Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 i Faöir okkar, tengdafaöir og afi. ■i RAGNAR Þ. GUÐMUNDSSON, Skaftahlíð 14, lést fimmtudaginn 5. janúar. Guðmundur Ragnarsson, Dúfa S. Einarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Eygló Gunnarsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Pétur G. Pétursson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, ÞORBJÖRG E. JÚLÍUSDÓTTIR, Siifurgötu 13, Stykkishólmi, lést í Landspítalanum aö morgni 5. janúar. Georg B. Ólafsson, Gylfi Georgsson, Laufey Guömundsdóttir, Júlíus B. Georgsson, Ágúst Ólafur Georgsson, Valgerður Siguróardóttir og barnabörn. Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN ARADÓTTIR, sem lést mánudaginn 2. janúar, veröur jarösungin frá Bústaöa- kirkju mánudaginn 9. janúar kl. 13.30. Svafar Steindórsson, Dóra Svafarsdóttir Sölvberg, Ingebrigt Sölvberg, Rangar Svafarsson, Stella Magnúsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR SVEINSSON t frá Mælifellsá, Ásvallagötu 20, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. janúar kl. 13.30. Stefana Guömundsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Gylfi Sigurlinnason, Stefana Gylfadóttir, Guömundur Björgvinsson, Ólafur Gylfason, Sigríóur Magnúsdóttir, Rakel Gylfadóttir, Þröstur Gylfason. Útför + JÓNU ÞÓRDÍSAR REYKFJÖRÐ fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 9. janúar kl. 10.30. Ingibjörg Ingibjartsdóttir. Hrafnkell Stefáns- son - Kveðjuorð Fæddur 30. apríl 1930 Dáinn 23. desember 1983 Ég minnist þess ekki að andláts- fregn hafi komið mér svo mjög á óvart um dagana, sem í hádeginu á aðfangadag er tilkynnt var lát vinar míns, Hrafnkels Stefánsson- ar. Svo ungur, kallaður á fund hins ókunna fyrirvaralaust, hraustur, að séð varð, hafði, og þau hjón, ekið konu minni frá ísa- fjarðarflugvelli nokkrum dögum áður, glaður og hress. Ég mætti honum í haust í stigagangi húss þess í Reykjavík, þar sem við báðir áttum íbúðir í, nokkur orð fóru á milli, bjuggumst við að hittast seinna ... kannski í haust, kannski bak jólum eða ekki fyrr en í vor. Hann þá klæddur fimleikafatnaði og sagðist vera að fara út og fá sér sprett. Vel á sig kominn andlega og líkamlega. Kynni okkar voru nánast engin í Háskóla, höfðum snoðrænu hvor af öðrum, en nóg til þess að er hann gerðist lyfsali á ísafirði tók- ust með okkur og fjölskyldu hans góð kynni. — Hrafnkell heitinn var traustur maður og líklega nokkuð seintekinn, alvara og gam- ansemi blandaðist í honum með þeim hætti er hvað þægilegastur má teljast vera, samfara góðri greind og viðkunnanlegu fasi hins yfirvegaða manns. Oftlega leit ég inn til hans á vinnustofu hans í lyfhlöðunni þar sem hann setti saman læknisdóma af mikilli vandvirkni og kunnáttu, eða við gengum að drekka kaffi hjá hans góðu konu, Guðbjörgu, honum jafnaldra og skólasystir og spjölluðum um gamla vini og kunningja okkar allra frá forðum tíð. Heimili þeirra var einstakt að því, að umgjörðin var gömul, hið gamla lyfsalahús á fsafirði, stof- urnar báru blæ fyrri áratuga, hlýlegar og smekklegar í senn. Aðrir mér kunnugri verða ef- laust til þess að rekja lífshlaup Hrafnkels heitins. Þessi orð eru aöeins lítill þakklætisvottur frá mér og minni fjölskyldu fyrir góð en stopul kynni. Ég þakka hér góð- ar minningar er hann skilur eftir í mínum huga. Ykkur, börnum Hrafnkels, og Guðbjörgu flyt ég hér samúðar- kveðjur okkar hér í Vatnsfirði, með þökk fyrir öll kynni og vin- semd í okkar garð. Blessun fylgi ykkur og styrkur sé ykkur gefinn í sárri sorg. Sr. Baldur Vilhelmsson, VatnsfirAi. Hrafnkell Stefánsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1930. