Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 39 Einar íþrótta- maóur ársins EINAR Vilhjálmsson spjótkastari sem á síöastliðnu keppnis- tímabili skipaöi sér á bekk meðal fremstu spjótkastara heims- ins, var í gærdag útnefndur íþróttamaöur ársins 1983, af sam- tökum íþróttafréttamanna. í hófi sem fram fór aó Hótel Loft- leiöum í gær, afhenti Hermann Gunnarsson Einari hinn glæsi- lega farandgrip og sagöi þá meöal annars í ræöu sinni: Einar Vilhjálmsson hlaut sam- tals 60 atkvæöi af 60 mögulegum, sem er glæsilegur árangur. Einar Vilhjálmsson er fæddur 1. júní áriö 1960 og er því 23 ára gamall. Ein- ari hefur snemma runniö blóöið til skyldunnar um aö standa sig vel í íþróttum, honum kippir í kynið, og máltækiö víöfræga á vel viö: „Sjaldan fellur epliö langt frá eik- inni“. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö Einar er sonur Vil- hjálms Einarssonar, þess mikla af- reksmanns hér á árum áöur, sem meöal annars varö annar í þrí- stökki á Olympíuleikunum í Mel- bourne áriö 1956. Skömmu eftir fæöingu Einars áriö 1960 fagnaöi faöir hans þessum stæöilega, rauöbirkna víkingi meö því aö veröa fimmti á Olympíuleikunum í Róm. Einar byrjaöi aö sjálfsögöu snemma aö iöka flestar greinar íþrótta, reyndar eins og bræöur hans hafa gert meö góöum árangri. Hann bjó lengi meö for- eldrum sínum í Borgarfiröi og hef- ur haldið tryggö viö ungmenna- samband Borgarfjaröar frá þeim tíma. Einar tók fyrst þátt í frjálsum íþróttum áriö 1976 og kom þá mest sjálfum sér á óvart, þegar hann kastaöi kvennaspjóti 57,36 metra og sigraöi í sveinaflokki. Ári síöar fleygir Einar svo karlaspjóti í fyrsta skipti og þaö svífur 57,92 metra. 1978 sigrar Einar í spjót- kasti í landskeppni viö Dani, bætti drengjametiö, kastaöi 67,36 metra. 1978 veröa litlar framfarir hjá honum í spjótkasti, hann vas- ast í ýmsum greinum íþrótta, er meira og minna aö leita aö sjálfum sér og hvert hann stefni. Það ár veröur hann íslands- meistari í körfubolta meö Fram, leikur handknattleik meö KR og unglingalandsliöinu og kastar spjóti 68,82 metra. Uppgjöriö kom síöari hluta árs, þegar þessi geö- felldi íþróttamaöur, tekur af skariö, velur spjótkast sem aðalgrein og markiö er sett hátt. Áriö eftir, 1980, lætur árangurinn ekki á sér standa, afrakstur vel skipulagöra æfinga kemur i Ijós, islandsmet er sett í Svíþjóö, spjótiö flýgur 76,76 metra. 1981 kastar Einar spjótinu 81,22 metra og fer um haustiö til Bandaríkjanna til læknanáms og þrotlausra íþróttaæfinga. Áriö 1982 á Einar viö meiösl aö stríöa, en ósérhlífni hans og keppnisskap héldu honum ekki frá keppni, þeg- ur heiöur islands var í veöi í lands- keppni og hann tryggöi sigur í spjótkasti, þótt þaö leyndist eng- um, aö þar kastaði hánn fremur af vilja en mætti. Veturinn 1982—83, þegar Einar haföi náö sér aö fullu, var haldiö áfram viö þrotlausar æfingar, hver mínúta var