Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 „Eysteinn — í eld- línu stjórnmálanna“ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Kristmann Guðmundsson kvaddur Með Kristmanni Guð- mundssyni er genginn sá íslenskur rithöfundur sem einna víðlesnastur hefur orðið heima og heiman. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, rifjar það upp í minningargrein um Kristmann hér í blaðinu í dag, hvernig hann fékk stað- festingu fyrir því hve þekktur Kristmann Guðmundsson var í þýskumælandi löndum á ár- unum fyrir stríð. En Krist- mann hvarf héðan af landi ungur að árum til að skrifa í útlöndum: „Sár, en óbugaður ákveður hann að fara til Nor- egs vorið 1924, nema, vinna, og verða rithöfundur á norska tungu. Og fer — vitanlega allslaus — hann á einungis fötin sem hann stendur í, og svo sem fyrir einni máltíð þegar hann stígur á strönd þess lands, sem á að verða orrustuvöllur hans og önnur fóstra," sagði séra Sigurður Einarsson í Holti í grein sem endurprentuð er fremst í rit- safni Kristmanns Guðmunds- sonar, sem Almenna bókafé- lagið gefur út. Sjálfur lýsti Kristmann Guðmundsson tilgangi sínum með skáldskap með þessum orðum í viðtali er birtist hér í Morgunblaðinu 30. október síðastliðinn: „Það er nú erfitt að svara slíkri spurningu því skáldskapur hefur afar marg- þættan tilgang. Undirniðri hefur vakað fyrir mér að vekja fólk til vitundar um fegurð lífsins og efla með því kjark og þor. En svo kemur margt fleira til. Ég hef nefni- lega alltaf gert mér ljóst að það fylgir því ábyrgð hverju rithöfundur sáir í huga les- enda sinna og hjörtu. Það mun ekki fjarri að lesendur mínir séu um 5 milljónir manns — og einhver áhrif hefur lestur bóka minna haft á þetta fólk. Einhvern tíma setti ég mér það að skrifa ekki neitt sem ég vildi síður að dætur mínar læsu, og við þann mælikvarða hef ég ávallt haldið mig í mínum skrifum." Kristmann Guðmundsson skoraðist ekki undan ábyrgð sem rithöfundur. Hann sneri heim til íslands 1937 eftir að hafa ritað 12 bækur á norsku. „Ég fékk einfaldlega ekki rönd við reist," sagði Krist- mann í Morgunblaðsviðtalinu um þrá sína eftir að snúa aft- ur til íslands. „Það var líka móðurmálið sem lét mig ekki í friði — íslenskan er töfrandi tungumál og ég vildi umfram allt skrifa á íslensku." Honum var þó ekki alls staðar vel tek- ið. Séra Sigurður í Holti segir að Kristmann hafi „lent á lista hinna bannfærðu, sem ekki höfðu lund í sér til þess að strita blindir og tjóðraðir fyrir áróðursvagni heims- kommúnismans". Hér verður ekki rifjað upp hvernig að Kristmanni Guð- mundssyni var sótt en hann sýndi þá eins og jafnan endranær að hann hafði kjark og þor. Þegar hann lést sat hann á friðarstóli. Hann stundaði ritstörf fram til hinstu stundar og hefur sjálf- ur fært bækurnar sem hann ritaði á norsku yfir á íslenska tungu. Vinsældir Kristmanns Guðmundssonar meðal ís- lenskra lesenda sýna að „bannfæringin" spillti ekki því áliti sem hann naut meðal þeirra. Hans mun verða minnst sem eins af merkustu rithöfundum þjóðarinnar á þessari öld. Meirihlutinn gegn verðbólgu * Isjálfu sér ætti það ekki að koma neinum á óvart að meirihluti íslendinga sé and- vígur verðbólgu og vilji tais- vert á sig leggja til að sigrast á henni. Engu að síður er niðurstaðan í skoðanakönnun Hagvangs hf. athyglisverð, að 65,4% aðspurðra séu tilbúnir til að sætta sig við minni kaupmátt en áður til að sigr- ast á verðbólgunni. Þeim hef- ur brugðist bogalistin sem undir pólitískri försjá Al- þýðubandalagsins leggja stund á þann áróður að áreynslulaust