Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 29 og hvort samþykkt aðalfundar megi skilja svo, að umboð stjórnar skyldi sjálfkrafa falla niður 20.10. 1983 eða einhvern annan dag, ef framhaldsaðalfundur hefði þá ekki verið haldinn. Samkvæmt lögum um hlutafé- lög nr. 32/1978, 63. gr., fara hlut- hafafundir með æðsta vald í mál- efnum hlutafélags. Þess á milli fer stjórn með málefni félagsins (52. gr.). Formaður stjórnar kveður til stjórnarfunda (54. gr.) en félags- stjórn er atkvæðabær þegar meirihluti stjórnarmanna sækir fund (55. gr.). Einfaldur meirihluti ræður úr- slitum á stjórnarfundum, nema samþykktir kveði á um annað (55. gr., 2. mgr.). , Félagsstjórn annast boðun til hluthafafunda (70. gr., 1. mgr.). í 71. gr. er fjallað um frestun hluthafafunda um lengri tíma en fjórar vikur svo augljóslega er hluthafafundum heimilt að fresta afgreiðslum með einfaldri meiri- hlutasamþykkt. Af framangreindu er augljóst að formaður félagsstjórnar, sem stjórnin kýs sér sjálf, hefur enga sérstöðu í hlutafélögum eða stjórn hlutafélaga aðra en þá, að honum ber skylda til að boða stjórnar- fundi eftir þörfum og þarf ekki kröfu frá nema einum stjórnar- manni í því skyni. Að öðru leyti er félagi stjórnað samkvæmt ákvörð- unum meirihluta félagsstjórnar og í samræmi við félagssamþykkt- ir og landslög. Líki hluthöfum ekki gerðir félagsstjórnar þá geta þeir kosið sér nýja stjórn á næsta aðalfundi eða krafist hluthafa- fundar og sett stjórn af. Meðan stjórn hefur ekki verið sett af á hluthafafundi ber hún, þ.e. meiri- hluti stjórnarinnar, ábyrgð á ákvörðunum sínum og hafa þær fullt gildi bæði út á við og inn á við gagnvart hluthöfum, enda séu þær almennt séð löglegar. Til dæmis getur meirihluti stjórnar ekki skorast undan að gegna skyldustörfum sínum með vísun til þess að formaður félagsstjórn- ar telji sig hafa meiri réttindi en samþykktir og landslög kveða á um. Stjórnarformaður í minnihluta stjórnar hefur því ekki aðstöðu til að hefta framgang ákvarðana meiri- hlutans og hann verður að lúta vilja meirihlutans. Hann getur hins veg- ar sagt af sér störfum í félags- stjórn og þá verður að halda hlut- hafafund til að kjósa nýjan stjórn- armann, nema svo stutt sé til næsta aðalfundar, að ekki taki því að boða til nýs hluthafafundar. Sá dráttur, sem orðið hefur á því að boða framhaldsaðalfund í Stálfélaginu hf. er ekki innan þeirra marka, sem aðalfundur ákvað í júlí siðastliðnum. Öll stjórnin var þó sammála um að draga fundinn vegna þess að hún vildi láta reyna á það hvort tækist að semja við nýja hluthafa og ná þeim markmiðum sem aðalfundurinn óskaði eftir og halda síðan aðalfund í desember. Það er fyrst nú í nó- vember sem minnihluti stjórnar krefst þess að framhaldsaðalfund- ur verði haldinn í nóvemberlok en ekki um miðjan desember eins og meirihluti stjórnar vill. Ég tel að engu breyti hvort fundurinn verði haldinn í nóvemberlok eða tveim til þremur vikum síðar um miðjan des- ember að svo komnu máli. Framhaidsaðalfundur tekur síðan þá afstöðu sem honum sýnist rétt- ust meðal annars til þessa frests sem stjórnin hefur ákveðið á því að boða til framhaldsaðalfundar- ins og annað hvort samþykkir hún frestinn í verki eða vítir stjórnina fyrir dráttinn. Hluthafar sem telja að fresturinn hafi skaðað þá og hlutafélagið geta að sjálfsögðu beitt þeim réttarúrræðum, sem lög gera ráð fyrir, þegar stjórn veldur hlutafélagi eða einstökum hluthöfum tjóni. Kagnar Aðalsteinsson hrl. Fél. kaþólskra leikmanna: Aðyentukvöld Aðventukvöld verður haldið í Kristskirkju, Landakoti, næstkom- andi sunnudag, 27. nóvember, kl. 20.30. Þar leika Hörður Áskelsson og Ásgeir Steingrímsson saman á kirkjuorgelið og trompet, séra Ág- úst K. Eyjólfsson flytur ræðu, Gunnar Eyjólfsson leikari les úr „Lilju" bróður Eysteins Ásgríms- sonar, Mótettukórinn syngur und- ir stjórn Harðar Áskelssonar, Björgvin Magnússon kennari les jólaguðspjallið og að lokum syngja allir sameiginlega „Blíða nótt“, texta Helga Hálfdanarsonar við jólalagið fræga eftir Frans Grub- er „Stille Nacht" (Heims um ból). Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfÍr.(Frá félmgi kaþólskra leikmanna). Ragnar Björnsson Pétur Porvaldsson Vestmannaeyjar: Tónleikar í Landakirkju PÉTUR Þorvaldsson sellóleikari og Ragnar Björnsson orgelleikari halda tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum á laugardaginn á vegum Landakirkju og hefjast þeir kl. 17.00. Á efnisskránni eru bæði einleiksverk fyrir orgel og selló og verk fyrir bæði hljóðfærin saman, eftir J.S. Bach, César Franck, Vivaldi, Messiaen og ís- lensk tónskáld. Þökkum stuöninginn. Miöbær: Blóm og myndir, Laugavegi 53, — Dömugaröurinn, Aöalstræti, — Gleraugnaverslunin, Bankastræti 14, — Hamborg, Hafnarstræti og Klapparstíg, — Heimilistæki, Hafnarstræti, — Herragaröurinn, Aöalstræti, — Tízkuskemman, Laugavegi, — V.B.K. ritfangaverslun. Vesturbær: Hagabúöin, — Ragnarsbúö, Fálkagötu, — Skjólakjör. Austurbær: Austurbæjarapótek, — Blómabúðin Runni, Hrísateig, — Blómastofa Friðfinns, — Garösapótek, — Gunnar Ásgeirsson, Suöurlandsbraut, — Háaleitisapótek, — Heimilistæki, Sætúni, — Hekla hf. — Hlíöabakarí, — Ingþór Haraldsson, Ármúla, — J. Þorláksson & Norðmann, Ármúla, — Kjötmiöstööin, — Lífeyrissjóöur Byggingarmanna, Suöurlandsbraut 30, — Rafvörur, Laugarnesvegi 52, — S.S. Austurveri, — Tómstundahúsiö, — Verslunin Rangá, Skipasundi, — Vogaver, Gnoðarvogi, — Örn og Örlygur, Síöumúla 11. Breiöholt: Straumnes, — Hólagaröur. meö súkkulaöinu komin á alla útsölustaöi Líonsklúbbar víösvegar um landiö sjá um dreifingu. Allur hagnaður rennur óskiptur til ýmissa góögeröarmála. Lionsklúbburinn Freyr Nu ðeta allir fenaid sér ll'l ★ Eigum ennþá á óbreyttu veröi úrval af jakkafötum. ★ Verö á fötum meö vesti kr. 5.100,- ★ Munið greiðsluskilmálana. Snorrabraut s. 13595 Glæsibæ s. 34350 Miövangi s. 53300 Hamraborg s. 46200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.