Morgunblaðið - 06.01.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
/ _, TIL FÖSTUDAGS
Látum
Látum oss hlæja: ..... varasom
hverjum þeim, lærðum eða leikum,
sem óttast ný sjónarhorn kímni
eða trúar.“
Gunnar M. Sandholt skrifar:
„Félagar mínir í heitu pott-
unum sögðu mér sögu um dag-
inn af manni, sem þótti standa
svo illa í stykki sínu, að ákveð-
ið var að setja í hann nýjan
heila. Þetta var mikil aðgerð og
tók tvo daga. Fyrri daginn var
heilinn numinn brott og mað-
urinn látinn bíða ígræðslunnar
til næsta dags. En um morgun-
inn var maðurinn horfinn úr
rúmi sínu heilalaus. Lengi
spurðist ekkert til hans. Viti
menn. Að þremur árum fréttist
af honum úr Svíþjóð, þar sem
hann hafði starfað sem félags-
ráðgjafi allan tímann.
Þetta er nokkuð góður
brandari. í honum er broddur
gegn mínu eðla starfi, félags-
ráðgjöf, og að auki nærist hann
Sören Kierkegaard
á því svíafári, sem andstæð-
ingar velferðarríkis og nor-
rænnar samvinnu hafa reynt
að ýfa. En þar með búið spil,
sagan býr ekki ýfir neinni
djúpri merkingu. Engu sem
vísar út fyrir það, sem í henni
stendur. Sú dýpt einkennir ein-
mitt hinar bestu skopsögur.
Ef við nú breytum niðurlagi
sögunnar, og segjum að maður-
inn hafi orðið vinsæll sókn-
arprestur eftir að hann hvarf
svo sviplega af spítalanum, öðl-
ast hún nýja vídd. Ef okkur
þykir hún fyndin eftir sem áð-
ur, vaknar samt sú hugsun, að
hlátri loknum, að heilinn er
ekki líffæri trúarinnar heldur
hjartað (svo gripið sé til lík-
ingamáls sem ofbýður allri
nútímaþekkingu). Sama má
segja um góðan húmor, hann
er tungumál hjartans eins og
trúin. Kímni og trú eru ná-
skyld fyrirbæri. Hvort fyrir sig
varpar nýju og óvæntu ljósi á
þau leiðindi, sem á daga okkar
drífur. Við sjáum nýjar lausnir
þegar við tökum dagleg vanda-
mál úr sínu venjulega sam-
hengi og skoðum þau í ljósi
trúarinnar og kímninnar.
Beinskeytt kímni sýnir okkur
að daglegt amstur er léttvægt.
Sjónarhóll trúarinnar er að
sönnu alvarlegur, en hann knýr
okkur til að meta öll lífsgildi
upp á nýtt.
Hvort tveggja leggur til nýtt
sjónarhorn og oft falla þau
saman. Því fer raunar fjarri að
alvara lífsins sé gamanlaus og
góðu gamni fylgir einatt mikil
alvara. Þess vegna eru einlægir
trúmenn oft hinir mestu húm-
oristar. Nægir hér að nefna úr
hópi presta séra Bjarna, sem
.enn er þjóðinni handgenginn í
mörgum tilsvörum sínum. Eða
Einar Gíslason í Fíladelfíu.
Hvers vegna skemmta þeir
sér? „Af því að það er hin auð-
mýksta tjáning sambandsins
við Guð að gangast við
mennskunni, og það er mann-
legt að skemmta sér. Nú getur
kona breytt sér til að þóknast
manni sínum. Af hverju skyldi
þá ekki takast hinum trúaða í
samfélaginu við Guð að
skemmta sér, ef hann gengur
þannig í lítillæti fyrir Guði
sínum," skrifar Sören Kierke-
gaard í Afslutende uviden-
skabelig Efterskrift.
í dálkum Velvakanda hefur
undanfarið verið skrifað nokk-
uð um bókina Látum oss hlæja.
Mér finnst bókin bráðfyndin og
— það sem meira er — grafal-
varleg. Hún er vekjandi. Hún
er því varasöm hverjum þeim,
lærðum eða leikum, sem óttast
ný sjónarhorn kímni og trúar.
Aðrir munu hlæja og trúa. Því
miður eru allt of margir, sem
ekki vita hversu fáir hlutir eru
alvarlegir. Þessi bók gæti
fjölgað hinum.“
Aðrir munu
hlæja og trúa
Fyrirspurnir til
Bjarka Elías-
sonar
Hildegard Þórhallsson hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Það er furðulegt, hvað umræð-
urnar, sem orðið hafa um lög-
regluna undanfarið, hafa snúist
mikið um stéttina í heild, bæði
af hálfu þeirra sem hafa haft
uppi ásakanir og hinna sem til
varnar hafa orðið af hálfu lög-
reglumanna. En ég held að flest-
ir hafi af þessu leyti svipaða
reynslu og ég, sem sé, að lög-
reglumenn séu upp til hópa
prúðmenni og starfi sínu vaxnir.
Það eru bara örfáar undantekn-
ingar, sem umræðan á að tak-
I markast við, svörtu sauðirnir.
Vegna gamals máls sem mér
er skylt og kunnugt, langar mig
til að biðja Bjarka Elíasson yfir-
lögregluþjón að svara eftirfar-
andi spurningum: 1) Undir
hvaða kringumstæðum þykir
rétt, að lögreglumenn setji
menn í járn? Eg hefði haldið, að
það ætti aðeins við, þegar hætta
stafaði af því að hafa þá lausa,
annaðhvort fyrir sjálfa þá eða
aðra. 2) Hafa borgarar leyfi til
að krefja lögregluþjón í fullum
skrúða um embættisskilríki eða
verða borgararnir að láta sér
duga að sjá að viðkomandi er í
búningi?
Ég bíð eftir vori
Pálína Gísladóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Mig langar til að fá að vita um
höfund og helst framhald kvæð-
is sem byrjar svona:
Ég bíð eftir vori í brekkunni minni,
því bærinn er lítill og þröngt finnst mér inni.
Einnig hefur annað upphaf
kvæðis verið að velkjast fyrir
mér, og væri gaman ef einhver
lesenda þinna gæti hjálpað upp
á sakirnar. Kvæðið hefst svona,
minnir mig:
Ég fæddist upp til fjalla
i fornfálegum bæ.
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfong
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hann skipti um hendi þegar hann þreyttist.
Rétt væri: Hann skipti um hönd ...
Fyiii
þrettándaveisluna
Kjöiúrvalið er hjá okkur
Þykkvabæjar-hangikjötiö
Nautakjöt
Hreindýrakjöt
Aiigæsir
Léttreykt iambakjöt
!llt af nýslátruðu
Grænmetis- og
ávaxtaúrvalið
er frábært
Allt grænmeti og ávextir er
á góðu veröi __
ís, ístertur, „snack — vörur“
sælgæti, kerti
Afsláttur af öli og gosi í
heilum kössum____________
Þrettándakaffið á
sérstöku verði
Gevalía kaffi 1/4 kg 26.50
Extra kaffi 1/4 kg 27.50
Vörukynning
Vörumarkaðurinn hl.
Ávallt á undan
ÁRMÚLA 1a EOSTORG111