Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Eldur f húsi í Borgarnesi: Fjölskyldan slapp út á náttfötunum Borgamesi, 5. janúar. „Þaö hefur vafalaust bjargað okkur aó við fórum seint að sofa vegna þess að hjá okkur var gestur um kvöldið," sagði Hilmar Sigurðs- son í samtali við Morgunblaöið, en aðfaranótt sl. þriðjudags kom upp eldur í íbúðarhúsið hans að Skúla- götu 19 í Borgarnesi, þar sem hann býr ásamt konu sinni, Þóru Þor- geirsdóttur, og tveimur ungum börn- um. Hilmar lýsti því hvernig eldsins varð vart þannig: „Þegar ég var að Týnda góssið fyrir austan: Leituöu góssins úr flugvél en án árangurs Eskifirði, 5. janúar. EKKI virðast aðilar smyglmálsins á mb. Þorra frá Fáskrúðsfirði hafa lagt mikið upp úr því að leyna smygltilrauninni er þeir komu í land á Þorláksmessu, því að á jóladag leigðu þeir sér tveggja hreyfla flugvél til að leita að góss- inu. Einnig munu þeir hafa leitað fyrir sér um aðstoð hjá björgun- arsveitinni á Fáskrúðsfirði. Þá munu þeir hafa leitað varningsins í bát og fjörur hafa þeir gengið. Að sögn Bjarna Stefánssonar, fulltrúa sýslumannsins í Suð- ur-Múlasýslu, er rannsókn málsins í gangi og mun fljótlega verða send til ríkissaksóknara. Ekki ber mönnum saman um magn góssins, en líklega er um að ræða 150 myndsnældur og eina eða tvær tunnur af bjór. Ævar fara að sofa fannst mér ég heyra einhver hljóð niðri í kjallara. Fór ég niður og gekk um allt húsið án þess að verða var við neitt þannig að ég hélt að þetta væri einhver vitleysa í mér og fór að sofa. Nokkru seinna heyrðum við hljóð- in ágerast, fórum að athuga þetta nánar en þá gaus reykur á móti okkur þegar við opnuðum svefn- herbergisdyrnar. Gátum við ekk- ert gert annað en að hlaupa út með börnin á náttfötunum," sagði Hilmar. Húsið er tveggja hæða með timburlofti á milli hæða, sem ein- angrað er með sagi og í þessu lofti kviknaði eldurinn, líklega út frá rafmagni. Fjölskyldan vakti upp í næsta húsi og hringdi á slökkvilið- ið sem kom eftir stutta stund. Gekk greiðlega að slökkva eldinn. Skemmdir urðu á loftinu af völd- um eldsins en auk þess skemmdist húsið nokkuð af reyk og vatni og það sem í því var. Er það óíbúð- arhæft eins og er en fjölskyldan býr hjá foreldrum Hilmars. Sagði Hilmar að húsið hefði verið ágæt- lega tryggt þannig að hann fengi viðgerðina á því væntanlega borg- aða. HBJ Hilmar Sigurðsson lýsir upp í loftið þar sem eldurinn kviknaði í íbúðarhúsi hans, út frá rafmagni að talið er. MorgunblaAi«/HBj. Sandgerðingar mótmæla ástandi í símamálum: Oft er sambandslaust út úr þorpinu klukkutímum saman „ASTANDIÐ hefur langtímum verið svo slæmt hér, að klukkustundum saman dag eftir dag hefur ekki verið hægt að ná símasambandi út úr þorpinu. Það er vitaskuld mjög al- varlegt, því það þarf ekki mikið að bera út af til að nauðsynlegt sé að geta hringt út af staðnum," sagði Unnur Þorsteinsdóttir, símstjóri í Sandgerði, í samtali við blaðamann Mbl. um afleitt ástand í símamálum þar í plássinu. Fréttaritari Morgun- blaðsins í Sandgerði gerði þetta ástand m.a. að umtalscfni í áramóta- yfirliti sínu hér í blaðinu. Unnur Þorsteinsdóttir sagði að „Ákaflega ánægju- legar undirtektir“ — segja Umba-menn um sýningar á Skilaboðum til Söndru „VIÐ erum ákaflega ánægð með und- irtektir fólks,“ sögðu aðstandendur Kvikmyndafélagsins l.'mha í samtali við Morgunblaðið í gær, en sýningar á hinni nýju íslensku kvikmynd Skila- boð til