Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 góðar dætur átti hann sem hann minntist oft á, enda mun hann hafa verið þeim góður faðir. Um leið og ég kveð með söknuði skáldið Kristmann Guðmundsson sendi ég dætrum hans mínar ein- lægu samúðarkveðjur. Eiríkur Hreinn Finnbogason „Við erum ekki hér til að verða hamingjusamir eða til að vinna glæsisigra í augum samtíðar- manna okkar, heldur til að læra af hinu stríðandi lífi okkar sjálfra og annarra. Við erum hér til að öðl- ast fyllri vitund." Svo mæiir skáldið Kristmann Guðmundsson í bók sinni „Dægrin blá“. Sú bjartsýna lífstrú sem kemur fram í þessari málsgrein einkennir öll viðhorf hans: Tilgangur mannsins er að leita andlegra verðmæta, leita fegurðar, leita að varanlegu, sammanniegu gildi. Og nú er hanrr horfinn. í þessari stuttu kveðju ætla ég ekki að rekja ævi skálds- ins. Hún er hverjum manni kunn. Ég ætla ekki heldur að greina frá verkum hans, því þau eru almanna eign. Ég skrifa þessar línur til að þakka fyrir vináttu á liðnum árum og minnast góðs drengs. Kristmann Guðmundsson hlýt- ur að dómi allra sanngjarnra manna að teljast í hópi víðfræg- ustu íslendinga, og þess vegna einn þeirra manna sem þjóðin stendur í mcstri þakkarskuld við. Hann vann það sjaldgæfa afrek að fá bækur sína þýddar á þrjátíu og sex tungumál og hlaut fyrir þær ágæta dóma frá þekktum bók- menntamönnum víða um heim. Sjálfur hef ég oft rekist á menn erlendis sem kunna skil á verkum Kristmanns. Þetta kann að vera í litlu samræmi við þær hugmyndir sem sumir gera sér um skáldskap Kristmanns Guðmundssonar. Ég vil þess vegna því til sönnunar, sem ég sagði um undirtektir bókmenntamanna í ýmsum lönd- um við bækur skáldsins, leyfa mér að tilfæra hér örfá dæmi. Anders Österling, ritari sænsku Akademiunnar, segir í ritdómi í Stockholmstidningen um Gyðjuna og uxann: „óvenjulegt afrek í norrænum bókmenntum, sem fáir geta leikið eftir.“ New Statesman and Nation: „Morgunn lífsins er læsilegri en flestar sögur frá Norðurlöndum." New York Times um Morgun lífsins: „Kristmann Guðmundsson er sambærilegur við Sigrid Unset í þeirri gáfu að geta látið allan straum skáldsögunnar renna að einum ósi. — Þetta er ágætlega byggð saga. Það er ómögulegt að lýsa þeim öflugu áhrifum er höf- undinum tekst að skapa með kunnáttu sinni, honum tekst að láta sérhvert atvik og hverja ein- ustu persónu vinna sitt hlutverk í heildarþróun verksins. Þetta er áhrifamikil saga ... Guðmunds- son ritar af hugnæmri samúð og sálfræðilegri skarpskyggni er skipar honum háan sess í bók- menntum nútímans." The Times, London, segir um sömu bók: „Bókin sýnir eftirtekt- arverðan styrkleika. Hún hrífur lesandann og heldur honum föst- um frá byrjun til enda.“ Þannig dæmdu heimsblöðin verk Kristmanns og fjöldi þekktra gagnrýnenda tók í sama streng.^ A Norðurlöndum hefur Krist- mann einnig hlotið mikla viður- kenningu þekktra bókmennta- manna. í Politiken er skrifað um K.G.: „Boðskapur fslands til Norður- landa hefur ávallt verið merkur. Mér var það ljóst fyrir alvöru, þegar ég las hina nýju bók Kristmanns Guðmundssonar Det hellige fjell, en með henni hefur þetta unga skáld rutt sér til rúms í fremstu röð meðal stórskálda Norðurlanda. — Þó sagan sé 500 blaðsíður, hef ég aldrei lesið jafn samanþjapp- aða bók hvert smáatriði er ómiss- andi. Og þar við bætist, að efnið er eitthvert hið umfangsmesta, er fundið verður. Bókin eykur þekk- ingu vora á mannlífinu og veitir innsæi í vandamál tímans. — Það sem gerir þessa bók að mikilli list og sönnum skáldskap er, að hún dregur upp lifandi safnmynd frá landnámstíð fslands, en gegnum hana talar til vor hin leyndar- dómsfulla rödd mannshjartans, sem er eins á öllum tímum, vér skynjum gleði þess og angist, tryggð þess og kvíða, hamingju og þrá.