Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 35 heita höfundur eða innleiðslumað- ur blaks á íslandi, og blakheitið gamla festi hann við þessa íþrótt ásamt Sigurði Guðmundssyni skólameistara, enda var blakið lengi sérgrein Menntaskólans á Akureyri. Af ýmsum öðrum greinum íþrótta er helstar að nefna hand- knattleik, fótbolta og skíðalistir, einkum hið síðast talda. Hann sótti skíðanámskeið í Noregi 1938, og margar aðrar námsferðir fór hann til útlanda. Hann kenndi á námskeiðum víða um Norðurland, var áratugum saman formaður skíðaráðs og íþróttaráðs Akureyr- ar og formaður Skíðasambands ís- lands 1956—60. Landsliðsþjálfari í skíðaíþróttum var hann fyrir vetrar-ólympíuleikana í St. Moritz 1948 og fararstjóri íslendinga á slíka leika í Squaw Valley i Bandaríkjunum 1960, svo að að- eins fátt eitt sé nefnt af mörgu. Ætla ég að uppgangur fyrr- greindra íþrótta á þessari öld sé ekki mörgum öðrum meir að þakka en Hermanni Stefánssyni. Hann var ólatur að verja kröftum sínum og tíma i þágu þessara áhugamála sinna, og ekki sist hef- ur Knattspyrnufélag Akureyrar notið hans við. Var hann lengi einn helsti drifkraftur félagsins. Hann var mjög málvandur um allt sem laut að íþróttum og átti drjúgan þátt í að festa orðið svig, sem á augabragði útrýmdi töku- orðinu slalom úr máli okkar. Hann gætti þess og vel að lög og reglur íþróttahreyfingarinnar væru á sómasamlegu íslensku mannamáli. Átti það ekki hvað síst við um blakleikinn. Fleira seiddi hug Hermanns Stefánssonar til sín en íþróttir af fyrrnefndu tagi, enda var hann fjölhæfur í besta lagi. Honum var gefin mikil hermi- og kímnigáfa og ósvikin frásagnarlist, svo og ósmáir tónlistarhæfileikar. Her- mann hljómvísi var hann stundum nefndur í MA. Hann söng lengi með Karlakórnum Geysi og var langan tíma formaður hans og sömuleiðis formaður sambands norðlenskra karlakóra, Heklu. Að öðru leyti minnti hann á hinn margvísa Rögnvald Orkneyjajarl sem kunni íþróttir og listir um- fram aðra menn. Svo er fyrir að þakka að vegna hæfileika, dugnað- ar og þjónustu við góð málefni var honum um dagana heiður og sómi sýndur. Það var lífslán hans að í nóv- embermánuði 1931 kvæntist hann Þórhildi Steingrímsdóttur Þor- steinssonar frá Lundi, og lifir hún mann sinn. Hún var honum sjálf- um líkust um íþróttir og glæsi- brag. Synir þeirra eru Stefán Ingvi verkfræðingur og Birgir Steingrímur viðskiptafræðingur og bera ósvikið ættarmótið. Þau Hermann og Þórhildur hafa verið mannblendin og félagslynd og hlutu að verðleikum miklar vin- sældir, enda gestrisin, góðviljuð, skemmtileg og veitul. Margur má sakna vinar í stað, og skarð er nú fyrir skildi. Bágt er að hugsa sér að þau Hermann og Þórhildur séu ekki lengur saman, svo samrýnd og óaðskiljanleg sem þau voru. í söknuðinum má þó huggun vera í þeirri vissu, að „á bjartan orðstír aldrei fellur, umgjörðin er góðra drengja hjörtu." Ég kveð góðan og giæsilegan dreng með þökk og söknuði og bið honum og ástvinum hans blessun- ar. Gísli Jónsson Kveöja frá stjórn Skíðasambands íslands í dag er borinn til moldar Her- mann Stefánsson. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn mik- ilhæfasti forystumaður íþrótta- mála hér á landi. Hermann Stefánsson er fæddur 17. janúar 1904 á Grenivík. Allt frá því að Hermann kom heim frá íþróttanámi í Kaupmannahöfn 1927—1929 vann hann ómælt brautryðjandastarf fyrir skíða- íþróttina. Hann var formaður Skíðaráðs Akureyrar frá stofnun þess eða 1938—1949 og 1952— 1955. í starfi sínu sem íþrótta- kennari hjá MA, kom þetta hvað bezt í ljós. Það var því ekki tilvilj- un að margir af nemendum hans urðu landsþekktir skíðamenn, enda má segja, að hann hafi verið á undan sinni samtíð í þessum efnum. MA varð eiginlega menntaskóli með skíði sem sér- svið. Einn gamall nemandi hans