Söndru, eftir samnefndri skáldsögu Jökuls Jakobssonar, standa nú yfir í Háskólabíói, auk þess sem myndin er sýnd nú um helg- ina í Keflavík og á Bolungarvík. „Við reyndum að hafa ofurlítið sumar í þessari bíómynd, og þótt lítið hafi verið af sól í sumar þá er eins og það hafi tekist að koma sól inní þessa mynd, enda átti hún fyrst og fremst að gleðja fólk. Við látum aðrar mynd- ir um blóðslettur, hasar og bílalcik. Við lögðum meira upp úr húmor, mannlegum samskiptum — agnarlít- illi hugsun um okkur hér og nú.“ Aðalhlutverk myndarinnar, rit- höfundinn Jónas, leikur Bessi Bjarnason og ráðskonu hans Sondru leikur Ásdís Thoroddsen, en fjöldi annarra leikara kemur fram í myndinni. Nokkrir biógesta í Háskólabíói voru inntir álits á myndinni Skila- boð til Söndru. Edda Björgvinsdóttir, leikari: „Mér fannst þetta alveg sérstak- lega falleg mynd og skemmtileg. Ekki síst eru samræðurnar kímnar og launfyndnar. Bessi Bjarnason, uppáhaldsleikarinn minn, er yndis- legur og fer alveg á kostum í aðal- hlutverkinu. Svo heyrðist hvert einasta orð í myndinni, og það er óvenjulegt í íslenskum myndum." Jón Þórarinsson, tónskáld: „Skilaboð til Söndru finnst mér reyndar að ætti frekar að heita Skilaboð frá Söndru. Kjarni mynd- arinnar er eiginlega skilaboð til okkar miðaldra manna og eldri, sem hneigjast til að halda að það eitt skipti máli sem við höfum fyrir stafni. Vitanlega megum við ekki láta slík skilaboð trufla okkur! Ég er líka stoltur af því að sú elskulega kvenþjóð sem hefur skap- að þetta listaverk skuli hafa verið alin upp á Lista- og skemmtideild sjónvarpsins meðan ég var þar.“ lllugi Jökulsson, blaðamaður: „Mér fannst þetta hin besta mynd. Hún fer rólega af stað, en þegar þeir Morthensbræður birtast á tjaldinu fer nú aldeilis að æsast leikurinn. Elías Mar fannst mér frábær í hlutverki John Stewart Taylor, og leikarar í myndinni standa sig með prýði." Lögreglan undir forystu Birnu Þórðardóttur lætur til skarar skríða gegn „gestum" Jónasar rithöfundar (Bessi Bjarnason), Þorlákur Kristinsson í hlutverki nafna síns tekinn fastur. ekki væri einasta oftlega illmögu- legt að ná sambandi innan Sand- gerðis, heldur væri einnig iðulega nær ógerlegt að ná sambandi út úr þorpinu, eins og hún lýsti hér að framan. „Þetta ágerist náttúrlega eftir því sem notendurnir verða fleiri," sagði hún. „Mér er sagt að þessu valdi tæknilegir annmarkar á kerfinu hér en nú stendur það víst til bóta, því þessa dagana er verið að setja upp í Keflavík nýja talnarafeindastöð, sem á að taka við m.a. Garðinum. Þá ætti álagið hjá okkur að minnka að sama skapi, að mér skilst.“ Undirskriftalistar hafa að und- anförnu gengið um Sandgerði þar sem mótmælt er lélegu símasam- bandi innanbæjar og utan. Sveit- arstjórnin hefur og nýverið álykt- að um málið og mun, skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins, þess vera að vænta á næstu dögum, að yfir- völd póst og símamála fái listana og áskoranir íbúa og sveitar- stjórnar í hendur. Blm. tókst ekki í gær að ná tali af sveitarstjóra eða oddvita vegna þessa máls. Fundur ASÍ og VSÍ tíð- indalítill Alþýðusamband íslands og Vinnu- veitendasamband íslands áttu með sér fund um kjaramál í gær og var annar fundur ákveðinn mánudaginn 16. janúar. Samkvæmt upplýsingum Magn- úsar Gunnarssonar framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands ís- lands var fundurinn tíðindalítill. Ákveðið var að