Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
Blaðamenn Tímans fá svar við skeyti sínu:
Framsóknarflokkurinn
mun annast rekstur blaðs-
ins næstu þrjá mánuðina
5
„ÁSTÆÐAN fyrir því að við sendum þetta skeyti var sú, að þegar
við fengum uppsagnarbréfin var okkur tjáð að nýr aðili mundi taka
við rekstri Tímans frá fyrsta janúar, og að blaðstjórn Tímans bæri
þar með ekki lengur ábyrgð á rekstri blaðsins. Við vorum í starfi hjá
Framsóknarflokknum, og þaö er ekki hægt að ráðstafa okkur frá
einu fyrirtæki til annars, þannig að samkvæmt okkar kjarasamning-
um var okkur stætt á því að mæta ekki til vinnu annan janúar,
heldur sitja heima á fullu kaupi þrjá til fjóra mánuöi, það er að segja
uppsagnarfrestinn," sagði Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Tíman-
um, í samtali við Mbl., en sem kunnugt hefur verið, var öllum
starfsmönnum Tímans, að ritstjóranum, Þórarni Þórarinssyni, und-
anskildum, sagt upp störfum þann 30. desember, í tengslum við
stofnun nýs hlutafélags, Nútímans, sem átti að taka við rekstri
Tímans í ársbyrjun af Framsóknarflokknum.
Hugað ad skemmdum í brú Ottós N. Þorlákssonar MorpiibUiií/Frióþjófur.
Ottó N. Þorláksson:
Skipið frá veiðum
í nokkrar vikur
Blaðamenn Tímans sendu þá
öllum stjórnarmönnum í bráða-
birgðastjórn nýja félagsins skeyti
þess efnis að þeir væru reiðubúnir
til að halda áfram störfum til 15.
janúar, að því tilskildu að þá væri
búið að semja um endurráðningar
þeirra. Ef ekki, áskildu þeir sér
rétt til að hætta störfum fyrir-
varalaust. í gær barst þeim svar
frá Framsóknarflokknum á þá
lund, að flokkurinn muni halda
áfram rekstri Tímans til 1. apríl,
eða fram að þeim tíma að upp-
sagnirnar tækju gildi.
Agnes sagði að skeytið hefði
verið sent til að tryggja rétt
blaðamanna um leið og þeir hæfu
störf hjá hinum nýja vinnuveit-
anda, Nútímanum.
Mbl. náði í gær tali af Hákoni
Sigurgrímssyni, formanni blað-
stjórnar Tímans og forsvarsmanni
hins nýja hlutafélags, og innti
hann eftir ástæðu þess að sú
ákvörðun hefði verið tekin að
Framsóknarflokkurinn héldi
áfram rekstri Tímans næstu þrjá
mánuði. Hákon sagði:
„Það þótti rétt við nánari athug-
un, þar sem ekki tókst að ljúka
stofnun nýja félagsins um ára-
mótin, að flokkurinn héldi form-
lega áfram til fyrsta apríl. Sömu-
leiðis vegna þeirrar gagnrýni sem
komið hefur frá starfsmönnum,
vildi flokkurinn taka af allan vafa
um það að hann stæði við skuld-
bindingar sínar við starfsmenn.
Eftir sem áður verður stefnt að
því að ganga frá endurráðningu
sem allra fyrst. Við vonumst til að
geta haldið stofnfund síðari hluta
næstu viku og mjög fljótlega eftir
að honum lýkur vænti ég þess að
línur fari að skýrast."
VERULEGAR skemmdir urðu á tog-
aranum Ottó N. Þorlákssyni, skipi
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, er það
fékk á sig brotsjó suðvestur af
Reykjanesi síöastliðinn fimmtudag.
Tjónið hefur enn ekki verið metið,
en það mun vera verulegt, því meðal
annars tognuðu burðarbitar í brú
skipsins auk þess, sem miklar
skemmdir urðu á tækjum í brú
skipsins. Ljóst er að skipið verður
frá veiðum í nokkrar vikur.
„Okkur er enn ekki ljóst hve
mikið tjón í krónum talið hefur
orðið á skipinu, en það er ljóst að
það er verulegt. Unnið hefur verið
að því að taka öll tæki úr brúnni,
sem hægt var og síðan hafa þau
tæki sem eru um borð verið könn-
uð. Þá hafa menn frá Stálvík
kannað brúna og komið hefur í
ljós að burðarbitar þar eru bognir.
Þá er ljóst að skipið mun stöðvast
í nokkrar vikur. Það er ekki til
neitt, sem heitir bráðabirgðavið-
gerð í þessu, brúin er það mikið
skemmd, að skipið fær ekki leyfi
til að halda út án fullnaðarvið-
gerðar. Þessari stöðvun skipins
fylgja talsverðir erfiðleikar. Ottó
N. Þorláksson er aflahæsta skipið
okkar og því bagalegt að missa
það úr veiðunum þennan tíma,“
sagði Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri BÚR, í samtali við
Morgunblaðið.
Brynjólfur var spurður að því
hvort þetta þýddi ekki minna hrá-
efni til vinnslu í landi og hvort því
gætu fylgt uppsagnir. Sagði hann,
að of fljótt væri að segja til um
það. Öll skipin nema Ottó væru á
veiðum, en hefði að vísu gengið
brösulega. Það væri ekki búið að
kortleggja þetta enn, en unnið
væri að því. Það væru meiri líkur
á því að minni vinna yrði, þegar
aflaskip hyrfi frá veiðum.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í frétt Morgun-
blaðsins um ísbjörninn hf. í
Reykjavík í gær, að rangt var far-
ið með föðurnafn forstjóra fyrir-
tækisins, Ingvars Vilhjálmssonar.