skipulögö, tæknin bætt á visindalegan hátt og markið sett hærra, frábær og skapfastur íþróttamaöur var kominn á fulla ferö. Einar varö bandarískur há- skólameistari sl. vetur, kastaöi 89,98 metra og i Vancouver sigraöi hann alla bestu spjótkastara Kan- ada, kastaöi 89,18 metra. Há- punktur sumarsins hjá Einari var keppni úrvalsliös Noröurlanda og Bandaríkjanna í Stokkhólmi, keppni sem beðiö var meö mikilli eftirvæntingu. Einar var hetja Norðurlanda í þessari keppni, hann sigraöi í spjótkasti, setti glæsilegt íslandsmet, kastaöi 90,66 metra og var fjórum metrum á undan heimsmethafanum Tom Petranoff. Einar náöi sér ekki á strik, í eina skiptiö á árinu, á sjálfu heims- meistaramótinu í Finnlandi, kast- aöi 81,72 og vantaöi aöeins tólf sentimetra til aö komast í úrslita- keppnina. Ég veit meö vissu, aö Einar reynir ekki aö afsaka eitt eöa neitt frá Helsinki, þaö er ekki hans vani, heldur bítur hann á jaxlinn, eins og alltaf áöur og stefnir aö góöum árangri á næstu Olympíu- leikum. Ég hef veriö svo lánsamur aö geta fylgst meö og kynnst Einari á síöustu árum, sannari íþróttamann og heilbrigöari félaga hefi ég ekki þekkt. Einar er reglumaöur á áfengi og tóbak, fullkomin fyrir- mynd æskufólks á öllum sviöum, hreinlyndur, heiöarlegur, ákveöinn og jákvæöur og vinnur markvisst aö öllu sem hann tekur sór fyrir hendur. Þetta er ekki oröagjálfur á stund sem þessari, heldur stór orö og sönn sem sæma þessum unga og sanna afreksmanni. Einar, viö erum stolt af afrekum þínum, framkomu og árangri og þú hefur veriö þjóö þinni til sóma jafnt inn- an vallar sem utan. Þaö er mér sérstakur heiöur, aö fá tækifæri til aö afhenda þér þennan veglega verölaunagrip og sæmdarheitiö iþróttamaöur ársins 1983 áttu sannarlega skiliö. MorgunbUðM/FrMMÓtur. • Samtals hlutu 26 (þróttamann og konur atkvæöi í kosningunni um íþróttamann ársins 1983. Þrír frjáls- íþróttamenn voru á meöal 10 efstu, þrír knattspyrnumenn, júdómaöur, sundmaður, fimleikakona og hand- knattleiksmaöur. Hár til hliöar má sjá hverjir fengu stig. En ó myndinni hér að ofan eru frá vinstri: Steinunn Guönadóttir, kona Atla Eövaldssonar, Siguröur Lárusson, knattspyrnumaöur ÍA, Kristín Gísladóttir, fim- leikakona úr Gerplu, Bjarni Friöriksson, júdómaöur, Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttamaöur, meö hinn glæsilega farandgrip, og unnusta Kristjáns Arasonar handknattleiksmanns. Stjarnan sigraði KR STJARNAN sigraði KR í 1. deild- inni í handbolta ( gærkvöldí 22:18 í íþróttahúsinu Digranesi ( Kópa- vogi. Staóan í hálfleik var 10:10. Leikurinn var hnífjafn mestallan tímann; þaö var ekki fyrr en tíu mín. voru til leiksloka að Stjörn- unni tókst aö skríöa fram úr og tryggja sér sigur. Hannes Leifsson var marka- hæstur Stjörnumanna meö 9 mörk, Magnús Teitsson skoraöi 5, Gunnlaugur Jónsson og Eyjólfur Bragason 3 hvor og Björgvin Elí- asson og Bjarni