Morgunblaðið - 06.01.1984, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.01.1984, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 36 LjÓHmyndir Kristján Einarsson. Frá vinstri: Þyri D. Sveinsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir, á milli þeirra er dóttir Katrínar, Katrín Þóra. Sitj- andi eru þær Katrín Jónína Björg- vinsdóttir og Þórunn Alexanders- dóttir. Silfur- stjörnur og rauðgyllt lauf snyrting Með rauögyllt laufblöð í andlit- inu og gullstjörnur á enni ... „Fantasy make up“ eða hug- myndaförðun hefur víða vakið at- hygli á undanförnum árum og nú eru snyrtistofur á íslandi farnar aö þreifa sig áfram í þessum stíl. Enn sem komið er sést þessi málning þó svo til eingöngu á sýningarstúlkum viö hátíöleg tækifæri, en hver veit nema ís- lenskt kvenfólk bregði upp and- litsfarða líkum þessum á árshá- tíðunum í vetur. Tvær starfsstúlk- ur á snyrtistofunni Ársól settust í stólana hjá þeim Katrínu og Þyri og útkomuna má sjá hér og á litmyndunum á forsíöu. Griskt f/allaþorp eins og það kemur feröamanni í dag fyrir ajónir. Nicholas Gage ásamt móður sinni áður en henni tókst aö finna undankomu- leiö fyrir hann til Ameríku. drepið hana, en fljótt kom í Ijós aö þaö sagöi ekki alla söguna, þar sem móöir hans haföi veriö svikin i hendur skæruliöanna af þorpsbúum sjálfum. Og til aö komast til botns í þessu varö höfundurinn aö rekja sögu móö- ur sinnar og þess samfélags sem hún bjó í og reyna að átta sig á hvaöa stööu hún haföi í þorpinu. Fyrir nokkrum mánuöum kom svo út um 500 blaösíöna bók sem ber heitiö „Eleni", árangur þriggja ára þrotlausrar vinnu Nicholas Gage. Bókin hefur vak- iö mikla athygli og þegar hafa heyrst raddir um aö kvikmynda verkiö. En hver er sérstaöa bók- arinnar? Höfundurinn segir í eft- irmála, aö hann hafi komist aö ýmsu varöandi sjálfan sig viö aö kryfja líf móöur sinnar á þennan hátt. „Ég hef ómeövitandi búiö mig undir þetta verk alla mína ævi,“ segir hann og bætir viö aö vinna hans í rannsóknarblaöa- mennsku hafi eingöngu veriö undirbúningur bókarinnar. Öll nöfn og staöarnöfn eru óbreytt. Viötöl sem birt eru í bók- inni eru til á segulbandsspólum og heimildarmenn ótölulega margir dreifðir víös vegar um heiminn. Þar aö auki lýsir höf- undur af miklu innsæi daglegu lífi og reglum í þessu friösæla fjalla- þorþi, og hvaöa áhrif styrjaldirn- ar hafa á mennina sjálfa og þær reglur sem þeir hafa sett sér. Þaö er ekki lítils viröi fyrir þá sem ekki hafa kynnst styrjöldum og hörm- ungum þeirra að komast á þenn- an hátt inn á sögusviðiö. Menn leggjast oft ótrúlega lágt, sumir viróast gera allt til aö bjarga eig- in skinni og senda þá jafnvel nágranna í dauöann. í bókarlok hittir höfundur morðingja móöur sinnar, tekur samtal þeirra upp á leynilegt seg- ulband og berst viö löngunina um aö gjalda líku líkt. En lætur hann undan þeirri freistingu? Um þaö veröur ekki sagt meira aö sinni. Hver veit hvenær íslenskir lesendur geta náö sór í eintak, en þaó er engin hætta á því aö þessi bók falli í gleymsku. Eflaust verö- ur hún ein hinna sígildu bóka er fram líða stundir. Ekm Saga um áhrif styrjaldar á menn og samfélag Valgerður Jónsdóttir Hinn 28. júlí 1948 var óbreytt sveitakona aö nafni Eleni Gatzoyiannis tekin af lífi í litlu fjallaþorpi norðarlega í Grikklandi, eða rétt hjá landamærum Grikklands og Albaníu. El- eni var ein af 158 þúsund fórnarlömbum borgara- styrjaldarinnar sem fylgdi í kjölfar seinni heimsstyrj- aldarinnar í Grikklandi. Að áliti skæruliðanna sem tekið höföu fjallaþorpiö fólst glæpur