Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
Mót æskumanna f Zug:
Jón náði Ziiger á endasprettinum
JÓN L. Árnason, alþjódlegur
skákmeístari, hefur ekki slegið
slöku við í taflmennskunni undan-
farið. Eftir heimsmeistaramót
unglingalandsliða í Chicago í ágúst
hafði hann aðeins þriggja daga
viðdvöl hér heima en hélt síðan
beint til svissneska smábsjarins
Zug þar sem hann tók þátt í alþjóð-
legu móti ungra meistara, fyrir
skákmenn 26 ára og yngri. Þar
náði Jón að deila efsta sstinu á
undan mörgum þekktum meistur-
um. Er Zug-mótinu var lokið hélt
hann síðan til Júgóslavíu þar sem
árlega eru haldin á milli 20 og 30
alþjóðleg skákmót. Þar reyndist
Jón aufúsugestur og var stax boðið
í öflugt alþjóðlegt mót í Stara
Pazova. Þar stóð hann sig einnig
með miklum ágstum og skák-
þreyta virðist ekki enn vera farin
að há honum því nú tekur hann
þátt í öðru öflugu móti í smábsn-
um Bor, sem er einnig í Júgóslav-
íu.
Mót ungra meist-
ara í Zug
Níu af fjórtán þátttakendum á
þessu móti komu beint frá
heimsmeistaramótinu í Chicago,
þ.á m. mestallt svissneska liðið.
Beat Zuger, máttarstólpi Sviss-
lendinga í Chicago tók forystuna
strax í upphafi og fékk fimm
vinninga úr fyrstu sjö skákun-
um. Þá fór hann að sjá hilla und-
ir áfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli og slakaði nokkuð á. Jón
vann tvær fyrstu skákir sínar,
en gerði síðan fimm jafntefli i
röð. Þá tapaði hann klaufalega
fyrir Englendingnum Daniel
King og virtust þá möguleikar
hans á efsta sæti úr sögunni. En
Jón tvíefldist við tapið og með
því að ná fjórum og hálfum vinn-
ingi úr síðustu fimm skákunum
tókst honum að ná Ziiger að
vinningum og deila með honum
efsta sætinu.
Þessi frábæri árangur Jóns
náðist ekki baráttulaust, það var
ekki fyrr en eftir 107 leikja
maraþonviðureign við franska
alþjóðameistarann Roos að hon-
um tókst að knýja fram sigur og
þar með var efsta sætið í höfn.
Úrslit á mótinu urðu þessi:
1—2. Jón L Árnason og Ziiger
(Sviss) 9 v. af 13 mögu-
legum.
3—4. Bischoff (V-Þýzkalandi)
og King (Englandi) 8 v.
5. Flear (Englandi) 7% v.
6—8. Kindermann (V-Þýzka-
landi), Dan Cramling
(Svíþjóð) og Trepp
(Sviss) 7 v.
9. Gobet (Sviss 6Vi v.
10. Roos (Frakklandi) 5V4 v.
11. Hofmann (Sviss) 5 v.
12—13. Rúfenacht og Kráhen-
búhl (Sviss) 4 v.
14. Iten (Sviss) 3V4 v.
Stara Pazova
Mótið var haldið í smábæ,
u.þ.b. 20 km frá Belgrad. Þar
tefldu margir þekktir stórmeist-
arar, öflugir alþjóðameistarar
sem keppa að stórmeistara-
áfanga og nokkrir heimamenn.
Það var því við ramman reip að
draga fyrir Jón, en hann endaði
samt vel yfir 50% mörkunum og
hefði átt möguleika á mjög háu
sæti ef ekki hefði komið til
óvænt tap fyrir júgóslavneska
meistaranum Doljanin, sem varð
næstneðstur. Úrslit mótsins
urðu sem hér segir:
1—2. Agzamov (Sovétríkjun-
um) og Simic (Júgóslav-
íu) 10'Á v. af 14 mögu-
legum.
3. Ivkov (Júgóslavíu) 9V4 v.
4. Adorjan (Ungverja-
landi) 9 v.
5—6. Jón L. Árnason og Vel-
imirovic (Júgóslavíu)
8V4 v.
7. Ivanovic (Júgóslavíu)
7*4 v.
9—10. DeFirmian (Bandaríkj-
unum) og Horvath
(Ungverjalandi) 6% v.
11—12. Gosanovic (Júgóslavíu)
Jón L. Árnason
og Tringov (Búlgaríu) 6
v.
13. Indic (Júgóslavíu) 4 v.
14. Doljanin (Júgóslavíu) 3
v.