Var hann sagður Hjálmarsson.
Morgunblaðið leiðréttir hér með
þessi mistök og biður Ingvar
Vilhjálmsson velvirðingar á þeim.
Fullorðin hjón í hrakn-
ingum á Þrengslavegi
iNirlákshörn, 6. janúar.
Hjónin Valdimar Kristinsson, 62
ára leigubílstjóri, og Guðbjörg
Óskarsdóttir, 63 ára, hringdu í
fréttaritara Morgunblaðsins á
Þorlákshöfn og höfðu fremur rauna-
lcga ferðasögu að segja, sem þau
langaði að koma á framfæri. Fer
hún hér á eftir.
„Við hjónin lögðum af stað frá
Reykjavík til Þorlákshafnar um
hálf tólfleytið að kvöldi annars
janúar," sagði Guðbjörg. „Við
ókum á sínum bílnum hvort og
maðurinn á undan. Veðrið versn-
aði er á leið og hafði Hellisheiði
lokast þannig að allir bílar urðu að
aka Þrengslin. Eftir eins og hálfs
tíma akstur vorum við komin efst
í Skóghlíðarbrekku (Þrengsla-
brekku). Þar ókum við fram á hjón
með tvö stálpuð börn í biluðum bíl.
Þau voru á leið til Selfoss.
Á bíl eiginmanns míns hafði eitt
hjólið frosið fast og bað hann mig
að bíða á meðan hann losaði það.
Er það hafði tekist mjakaðist
hann af stað niður brekkuna. í
þann mund kom maðurinn á Sel-
Hjálpsemi
borgar sig
ekki alltaf
fossbílnum og biður mig að taka
sig í tog. Ég treysti mér alls ekki
til þess því að þurrkurnar á bíl
mínum höfðu frosið fastar og vissi
ég ekki hve langt ég kæmist í svo
slæmu veðri. En það var sama
hvað ég sagði, hann hnýtti á milli
bílanna og skipaði mér að aka af
stað. Ég hafði boðið þeim að koma
inn í minn bil, en ekki var við það
komandi fyrst í stað. Ég reyndi
síðan að draga bílinn, en það gekk
ekkert þar sem færðin var hin
versta. Þegar ljóst var að þetta
tækist ekki komu kona og börn
mannsins yfir í minn bíl. Eg var
þá orðin mjög þreytt, þurrkurnar
frosnar og miðstöðin biluð, en
samt ætlaði ég að reyna að komast
áfram.
Á meðan hafði maðurinn minn
ekið niður brekkuna og beið þar,
en er honum fannst biðin orðin of
löng gekk hann af stað í átt til
okkar upp brekkuna á móti belj-
andi stormi, snjókomu og í glæra
hálku. Þegar við vorum að leggja
af stað birtist hann í bylnum illa á
sig kominn. Ég aðstoðaði hann við
að komast inn í bílinn og dúðaði
hann í teppi. í því birtist lögregl-
an, en maðurinn minn er leigubíl-
stjóri og hefur talstöð í bíl sínum
sem hann notaði til að kalla á
hjálp fyrir Selfossbílinn. Birtist
þá eigandi Selfossbílsins og ræðir
við lögregluna. Síðan fara þeir að
binda Selfossbílinn aftan í lög-
reglubílinn. Að því loknu kallar
hann í börnin og konuna, sem fara
í lögreglubílinn.
Ég mjakaðist af stað niður
brekkuna, varð að hafa opinn
glugga til að getað séð út. Þegar
niður er komið vitum við ekki fyrr
til en lögreglan ekur framhjá og
hverfur með Selfossbílinn í togi.
Sjáum við ekkert meira af þeim.
en berjumst áfram og komumst á
endanum heim til Þorlákshafnar
klukkan sjö um morgunin. Var þá
ástandið þannig að maðurinn
minn var stokkbólginn, með blöðr-
ur á höndunum sem voru hálf
tilfinningalausar. Blár og bólginn
í augum og með miklar kvalir.
Ástandið var það slæmt að
heimilislæknir okkar sendi hann á
spítala til frekari rannsóknar.
Hann er nú kominn heim aftur og
er við sæmilega heilsu, en má ekk-
ert vinna eða nota hendurnar. Það
sem okkur finnst furðulegast er
það hvers vegna lögreglan athug-
aði ekki hvort við þyrftum aðstoð
og svo að eigandi Selfossbílsins,
sem við ókum fram á og aðstoðuð-
um, lét ekki lögregluna vita um
ástand okkar. Við erum eldri hjón
og þetta ferðalag tók okkur sjö og
hálfan tíma. Okkur þykir undar-
legt að vera skilin þarna eftir í
brjáluðu veðri um hánótt svona á
okkur komin, rétt eins og við vær-
um ekki til,“ sagði Guðbjörg
Óskarsdóttir. J.H.S.
Opið kl.
Opið kl.
Vörumarkaðurinn hf.
1 EÐISTORG111
Vorumarkaðurinnhf.
ARþ iULA 1a