viðræðuaðilar héldu áfram athugunum sínum á stöðu efnahagsmála, en Magnús sagði að erfið staða í sjávarútveg- inum hefði óumflýjanlega áhrif á þróun kjaramála í landinu. Magnús sagði það vera ljóst að það væru miklir erfiðleikar fram- undan bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum og það fyndist eng- in fljótvirk eða auðveld lausn á þeim vanda, en þeir væru ekkert á því að gefast upp þrátt fyrir það. Óveðursskemmdir á sím- stöðinni á Akurtröðum: Ekkert síma- samband í tvo sólarhringa EKKERT símasamband var við Grundarfjörð, Ólafsvík og Hellis- sand frá klukkan þrjú eftir hádegi sl. miövikudag til rúmlega fimm í gær, en í vonskuveðrinu á miðviku- daginn skemmdist loftnet á símstöð- inni á Akurtröðum í Eyrarsveit, þeg- ar hlíföarskjöldur losnaði frá og olli skemmdum á fæðihorni og sleit rafmagnslínu. Stefán Þór Sigurðsson, símvirki hjá mælistofu Landssímans, sagði í samtali við Mbl., að skemmdirn- ar hefðu ekki verið miklar og við- gerð hefði gengið greiðlega, en hinsvegar komust viðgerðarmenn ekki á staðinn fyrr en eftir hádegi í gær vegna ófærðar. Helgi Kristjánsson, fréttaritari Mbl. á Ólafsvík, sagði að hægt hefði verið að moka á fimmtudag- inn, en þá var ágætt veður. „Hins vegar er aðeins mokað tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudög- um, og því höfðu vegagerðarmenn á Snæfellsnesi ekki heimild til að hreyfa sig á fimmtudaginn," sagði Helgi. Byrjað var að moka í gærmorg- un og. var von á fyrsta áætlunar- bílnum til Ólafsvíkur eftir að ófærðin skall á um hálfníuleytið í gærkvöldi. Athugasemd í BLAÐINU í gær var sagt að „Willi Wear“-fatnaður væri ekki fáanlegur hér á landi. Þetta er ekki rétt. Verslunin Plaza á Laugavegi hefur haft hann á boðstólum sl. þrjú ár. Færð á þjóðvegum lagast „FÆRT ER fyrir Hvalfjörð í Borgar- fjörð og stórum bílum og jeppum er fært frá Borgarfirði um Heydal í Búöardal," sagði Hjörleifur Ólafs- son, vegaeftirlitsmaður er rætt var við hann í gær. „Vegurinn um Svínadal er fær stórum bílum og jeppum, en Gils- fjörður er ófær. Vegir á Snæfells- nesi hafa verið mokaðir og verða færir í kvöld, aðrir en vegirnir um Fróðárheiði og Kerlingaskarð. Fært er frá Patreksfirði suður á Barðaströnd, út á flugvöll og norð- ur á Bíldudal. Frá Flateyri er fært að Núpi í Dýrafirði, en ófært fyrir Dýrafjörð. Frá ísafirði er fært til Bolungarvíkur og Súðavíkur. Það voru einkum snjóflóð sem lokuðu veginum í Óshlíðinni. I dag tókst að opna veginn úr Borgarfirði norður í land tij Akur- eyrar og einnig um Strandir til Hólmavíkur. Mokað var til Siglu- fjarðar, en þar var snjókoma og talin hætta á að vegurinn lokaðist fljótlega á ný. Vegurinn til Ólafsfjarðar var opnaður í dag. Frá Akureyri er svo fært til Húsavíkur um Víkurskarð og einnig var vegurinn til Greni- víkur ruddur. Sömuleiðis er fært frá Húsavík í Mývatnssveit. Fært er jeppum og stórum bílum austur um Tjörnes til Raufarhafnar, en ófært á hálsinum sunnan Rauf- arhafnar. Greiðfært er frá Reykjavík um Þrengslin en Hellisheiði er lokuð. Víðast er greiðfært á vegum á Suðurlandi, en þó er þungfært víða í uppsveitum Árnessýslu. í dag var vegurinn með Suður- ströndinni austur á Austfirði ruddur og austanlands er fært um Fagradal og Oddsskarð. Sæmileg færð er á vegum í nágrenni Eg- ilsstaða. Vegirnir um Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra eru ófærir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.