sagði mér til að mynda frá því, að í stað þess að hafa leikfimitíma einn daginn, hafi hann tekið alla með sér upp í fjall til að grafa fyrir lyftu. Og 1942 vann Her- mann það afrek, ásamt nemendum sínum, að halda Skíðamót íslands á Akureyri. Störf Hermanns Stefánssonar í þágu skíðaíþróttarinnar verða ekki talin upp með góðu móti, svo umfangsmikil voru þau. Hann er einn af stofnendum Skíðasam- bands íslands, en 23. júní 1946 sótti hann stofnfund SKl og tók þá sæti í fyrstu stjórn sambands- ins. Einar B. Pálsson segir m.a. um þennan atburð í bókinni „Skíðakappar fyrr og nú“: „Ég minnist þessa stofnfundar mjög vel þótt liðin séu 35 ár síðan. Þeir Bjarni og Hermann komu kjól- klæddir á fundinn og okkur hinum fannst víst, að við hefðum einnig átt að koma prúðbúnir í tilefni dagsins. (Þeir voru reyndar í söngför með karlakór sínum hér syðra.) Úti var fegursta veður á sumarsólstöðum, og við vorum bjartsýnir. En það hefðum við vís- ast eins verið þótt úti hefði verið vetrarskammdegi og hríð.“ Ef til vill segir þessi stutta lýs- ing allt, sem segja þarf um störf Hermanns. Þarna var hann mætt- ur til að vera með í að stofna fyrsta sérsamband ÍSÍ, Skíðasam- band Islands. Hann og Bjarni Halldórsson komu beint frá söngskemmtun, sem Karlakórinn Geysir var að halda hér syðra. Þessi eldlegi áhugi hans og ódrep- andi elja einkenndu ætíð störf hans. Hermann Stefánsson átti sæti í fyrstu stjórn Skíðasambands ís- lands 1946, eins og áður sagði og sat þar óslitið þar til 1960. Hann tók við formennsku SKí 1956 og stýrði sambandinu af þeirri reisn, sem honum var áskapað til ársins 1960. Á Vetrarólympíuleikunum 1948 í St. Moritz, þar sem Islend- ingar tóku í fyrsta sinn þátt í vetr- arleikum, var hann þjálfari liðs okkar. Og árið 1960 var hann aðal- fararstjóri á Vetrarólympíuleik- unum, sem haldnir voru í Squaw Valley í Bandaríkjunum. Þannig mætti lengi telja upp störf Her- manns fyrir Skíðasamband ís- lands, skíðaíþróttina og íþrótta- hreyfinguna í landinu. Maðurinn Hermann Stefánsson lifir í minningu ótal skíðamanna, sem urðu þess aðnjótandi að kynn- ast honum og konu hans. Sá hlý- leiki og alúð, sem auðkenndi hann og störf hans er ekki hvað minnst sá þáttur, sem þeir munu varð- veita í huga sér. Stjórn Skíðasambands íslands þakkar Hermanni Stefánssyni ómetanleg störf í þágu skíða- íþróttarinnar, en án slíkra braut- ryðjenda væru skíðin ekki al- menningseign í dag. Jafnframt sendum við eftirlifandi konu hans, frú Þórhildi, og fjölskyldu, okkar samúð og virðingu. Skíðasamband íslands, Hreggviður Jónsson, formaður. Mínir vinir fara fjöld, og nú við fráfall Hermanns Stefánssonar hjari ég einn eftir af kennurum Menntaskólans á Akureyri, sem þar störfuðu á fyrstu árum Menntaskólans. Brottför Her- manns gat þó hvorki komið mér né öðrum á óvart nú, því að heilsan var brotin, en þó skapar það alltaf hryggð og tómleika, þegar gamlir samferðamenn hverfa á brott, en kalla má að við höfum róið á sama báti meira en 60 ár, eða allt frá því er við hittumst unglingar í 2. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri, og okkar gamli skóli lengst þess tima verið starfsvettvangur okkar. En ótrúlegt hefði okkur félögum þótt á skólaárunum, ef einhver hefði sagt, að Hermann yrði ekki okkar elstur, því að vaskastur var hann okkar allra og sem hlaðinn mestri lífsorku. Það fór ekki milli mála, að hann bar af okkur að glæsileika og frækni, enda kusum við hann til hins mesta virðingar- og trún- aðarstarfs, sem nemendur höfðu ráð á, með því að velja hann til skólaumsjónarmanns, þegar hann var í 3. bekk. Það starf rækti hann með ágætum og fullu trausti nem- enda og skólameistara. Spáði það þegar nokkru um það, sem síðar átti að koma fram. Hermann Stefánsson fæddist að Miðgörðum í Grenivík 17. janúar 1904. Foreldrar