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðrún Guð- jónsdóttir, verkamanns í Reykja- vík, Brynjólfssonar og Guðlaugar Eyjólfsdóttur og Stefán múrara- meistari Jakobsson bónda á Galtafelli í Hrunamannahreppi Jónssonar og Guðrúnar Stefáns- dóttur frá Ásólfsstöðum. Var hann annar í röð þriggja sona þeirra. Hinir eru Hreggviður arki- tekt og Stefán Már lögfræðingur. Barnskónum sleit Hrafnkell í Norðurmýrinni og sótti Austur- bæjarskólann. Heimiiið var á Mánagötunni, síðar á Háteigsveg- inum. Því kynntist ég ekki foreldr- um hans, en minnisstætt er mér eitt sinn er við nokkrar stelpur í 1. bekk vorum að sniglast þar í kring, var boðið inn, tekið af alúð og áhuga og veitt kaffi og meðlæti. Hrafnkell líktist föður sínum í sjón Hann var hávaxinn og alla tíð mjög grannvaxinn, fádæma kvikur í hreyfingum og virtist mér hann fremur hlaupa en ganga. í andliti var hann grannleitur, and- litsfríður, augun fagurlega blá og lágu djúpt, í þeim brá oftast fyrir kímni og hlýju. Hárið var skol- grátt og strítt fram á við á yngri árum. Hrafnkell var laglegur pilt- ur, en varð glæsilegur fullþroska maður. Á þeim degi, er jörð vor tók aft- ur að feta sig í átt til ljóssins, ylsins, lífgjafans, var fornvinur minn Hrafnkell Stefánsson allur. — Þegar fyrsta reiðarslag slíkra harmafregna er liðið hjá, hvarflar hugurinn að venju aftur í tímann og hver og einn hefur úr sínum minningasjóði þá innistæöu, sem tengd er þeim látna, allt frá fyrstu innlögn til hinnar síðustu. Svo var mér og farið. Haustið 1944 eru samankomin í 1. bekk Menntaskólans í Reykja- vík u.þ.b. 30 ungmenni, litlir karl- ar í jakkafötum, ljósum skyrtum og með hálsbindi, og litlar kerl- ingar í kjólum og ísgarnssokkum. Ef nánar var að gætt voru þeir sem fötin báru ungir drengir vart Minning: Stefán Guðmunds- son bóndi Skyggni Hugheilar þakkir okkar ættingja EIRÍKS JÓHANNESSONAR, Suðurgðtu 4, Hafnarfiröi, færum viö stjórn, forstjóra og öllu starfsfólki St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi, fyrir vináttu og víröingu viö fráfall og jaröarför hans. Einnig þökkum viö fólögum hans í skátahreyfingunni og í Lúöra- sveit Hafnarfjaröar þeirra þátt í athöfninni. Séra Ágúst Eyjólfssyni færum viö sérstakar þakkir. Viö biöjum þessum aöilum Guös blessunar í störfum þeirra svo og hinum fjölmörgu, sem heiöruöu minningu hans meö nærveru sinni í kirkju Krists konungs, Landakoti. Systkinabörn Eiríks Jóhannessonar, Þorgeir Jóhannesson, Túnsbergi. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, MARÍU WILHELMÍNU HEILMANN EYVINDARDÓTTUR, Grenimel 35, Reykjavík. Erna Árnadóttir, Eyvindur Árnason, Böövar Árnason, Gunnar Árnason, Gottfreö Árnason, barnabörn og Margrét Gestsdóttir, Guðmunda Gunnarsdóttir, Stefanía Stefónsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, barnabarnabörn. Fæddur 12. október 1904. Dáinn l.janúar 1983. Þæg er hvíldin, þyngist fæti þegar hallar æfi degi. Gott færð þú hjá guði sæti, genginn dauðans huldu vegi. Verkin góðu — varðinn besti, við þér blasir fyrir stafni. Veglegt er þitt veganesti. Vertu sæll í Drottins nafni. (K.