Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 11

Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 11 Eins og mér sýnist • • Gísli J. Ástþórsson /jSkjJ Gervibörn og haugar af milljónamæringum „Líklegast komust þeir bara alls ekki á blaö“ Tvær fréttir eru á dagskrá í dag: hin fyrri frá grönnum okkar Bretum en sú síöari komin alla leiö frá Svisslandi. Þar er fyrst frá að segja aö ég las mér til hrellings í desember aö bandaríska brúöufáriö væri komiö til Bretlands, en þó viö mis- jafnar undirtektir inn- fæddra. Svo á aö heita aö brúöurnar þærarna hafi „persónuleika", þaö er aö segja aö engar tvær beri sama svipmótið, og fyrir bragöiö er þeim haldiö aö fólki á þeirri langsóttu for- sendu aö þaö eigi aö geta tekiö alveg sérstöku ást- fóstri við litlu krílin og eig- inlega litiö á þau sem fóst- urbörn sín. Á Bretlandi voru þessi „fósturbörn“ föl fyrir jólin á tuttugu og fimm pund stykkið, sem svarar til liö- lega þúsund króna is- lenskra og er tæpur fjórö- ungur þeirrar upphæöar sem menn hér í allsnægt- unum þurfa aö punga út meö ef þaö dettur í þá aö brauðfæða til dæmis barn í Kenyu í Afríku í eitt ár og kosta skólavist þess aö auki í jafnlangan tíma; en aö vísu geta menn ekki haft slík börn til skrauts í stofunum sínum, innanum púöana skulum viö segja eöa dinglandi utaní gard- ínunum, þarsem allir mega sjá aö húsráöendur eru sko engir heimalningar heldur þvert á móti heims- borgarar sem fylgjast meö tískunni og vita hvaö klukkan slær úti hinni stóru veröld. Ég hef eftir Lundúna- blaöi aö upphafsmaöur þessarar endileysu, sem er búsettur í Georgíufylki í Bandaríkjunum, sé þegar oröinn forríkur, enda mynduöust biöraöir fyrstu dagana viö þær verslanir vestra sem voru svo lán- samar aö fá aö höndla meö brúöurnar hans. Svona fjöldafár er vitan- lega ekkert nýtt, en þaö er því miður ekki nýtt aö heldur aö þúsund krónur eöa þaöanaf smærri upp- hæö skilji á milli lífs og dauöa þegar barnkorn i þriöja heiminum sem svo er nefndur á hlut aö máli. Sjónvarpiö bar þetta inní stofu til okkar núna um hátíöarnar einsog flestum er vonandi ennþá í fersku minni. Menn mættu líka gjarna rifja þá sjón upp ef gervi- börn Georgíumannsins bærust hingaö sem er svosem allteins líklegt. Þaö er ágætur félagsskap- ur útí London sem heitir Action in Distress, sem út- vegar fólki „fósturbörn" af holdi og blóöi og vakir yfir velferö þeirra og gefur „fósturforeldrunum“ tæki- færi til þess aö fylgjast all- náið meö því hvernig „barninu þeirra“ vegnar. Þaö kostaði á árinu sem var aö kveöja tæpar fjögur þúsund krónur allt taliö aö framfæra svona barn í eitt ár og sjá því fyrir tilsögn i lestri og þvílíku, eöa sem samsvarar andviröi naum- lega tveggja sígarettu- pakka á viku, einsog einn starfsbróöir minn sem státar af vasatölvu var svo vænn aö reikna út fyrir mig. Nokkrir íslendingar hafa eignast „fósturbörn“ fyrir milligöngu þessarar hjálparstofnunar og láta vel af jjeim viöskiptum; og hér er svo heimilisfangiö hennar ef menn sem eru aflögufærir kjósa fremur aö hlúa aö barni en brúöu: Action in Distress P.O. Box No. 69 59 Islington Park St. London, N1. 1QL 01-226-3383 Frétt númer tvö er aö vísu ekki úr brúöulandi — og þó. Mér hefur alltaf fundist Sviss vera hálfgert leikfangaland, úr fjarska aö minnstakosti. Allt er svo hreint og fágaö og húsin eru eins og þau heföu veriö búin til úr legokubbum og eftir póst- kortunum aö dæma frá þessu heimshorni viröast allir Svisslendingar ganga í þjóöbúningum áriö um kring; og allar kvensur eru rjóöar og bústnar mjalta- konur og allir sveinar eru rjóöir og spengilegir geita- hiröar og öll hersingin viröist standa uppá gnip- um áriö um kring og jóöla útí himinblámann. Frétt númer tvö er hinsvegar ekki um þess- konar hluti heldur um pen- inga. Þeir tóku sig til á dögunum hinir hiröusömu Svissarar og töldu hjá sér millana, og sú talning leiddi í Ijós aö þarna í Ölp- unum eru fjörutíu þúsund sálir sem eru ýmist ein- faldir eöa margfaldir milljónamæringar. Sama könnun sýndi líka aö eitt prósent þjóðarinnar ræö- ur yfir þriðjungi þess auös sem skylt er aö telja fram til skatts og loks aö þrjú prósent af þessu eina pró- senti sem hreykir sér á toppnum á þessari dýrö- legu lagköku er meö hramminn á hvorki meira né minna en helmingnum af allri gommunni. Satt best aö segja setti fyrst aö mér ískaldan hroll viö þennan lestur, þvíað menn veröa ekki millar í svissneskum frönkum af manngæskunni einni sam- an, og mér fannst þaö ekkert skrýtiö þóaö Alu- suisse-kallarnir, sem eru meö annan fótinn i