Morgunblaðið - 07.01.1984, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
9
fikígDsÖ DuDÍÍl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 225. þáttur
Heimir Hannesson í Reykja-
vík sendir mér athyglisvert
bréf sem birtist hér á eftir
óstytt að kalla:
„Ég hef áður ritað þér
nokkrar línur í sambandi við
íslenzkt mál, tengt ferðamál-
um og einkum leitað eftir
hugmyndum um nafn á at-
vinnugrein ferðamála, sem oft
er kennd við „túrisma".
Það getur varla gengið leng-
ur, að vaxandi atvinnugrein,
sem starfað hefur verið að í
áratugi, eigi sér ekki nafn. Því
rita ég þér á ný, að á ráðstefnu
um ferðamál er nýlega var
haldin í Borgarnesi, var þetta
nokkuð til umræðu og sýndist
sitt hverjum. Sumir vilja kalla
atvinnugreinina ferðaþjón-
ustu, aðrir ferðaiðnað og enn
aðrir ferðarekstur. Ég hygg, að
flestum líki hvað skást við orð-
ið ferðaþjónusta, þó að það sé
ekki almenn skoðun, og finnst
mörgum, að slíkt heiti sé full-
þröngt miðað við víðfeðmi at-
vinnugreinarinnar. Ekki geng-
ur að nota orðið ferðamál sem
heiti á atvinnugrein, og ég hef
oft fallið í þá gryfju að nota
samsettu orðin „atvinnugrein
ferðamála", sem er stirt og
langt. Því er úr vöndu að ráða
og góðra manna ráð þegin.
Úr því að ég rita þér á annað
borð er freistandi að minna á,
að ekki verður hjá því komizt
að viðurkenna, að í atvinnu-
greininni verður vart veru-
legra erlendra áhrifa í máln-
otkun, og er það til lýta. Þegar
gestir koma ekki á áætluðum
tíma á hótel eða á flugvelli er
rætt um „no show“, menn
„cancellera" ferðum farkosta
og einstaklingar hittast í
„lobbyum“ og fara með „buss-
um“ fram og aftur og steikin
heitir á matseðlinum „Tí-
bone“ og er ýmist framreidd
„well done“, „mídium" eða
„rer“. Þannig má því miður
lengi telja.
Kannski setur Ferðamála-
ráð á fót málhreinsunarnefnd.
Þar hafa menn þó töluvert
haldið vöku sinni. Ráðið and-
mælti á sínum tíma nafngift-
inni Broadway á nýjum
skemmtistað í Reykjavík og
taldi það brjóta í bága við ís-
lenzka málhefð og kynni að
skapa slæmt fordæmi, þó að
þau væru vissulega þegar kom-
in. Ég geri ekki ráð fyrir, að
t.d. Mývetningar myndu
nokkru sinni sætta sig við
Hollywood í þeirri ágætu sveit
eða Svarfdælingar skemmta
sér og snæða í Las Vegas á
Dalvík. Þó er aldrei að vita, ef
menn halda ekki vöku sinni.
Skagstrendingar hafa nú kom-
ið sér upp „Kántry“-veit-
ingastað að hætti bandarískra
Suðurríkjamanna þó að þar
virðist fátt sameiginlegt. Og
enn þeysast menn á milli
Hollywood og Broadway í höf-
uðborginni með gesti sína, inn-
lenda sem erlenda og þeir síð-
arnefndu brosa í laumi.
Það er því miður í vaxandi
mæli áberandi upp á síðkastið,
að auglýsingastofur nota mál-
leysur og götumál í einhvers
konar áherzluskyni, hvetja
menn til að fara til „Kjöben"
og nýlega boðizt til að „fljúga
viðskiptavinunum" hingað og
þangað.
Andstæður þess, sem að
framan greinir, er virðingar-
verð málkennd forráðamanna
Hótels Sögu og Loftleiða þar
sem íslenzk orð, sum í sögu-
legu samhengi,.eru meginregl-
an. Því miður hefur annað hót-
elið nýlega vikið frá góðri
nafnahefð með nýjum „Pub“.
Ýmsum kann að þykja þetta
vera langt mál um' smámuni.
Ég tel það ekki vera, og
ánægjulegt var að vera vitni
að málkennd og máláhuga
þeirrar fjölmennu ráðstefnu
um ferðamál, sem að framan
greinir."
