Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 13 tónlistarlífinu Margrét Heinreksdóttir Ég spurði, hvernig þau mætu sjálf gildi og hlutverk þess starfs sem Kammersveitin hefði unnið um árin og vildu þau einkum til- taka tvo þætti, annarsvegar að halda uppi reglulegum hljómleik- um með flutningi stærri kammer- verka, sem ekki hefði verið fyrir hendi áður; hinsvegar það gagn, sem hljóðfæraleikararnir hefðu sjálfir haft af því að leika kamm- ertónlist reglulega. Flestir félag- anna höfðu leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands en ekki mikið af kammermúsík fyrr en Kamm- ersveit Reykjavíkur tók til starfa. „Það er afar þroskandi fyrir hljóðfæraleikara að æfa og spila saman, án stjórnanda, þurfa að hlusta hver á annan og hver með öðrum og við teljum að það hafi skilað sér í bættum leik hljóð- færaleikaranna í Sinfóníu- hljómsveitinni sjálfri." Þeir hljóðfæraleikarar og söngvarar, sem fram hafa komið með Kammersveitinni á þessum áratug eru svo margir orðnir, að nær því myndu fylla Áskirkju, þar sem tónleikararnir á morgun verða haldnir. í þessum stóra hópi er mikið af ungu fólki, einkum frá starfinu á síðustu árum. „Við höf- um opnað sveitina æ meira með árunum, sagði Rut, enda var ætl- unin sú í upphafi að hún endur- nýjaðist stöðugt, þegar hún hefði haslað sér völl og starfið fengið fastar skorður, og við vonum, að svo verði áfram." Alls hefur Kammersveit Reykjavíkur flutt um 140 tónverk þennan áratug, að meðaltali 14 á ári, dágott framlag í frístundum er óhætt að segja. Á verkefnalist- anum kennir margra grasa en mest virðist þar áberandi tónlist frá barokskeiðinu og 20. aldar tónlist, þar á meðal frumflutning- ur nýrra verka, sem samin hafa verið fyrir sveitina. Tónleikar hafa jafnan verið þrisvar til fjór- um sinnum á vetri og fjórum sinn- um hefur sveitin leikið erlendis. Með henni hafa leikið hinir merk- ustu tónlistarmenn, innlendir og erlendir, og mætti kannski af þeim nefna þá Vladimir Ashken- azy og feðgana Ib og Vilhelm Lansky Otto — og allir að sjálf- sögðu án endurgjalds. Þegar fjórmenningarnir voru inntir eftir því, hvernig verkefni væru valin, kom fram, að ekki hefðu alltaf allir verið sammála í þeim efnum, — „en allur slíkur ágreiningur hefur alltaf leystst fljótt og vel,“ sögðu þau og bættu við, að það hefði verið skemmti- legt verkefni að koma sér saman um viðfangsefnin hverju sinni. „Sé ágreiningur er einfaldlega leyst úr honum með atkvæðagreiðslu." Starfsskipan og stjórnun sveit- arinnar sögðu þau jafnan hafa verið lausa í reipum. Þó hefur hún þriggja manna stjórn — hana skipa nú Rut Ingólfsdóttir, for- maður, Sesselja Halldórsdóttir og Auður Ingvadóttir, og þriggja manna verkefnavalsnefnd leggur sínar tillögur fyrir sveitina, en nefndina skipa nú auk Rutar þau Helga Ingólfsdóttir og Páll P. Pálsson. Og hvernig kemur svo þessi stóri hópur sér saman um túlkun viðfangsefnanna? Jú það sögðu þau að væri einn ánægjulegasti þáttur starfsins. „Þar sem við ráð- um okkur algerlega sjálf og spil- um yfirleitt án stjórnanda verðum við að leita túlkunarleiðanna í sameiningu, prófa okkur áfram þar til við sættumst á hvaða stefna skuli tekin og um það verða oft harðar rökræður. Þetta tekur sinn tíma en er mjög þroskandi. Stundum höfum við fengið menn til að leiðbeina okkur um eitt og annað, sérstaklega hafa þeir gert það Páll P. Pálsson og Paul Zuk- ofsky og við vildum gjarnan hafa meiri fjárráð til að geta fengið leiðbeinendur oftar, innlenda og erlenda." Á tónleikunum á sunnudag verður, sem fyrr sagði, flutt tón- verkið Árstíðirnar eftir Vivaldi, — eitt af fyrstu prógramtónverk- um eða hermitónverkum fyrir hljómsveit sem þekkt eru. Verkið er samið við fjórar sonnettur, sem taldar eru eftir Vivaldi sjálfan, og þær hefur Þorsteinn Gylfason þýtt í tilefni þessara tónleika. Fjórir fiðluleikarar skipta með sér einleikshlutverkum í þáttun- um fjórum; þeir eru Helga Hauks- dóttir í Vorinu, Unnur María Ing- ólfsdóttir f Sumrinu, Þórhallur Birgisson í Haustinu og Rut Ing- ólfsdóttir