hans voru Frið- rika Kristjánsdóttir og Stefán Stefánsson, bæði Þingeyingar. Stefán var mikill sjósóknari og vandist Hermann fljótt öllum þeim störfum, er sjósókn snertu, bæði á sjó og landi. Minntist hann oft sjóferða sinna í æsku, og fram á efri ár fór hann oft sér til gam- ans á sjó bæði til fiskidráttar og fuglaveiða. Á sjónum lærði hann föst handtök og snör, og fékk krafta í köggla. En þótt mikið væri unnið í æsku hans og vinnutíminn langur, tók hann brátt mikinn þátt í félagslíf- inu þar á Grenivík, en margt var þá af ungu fólki, og mikil stund lögð á íþróttir og söng, sem hvortveggja átti síðan mikil ítök í Hermanni og varð meginþáttur starfs hans: Þegar á skólaárunum var ekki um það deilt, að hann væri fremsti íþróttamaður skól- ans og einn af fremstu söngmönn- unum. Og voru þar þó þá miklir og góðir söngmenn svo sem Hreinn Pálsson og Kristján Kristjánsson. Einnig var þá ljóst, að hverskonar félagsstarfsemi lét honum vel, enda reyndi mjög á það á fullorð- insárunum. Komu þar þá glöggt í ljós þeir eiginleikar hans, sem ætíð einkenndu hann í lífi og starfi, ósérplægni, dugnaður, og að hann vildi hvers manns vanda leysa. Mér finnst nú, að skólaárin hafi verið eins og smámynd af lífs- starfi hans síðar, svo fastmótaður var hann þegar í æsku. Hermann lauk gagnfræðaprófi 1922. Dvaldist hann heima og á Akureyri næstu árin og gegndi þá meðal annars húsvarðarstöðu í Gagnfræðaskólanum. Haustið 1927 réðst hann til utanfarar, og stundaði næstu tvö árin nám í íþróttaskóla Niels Buchs (Gymn- astik Hojskole) I Ollerup á Fjóni og lauk þar íþróttakennaraprófi. Jafnframt íþróttunum stundaði hann nokkuð söngnám, og hvarfl- aði jafnvel að honum að leggja þá list fyrir sig. Eftir heimkomuna 1929 hóf Hermann íþróttakennslu á Akur- eyri fyrst sem stundakennari við Menntaskólann og Gagnfræða- skólann, sem stofnaður var 1930, en 1932 var hann fastur íþrótta- kennari pilta í Menntaskólanum og gegndi því starfi óslitið þar til hann féll fyrir aldursmörkum 1974 eftir 45 ára starf. Yfirkenn- ari varð hann 1953. Lengi framan af var hann eini íþróttakennari pilta skólans, en auk þess kenndi hann í íþróttafélögum og á nám- skeiðum framan af árum. Hermann færði nýtt fjör í íþróttalífið þegar hann hóf störf, ekki aðeins í skólanum, heldur einnig í bænum, og gætti þess einnig víða um land, þar sem hann var ýmist brautryðjandi eða skap- aði ný viðhorf í mörgum greinum íþróttanna. Árið 1938 fór Hermann til Nor- egs til að fullnuma sig í skíða- námi, lagði hann þar einkum stund á svig, sem var þá óþekkt að kalla hér á landi. (Nafnið svig mun hann hafa búið til.) Varð hann síðan brautryðjandi I þeirri íþróttagrein hér og voru nemend- ur hans fremstu svigmenn lands- ins um árabil, og þóttu þeir ein- kum bera af um stílfegurð. En það var raunar einn meginþáttur í íþróttakennslu Hermanns að inn- ræta nemendum sínum fagran leik og limaburð en hirða minna um metin. Endurspeglaði það skaphöfn hans sjálfs, þótt kapps- maður væri, að meta mest fagran leik og drengilegan. Hermann kom mjög við sögu skíðaíþróttarinnar hér á landi um SJÁ NÆSTU SÍÐU I Gluggakistur sem endast til esSífðar Við framleiðum vandaðar gluggakistur úr náttúrulegum steinefnum. Efnið er grásteinn, blágrýti ogmarmari.Einnig asbest (gráar, hvítar og svartar). Afgreitt er af lager eða eftir pöntunum. Vönduðvinna. Steinn er varanlegt náttúruefni. SB S.HELGASON HF 81 STEINSMIÐJA ■■ SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 Veistu hvað þetta er? Við bjóðum nú í fyrsta sinn á íslandi ofna sem eru jafnframt handklæða- þurrkarar. • Fyrir baðherbergið • Fyrir eldhúsið • Fyrir þvottaherbergið • Hvítlakkaðir ✓ • Ymsar stærðir fyrirliggjandi HF. OFNASMIÐJAN HATEIGSVEGI 7, SÍMI 21220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.