Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 t Móöir okkar, FRIDBORG GUOJÓNSDÓTTIR, Stangarholti 22, Raykjavík, lóst af slysförum hinn 23. nóvember. Ingibjörg Haukadóttir, Svandfa Haukadóttir. t Fööursystir mín, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, lést á Elliheimilinu Grund 23. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Erla Kriatín Bjarnadóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, FRANZ ÁGÚST ARASON, Kleppavegi 40, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 23. nóvember. Sveinbjörg Guömundadóttir og börn. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaðir, HANS JÖRGEN ÓLAFSSON, Auaturvegi 8, Selfoaai, verður jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30. Ólöf Guömundadóttir, börn og tengdabörn. t Útför eiginmanns míns, SNORRA HALLDÓRSSONAR, foratjóra, Gunnarabraut 42, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. nóv. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Inga B. Jóhannadóttir. Faöir minn, t HÓLMGEIR JÓNATANSSON frá Flatey á Skjálfanda, veröur jarösunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 26. nóvem- ber kl. 14.00. Jón Hólmgeirsson. Tómas Guðmundsson skáld — Ad amicum Allt frá láti Tómasar Guð- mundssonar skálds hafa ótal minningar leitað á hugann. Það munu nær 50 ár frá því að ég man hann fyrst, lífsþyrstan, ungan mann, hnyttinn í tilsvörum, en þó feiminn, eftirsóttan gleðimann, sem gaf sér þó tíma til að skrafa við ómerkilegan smádreng, sem man það eitt af þeirri ræðu, að talað var um einhvern furðuhlut, sem viðmælandinn kallaði Sogið. Sá smádrengur stálpaðist nokk- uð. Hann man eftir harðvítugum baráttumanni, sem sagði nazista- veldinu stríð á hendur og kom með norska hermenn því til áréttingar. Þá flutti hann efnislega kvæðið Dagur Noregs, sem síðar birtist í Helgafelli, menningartímariti hans og Magnúsar Ásgeirssonar. En Tómas var ekki aðeins bar- áttumaður gegn nazistum og dró þar hvergi af sér. Ég minnist þess líka, að í hita bardagans gerðist hann baráttumaður gegn óhófleg- um áhrifum vestan frá. Það varð þó ekki til að raska viðhorfi hans gegn einvaldsríkjunum í austri. Þau áttu tryggan andstæðing þar sem Tómas var. Samstarf nor- rænna þjóða var honum þó einna mest hugsjón. Hvergi naut Tómas sín betur en í samkvæmum stúdenta, enda eft- irsóttur á þeim vettvangi. Þar átti ég eftir að kynnast Tómasi betur en áður. Ekki minnist ég þess, að ég hafi nokkru sinni gengið á hans fund með kvabb um ræðu eða aðra skemmtan, að hann hafi brugðizt við nema á einn veg. Hann sagði einhvern tímann, að lífið væri bara undanhald. Það væri hins vegar sú stóra kúnst að hafa stjórn á undanhaldinu. Og þegar hann kom í ræðustól sagði hann iðulega þessu til áréttingar: „ístöðuleysið er mín sterka hlið". í þá daga héldum við, að ræða Tóm- asar væri tómt brandarasafn, en þegar betur var að gáð, var þessu á annan veg háttað. Tómasi lét Lokað Vegna jaröarfarar ERLU GÍSLADÓTTUR veröur fyrir- tækiö lokaö frá hádegi í dag. Sápugerðin Frigg. Lokað vegna jaröarfarar í dag kl. 2—4. Biering, Laugavegi 6. nefnilega betur að tala um alvör- una sem grín, en grfnið sem al- vöru. Þetta skildi maður síðar. Mér verður ævinlega ógleyman- legt, þegar Tómas flutti að beiðni okkar stúdentafélagasmanna sína merku ræðu í Tjarnarbíói um and- legt frelsi. Þar hafði hann að and- mælanda engan minni mann en Þórberg Þórðarson. Þá hefðum við í stjórn stúdentafélagsins getað sagt eins og raunar hefur oft verið sagt: Þá var gaman að