15. Skoko (Júgóslavíu) 2 v.
Báðir sigurvegararnir hlutu
áfanga að stórmeistaratitli að
launum. Simic náði sínum síð-
asta áfanga og er því nýjasti
stórmeistari Júgóslava. Defirmi-
an hlýtur að hafa orðið fyrir
vonbrigðum með árangur sinn,
því hann er einn stigahæsti al-
þjóðameistari heims um þessar
mundir og oft verið hársbreidd
frá stórmeistaraárangri.
Jón vann Markus
Trepp aftur
í viðureign íslendinga og
Svisslendinga í Chicago tefldi
Jón L. Árnason við Markus
Trepp og vann fremur örugglega
í 40 leikjum með hvítu. Á mótinu
í Zug áttust þessir skákmenn
aftur við og enn hafði Jón hvítt
og varð sama byrjunin uppi á
teningnum:
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Trepp (Sviss)
Sikileyjarvörn
I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6,
6. Bg5
Richter-Rauzer-árásin
svonefnda. Annar möguleiki er
Sozin-árásin, 6. Bc4.
6. — e6, 7. Dd2 — a6, 8. 0—0—0
— h6, 9. Be3 — Bd7, 10. f3 — b5,
II. Rxc6
í Chicago lék Jón hér 11. g4
gegn Trepp og náði betri stöðu
eftir 11. — Dc7, 12. Hgl — Re5,
13. h4 - b4, 14. Rbl - Rc4, 15.
Bxc4 — Dcx4, 16. g5. Nú velur
hann samt aðra leið.
11. — Bxc6, 12. hd — Dc7,13. Hgl
— Db7
Það er ekki ljóst hvaða til-
gangi þessi drottningarleikur
hefur átt að þjóna. Eðlilegra
virðist 13. — Be7.
14. g4 — Rd7, 15. g5 — hxg5, 16.
hxg5 — Rc5, 17. Bg2 — Be7
18. Rd5! — exd5?
Riddarinn var baneitraður
eins og framhaldið leiðir í ljós.
Skárra var því 18. — 0—0—0 þó
hvítur hafi undirtökin eftir 19.
Rxe7+ — Dxe7, 20. Db4 með hót-
uninni 21. e5.
19. exd5 — Bd7, 20. Bxc5 — dxc5,
21. d6 — Bd8, 22. f4 — Da7, 23.
Hhl! — Hg8, 24. Dd5 — Hc8, 25.
g6! - Bc6, 26. d7+! — Dxd7, 27.
Hhel+ og svartur gafst upp, því
eftir 27. - Kf8, 28. Dxd7 -
Bxd7, 29. Hxd7 - fxg6, 30. Bd5
blasir mátið við.
Ný „Láru-bók“
komin út
„HÚSIÐ við Silfurvatn" er fimmta
bokin í flokknum „Láru-bækurnar“,
en höfundur þeirra er Laura Ingalls
Wilder. Fyrri bækurnar fjórar heita:
„Húsið á sléttunni**, „Húsið í Stóru-
Skógum", „Sveitadrengur" og
„Húsið við ána“.
„Karl Ingalls fær vel launaða
vinnu hjá fyrirtæki sem er að
leggja járnbraut vestur yfir Dak-
óta, segir í frétt frá útgefanda.
„Hann hefur líka hug á að eignast
jörð á þeim slóðum til að tryggja
framtíð fjölskyldunnar. Henni
hefur liðið vel í húsinu við ána, en
nú eru aðstæður breyttar. Og í
námunda við Silfurvatn í Dakóta
er mikið um að vera, fólk flykkist
þangað til að nema land, og Karl
ætlar ekki að verða síðastur í
kapphlaupinu."
„Húsið við Silfurvatn" er 240
blaðsíður prýdd mörgum teikning-
um. Óskar Ingimarsson íslenskaði,
en útgefandi er Setberg.
heimili landsins!
MVERDÆi
áhveijumdegi.
I-ELENE
GJRTIS
MVER DAG shampoo
er sérlega milt og því
erdaglegur hárþvottur
ekkert vandamál.
Eftir þvott með HVER DAG shampoo
glansarhárið og það er auðvelt að
greiða úr því. Ein afhinum mörgu
tegundum HVER DAG shampoo hæfir
Þínuhárí. DALFELL
Heilch/erslunsf slmi 23099
Fyrir normal hár Fyrir þunnt og viðkvæmt hár Gegn flösu
Fyrir þurrt hár
Fyrir feitt hár
flárnæring
(