Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 15 Bókmenntir Erlendur Jónsson Kristmann Guðmundsson var á tímabili mjög umdeildur rit- höfundur. Ekki var um aðrar bækur meira rætt en skáldsögur hans, að ógleymdri sjálfsævisög- unni sem var á allra vörum ár- um saman. Kristmann kleif í öndverðu brattan stíg til frægð- ar. Hann naut ekki stuðnings annarra. Tómhentur hvarf hann af landi brott rösklega tvítugur í þeim vændum að gerast rithöf- undur á norska tungu. Skóla- göngu hafði hann naumrar notið og hafði að engu vísu að hverfa í framandi landi. Hugmyndin sýndist óneitanlega nokkuð djörf. En Kristmann kom og sá og sigraði. Bækur þær, sem hann sendi frá sér á norsku, hlutu lof gagnrýnenda og sýndu betri við- tökur meðal lesenda. Þær voru strax þýddar á mörg tungumál. Lengi vel hafði enginn annar ís- lenskur rithöfundur verið meira né víðar þýddur og má vera að svo sé enn. Skiljanlegur var sá hagstæði byrr sem bækur Krist- manns fengu út um allar jarðir. Þó sögur Kristmanns gerðust á íslandi var efni þeirra á þann veg að það hlaut að skírskota til allra, hvar sem var. Ástin, þráin og söknuðurinn er alls staðar eins. Lífsbaráttan er háð með mismunandi aðferðum. En inn- tak hennar er hvarvetna hið sama. Kristmann velti fyrir sér flóknustu þáttunum í mannlegu eðli. En framsetning hans var alltaf ljós og skýr. Lesandinn skildi strax hvað hann var að fara. Frásagnargleði Krist- manns og hugmyndaflug var líka með ólíkindum. Söguefni varð til eins og atburðarásin í veruleik- anum. Þar var ekki farið eftir fyrirfram markaðri stefnu. Allt- af var eitthvað óvænt að gerast — eins og í lífinu. Vant er að dæma um hvert sé mest þeirra verka sem Krist- mann Guðmundsson skrifaði á norsku. Morgunn lífsins er mikils háttar skáldverk; minnir um sumt á íslendinga sögur, t.d. að því leyti að á söguhetjunni sann- ast að eitt er gæfa en annað gervileiki; atgervið verður hetj- unni til engrar gæfu. Brúðarkyrtilinn telja ýmsir skemmtilegustu skáldsögu Kristmanns en hún var frum- raun hans í skáldsagnagerðinni. í Ármanni og Vildísi tók Krist- mann fyrir efni sem var honum löngum hugstætt: ástina and- spænis dauðanum. Dróst nokkuð lengi að sú bók kæmi út á ís- lensku. Að lokum þýddi höfund- ur hana sjálfur og las hana í út- varp og var sá lestur minnis- stæður. Ströndin blá er í senn skáld- verk einfaldleika og átaka. Saga barnanna, sem reisa sér kofa á sjávarströnd og una þar ótrufluð hvort með öðru, er ævintýri lík- ust. Hvergi hefur draumi ungl- ingsins um ástina verið betur lýst. Kristmann studdist þar við eigin endurminningar. Þannig hafði þetta gerst í veruleikanum, eða næstum því! En skjótur endi er bundinn á gleði unglinganna. Húsbóndanefnan kemur að þeim og brýtur niður kofann þeirra en er þá raunar að hefna þess á þeim sem hallaðist í einkalífi hans sjálfs. Hann tekur að lumbra á stúlkunni. En þá er piltinum nóg boðið, hann þrífur til þess gamla og skellir honum. Dæmigert atvik hjá Kristmanni: Ástin jók mönnum drengskap og áræði, hún kveikti þann eld í sál- inni sem gerði menn meiri og réttsýnni. Tíminn líður og töku- börnin þrjú, sem segir frá í sög- unni, fullorðnast. Og sjá — þá rætist úr þeim nákvæmlega í samræmi við það sem upplag þeirra vísaði til. — Þó Ströndin blá muni ef til vill ekki teljast til inn í deilurnar hér, ef ekki vilj- ugur, þá nauðugur. Aðkomunni lýsir Kristmann á táknrænan hátt í skáldsögunni Nátttröllið glottir sem var fyrsta saga hans rituð á íslensku eftir að hann kom heim. Margar skáldsögur átti hann þá eftir að rita á móð- urmálinu, meðal annarra Þok- una rauðu sem hann lagði