minna
og kom út 1977. Borgin er París,
en þá borg og þá tungu sem þar
er töluð elskaði Jón einhver býsn,
hvernig sem á því hefur staðið.
En tveir kaflar í þessari bók eru
helgaðir undirrituðum, annar
ber yfirskriftina Jóhannes Helgi
og Birtingsmenn, hinn Jóhannes
Helgi vill til Parísar. Bók þessa
bar ekki fyrir augu mín fyrr en
núna á níunda áratugnum, og
mátti því einu gilda þótt drægist
eitthvað lengur að færa frásögn
Jóns af samskiptum okkar nær
sanni.
Draumar og veruleiki virðast
nefnilega hafa skarast eitthvað í
seinni kaflanum, sem að mér
veit. Og er nú ekki seinna vænna
að koma einhverjum skikk á
helstu atriði sem skolast hafa til
í minnisbanka Jóns elskulegs. í
kaflanum Jóhannes Helgi vill til
Parísar, þar sem Jón greinir frá
ferð okkar 1957, segir m.a.:
„ Við Jóhannes höfðum drukkið
sleitulaust bjór & Ieiðinni (frá
Calais til Parísar, innskot JH) og
vorum vel hífaðir, þegar lestin
kom til Parísar á Brautarstöð
heilags Lazarusar. Þar hvarf Jó-
hannes mér í mannhafið, án þess
að hirða um dótið okkar, og varð
ég að sjá fyrir því. Hafði hann af
óumræðilegri hjartagæsku sinni
(þetta er þvæla, ég var á venju-
legu kvennafari; innskot JH)
gerst burðarmaður fyrir unga
stúlku sem komið hafði með
sömu lest, að því er hann sagði
sjálfur, þegar hann kom loks til
gistihússins að áliðinni nóttu,
eftir að hafa Ieikið veitulan
ferðamann á vertshúsum borgar-
innar, að því er hann sagði mér,
og skildist mér að stundum hefði
þá nótt verið þéttsetið við borð
hans...“
Jæja. Ég dæsi nú bara þegar
ég les þetta. Ég er svo hissa.
Maðurinn byrjar ekki einu sinni
á byrjuninni, né heldur endar
hann á endinum. Hann glefsar
bara í miðju sögunnar. Ég er til-
neyddur að bæta um betur. Gam-
anið byrjaði nefnilega með viskí-
drykkju í háloftunum um borð í
Viscountvél Flugfélags íslands
frá Reykjavík til London, enda
vorum við ungir menn að
skemmta okkur. Jón bar titilinn
fararstjóri, svona framan af
flugleiðinni.
Það er nefnilega jafnan svo
þegar tveir sæmilega vitibornir
menn hefja samdrykkju, að sá
sem síðbúnari verður til að verða
ölvaður, hann heldur aftur af sér
þótt ekki sé nema af illri nauð-
syn. Jón lifði meinlætalífi í
Reykjavík milli sumarferða til
Frakklands, önglaði hvern eyri
og leit á Reykjavík sem þræla-
búðir, verstöð einbera, (gera
fleiri núna) til að afla fjár til að
geta svo notið lífsins sumarlangt
í París. Sjónarmið út af fyrir sig;
það er bara hætt við að nautna-
þörfin hlaðist upp og fari svo úr
böndunum fyrst eftir að höggvið
hefur verið á helsið. Og það var
einmitt það sem gerðist.
Skáldið varð svo ört í lund að
við höfðum ekki fyrr enska jörð
undir fótum en hann byrjaði að
hlaupa; hann gekk ekki um
stræti, hann hljóp með töskuna
sína, og ég mátti hlaupa líka til
að týna honum ekki í mannhafið.
Ég hef aldrei vitað menn hlaupa
svona með farangur. Ég sá bara í
hnakkann og iljarnar á honum á
strætum Lundúna, væntanlegum
leiðtoga mínum og fararstjóra í
Frans. Loks tókst mér að láta
leigubíl króa hann af í öngstræti.