Nú kemst umsjónarmaður í
mikinn vanda eins og stundum
áður. Biður hann því lesendur
liðsinnis. Aðeins örfá orð um
efni bréfsins frá honum sjálf-
um að sinni:
Um túrisma hefur umsjón-
armaður ekki betra orð en
ferðaþjónustu. Stórum lakari
þykja honum hin orðin sem
nefnd voru. Það er ekki til-
tökumál þótt ekki takist að ná
öllum merkingartilbrigðum
enska orðsins tourism. Það er
oft býsna erfitt að finna orð
sem samsvarar öðru nákvæm-
lega og fyllilega að merkingu
og blæ.
Af eðli greinarinnar leiðir
að inn í hana vilja slæðast er-
lend orð. í stað no show er ein-
falt að segja sést ekki eða birt-
ist ekki, í stað cancellera aflýsa
menn ferðum, hætta við þær,
fella þær niður, stundum aðeins
fresta þeim. Lobbý má heita
móttaka, bus vagn eða bíll.
Steikin með té-laga beini getur
heitið tésteik eða tébeinsteik og
þá ýmist mikið, miðlungs eða
lítið steikt. En hér er þessu að-
eins slegið fram að lítt gaum-
gæfðu máli og tillögur um
betra málfar sannarlega vel
þegnar.
Ég vona svo að mér verði
ekki flogið eitt eða neitt, þótt
ég ferðist með flugvél, og að
sjálfsögðu sæmir okkur að láta
íslenska staði heita íslenskum
nöfnum. Lágmarkskrafa er að
nöfnin séu rituð að íslenskum
hætti. Ef við ætlum að taka
upp enska orðið pub, verðum
við að stafsetja það pöbb.
Þetta gefur mér þá efni til að
biðja yfirvöld umferðarmála
um að hafa tvö p í orðinu
stopp, þar sem stöðvunar-
skylda er. Hitt er borið fram
með löngu o-hljóði. Útlend-
ingar vita hvað stopp þýðir.
Þeir sem fylgjast vel með
máli útvarps og sjónvarps,
hafa nokkrir haft samband við
mig og haft sitthvað við það að
athuga.
Dæmi 1: Þetta réð bagga-
muninn. Samruni úr að ríða
(af) baggamuninn og ráða úr-
slitum.
Dæmi 2: Eruð þið þá að gefa
upp laupana? spyr fréttamað-
urinn. Samruni úr að gefast
upp og vera búinn að leggja upp
laupana.
Dæmi 3: í sjónvarpsfréttum
27. desember var þrástagast á
„fyrirbyggjandi", rétt þegar
umsjónarmaður var búinn að
hæla fjölmiðlum fyrir að hafa
fest orðin forvörn og forvarn-
arstarf og:
Dæmi 4: Viðmælandi frétta-
manns segir: Það féllu niður
hjá okkur fullt af flugum í dag.
Menn sáu fyrir sér þetta stór-
fellda flugnafall og undruðust
í skammdeginu.
P.s. í síðasta þætti féll niður
sögnin að halda í einni máls-
grein bréfsins frá Víkingi Guð-
mundssyni: „Ég hef hneigingu
til að halda að það sé,“ o.s.frv.
átti það að vera.
Til sölu
Af sérstökum ástæöum er ein stærsta tískuverslun landsins til
sölu, ef viöunandi verö fæst.
Verslunin er í fullum rekstri í glæsilegu húsnæöi viö Laugaveg í
Reykjavík.
Fyrirtækiö hefur einkaumboö fyrir nokkur helstu vörumerkin í
tískuheiminum í dag.
Upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma.
Árni Guöjónsson,
hæstaréttarlögmaöur,
Garðastræti 17, Reykjavík.
Hafnarfjörður
Til sölu m.a.:
Þrúövangur
6 herb. giæsilegt steinsteypt
einbýlishús aö grunnfleti 143 fm
auk 80 fm í kjaliara meö stóru
vinnuherb., geymslum og 1
herb. Bílskúr fylgir. Gott útsýni.
Falleg ræktuö endalóö.
Álfaskeiö
4ra—5 herb. mjög falleg íbúð á
1. hæð í fjölbýlishúsi. Bílskúrs-
sökkull.
Víöihvammur Hf.
4ra—5 herb. íbúö 120 fm á 3.
hæð (efstu hæð) í fjölbýlishúsi.
Bílskúr. Vönduö ibúö. Mikiö út-
sýni.
Álfaskeið
3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýl-
ishúsi. Bílskúr. Ný eldhúsinn-
rétting. Sérþvottahús. Laus
fljótlega.
