Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
Mynd þessa tók Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunbladsins úr lofti í gær af húsarústunum á Akranesi eftir óveðrið og flóðin á fimmtudag. Menn
frá viðlagatryggingu unnu við það í gær að leggja mat á tjónið og hafist var handa um að hreinsa svæðið.
Sigurður E. Haraldsson, formaður Kaupmannasamtakanna:
Vöruverð ætti að geta lækkað
— í kjölfar stöðugs gengis og lækkandi vaxta
Þriðja pólska
skipið sjósett:
Hlaut nafn-
ið Jökull
JÖKDLL er nafn þriðja skipsins sem
í smíðum er í Póllandi, en það var
sjósett í gær í Gdansk í Póllandi.
Jökull er í eigu Hróa hf. í Olafsvík.
Hin tvö skipin, sem þegar hafa
verið sjósett, Gideon og Halkion,
eru í eign Samtogs í Vestmanna-
eyjum. Gideon verður afhentur í
lok janúarmánaðar, Halkion í
febrúar og Jökull síðan í marz-
mánuði nk.
Snjóflóða-
hætta er
liðin hjá
Snjóflóðahætta er nú liðin hjá á
Norðurlandi og Vestfjörðum, að
sögn Guðjóns Petersen, fram-
kvæmdastjóra Almannavarna. Sagði
hann í samtali við Morgunblaðið, að
Hafliði Jónsson á Veðurstofunni
væri sá, sem með þessum málum
fylgdist, og hefði hann talið hættuna
liðna hjá á fimmtudag. Pví væri það
fólk, scm þurft hefði að yfirgefa hús
sín vegna hættunnar, nú snúið heim
að nýju.
Guðjón sagði, að það væri
breytt veðurfar, sem orsakaði
þetta. Hafliði mæti þetta út frá
úrkomu, hitastigi og hve lengi
snjór væri að jafna sig eftir að
hann væri fallinn og út frá því,
hvenær blása mætti hættunni af.
Mesta hættan á snjóflóðum í
byggð var á ísafirði og Siglufirði.
Á ísafirði féll snjóflóð og þurfti
fólk þar að yfirgefa hús sín um
tíma. Á Siglufirði var talin hætta
á snjóflóði á nýjársdag og 2. janú-
ar, en almannavarnanefndin þar
taldi ekki ástæðu til að rýma hús,
en fylgdist með stöðunni. Síöan
féllu snjóflóð innan Laufáss og
utan Svalbarðseyrar í austanverð-
um Eyjafirði. Er það mjög sjald-
gæft og aðeins til um það tvær
heimildir frá fyrri öldum að snjó-
flóð hafi fallið þar. Auk þessa hef-
ur verið nokkur snjóflóðahætta
við vegi á Vestfjörðum og Norður-
landi.
„I>AÐ ER rétt hjá ráðherrunum
að hið stöðuga verðlag og gengi
sem verið hefur undanfarna
mánuði samfara lækkandi vöxt-
um, er til hagsbóta fyrir verslun-
ina. I>etta hlýtur að stuðla að
bættum hag verslunarinnar, og í
kjölfar þess ætti vöruverð að
geta lækkað,“ sagði Sigurður E.
Haraldsson, formaður Kaup-
mannasamtaka íslands í samtali
við Mbl., er hann var spurður
álits á ummælum Alberts Guð-
mundssonar, fjármálaráðherra, í
blaðinu í gær, þar sem hann
sagði að vöruverð ætti að lækka
í samræmi við lækkandi fjár-
magnskostnaö.
„Hins vegar er þetta svo ný-
tilkomið, að ég held að þess sé
ekki að vænta að þessa sé farið
að gæta í vöruverði, en ef tekst
að halda stöðugu gengi og lækk-
andi vöxtum, þá hlýtur það að
leiða til þess að hagur verslun-
arinnar batni og þannig ætti
hún að geta lækkað vöruverð til
neytenda," sagði Sigurður.
Þá nefndi Sigurður að neyt-
endur hefðu orðið þess varir að
undanförnu að t.d. matvöru-
kaupmenn hefðu verið með hag-
stæð tilboð á ýmsum vörum og
verð boðið verulega niður.
Loks gat Sigurður þess að sér
virtist sem verið væri að bæta
nýjum „pinklum" á ýmsar grein-
ar verslunarinnar, sem væri
bæði lenging afgreiðslutima og
aukin greiðslukortaviðskipti.
Kjartan Jóhannsson:
Geri ráð fyrir að halda áfram
sem formaður Alþýðuflokksins
— segir ekkert hafa komið til álita af hans hálfu að hætta á flokksþingi í haust
„ÞAÐ HEFUR ekkert komið til álita af minni hálfu að
hætta. Ég geri ráð fyrir því að halda áfram“, sagði Kjartan
Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins, er Mbl. spurði
hann í gær, hvort hann hygðist gefa kost á sér áfram sem
formaður Alþýðuflokksins, en flokksforustu Alþýðuflokks-
ins á að kjósa á flokksþingi nk. haust.