alltaf mikið upp úr sjálfur. Síðustu ár- in hafði Kristmann mikinn áhuga á dulrænum efnum og eðli sínu alvörumaður, ábyrgð- arleysi var honum fjarri skapi. Ástin var honum heilög — al- gerlega gagnstætt því sem les- endur sagna hans gerðu sér í hugarlund fyrr á árum. Hann var maður sem vildi hafa allt á hreinu, bæði í lífi og skáldskap. Þrjóskan, sem fleytti honum yfir erfiðleikana á yngri árum, varð honum fjötur um fót á efri árum: hann gerði ekki alltént það sem »hyggilegast« var heldur hitt í garðinum við hús Kristmanns í Hveragerði. rismestu skáldsagna Krist- manns er hún þeirra aðgengi- legust. óvíða birtist skýrar í hnotskurn það sem fyrir höfund- inum vakti. Þá vil ég nefna Góugróður sem er líka byggð á minningum frá æskuárum. Sagan er í styttra lagi og býr yfir þokka hinnar knöppu skáldsögu. Gyðjan og nautið (en svo lét Kristmann verkið heita í endur- útgáfu) er ávallt nefnd þegar talin eru bestu verk Kristmanns. Það var ekki fyrsta sögulega skáldverk Kristmanns og ekki heldur hið síðasta. En líkast til var það erfiðasta verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Þá var svo sköpum skipt í lífi skáldsins að Kristmann var að flytjast til íslands. Það var við- urhlutamikil ákvörðun. Krist- mann var þá löngu orðinn viður- kenndur rithöfundur á norsku og hafði komið sér svo vel fyrir þar í landi að framtíðin hlaut að sýnast björt. Var ekki hægt að flytja áunninn árangur heim eins og hvern annan gjaldeyri? Svo reyndist ekki vera. Þann hálfa annan áratug, sem Kristmann hafði dvalist erlend- is, hafði flest breyst hér heima. Átök fóru hér harðnandi á bókmenntasviðinu og var óvægi- lega barist. Hafi Kristmann gert sér vonir um að hér leyndist af- skekktur sælureitur hlutu þær vonir að bregðast. Rithöfundur hlaut óhjákvæmilega að dragast bera sögur hans frá seinni árum glögg merki þess. Mestu hætti Kristmann til þegar hann hóf að rita sjálfs- ævisögu sína sem kom út í fjór- um bindum á árunum 1959— 1962. Þá var hafin sannkölluð stórorusta um nafn hans og skáldheiður. Hygg ég mörgum' hafi sýnst svo, um það er lauk, að þar hafi hann farið halloka, enda mun Kristmanni síst hafa verið lagið að standa í illdeilum við menn. Þeir, sem að Krist- manni vógu, héldu því fram að með ævisögunni væri hann að gefa ranga mynd af sjálfum sér, þess konar mynd sem hann vildi að aðrir sæju, ekki hina réttu. Þó svo að bókmenntasjónarmiðið væri haft að yfirvarpi var atlag- an í eðli sínu fullkomlega póli- tísk. Held ég að enginn íslenskur rithöfundur hafi staðið eins ein- angraður og Kristmann þessi ár- in. Þeir, sem helst hefðu viljað taka málstað hans, hættu sér ^ ekki nálægt eldinum. En sjálfsmyndin — var hún þá rétt eða röng? Að minnsta kosti ekki svo röng sem andstæðingar skálds- ins létu í veðri vaka. Ég tel að Kristmann hafi komið til dyr- anna eins og hann var klæddur. Hinsvegar efast ég um að þjóðin hafi nokkru sinni gert sér fullkomlega rétta hugmynd um rithöfundinn og manninn Kristmann Guðmundsson, ekki einu sinni þeir sem mætur höfðu á verkum hans. Kristmann var í sem hann vissi sannast og rétt- ast. Mat hans á eigin verkum breyttist líka nokkuð er á ævina leið. Rök lífs og dauða urðu hon- um hugstæðari og hann tók að íhuga hvað leyndist handan við landmörk rúms og tíma. Hann vissi að skáldsögur hans frá fyrri árum nutu mikillar hylli, bæði fyrr og síðar. En honum mun ekki hafa getist að því að fólk læsi þær vegna skemmtun- arinnar einnar saman en léti sér fátt um finnast þau lífssannindi sem þeim var ætlað að tjá. Kem- ur sú skoðun meðal annars fram í ævisögunni. Svo er sagt að þeir lifi lengst