Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 39 Atli í nuddi Morgunblaöiö/ Skpati Hailgrímsson Atli Eðvaldsson var staddur hér á landi á dögunum vegna auglýsingasamnings sem hann geröi viö Puma, og viö sögöum Irá. Hann hefur átt viö meiösli aö stríöa undanfariö og ekki geta leikiö meö Fortuna í nokkurn tíma. Meöan hann dvaldi hár heima var hann í nuddmeöferð hjá föður sínum, Eövald Mixon, og var þessi mynd tekin á nuddstofunni hjá honum. Atli sagöist vonast til að geta spilað meö í næsta leik, á morgun. Hann væri aö veröa góður. Heppin amma í Englandi: Vann þrjátíu millj- ónir í getraunum London, 23. nóvombor. AP. w „ÉG HEF sagt lengi aö ág ætti eftir aö vinna í getraununum, már fannst þaö á stjörnuspánni," sagði Nancy Walpole, rúmlega sextug amma á eftirlaunum, sem afhent var í dag ávísun upp á 760 þúsund sterlingspund, eöa rúm- lega 30 milljónir króna, fyrir aö vinna í ensku knattspyrnuget- raununum. „Ég er í meyjarmerkinu og les spána daglega í blaöinu mínu. Þar hefur mér veriö spáö óvæntri heppni aö undanförnu, en ég átti ekki von á neinu í líkingu viö þetta,“ sagði Nancy, sem starfaði í mötuneyti þar til hún fór nýlega á eftirlaun. Nancy og maöur hennar, -Ken, sem er 54 ára, búa í Middles- brough. Þau gengu í hjónaband fyrir áratug, en voru ekkja og ekkill áöur. Ken missti starf sitt í stál- verksmiöju fyrir tveimur árum og hefur veriö hart í ári hjá þeim, en nú blasir áhyggjulaus framtíö viö. Skíðakeppnistímabilið hafið: Svisslendingar byrja veturinn vel MAX JULEN, Sviss, sigraöi í gær í stórsvigi í Bormio á ftaliu, í fyrstu karlakeppni heimskeppninnar á skíöum. Svisslendingar voru reyndar í þremur fyrstu sætun- um; Joel Gaspoz varö annar og Pirmin Zurgriggen þriöji. Ahugamaóurinn Carl Lewis hefur góð laun: - 29 milljónir króna á tímann! Samanlagöur tími Julen var 2:10.23 mín., Gaspoz fór á 2:10.27 og Zurbriggen á 2:10.68. Julen er ný stjarna þeirra Svisslendinga og náöi hann bestum tíma í báöum ferðum. Frjálsíþróttakappinn Carl Lew- is, einn áhugamannanna í frjáls- íþróttaheiminum, tók í haust þátt í 200 metra hlaupi á móti í Sví- þjóö og fákk fyrir þaö aem svarar tæpum 160 þúsundum ísl. króna. Þaö tók hann um 20 sekúndur aö þreyta þetta hlaup og skömmu seinna reiknuöu danskir blaða- menn þaö út aö gamni sínu hvert tímakaup hans væri; í hlutfalli viö þá upphæö sem hann fókk fyrir hlaupiö. Þeir fundu þaö út aö hann væri meö 29 milljónir ísl. króna á tímann! Þaö er ekkert leyndarmál aö keppni í frjálsum iþróttum hjá þeim stóru úti í heimi er ekkert annaö en haröur „bisness". Menn viöur- kenna það, Þaö er ekki óalgengt aö menn á heimsmælikvaröa fái 290.000 ísl. krónur fyrir aö taka þátt í t.d. 100 eöa 1500 m. hlaupi. Englendingurinn Sebastian Coe tekur ekki þátt í mörgum mótum á ári helst ekki fleiri en tíu, en hann tekur 320.000 ísl. kr. fyrir hverja koppni. Carl Lewis, sem getiö var í upp- hafi er nú talinn besti frjálsíþrótta- maöur heims, enda er hann sá hæstlaunaöasti. Systir hans, Car- ol, hefur enn ekki náö eins góöum árangri á hlaupabrautinni; og þar af leiöandi á hún ekki eins mikiö inni á bankabókinni! Eins og viö höfum sagt frá eru góö verölaun í boöi fyrir sigur í maraþonhlaupum víöa um heim. Sigurvegarinn í götuhlaupinu í Chicago fékk t.d. 20.000 dollara, um 560.000 ísl. krónur. Já, keppni í frjálsum íþróttum er ekkert annaö er haröur „bisness“. Kvenfólkið keppti í stórsvigi í fyrradag, og sigraöi þá franska stúlkan Fabienne Serrat. Sú keppni fór einnig fram í Bormio. Serrat fékk samanlagöa tímann 2:20.38, Blancia Fernandez Ochoa varö önnur, fókk tímann 2:20.52 mín., en hún var meö besta tímann eftir fyrri ferö. Svissneska stúlkan Erika Hess varö þriöja á 2:20.92. Vantar eitthvaö á skrifstofuna? Ef svo er þáværi rétt aö líta inn hjá okkur um helgina. Viö eigum allt nema blómin og gardínumar. Tölvur Tölvuprentarar Tölvuhúsgögn Ritvélar Reiknivélar Skrifstofuhúsgögn Ljósritunarvélar Peningasképir Búöarkassar Myndvarpar MODULEX-merkingar GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF r i Smiójuvegi 8 - Simi 73111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.