sé unnt að snúa við blaðinu. Ábyrgð stjórnmálamanna á að vaxa í réttu hlutfalli við traustið sem kjósendur sýna þeim. í svari þeirra sem Hag- vangur hf. spurði um verð- bólguna er lýst yfir stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Eins og Morgunblaðið hefur oft bent á er sá árangur í verðbólgustríðinu sem nú hef- ur náðst ekki einhlítur. Til að sigurinn vinnist þarf meira en tímabundinn árangur, það þarf varanlega baráttu sem fylgt er fram af festu og ör- yggi. Stjórnmálamennirnir mega ekki bregðast því trausti sem fólkið í landinu ber til þess að nú verði barist til sigurs. „í BÓKINNI dregur Vilhjálmur upp heilsteypta mynd og fellir mig inn í hana, í staö þess að setja mig einan í ramma upp á vegg. Sjónarmið annarra í ýmsum málum koma fram og það tel ég mjög jákvætt," sagði Eysteinn Jónsson, fyrrum ráðherra, aíþingis- maöur og formaður Framsóknar- flokksins, á blaðamannafundi sem bókaútgáfan Vaka hélt nýlega. Var fundurinn haldinn í tilefni útkomu ævisögu Eysteins, en fyrri hluti henn- ar er nýlega kominn út. Nefnist bókin „Eysteinn — í eldlínu stjórnmál- anna“, en Eysteinn Jónsson var ráð- herra í 19 ár og eru nú liðin 50 ár frá því hann settist á þing. Bókina hefur annar fyrrum ráð- herra, Vilhjálmur Hjálmarsson, skrifað og hefur hún verið í smíðum sl. tvö ár. Segir Vilhjálmur m.a. í formála sínum: „Það hlýtur að telj- ast eðlilegt að skrifuð sé saga Ey- steins Jónssonar, því hann er einn Fyrri hluti ævisögu Eysteins Jónssonar kominn út þeirra manna sem markað hafa greinileg spor í þjóðarsöguna. Margt ber til þess að svo hafi orðið. Eysteinn var ráðherra í hartnær tvo áratugi og aðeins einn maður hefur setið lengur á Alþingi íslendinga. Enginn hefur mér vitanlega verið lengur í forystusveit islensks stjórnmálaflokks, öldungis óslitið í hálfa öld.“ Um efnismeðferð segir höfundur ennfremur í inngangi: „Samtíma- sagan verður sjaldan hlutlaus, kannski hlutlæg þegar best lætur. Sögur stjórnmálamanna og flokks- leiðtoga fá sjálfkrafa blæ af við- horfum flokks og manns og í þeim eru stjórnmálin fyrirferðarmikil." í bókinni er stuðst við ýmsar heimildir og frásagnir aðrar en frá Eysteini sjálfum, m.a. gerðarbækur Framsóknarflokksins, minnisblöð Eysteins frá fyrri tímum og trúnað- arbréf flokksforystumanna. Ekki er frásögnin einungis af stjórnmála- manninum Eysteini Jónssyni og störfum hans á Alþingi, heldur er drepið á ýmsa aðra þætti í lífi hans, uppvaxtarárin á Djúpavogi, skóla- vist, áhugamál og sagt frá minnis- stæðum mönnum sem urðu á vegi hans í gegnum tíðina. Þessi fyrri hluti ævisögunnar nær til ársins 1942, en síðara bindið er ráðgert að gefa út að ári liðnu. Bók- in er 358 blaðsíður og prýða hana um 70 ljósmyndir. w\ Forseti Islands frá Portúgal til Þýzkalands OPINBERRI heimsókn for- seta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, til Portúgals lauk í gærmorgun og var efri myndin tekin, þegar forseti Portúgals, Antonio Ramalho Eanes, kvaddi Vigdísi á Lissabon-flug- velli. Hin myndin var tekin í Bonn í gærkvöldi af forseta ís- lands og Franz-Josef Strauss, forseta efri deildar Sambands- þingsins í Bonn, þar sem þau ræðast við fyrir kvöldverðar- boð, þar sem Franz-Josef Strauss var gestgjafi. Forseti íslands fer í dag frá Bonn til Vestur-Berlínar þar sem hún verður viðstödd opnun íslandskynningar. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 21 Litið yfir bókina fullgerða. F.v. Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri bókaútgáf- unnar Vöku, Vilhjálmur Hjálmarsson, höfundur, og sögupersónan, Eysteinn Jóns- son. Smyslov sást yfir þrumuleik og Ribli jafnaði metin UNGVERJINN Zoltan Ribli jafnaði metin í einvígi sínu við Vassily Smyslov í London í gærkvöldi með því að vinna aðra einvígisskákina, en í fyrradag vann Smyslov þá fyrstu. Skákin fór mjög rólega af stað og báðir eyddu miklum tíma, þó sérstaklega Smyslov. í miðtaflinu varð heimsmeistaranum fyrrverandi síðan á gróf yfirsjón. Ribli tókst aö opna stöðuna með öflugum peðsleik og eftir það varð ekki við neitt ráðið hjá svörtum. Síðustu leikjunum lék Smyslov síðan með örfáar mínútur eftir á klukkunni á meðan Ribli átti stundarfjórðung eftir. Ungverjinn hagnýtti sér tímaþröng andstæðingsins með því að leika mjög hratt og fyrir þrjá síðustu leikina átti Smyslov aðeins 45 sekúndur. Skák Margeir Pétursson Á þessum stutta tíma náði hann ekki að finna vörn gegn framrás hvíts frípeðs og ákvað að gefast upp í 42. leik, þegar skákin hefði að öðr- um kosti farið í bið. Hvítt: Zoltan Ribli Svart: Vassily Smyslov Bogoljubov-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — Bb4+ Bogo-indverska vörnin þykir traust vörn fyrir svart og hefur ver- ið vinsæl upp á síðkastið. Hún þykir þó vart gefa möguleika á meira en jöfnu tafli ef hvftur teflir sæmilega vel. 4. Bd2 - a5, 5. g3 - d5, 6. Dc2 - Rc6. Smyslov teflir uppáhaldsafbrigði sitt. Á síðasta ári sigraði hann m.a. stórmeistarann Walter Browne og Robert Hubner með því. Þetta val hans hefur því áreiðanlega ekki komið Ribli á óvart. 7. a3 — Be7, 8. Bg2 — dxc4, 9. Dxc4 — Dd5. Smyslov er sjálfum sér líkur. Hann vill strax beina skákinni út í endatafl, þar sem hann er sterkari fyrir en í flækjum miðtaflsins. 10. Dd3 — 0-0, 11. Rc3 — Dh5, 12. 0-0 — Hd8, 13. Dc4. Svartur hótaði 13. — e5. 13. - Bd7, 14. Hfel. Það er greinilegt að hvítur mun koma e2-e4 í framkvæmd og staða hans er því töluvert rýmri. Nú hugs- aði Smyslov sig lengi um áður en hann valdi áætlun. Á endanum ákvað hann að freista þess að ná mótspili á drottningarvæng. 14. — Rd5, 15. e4 — Rb6, 16. Dd3 — a4, 17. h3 — f6! Nauðsynlegur varnarleikur sem veitir svörtu drottningunni að auki athvarf á f7. 18. d5 — Ra5, 19. Hadl — Rbc4, 20. Bcl — e5, 21. Rh4 — b5?! Það er ekki líkt Smyslov að veikja stöðu sína að óþörfu, en hann hlýtur að hafa ofmetið mótspilsmöguleika sína á drottningarvængnum. Með hinum eðlilega leik 21. — Rd6, hefði hann getað haldið stöðuyfirburðum hvíts í lágmarki. 22. Rf5 — Bf8, 23. Dc2 — Rd6, 24. g4 — Df7, 25. f4! Ribli teflir grimmt til vinnings. Nú átti hann 35 mínútur eftir fram að 40. leik en Smyslov 19. Á svarleik sinn eyddi Sovétmaðurinn átta mín- útum af dýrmætum tima sínum, en varð samt á yfirsjón: 25. - Rxf5? Nauðsynlegt var 25. — exf4, 26. Bxf4 — Rac4, eða strax 25. — Rac4! sem heldur nokkurn veginn í horf- inu. 26. exf5 — exf4, 27. d6! Nú opnast allar flóðgáttir vegna hótananna 28. Bd5 og 28. Bxa8. 27. — c6, 28. Rxb5! — Dc4, Þannig heldur Smyslov sér á floti, en það er ekki til frambúðar, því staðan er skyndilega komin í mola. 29. Rc3 — Bxd6, 30. Dxa4 Auðvitað ekki 30. Hxd6? — Dc5+ 30. — Be5, 31. He4! Hvítur verður nú peði yfir, því svarta peðið á f4 verður ekki valdað frekar en nú er gert. 31. — Dxa4, 32. Hxa4 — Be8, 33. Hxd8 — Hxd8, 34. Bxf4. Svartur á góðar jafnteflislíkur eftir 34. Hxa5? — Bxc3, 35. bxc3 — Hdl+. 34. — Bxf4, 35. Hxf4 — Rb3, 36. Hb4 — Rd4, 37. a4. Með sælu peði yfir og vel staðsett lið er úrvinnslan leikur einn fyrir meistara sem býr yfir jafn miklu tæknilegu öryggi og Ribli. 