sem með orðum eru vegnir. Deil- ur um skáldverk Kristmanns breyta engu um það að hann var, er og verður einn hinna stóru. Allt eins og skáldsögur hans bárust til margra landa á ólík- ustu tungumálum og vöktu alls staðar svipaðar kenndir í brjóst- um lesenda — þannig munu verk hans standast breytta tíma og breytileg lífsviðhorf nýrra kynslóða. Því mannlegt eðli breytist ekki. Og saga sem segir frá því og lýsir því heiðarlega er alltaf jafnný. Kristmann Guðmundsson var lengi bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið og er mér óhætt að segja að hann verslaði ekki með sjálfsvirðingu sína í því starfi. Svo vildi til að undir- ritaður varð eftirmaður hans. Skáldfrægð Kristmanns og um- deild ritverk gerðu það verkefni ekki vandaminna. Þá hafði fund- um okkar aldrei borið saman. Seinna tókust með okkur dá- lítil kynni. Þau verða mér ávallt minnisstæð. Kristmann var þá orðinn maður aldurhniginn og hafði háð margan barninginn á lífsins ólgusjó. En hann bar höf- uðið hátt og lét ellina ekki beygja sig. Hann hafði eins og flestir ef ekki allir rithöfundar áhuga á að verk sín næðu til les- enda. Hann minntist ára sinna í Noregi. Og það yljaði honum i endurminningunni hversu góðar viðtökur verk hans fengu og hve frami hans þar hafði verið bæði skjótur og glæsilegur. Þau ár voru þá komin í allnokkra fjar- lægð. Fyrir nokkrum árum gaf Al- menna bókafélagið út helstu úr- valsverk Kristmanns, alls átta bindi. Var í alla staði vel til þeirrar útgáfu vandað. Þar eru meðal annars bestu skáldverk hans frá Noregsárunum, einnig margar smásögur, en smásögu- formið lét Kristmanni einkar vel. Ritsafnið hlaut verðugar viðtökur. Loks var tekið að meta verk Kristmanns hlutlægt og bókmenntalega. Að öðrum ís- lenskum rithöfundum ólöstuðum tel ég að ekki hafi aðrir skemmt lesendum betur en Kristmann Guðmundsson og felst þá hreint ekki í þeirri staðhæfingu neins konar vísbending í þá áttina að skáldskapur hans búi ekki yfir dýpri merkingu — öðru nær. Northrop Frye segir að gott skáldverk eigi óhjákvæmilega að vekja gleði hjá lesandanum, annars sé því í einhverju áfátt. Þau orð vil ég gera að mínum og skírskota þá meðal annars til skáldsagna Kristmanns. Ég minnist þess frá löngu liðnum árum — og það er meðal minna fyrstu minninga — að þeir, sem lesið höfðu nýjustu bækur Kristmanns, endursögðu þær öðrum og það svo nákvæm- lega að furðu gegndi. Þannig lifði fólk sig inn í góðan skáld- skap og festi hann í minni. Og sjálfur var þá Kristmann — ungur höfundur — orðinn að hálfgerðri þjóðsagnapersónu. Eins og hann hafði skapað sínar sögupersónur, þannig skálduðu lesendur í huga sér hvernig skapari slíkra manngerða hlyti að vera. Nú er þessari skáldsævi lokið. Lífið er stutt en listin er löng. Ég sé ekki fyrir mér hvernig fram- tíðin muni meta skáldverk Kristmanns Guðmundssonar. En ég er viss um að hún muni meta þau mikils. Oft er sagt um þanri sem geng- inn er að hann hafi verið gæfu- maður. Kristmann Guðmunds- son var gæfumaður í þeim skiln- ingi að hann komst snemma þangað sem hann ætlaði sér. En sá, sem leitar hinnar hreinu feg- urðar og þráir náið og ósvikið samband við aðra, hlýtur óhjákvæmilega að verða fyrir vonbrigðum. Það hið blíða er alltaf blandað stríðu. Og mann- legur trúnaður er breyskleika undirorpinn. Kristmann Guðmundsson var svo bjartsýnn og hafði svo mikla tiltrú á hinu góða og fagra — ástinni í tilverunni — að honum þótti sem það hlyti að lokum að ríkja, ef ekki hérna megin graf- ar, þá í því ódáins bjarmalandi þar sem sólin gengur aldrei til viðar. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.