Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Vetur konungur kveður dyra Ægisbraut á Akranesi aö morgni fimmtudags. Hægra megin er Ægisbraut 9, þar sem Birgir Jónsson var meö skreiðarverkun. Brot úr hjöllunum liggja eins og eldspýtur á götunni, myndin sýnir Ijóslega hvernig sjórinn hefur mölbrotið húsið. MorgunbiaAiA/Jón Gunniaucsnon. TJÓNIÐ, sem varð af völd- um óveðursins og flóðanna á Akranesi og Suðurnesjum á fimmtudagsmorguninn, hef- ur enn ekki verið metið til fulls. Ljóst er þó, að Akranes og t.d. Sandgerði hafa orðið fyrir miklum áföllum og skemmdir þar á bátum og öðrum mannvirkjum eru gríðarlegar. Björgunar- og hreinsun- arstarf stendur enn yfir á báðum stöðunum og verður væntanlega ekki lokið alveg á næstunni. Uppbyggingar- starf hefst á næstu dögum. Myndirnar hér á opnunni voru teknar af Ijósmyndur- um Morgunblaðsins í fyrra- dag, þegar björgunarstarfið stóð sem hæst. Fyrrverandi bílaverkstæði og vélaleiga... Vélaleiga Birgis: Eyðilagðist á milli klukkan sjö og níu „I>AÐ var allt í stakasta lagi hér um klukkan sjö í morgun, en fram til klukkan níu eyðilagðist þetta,“ sagði Birgir Hannesson, eigandi Vélaleigu Birgis Hann- essonar á Akranesi, en fyrirtæki hans var nánast afmáð af yfir- borði jarðar eftir sjóganginn í fyrradag og lítið eftir annað en brak á víð og dreif. „Þetta hefur aldrei verið svona rosalegt áður, en það hefur oft flætt hér. Ég var hér með um 130—140 fermetra hús, sem er í rúst og fyrir utan hjá mér var stálgrindaefni og timbur úr fjórum minkabúum og þetta fór allt. Einnig eyði- lögðust tveir bílar,“ sagði Birg- ir. „Ég hef ekki hugmynd um það hve mikið tjónið er, en ég held að það skipti tugum millj- óna króna, hérna megin göt- unnar. Á þessu eru litlar trygg- ingar, nema einhver viðlaga- trygging, en ég veit ekki hvern- ig fer með það. Það er óuppgert mál,“ sagði Birgir Hannesson. Birgir Hannesson I Björg og Lárus í Bræðraparti: Eins og að horfa út á rúmsjó. MorKunblaðið/RAX. Miklir skruðningar þegar sjórinn gekk yfir húsið — segja hjónin í Bræðraparti, Björg og Lárus HJÓNIN Björg Hallvarðsdóttir og Skúli Lárusson búa í Bræðraparti á svokallaðri Breið, næst sjónum, vestan við höfnina á Akranesi. Þegar þau litu út á fimmtudags- morgun var eins og að horfa út á rúmsjó. Stórgrýti var umhvcrfis húsið, þar sem tún var kvöldið áð- ur, og ýmislegt lauslegt haföi henst frá húsinu sjávarmegin upp á veg noröan við húsið. „Ég hélt að það væri að hrynja snjór af húsinu um sjöleytið, þegar við fórum á fætur,“ sagði Björg í spjalli við blaðamann Mbl. „Það reyndist þá vera allt annað — nefnilega sjórinn að skella á veggjunum og ganga yf- ir húsið allt. Þessu fylgdu heil- miklir skruðningar. Hrædd?" Hún brosti breitt: „Nei, ekkert voðalega!" Skúli, sem orðinn er roskinn maður, sagðist aldrei muna eftir svo miklum flóðum á Akranesi. „Það hefur einu sinni komið álíka mikið flóð hér en þetta er þó meira," sagði hann. „Ég fór ekkert í vinnu í dag, því kjallar- inn var fullur af sjó og ég hef verið að dæla hér úr honum. Þar erum við með frystikistu, þvottavél og fleira, en ég held að það hafi allt sloppið óskemmt. Fegnastur er ég þó að húsið skuli hafa sloppið eða öllu heldur kjallarinn, því hann er hlaðinn, og svo timburhús ofan á honum. Ef hlaðningin fer eitthvað að gefa sig, þá líst mér ekki á blik- una, lagsmaður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.