Sléttahraun
2ja herb. vönduö endaibúö á 2.
hæð í fjölbýlishúsi.
Álfaskeiö
4ra herb. falleg endaíbúö, 112
fm, á næstefstu hæð, í fjölbýlis-
húsi. Bílskúr.
Suöurbraut
3ja herb. falleg endaíbúö 96 fm
á jaröhæö í fjölbýlishúsi. Parket
á gólfum.
Álfaskeiö
2ja herb. góö íbúö á 1. hæö í
fjölbýlishúsi.
Hamarsbraut
5 herb. járnvariö timburhús á
mjög góöum útsýnisstaö.
Brattakinn
2ja herb. kjallaraibúö í góöu
ástandi. Verö kr. 800 þús.
Vesturbraut
2ja herb. íbúö á jaröhæö í
timburhúsi. Mikið endurnýjuð.
Verð kr. 900 þús. Ekkert áhvíl-
andi. Laus strax.
Einiberg Setbergslandi
5 herb. glæsilegt steinsteypt
einbýlishús á einni hæö um 143
fm auk 53 fm bilskúrs. Selst
fullfrágengiö aö utan meö frá-
genginni lóö. Til afh. maí—júní
nk.
Álfaberg og Hnotuberg
Setbergslandi
5 herb. falleg parhús 153 fm
með innbyggöum bílskúrum.
Seljast fullfrágengin aö utan. Til
afh. eftir samkomulagi.
Opiö í dag kl. 1—4
FASTEIGNASALA
Árna Gunnlaugssonar
Austurgötu 10 — S: 50764
VALGEIR KRISTINSSON, HOL.
29555
2ja herb.
Lokastígur
Mjög góö 60 fm íbúö á 1. hæð í
steinhúsi. Allt mikiö endurnýj-
að. Verö 1230 þús.
Laugarnesvegur
Góð 70 fm íbúð í tvíbýli. Stór
garður. Verö 1100 þús. Skipti
möguleg á 3ja herb. i sama
hverfi.
Hraunbær
Stór 2ja herb. á 1. hæð. Verö
1250 þús.
3ja herb.
Dúfnahólar
Mjög glæsileg 90 fm íbúö á 6.
hæö í lyftublokk. Þvottahús á
hæðinni. Verð 1450—1500 þús.
Vesturberg
Góð 90 fm íbúö á jaröhæö i
skemmtilegri blokk. Verö 1400
þús.
4ra herb. íbúöir
Kvisthagi
Mjög góö 125 fm sérhæö í þri-
býli. Nýr bílskúr. Skipti möguleg
á minni íbúö.
Sörlaskjól
Hæð og ris samt. 190 fm. 35 fm
bílskúr. Æskileg skipti á íbúö í
lyftublokk á svipuðum slóöum.
Seljabraut
Mjög góð 4ra herb. 110 fm íbúð
ásamt bílskýli. Fæst í skiptum
fyrir góða 2ja herb. íbúð á
höfuðborgarsvæðinu.
Háaleitisbraut
Stór og mjög góö 5 herb. íbúö á
4. hæö. Æskileg skipti á 3ja
herb. ibúö neðar í blokk i sama
hverfi.
Einbýlishús
Fljótasel
Eitt glæsilegasta raöhús borg-
arinnar. Hús á 3 hæöum ásamt
bílskúr. Gæti hugsanlega veriö
2 íbúöir.
Stuðlasel
Glæsilegt einbýlishús 330 fm á
2 hæöum. Skipti möguleg á
stærra húsi.
Lindargata
Snoturt 115 fm timburhús,
mikið endurnýjað. Skipti mögu-
leg á 3ja herb. íbúö í Reykjavík.
Eignanaust
Skipholti 5.
Sími 29555 og 29558.
29555
3ja-4ra herb. íbúð óskast
— Mjög góð útborgun —
Viö auglýsum eftir 3ja—4ra herb. íbúö á höfuö-
borgarsvæðinu. Mjög góö útborgun í boöi.
29555 ewnanaust^;
Shipholti 5 - 105 R»yk|»vik - Simar 2*SSS ?9SS1
29555
2ja herb. íbúð óskast
— Staðgreiðsla —
Höfum veriö beönir aö útvega fyrir mjög fjársterkan
kaupanda 2ja herb. íbúö á höfuðborgarsvæöinu. Allt
aö því staögreiösla í boöi fyrir rétta eign.
OQRRR EIGNANAUST^
mmm Skiphoin S - 10S Reykiavik - Simar 29555 29558