ó.) Þegar góöur vinur deyr fyllist hugur manns söknuði, jafnvel þó lát hans komi manni ekki að óvör- um. Þannig varð mér við, þegar sonur minn hringdi til mín á nýj- ársdagsmorgun og tilkynnti mér lát Stefáns tengdaföður síns, við vissum öll að hverju dró, en ávallt er þó haldið í vonina um batnandi heilsu. Stefán Guðmundsson átti ættir sínar að rekja norður í Miðfjörð, á Hvammstanga bjuggu foreldrar hans, Jónína Jónsdóttir og Guð- mundur Stefánsson. Stefán skilaði miklu dagsverki í lifanda lífi, varla hef ég kynnst neinum manni sem var jafn hörkuduglegur og ósérhlífinn til allrar vinnu. Hann stundaði sjó- sókn á sínum yngri árum, og var um árabil hjá útgerð Tryggva Ófeigssonar og líkaði vel við hann sem húsbónda og sagði Tryggvi mér að Stefán hefði verið afbragðs verkmaður og samviskusamur. Einnig vann Stefán í mörg haust hjá Sláturfélagi Suðurlands og var þar mjög góður starfskraftur. Mesta gæfuspor Stefáns var án efa þegar hann kvæntist Kristínu Steindórsdóttir frá Ási í Hruna- mannahreppi. Þau byggðu sér nýbýlið Skyggni úr landi Áss og þar undu þau glöð við sitt. Útsýni er mjög fagurt frá Skyggni, sér til Heklu, Skólholts og víðar. Stefán og Kristín eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem bera foreldrum sínum gott vitni. Þau eru: Guðrún, gift Þorleifi Guðmundssyni, skipstjóra, Þor- lákshöfn og eiga þau fjögur börn; Steindór, bóndi í Austurhlíð, kvæntist Huldu Harðardóttur, þau eiga tvö börn, Steindór átti einn son áður; Jónína, gift Guð- mundi Óla Scheving, vélstjóra, og eiga þau þrjú börn, og Guðmund- ur, bóndi í Skyggni, kvæntur Ing- veldi Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn, Guðmundur átti eina dóttur áður. af barnsaldri. Flestir höfðu vorið áður við ferminguna hafið vegferð sína í heimi fullorðinna. Eftir- vænting og forvitni lá í loftinu. Yrði þetta samhentur hópur? Hverjir og hvernig voru þessir fé- lagar, sem áttu eftir að deila sam- an gleði og smásorgum, og hafa bein eða óbein áhrif á líf hvers annars næstu sex árin? Nokkrir komu úr sama barnaskóla, aðrir höfðu hist í prófunum vorið áður, og enn aðrir sést á skautum á Tjörninni, eða á Vellinum. — í þá daga var Reykjavík ekki stór. í þessum hópi var Hrafnkell, snagg- aralegur strákur, léttur á fæti, hlédrægur og broshýr. Hópurinn samlagaðist fljótt og má vera, að ýmsum hafi þótt sem alvaran sæti þar ekki í fyrirrúmi, heldur gáski og ærsl, sem m.a. fékk útrás í því að stríða eldribekkingum. Ekki var Hrafnkell þar fremstur í flokki, en lét sitt þó ekki eftir liggja. — Með aldri og þroska breyttist þetta, ærslin lögðust af, alvaran varð meiri. Kom þá betur í ljós hvern mann Hrafnkell hafði að geyma. í eðli sínu var hann dul- ur, flíkaði hvorki tilfinningum sínum né þekkingu, hafði sig lítt í frammi í orðræðum ná á manna- fundum, en skaut inn góðum at- hugasemdum hér og þar, sem mark var á tekið. Hann var athug- ull grúskari, hafði augun opin fyrir náttúrunni og mannlífinu, sá dásemdir þess fyrrnefnda en spaugilegu hliðar hins síðar- nefnda og veitti okkur á græsku- lausan hátt hlutdeild í því. Stund- um fannst mér sem hann væri ein- fari mitt í hringiðunni. Hann fór í stærðfræðideildina og sóttist námiö vel, enda góðum gáfum gæddur, gáfum sem eflast og þroskast við hvert viðfangsefni því hugurinn er frjór. Á þessum árum hélt ég, að hann ætlaði að leggja fyrir sig náttúrufræði, því Árið 1972 kynntist ég Stefáni og Kristínu í Skyggni er börn okkar, Jónína dóttir þeirra og Guðmund- ur sonur minn, giftu sig, alltaf síð- an hefur verið mjög góður vin- skapur milli okkar fjöldskyldna og alltaf var jafn gott að koma í Skyggni, alltaf var Stefán jafn hress og gaman að ræða við hanr um allt milli himins og jarðar, hann kunni frá mörgu að segja. Minningar liðinna ára verða geymdar eins og perlur. Við hjón- in sendum Kristínu, börnum, barnabörnum svo og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. „Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa.“ Guðrún S. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.