Við komum okkur fyrir á Hotel
Danbury, sem fílefldur Grikki
rak, og síðan vildi Jón halda rall-
inu áfram á strætum borgarinn-
ar. Ég virti fararstjóra minn
fyrir mér og hugsaði: Gott og vel,
hann gerþekkir París og ætlar að
lóssa mig þar og ég er þá ekki of
góður að lóssa hann á rallinu í
London. Ég hafði verið í sigling-
um og flækst um hafnarborgir
hér og hvar og séð æstari menn,
en mér hraus hugur við tilhugs-
uninni að hlaupa meira þann
daginn. Ég kinkaði samt kolli til
samþykkis.
Svo byrjuðum við aftur að
hlaupa.
Við hlupum lengi.
Undir lágnættið köstuðum við
mæðinni í mellugerinu við
Marble Arch og Jón lék þar við
hvern sinn fingur og orðaflaum-
ur á þrem fjórum tungumálum
gekk í listilegum bunum fram af
honum: ítalska, franska, enska,
íslenska.
Ég skildi hann vel. Hann hafði
stundað meinlæti í átta mánuði,
en þegar hæst stóð í stönginni
lokkaði ég hann með mér upp í
leigubíl heim á hótel.
En gamanið var ekki búið;
þetta varð langt gaman. Það end-
aði ekki einu sinni á brautarstöð
Lazarusar.
Jón reykti eins og skorsteinn.
Um óttuskeið vekur hann mig af
værum blundi og biður um eld-
spýtur.
Þú fékkst stokkinn minn, segi
ég.
Hann er búinn.
Þá skaltu bara sofna. Herberg-
ið er eins og reykhús.
Ónei, hann var ekki á því, ekki
hann Jón í þessum ham. Eldspýt-
ur yrði hann að fá, ella vekti
hann upp hótelið.
Ég minntist þess að Grikkinn
hafði um kvöldið látið mér í té
eldspýtustokk úr búnti á helj-
armiklum peningaskáp í móttöku
hótelsins.
Mér var einskis vant.
Ég haföi bjórinn og
andvarann.
Jón Óskar í París
Ég horfði á Frakklandsfarann
og hugsaði honum þegjandi þörf-
ina, hann skyldi svo sannarlega
fá að friðþægja þegar yfir á meg-
inlandið kæmi.
Ég snaraðist á fætur, læddist
niður stigana og inn í móttökuna
og fann ekki ljósrofann og þreif-
aði upp á fjandans peningaskáp-
inn og veit þá ekki fyrr en
ókennileg hrúga í leðursófa undir
glugganum verður kvik og tekur
mig fangbrögðum, og sem við
hefjum harða glímu þarna,
bregður þriðji maður, hótel-
starfsmaður, upp ljósi sem
skýrði málið, þannig að ég gat
skokkað með heilli há upp stig-
ana með eldspýturnar Jóns. Það
var Guði sé lof ekki búið að vekja
upp nema tvo menn.
Ég læsti herbergishurð okkar,
faldi lykilinn og tók á mig náðir
á ný. Klukkutíma seinna vekur
ferðafélaginn mig enn og krefur
mig um lykilinn. Harn ætli út í
borg að halda áfram að skemmta
sér. Ég kvað nei við.
Leiðtogi minn og fararstjóri
svipti þá upp heljarmiklum
vængjaglugga herbergisins og
kvaðst fara þá leiðina. Ég vissi
ekki að hann væri gæddur svona
mikilli kímnigáfu; því miður var
þetta bara röng eykt fyrir gam-
anmál.
Við erum á þriðju hæð, sagði
ég*
Eg veit það, sagði hann sigri
hrósandi. En það er hallandi
svalaþak á miðri leið og blóma-
beð í garðinum og mér reiknast
svo til að þakskeggið dragi svo úr
fallinu að ég komist óbrotinn
tiiður.
Og getur byrjað að hlaupa?
sagði ég. Góði stökktu. En stelp-
urnar á Marble Arch eru farnar
heim.
Ég snéri mér til veggjar.
Þá hló Jón og læsti vængja-
glugganum.
Hvernig ég muni þetta? Jú, ég
hafði ekki lifað neinu meinlæta-
lífi í átta mánuði og var auk þess
á varðbergi — og ekki að ófyrir-
synju.
Af hverju ég sé að tíunda
þetta. Þetta er jú ekki nema