“ Folket í bild, (Svíþjóð) segir: „Kristmann Guðmundsson, hinn ungi íslendingur er skáld af náð guðanna, engum er fært sem hon- um að ljá frásögn sinni ljóma stálsins, dúnmýkt og hina tæru lýrik kvöldhiminsins." Carl T. Hambro (höf. „Innrásin í Noreg“) segir í Morgenbladet um „Gyðjuna og uxann“: „Það liggur mikið starf og rannsóknir til grundvallar hinni nýju bók Kristmanns Guðmundssonar. — Saga þessi, sem rituð er af stór- Rithöfundurinn að störfum. merkri listrænni hugkvæmni og sköpunargáfu, er táknræn lýsing á þjóðfélagsháttum nútímans og þeirri hættu, sem menningunni stafar af henni. — Guðmundsson hefur verið athugull sjáandi og ekki einungis hvað viðvíkur skiln- ingi á arfi liðinna alda. Hann hef- ur raunverulega skapað voldugt verk“. Og um „Den förste vaar“ segir þessi sami bókmenntamað- ur: „Mjög sjaldan hefur hinu eilífa og ójarðneska í ástum æskunnar verið lýst með svo skáldlegum næmleik og djúpum skilningi eins og hér er gert.“ í Þýskalandi ruddu bækur Kristmanns sér snemma til rúms og voru gerðar um þær tvær kvik- myndir. Lengi voru þeir Gunnar Gunnarsson, Jón Sveinsson (Nonni) og Kristmann einir ís- lenzkra skálda, sem Þjóðverjar kunnu einhver veruleg skil á. Sem sýnishorn úr dómum þýskra blaða um bækur Kristmanns skulu hér aðeins tilfærð ummæli Dr. Ernst Harms í Berliner Tagblatt: „Furðulegt, að orð skuli geta skap- að svo voldugan og jafnframt mildan samhljóm. Engu orði er ofaukið. Hver þáttur er ofinn spennu hins óvænta og þeir eru samtengdir af meðvitaðri list- tækni. Yfirsýn, skyggni og eðlileg heilbrigði, sem beinir huganum til verka Goethe. Sjálfráð og altæk listvitund. Heill maður, sem lýsir lífinu á mikilfenglegan og heil- brigðan hátt, sem yrkir lífið sjálft — þann vitnisburð á þessi íslend- ingur. Og í Frakklandi skrifar Leon Pineau í hið þekkta tímarit „Journal des Debats" um Morgun lífsins: „Mér kæmi það mjög á óvart, ef þessi „Matin de la vie“ reynist ekki upphaf glæsilegt rit- höfundarferils." Menn segja á hátíðlegum stund- um að líf þjóðarinnar byggist á tungu hennar og menningu. — Mættum við ekki vera þakklát fyrir þessa ómetanlegu landkynn- ingu? Ber okkur raunar ekki skylda til að styrkja slíka menn og styðja — og gera veg þeirra sem mestan? Ég hygg að á síðustu ár- um hafi íslendingar yfirleitt verið orðnir sáttir við Kristmann og hann við þá. Og ég er ekki frá því að ný kynslóð á íslandi sé farin að umgangast skáld sín og listamenn að hætti menningarþjóða, — af velvild og án annarlegra sjónar- miða. í mínum augum var Kristmann í eðli sínu göfugmenni. Lífsviðhorf hans voru kristin og hann var skjótur til sátta. Ég held að hann hafi metið „Smiðinn mikla", mest bóka sinna, en hún fjallar um ævi Krists. Sjálfur treysti hann á handleiðslu hans, þessa heims og annars. Ég efast ekki um að hon- um verður að trú sinni. Kristmann Guðmundsson var heiðursfélagi í Félagi íslenskra rithöfunda. Ég vil fyrir hönd þess þakka honum samfylgdina og framlag hans til íslenskrar menn- ingar. Aðstandendum og ástvinum hans öllum votta ég mína dýpstu samúð. Gunnar Dal „Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ (Kahlil Gibran. Spámaðurinn.) Þegar vinir og kunningjar hverfa á vit hins óþekkta hvarflar hugurinn gjarnan til þeirra speki- orða, sem andans menn hafa látið falla um þann atburð, sem nefnd- ur er dauði. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa um framlíf, þá geta þeir sameinast um að af- leiðingar brotthvarfs úr þessu jarðlífi verða fyrr eða síðar til frelsunar „frá friðlausum öldum lífsins" á þessari jörð. Kristmann skáld Guðmundsson átti tryggan samastað til hvíldar síðustu æviár sín, en engum getum skal að því leitt hvort skaphöfn hans eða lundarfar hefur á hverri stundu unað athafnaleysi því og andlegri kyrrð sem er fylgifiskur þriðja æviskeiðsins. Líkur eru þó nokkrar til þess að andleg viðleitni hans hafi verið hollt veganesti, þegar hugurinn þurfti hvíld og þráði þá lífsfyll- ingu sem skapandi kraftur rithöf- undarins hafði áður gefið. Æviferill Kristmanns verður trúlega rakinn af öðrum og um skáidverk hans munu lifa dómar bókmenntafræðinga og þeirra les- enda, sem hafa gefið sér tóm til að gaumgæfa sjálfir þá undiröldu og þjóðlega íslenska arfleifð, sem geymd er í ritverkum hans. Reynsla hans af störfum og til- finningahita æskunnar kemur lítt skólagengnum og fátækum ungl- ingum samtíðar hans kunnuglega fyrir sjónir. En hver hefir sinn lífsmáta. Einstaklingurinn bangar sína lífsgæfu með sínurn sérstaka