hennar í því að hún hafði skipulagt flótta fimm barna sinna, en þeirra á meðal var hinn níu ára gamli Nikola. Nikloa þessi komst ásamt systr- um sínum til Bandaríkjanna, en þar var faðir hans búsettur, og tók sér nafnió Nicholas Gage. Nikola haföi veriö mikill auga- steinn móöur sinnar, og var hon- um því móöurmissirinn sár. Er fram liðu stundir varö hann blaöamaóur á New York Times, og lagöi einkum stund á rann- sóknarblaöamennsku. Áriö 1980 tók hann sér frí frá störfum til aö kanna örlagasögu móöur sinnar. Fyrst í staö ætlaöi hann einungis aö komast aö því hver haföi / rústunum af húsi móöur sinnar um þrjótíu órum aíöar. Bækur Aðkenna heilanum kúnstir Minnið algildur hæfileiki Smátt og smátt eru samt ýmsar bráðabirgöaniðurstööur aö koma í Ijós í þessum efnum, aö minnsta kosti varöandi það, aö hve miklu leyti fólk meö hæfileika rétt í meö- allagi gæti aukiö geövirkni sína og sérhæföa þekkingu og veröa svo i kjölfar þessa ef til vill mun betur ágengt í starfi sínu og tómstunda- iöju. Þau grundvallaratriöi, sem kom- iö hafa í Ijós reynast miklu nær því, sem Helen Gurley Brown setti fram en yfirliti Christopher Jencks um leiðina til fjár og frama: Flest okkar gætu notaö heilaþúiö á mun áhrifameiri og virkari hátt. Jack Lochhead, sem hefur meö höndum yfirstjórn víötækrar rann- sóknaráætlunar viö Massachu- setts-háskóla í Bandaríkjunum, hefur annars þetta aö segja: „Enn- þá fæ ég ekki meö öllu skiliö, hvaö þaö er, sem hinir raunverulegu af- buröasnillingar hafa til aö bera, og ég get ekki fullyrt, aö viö vitum nægilega mikiö til þess aö geta haldið því fram, aö ekki sé um neinn raunsannan mun á þeim og okkur hinum aö ræöa. En ég hef þaö hins vegar sterklega á tilfinn- ingunni, að heilmikiö af því, sem sérfræöingar upp til hópa gera og Ijær þeim aftur sérstööu, saman- boriö við þá, sem teljast fremur miölungsmenn, sé í raun og veru einkar auölært. Ég álít, aö margt bendi til þess, aö unnt sé aö taka tiltölulega meöalmenn, og meö því aö kenna þeim um nokkurra ára skeiö réttu tökin á að hugsa, sé hægt aö láta þá þróast upp í fólk, sem álitiö er gætt alveg sérstökum hæfileikum, enda myndi frammi- staöa þessa fólks á ýmsum sviöum taka verulegum og veigamiklum framförum." „Þaö er satt," segir William G. Chase samþykkjandi, um leið og hann bendir á línurit, sem límt er á einn vegginn í skrifstofu hans og sýnir þær framfarir, sem Dario Donatelli hefur tekiö viö aö muna talnaraöir, „þetta er einstæö hæfni, sem vart er hægt aö bera nógsamlega lof á.“ Prófessor Chase er fjörutíu og tveggja ára aö aldri og hefur þegar starfaö viö sálfræöideild Carnegie-Mellon- háskóla í fimmtán ár. Hann virðist hálffeiminn og einkar hógvær, þýóur i máli og ekki gjarn á aö hafa sig ýkja mikiö í frammi; mætti raunar viröast reglulega vel til þess fallinn aó gerast þátttakandi í sálfræöinámskeiöi til þjálfunar í auknu sjálfstrausti. Chase er klæddur velktum fötum og heldur slitnum íþróttaskóm, svo manni er nær aö halda aö hann þyrfti eigin- lega á góóum ráóum aó halda veröandi sambandið á milli vand- aös klæöaburöar og vaxandi vel- gengni i lífi og starfi. En í öllu, sem Chase segir, felst mikill en stilli- legur myndugleiki, þegar hann set- ur fram þá fullyröingu, aö „rétt notkun minnisins sé algild grund- vallarundirstaöa fyrir hæfni á öllum sviöum", og meö því aö öðlast skilning á því, hvernig Donatelli gat lært aö muna áttatíu og fimm tölur, fá menn mjög veigamikla ínnsýn í sjálft eöli andlegs atgervis í reynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.