vera íslend- ingur. Þessi fundur var haldinn á önd- verðu ári 1950. Munu ýmsir enn minnast hans, enda var umræðum útvarpað svo sem þá gerðist oft, þegar fundir stúdentafélagsins voru annars vegar. Þá voru margir þakklátir Tómasi fyrir merkt framlag. Efast ég um, að Tómas hafi fyrr eða síðar flutt pólitíska ræðu, þannig að jafnað verði til þessarar. Og eins og áður er fram komið, var gengið á lagið; ævinlega var Tómas boðinn og búinn til að leggja eitthvað til mála, þegar Stúdentafélagið átti hlut að máli. Með tímanum fækkaði vina- fundum. Það var þó alltaf mikið ánægjuefni að hitta Tómas í göt- unni hans, Austurstræti. Þá gáf- ust oft tækifæri til að rifja upp sitthvað frá liðinni tíð eða þá leysa vandamál líðandi stundar — að vísu án sýnilegs árangurs. Ekki spillti það, þegar þeir sam- starfsmenn mínir eins og til dæm- is Baldur Andrésson sá tónvísi kúltúrmaður eða þá Sigurður Grímsson höfuðkempa grátskáld- anna birtust og tóku að leggja orð í belg. Fleiri komu vissulega til, enda fannst mér ævinlega, sem drifi að fjölda fólks, ef Tómas gerði stanz í Austurstræti. Alltaf verður mér minnisstætt, hvernig Tómas brást við, þegar það spurðist út, að borgin ætlaði að reisa honum minnisvarða í Austurstræti, brjóstmynd eftir t Útför GUDRÚNARELÍSABETARARNÓRSÓTTUR fré Skinnastaó, er lést 18. þessa mánaðar, fer fram frá Neskirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað Húsasmiöjan veröur lokuö frá hádegi í dag, vegna útfarar SNORRA HALLDÓRSSONAR, forstjóra. t Lokað Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför Lokaö í dag vegna jaröarfarar UNNAR MAGNÚSDÓTTUR. VALGERDAR G. SVEINSDÓTTUR, Suöurgötu 15. Börn og fósturdóttir hinnar látnu, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Guöjónsson sf. Sigurjón ólafsson, á háum stöpli. Það kom í minn hlut að ræða mál- ið við Tómas, bæði um staðarval og hæð stöpulsins. Þegar ég hafði borið upp við hann hugmyndina um hæð stöpulsins og þau vand- kvæði, sem á því gætu orðið að hafa hann lægri — og jafnframt skýra honum frá því, að Sigurjón hefði fallizt á þessa tilhögun, svar- aði Tómas a la Oscar Wilde: „Já, götustrákarnir eru, nú orðið, hærri en þið Sigurjón". Já, allir götustrákar hafa hækk- að eitthvað frá því, sem var, en borgarskáldið hefur þó hækkað miklu meira. Með Tómasi Guð- mundssyni ætla ég, að fallið sé síðasta þjóðskáld íslendinga og um leið einn síðasti fulltrúi hins klassíska húmanisma hér á landi. Fyrsti Islendingurinn, sem nefndur var þjóðskáld, mun hafa verið sr. Jón Þorláksson á Bægisá. f erindi, sem hann orti um sr. Magnús Einarsson prest að Tjörn í Svarfaðardal, komst hann svo að orði í lokin: „Nú er svanurinn nár á Tjörn". Ekki þætti mér ósenni- legt, að þessi orð fyrsta þjóð- skáldsins hafi komið ýmsum í hug við fráfall hins síðasta. Þegar nú er komið að leiðarlok- um kann ég ekki annað að segja en þeir gömu sögðu: Vale, amice. Ritað 23. nóvember 1983. Pill Líndal T»ess bera menn sáT Ragnar Þarstemxum Þess bera menn sár — ástar- og örlagasaga ÞESS bera menn sir nefnist ný ást- ar- og örlagasaga eftir Ragnar Þor- steinsson, sem horpuútgifan i Akranesi hefur gefið út. Þar segir frá æskuvinum tveim, sem alizt hafa upp við ólíkar að- stæður, en leggja báðir hug á sömu stúlkuna. Það verður til þess að skugga ber á vináttu þeirra, en hatur og undirferli ná völdum. Bókin er 159 bls., prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Kristján Jónsson gerði káputeikn- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.