37. — Rc2, 38. Hb6 - Re3, 39. a5 — Rc4, 40. Ha6 — Hb8, 41. Bfl — Re5. Eftir 41. - Rxb2, 42. Hb6! - Hxb6, 43. axb6 verður peðið óum- flýjanlega að drottningu. 42. Hb6 Smyslov gafst upp, því hann ræð- ur ekki við frípeðið miklu lengur. Framhaldið gæti t.d. orðið 42. — Hxb6, 43. axb6 - Rd7, 44. b7 - Kf7, 45. Ra4 - Ke7, 46. Rc5 - Rb8, 47. Ra6 o.s.frv. BSRB á fundi með fjármálaráðherra: Bráðabirgðasamkomulag gert til skamms tíma Samningamenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lögðu til á fundi með fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins í gær- morgun, að gert yrði bráðabirgða- samkomulag til skamms tíma á meðan unnið væri að gerð nýrra kjarasamninga, að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB. „Við fengum engin efnisleg svör við þessu en ráðherrann kvaðst ætla aö taka hugmyndir okkar til athug- unar og svara þeim fljótlega," sagði Kristján í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi. Samningamenn BSRB lögðu til að samningaviðræður hæfust nú þegar enda væri búið að fella úr gildi bann við gerð nýrra kjarasamninga. „Þessi krafa okkar er grundvölluð á ályktun bandalagsráðstefnu okkar 3. nóvember sl., en þar var áhersla lögð á þrjú meginatriði," sagði Kristján. „í fyrsta lagi yrði bætt staða þeirra, sem við lökust kjör búa. Dagvinnulaun yrðu ekki íægri en 15 þúsund krónur á núgildandi verðlagi og staða lífeyrisþega yrði ekki lakari en þessu nemur. í öðru lagi yrði kaupmáttar- skerðingin stöðvuð, kjararýrn- unin bætt í áföngum og stuðlað að aukinni tekjujöfnun í þjóðfé- laginu. Og í þriðja lagi yrðu á ný teknar upp verðbætur á laun, að öðrum kosti aðeins samið til skemmri tíma. Þetta var efni fundarins en hvað gerist á næstunni er engin leið að segja nokkuð um á þess- ari stundu," sagði Kristján Thorlacius. Samninganefnd BSRB á fundinum með fjármálaráðherra í gærmorgun. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Fjármálaráðherra um niðurstöðu fundar með samninganefnd BSRB: Viðræðufundur um miðja næstu viku „NIÐURSTAÐA fundarins var sú að við munum athuga hvort við getum ekki hist á ný til viðræðna fijótlega. Ég reikna með að það geti orðið um miðja næstu viku,“ sagði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra eftir fund sem hann átti með fulltrúum BSRB i gær- morgun. Albert sagði að fundurinn hefði eingöngu verið til kynn- ingar og til ákvörðunar um framhald viðræðna, en aðalósk BSRB-manna hefði verið sú að viðræður gætu hafist hið fyrsta. Aðspurður sagði fjármálaráð- herra rétt vera að ein af óskum BSRB-manna væri sú að lág- markslaun yrðu 15 þús. kr. Listasafni íslands fært Kjarvalsmálverk að gjöf Frú Mabel Sigurjónsson hefur fært Lista- safni íslands að gjöf olíumálverkið Fantasía eftir Jóhannes S. Kjarval, málað 1949. Þessi höfðinglega gjöf er Listasafninu afar kær- komin vegna þess hve fá Kjarvalsverk safnið á frá þessum tíma. Mabel Sigurjónsson er 96 ára gömul og er fædd í Bandaríkjunum, dótt- ir Howard Ayers, prófessors í líffræði við Harvard-háskóla. Hún er fjölmenntuð kona, lagði stund á háskólanám og lauk m.a. söngnámi. Mabel giftist Lárusi Sigurjóns- syni, cand. theol. og skáldi, árið 1920. Þau bjuggu fyrst í Bandaríkjunum en fluttust til íslands árið 1949 og voru búsett hér síðan. Kjarval gaf Lárusi myndina við komu hans til íslands, þeir voru kunningjar, báðir ætt- aðir frá Borgarfirði Eystra. Lárus lést árið 1967 og gefur Mabel myndina til minningar um mann sinn. Mabel Sigurjónsson afhendir Selmu Jónsdóttur, forstöðumanni Listasafns íslands, málverk Kjarvals, Fantasía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.