í Vetrinum. Ég þykist vita, að þeir, sem sótt hafa tónleika Kammersveitar Reykjavíkur síðustu tiu árin taki undir þakkir mínar og afmælis- kveðjur til hennar svo og ósk um, að við megum hennar enn lengi njóta. þar hafa falsanirnar haldið áfram eins og sjá má af þeim einkenni- legu leiðréttingum sem sendar hafa verið þeim, sem hafa aflað sér sovésku alfræðiorðabókarinn- ar sem út kom á dögum Stalíns heitins. Sú mynd sem dregin var upp af hinum nýju valdhöfum af ástand- inu fyrir byltingu er ærið svört, almennt ólæsi, fangelsanir og fangabúðavist, niðurkoðnun lista og bókmennta, hungur og hins vegar óhófslíf valdastéttanna. Þessi mynd stangast mjög á við raunveruleika þessa horfna sam- félags. Það var unnið að því að útrýma ólæsi og var það langt komið löngu fyrir byltingu, bók- menntir og málaralist átti sitt blómaskeið í Rússlandi Nikulásar II og eftir byltinguna fór svo að stór hópur skálda var fangelsaður og sömuleiðis var séð fyrir þeim sem ekki „gerðu þær góðu mynd- ir“, sem valdamenn kröfðust að gerðar væru. Sjálfsmorðið varð lausn sumra bestu skáldanna eða þeir vesluðust upp í fangabúðum eða flúðu land. Bókmenntir og listir koðnuðu niður eftir bylting- una þótt valdhafar reyndu að hlynna að þeim „bókmenntaverka- lýð“ og „listmálaraverkalýð" sem gerðu „góðu myndirnar". Kyril fjallar nokkuð um iðnvæðinguna, sem var í örri þróun á þessu tíma- bili og varðandi landbúnað þá var meira kom ræktað í Rússlandi zarsins rétt fyrir fyrra stríð en ræktað var um miðja þessa öld, Rússland brauðfæddi sig, með þeim fremur frumstæðu landbún- aðarverkfærum og ræktunarmáta á þessu tímabili og flutti talsvert af korni út, að auki. Birtur er bókalisti um heimildir höfundar í lok ritgerðarinnar. Loðnuskipin eru nú sem óðast að búa sig til veiða að loknu jólafríi. Hér eru það skipverjar á Jóni Finnssyni RE, sem eru að taka nótina um borð. Morgunblaftíð/Ói.K.M. 900 kr. fyrir loðnulestina — Verðið miðast við 8% fitu og 16% fitufrítt þurrefni YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið lágmarks- verð á loðnu veiddri til bræðslu frá 2. janúar til vertíðarloka. Verðið er 900 krónur fyrir hverja lest og mið- ast við 8% fituinnihald og 16% fitu- frítt þurrefni. Verðið er uppsegjan- legt frá 1. febrúar. Verðið var sam- þykkt með atkvæðum seljenda og oddamanns gegn atkvæðum kaup- enda. Á haustvertíðinni var lág- marksverð 1.330 krónur fyrir lest- ina og miðaðist þá við 16% fitu- innihald og 15% þurrefnisinni- hald. Þá breyttist verðið um 72 krónur til hækkunar eða lækkun- ar fyrir hvert 1%, sem fituinni- hald breyttist frá viðmiðun, og 85 krónur fyrir 1% breytingar á þurrefnisinnihaldi. Nú breytist verðið um 77 krónur til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% fitu- innihalds og 82 fyrir þurrefnis- innihald. Stafa þær breytingar af því að frá því verð var ákveðið í haust hefur verð á lýsi heldur hækkað en verð á mjöli lækkað. Fituinnihald og fitufrítt þurr- efnismagn hvers loðnufarms skal ákvarðað af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameiginlega af full- trúa veiðiskips og fulltrúa verk- smiðju í samráði við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Verðið er miðað við loðnuna komna í lönd- unartæki verksmiðju. Lágmarks- verð á úrgangsloðnu til bræðslu frá frystihúsum skal vera 97 krón- um lægra fyrir hverja lest en að ofan greinir og ákvarðast á sama hátt fyrir hvern farm samkvæmt sýnum teknum úr veiðiskipi. NÝJUNG Á ÍSLANDI KENNSLA í LÍKAMSRÆKT Á NÁMSKEIÐI Námskeið fyrír konur — Kennsla 1KrS® mataraeði o.fl. Megináherzla logð a bnost, lendar og mitti. I Leiöbeinendur: Ómar Sigurðsson og Hratnhildur Valbjörnsdóttir. Kenntverðura mánudögum, miðvikudogum og fostudog frá kl. 2—10. Wamskeidid heíQ# o - r Nofwn eingöngu h!n 9; Jan* ' amsræktartæki9 Wedpfrabæru weider-|,k- Weider-handlóð. Sígild og notagildið endalaust. „oóda'1 ,tWe ,„nds"'s ökkla- og armaþynging- ar. Vinsælt og fjölhæft æfingatæki. ' Dana, kraftganga, laik- flmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.