hætti, en það fer ekki framhjá samtímanum þegar um frávik er að ræða eða einstæð afrek. Vill þá oft skiptast í tvö horn þegar andleg framleiðsla er á borð borin þ.e. ýmist er hafið til skýj- anna eða fordæmt, og fylgir hvorutveggja mikil hætta fyrir þann, sem hafður er „milli tann- anna“, með hvorum öfgunum sem það er gert. Kristmann hafði í frammi það sem hann nefndi „við- leitni“ til þess að styrkja anda sinn, kynnti hann sér ýmsar kenn- ingar vitringa og höfunda and- legra hreyfinga og leitaði sér kyrrlátra stunda, þegar hljómar þögnuðu og himinn rökkvaðist, hélt hann þá „á vit þeirra duldu ragna, er bíða handan við báru- tröf.“ Bak við heimþrána, er sótti að á öðrum norðlægum slóðum, handan við hugann sem heimti kynni af menningu Krítar, hinum megin við hugmyndina um hið heilaga fjall, bjó hin síkvika þrá; að finna sannleika lífsins. En sannleiksleit okkar allra er samofin hamingjuþránni, mis- munandi dulinni von um Paradís. Kristmann orkti margt um ástir og aldrei með grófum dráttum. Hvað er sá draumur annað en einn þáttur eilífðardramans, sem ef betur er hugað að reynist mörg- um það sjónarhorn sannleikans, sem felur í sér: „Allt hið göfuga, góða og blíða, sem gerir mönnun- um létt að líða.“ Við áttum um stund samfylgd í þeim samtökum, sem telja engin trúarbrögð sannleikanum æðri. Kristmanni var vel ljóst að það þarf meira til en að játast hug- sjónum, til að framkvæma þær þarf andlegt þrek, sem aðeins fáum er gefið, en „viðleitnin" er til alls fyrst. En þar kemur fyrir flestum að „Aldir tímans bylgjan brýtur,/ bráðum líður þetta ár,/ og á ný skal áfram haldið/ út í lífsins bros og tár./ Nýjar skulu fórnir færðar,/ fegri sigrum reynt að ná./ Ljúfar vonir lifna og deyja,/ líkt og sumarblómin smá.“/ Það er ekkert eins sjálfsagt og náttúrlegt og að deyja", Hús skáldsins, H.K.L. Og þá er eðlilegt að þakka fyrir góðar minningar frá samveru- stundunum. Það viljum við hjónin gera með línum þessum. Guðjón B. Baldvinsson Maðurinn með ljáinn lætur nú skammt stórra högga á milli, hvert stórskáldið af öðru safnast nú til feðra sinna. Ævi Kristmanns Guðmunds- sonar er eitt af ævintýrum alda- mótamannanna. Fátækur piltur brýst til mennta og áhrifa meðal framandi þjóðar, gerist þekktur rithöfundur á tungu hennar og verk hans eru þýdd á fjölda tungu- mála. Síðan kemur hann heim, deilir örlögum með löndum sínum. Langa hríð er hann bókmennta- gagnrýnandi á stærsta blaði landsins. Þetta er ein hlið á sann- leikanum, önnur var að Krist- mann var umdeildur maður enda gat hann verið harður og óvæginn í ræðu og riti og í einkalífi átti hann að baki mörg hjónabönd. Ég hitti Kristmann fyrst þegar hann bjó í Hveragerði, síðar kom ég oft til hans eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur. Hann var ljúf- ur maður í viðkynningu, fróður og mikill lestrarhestur alveg til síð- ustu stundar. Sem dæmi um það var að hann fékk iánaðan úr safni mínu hinn mikla doðrant Thorkil Hansens um réttarhöldin yfir Hamsun nú í haust. Sem rithöf- undur mun Kristmann eiga langt líf í verkum sínum. Hann var frá- sagnamaður af fyrstu gráðu eins og Bretar sögðu um Joseph Conrad. Ég votta börnum hans og öðrum aðstandendum samúð. Hilmar Jónsson Það eru senn orðin sextíu ár síð- an ungmennið Kristmann Guð- mundsson hleypti heimdraganum og sigldi í önnur lönd. Hann hafði frá litlu að hverfa, heimilis- og eignalaus í útfjarandi heims- kreppu og hann með berkla í brjósti. Kristmann hélt til Noregs með tóma vasa en dálítið af vonum í farteski sínu. Þessi þjóð var hon- um að öllu ókunn og ekki líkleg til að taka honum með neinu bugti eða beygingum, þótt ef til vill skytu þeir yfir hann skjólshúsi gestanæturnar og máske rúmlega það. Kristmann hafði verið að fikta við skriftir og gefið út ljóðakver. Menn höfðu fyrir satt að hann ætlaði að verða skáld, stórskáld í landi Björnsons og Ibsens. Það var meira að segja haft eftir honum sjálfum. Fæstir áttu von þess að heyra frá piltungi þessum langa sögu þaðan úr Noregi, þótt sumir myndu haukfrán augu og sval- glettinn svip. — Annálar eru um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.