Rætt var við Kjartan í tilefni
af leiðara jólablaðs Skutuls,
blaðs Alþýðuflokksmanna í
Vestfjarðakjördæmi. í leiðaran-
um, sem ber heitið „Hobbý fyrir
kyrrsetumenn", er fjallað um
„afhroð" Alþýðuflokksins í síð-
ustu kosningum og sagt að sumir
kenni forustu flokksins og þá
sérstaklega formanni hans um,
sem eins og þar segir „ekki þykir
bera sig vel í sjónvarpi". Þá er
m.a. sagt að Alþýðuflokkurinn sé
að „hrynja undan sjálfum sér“
og ef menn komist að þeirri
niðurstöðu að það sé forusta
flokksins sem ekki kunni fótum
sínum forráð á ísilögðu svelli
stjórnmálanna, þá verði aðrir
menn að taka við. Ef menn hins
vegar telji pólitík flokksins
tímaskekkju þá eigi menn að
taka þá niðurstöðu alvarlega og
leggja flokkinn niður.
Kjartan sagði aðspurður um
leiðarann, að hann væri sam-
mála því að flokkurinn þyrfti að
vera stærri. Hann sagði að hann
teldi málefnum jafnaðarstefn-
unnar hafa verið stíft fram hald-
ið af fulltrúum flokksins á þingi
og í sveitarstjórnum. Hann kvað
fjölþættra skýringa að leita á
stöðu flokksins nú, sem menn
sjálfsagt hefðu greint að hluta
til, en ættu eftir að greina enn
frekar eftir því sem tímar liðu.
Aðspurður um hvort hann
teldi rangt með farið að forustu
flokksins gæti verið um að kenna
sagði hann: „Ég tel nú að allar
einfaldar skýringar séu vara-
samar, þegar um flókið samspil
margra atriða er að ræða. Það er
auðvitað nærtækt og hefur oft
gerst, að ósigrar séu skrifaðir á
reikning flokksforustu en sigrar
hjá frambjóðendum. Það er ekk-
ert fremur bundið við Alþýðu-
flokkinn en aðra flokka, eða fs-
land fremur en önnur lönd.“ Þá
sagði Kjartan að hann teldi Al-
þýðuflokkinn oft hafa sýnt þor,
ekki síður á seinni tíma heldur
en áður fyrr.
í leiðaranum segir m.a.:
„Stjórnmál snúast um það að
sækja fram og sigra. Þeir sem
fóru fyrir Alþýðuflokknum á
áttunda áratugnum miðjum
skildu þetta. Þeir enda sóttu
fram, þorðu og sigurinn varð
þeirra. Sjónarmiðið að þora og
sigra varð undir í Alþýðuflokkn-
um, síðan hefur sigið á ógæfu-
hliðina fyrir flokknum. Það er
forustunnar — þingmannanna
sex — að ræða það í mikilli al-
vöru- fyrir opnum tjöldum af
hverju þeir eru ekki fleiri. Það er
þeirra að taka frumkvæðið. Það
er þeirra að axla ábyrgðina sem
því fylgir að sitja í sex manna
þingflokki jafnaðarmanna. Þessi
umræða er brýnni en frumvörp
tillaga um breytingar á trygg-
ingalöggjöfinni eða breytingar-
tillögur við „edjotiskt" fjárlaga-
frumvarp Alberts Guðmunds-
sonar“. Lokaorð leiðarans eru:
„Framtíð Alþýðuflokksins er í
höndum sex manna og hún ræðst
á næstu mánuðum."
Undir leiðarann ritar nafn sitt
Helgi Már Arthursson. Helgi
Már var áður blaðamaður á Al-
þýðublaðinu en fór þaðan yfir á
Nýtt land þegar það var stofnað.
Hann starfar nú hjá Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja. Sig-
hvatur Björgvinsson fyrrverandi
alþingismaður Alþýðuflokksins
sagði í viðtali við Mbl. í gær, að
hann og Helgi Már hefðu skrifað
þetta eintak af Skutli að stærst-
um hluta. Hann sagðist þó ekki
hafa séð umræddan leiðara, þar
sem blaðið hefði ekki enn borist
sér. Karvel Pálmason, þingmað-
ur Alþýðuflokksins á Vestfjörð-
um, var einnig spurður álits á
leiðaranum í gær. Hann sagðist
ekki hafa fengið blaðið og vildi
því ekki tjá sig um innihald leið-
arans, þó svo hann segðist hafa
fengið upphringingar út af efni
hans.
{ blaðnefnd Skutuls eiga sæti:
Björgvin Sighvatsson, Árni Sæ-
dal Geirsson, Gunnar Pétursson,
Kristján Örn Ingibergsson,
Kristján Þórðarson, Marías Þ.
Guðmundsson, Þórður Pétursson
og Ægir Hafberg.