Bessason 1 hvor. Guömundur Albertsson og Jak- ob Jónsson skoruöu 6 mörk hvor fyrir KR, Jóhannes Stefánsson 3, 'Friörik Þorbjörnsson 2 og Gunnar Gíslason, sem lék sinn fyrsta leik fyrir liöiö eftir aö hann kom frá Vestur-Þýskalandi, skoraöi eitt mark. Leikur þessi var afar þýö- ingarmikill fyrir liöin í keppninni um aö komast í efri úrslitakeppnina og veröur þessi sigur Stjörnunni að öllum líkindum mjög dýrmætur. - SH • Rauöbirkni víkingurinn, Einar Vilhjálmsson, sker fyrsta tertubitann. Langt undir heimsmetinu Suöur-afríska stúlkan Zola Budd var langt undir heimsmet- inu í 5.000 metra hlaupi á frjáls- íþróttamóti í Stellenbosch ( S-Afríku í fyrrakvöld. Hljóp hún á 15:01,83 mínútum, en gildandi heimsmet bandarísku stúlkunnar Mary Decker er 15:08,26 mínútur, sett 1982. Zola Budd fær ekki þetta afrek sitt viðurkennt sem heimsmet þar sem Suóur-Afríka hefur veriö meinuó innganga í Alþjóðafrjáls- íþróttasambandiö vegna kyn- þáttastefnu stjórnvalda. Hvaó sem þv( Köur er afrek Budd frábært, því hún er aöeins 17 ára gömul og hljóp berfætt vió óhagstæðar aöstæöur, í suöaust- an strekkingi. Suöur-Afríkumenn hafa jafnan átt framúrskarandi frjálsíþrótta- menn, eiga ( dag spjótkastara sem kastar vel yfir 90 metra, góöa millilengdahlaupara, kringlukast- ara og einn allra besti milli- lengdahlaupari heims í dag, Syd- ney Maree, er fæddur og uppal- inn í S-Afríku, en geröist nýverió bandarískur ríkisborgari. - ágás. íþróttamaður ársins 1983 Samtals hlutu 26 íþróttamenn atkvæöi í kosningunni aö þessu sinni. Flest var hægt aó fá 60 atkvasöi. 1. Einar Vilhjálmsson, UMSB Frjálsar fþróttir 60 atkv. 2. Ásgeir Sigurvínsson, Stuttgart, Knattspyrna 42 atkv. 3. Atli Eövaldsson, F. DUsseldorf Knattspyrna 34 atkv. 4. Bjarni Frióriksson, Ármanni Júdó 31 atkv. 5. Sigurður Lárusson, ÍA Knattspyrna 26 atkv. 6. Þórdís Gisladóttir, ÍR Frjálsar (þróttir 17 atkv. 7.—8. Krístján Hreinsson, UMSE Frjálsar iþróttir 13 7.—8. Eðvarö Þ. Eövarösson, Njarövfk Sund 13 9.—10. Kristín Gfsladóttir, Gerplu Fimleikar 11 9.—10. Kristján Araaon, FH______________Handknattleikur 11 Alfreö Gíslason KR Handknattleikur 8 atkv. Siguröur Jónsson, Akranesi Knattspyrna 7 atkv. Nanna Leifsdóttir, Akureyri Skíði 7 atkv. Þorvaldur Þórsson, ÍR Frjálsar íþróttir 6 atkv. Tryggvi Helgason, HSK Sund 6 atkv. Ingi Björn Albertsson, Val Knattspyrna 6 aktv. Bryndfs Hólm, ÍR Frjálsar fþróttir 6 atkv. Guömundur Guðmundsson, Víkingi Handknattleikur 5 aktv. Bryndis Ólafsdóttir, Þór Sund 5 atkv. Oddur Sigurösson, KR Frjálsar fþróttir 3 atkv. Einar Ólafsson, isafirói Skföi 3 atkv. Kristján Ágústsson, Val Körfuknattleikur 3 atkv. Kristfn Magnúsdóttír, TBR Badminton 3 atkv. Vésteinn Hafsteinsson, HSK Frjálsar íþróttir 2 atkv. Þráinn Hafsteinsson, A frjálsar íþrftlr 1 atkv. Baidur Borgþórsson, KR Lyftingar 1 atkv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.