Straumsvík, væru dálítiö erfiöir viöureignar aö ekki sé meira sagt þegar pen- ingar eru annarsvegar. Mér varö strax hugsaö til Sverris míns iönaöarráö- herra, þess blessaða ööl- ings, og fannst hann sann- arlega ekki öfundsveröur aö þurfa aö standa í þjarki viö svona menn um mill og kílóvattstundir og rafskaut og hækkanir í hafi og allt þaö vesen. Ég var næstum búinn aö beygja af, svo sárt fannst mér Sverrir leikinn. En þá minntist ég þess aö álveriö þarna suöurfrá er raunar ailtaf á hvínandi kúpunni einsog forráöa- menn þess þreytast aldrei á aö segja okkur, og þarmeö áttaöi ég mig á þvi aö Alusuisse-kallarnir sem hér eiga hlut aö máli hljóta þarafleiðandi sjálfir sífellt aö vera aö tapa á tá og fingri, einsog ótíndir ís- lenskir útvegskallar, í staö þess aö græöa á tá og fingri, einsog þessir fjöru- tíu þúsund landar þeirra sem fundust viö talning- una sem fyrr er getið. Þá leiö mér strax betur og lyftist smásaman á mér brúnin uns ég var oröinn eitt sólskinsbros sem hef- ur ekki skiliö viö mig. Ég sagöi viö sjálfan mig: „Líklegast komust aumingja Alusuisse-kall- arnir bara alls ekki á blaö. Líklegast eru þeir bara alls ekki millar. Líklega ganga þeir bara á leðurbrókum einsog sveinarnir á póst- kortunum og eru að þvargast í geitum allan liö- langan daginn eöa aö þjóta uppá þessar gnípur og jóöla einsog vitlausir menn meö rjóöar og bústnar mjaltakonur jóöl- andi á granngnípunum. Og mikill var sá léttir, segi ég enn. Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Herbert H. Ágústsson: Concerto breve op. 19. Franz Liszt: Ungver.sk fantasía. Sjostakóvits: Sinfónía nr. 9. Kinleikari: Gísli Magnússon. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Tónleikarnir hófust með Con- certo breve eftir Herbert H. Ág- ústsson. Verkið er í þremur þátt- um nokkuð hefðbundnum í gerð en sambland þess er nýlegt var í tónsköpun áratugina áður en verkið var samið. Fyrsti kaflinn er nokkuð leitandi og óráðinn, þar sem horfið er frá einni hugmynd- inni til annarrar. Annar kaflinn er eins konar afturhvarf til Aust- urríkis og minnti jafnvel á Mahl- er. Þriðji kaflinn er stefnufastur og kraftmikill í gerð og endar á feikna áhrifamiklu „crescendo". Verkið var vel leikið undir stjórn Páls. Annað verkið var fantasía eftir Liszt og lék Gísli Magnússon einleikinn í verkinu. Gísli er góð- ur píanóleikari og lék verkið mjög vel. Það má deila um hvort svona verk skuli leikið með einhverjum „vírtúósalátum", t.d. mun hraðar en hér var gert, eða leggja meira upp úr því að skila til áheyrenda því sem tónlistin ber í sér. Þar sýnist mönnum ýmist. Gísli lagði áherslu á hið „músikalska" og frá því sjónarmiði lék hann konsert- inn mjög vel og af smekkvísi. Gísli Magnússon Hvað áhrærir hljómsveitina gætti nokkuð „tempódeyfðar" í flutn- ingi hennar og samspil varð allt miklu lakara en í fyrra verkinu. Síðasta verkið á tónleikunum var sú „níunda" eftir Sjostakóvits. Það fer að verða tímabært að ís- lenskir hlustendur fái að heyra allan Sjostakóvits, því það er ekki aðeins að hann er gott tónskáld, heldur er hann nær eina nútíma- tónskáldið, sem hefur tekist að yrkja nútímasinfóníur og hefja nýsinfónísk vinnubrögð til vegs og virðingar. Hann gnæfir sem tröll yfir smágrýttu kraðaki til- raunamennskunnar, tónskáldum sem gert hafa tilraunina að markmiði til að hylja smákorn- óttan og leirbundinn sandinn, sem þó skín alls staðar í gegn. Margt var vel gert í leik hljómsveitar- innar. í fyrsta kafianum er mikið að gerast hjá „litlu“ flautunni sem Jósef Magnússon flutti ágæt- lega. í heild hefði mátt vera meiri ró yfir fyrsta kaflanum. Óróleiki er ekki það sama og hraði. Annar kaflinn hefði t.d. mátt vera með þeim sérkennilega „largo“-blæ, sem er svo sterkur í verkum Sjostakóvits, jafnvel þar sem hraðast er leikið. Presto-kaflinn varð allt of órólegur, eins t.d. upp- hafið, þar sem jafn ágætur hljóð- færaleikari og Einar Jóhannesson náði ekki fluginu. Fjórði kaflinn er eins konar milliþáttur eða rétt- ara sagt forspil að fimmta þætti. Hann hefst á þrumandi básúnu- hljómi og leiðir síðan yfir í kad- ensu fyrir fagott, er Hans P. Fransson flutti mjög vel. Fimmti kaflinn hefst svo með því að aðal- stef þáttarins er leikið á fagott og síðan tekur hljómsveitin við og sinfónían endar á fjörugum „bravúraþætti". Sá þáttur var allt of hratt leikinn. Það er ekki fyrr en allra síðast, sem yfirskriftin Allegro er gefin. í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar og vel unnir af hljómsveit og stjórn- anda. Opiöídagkl.9-16 TT A fITT A TTD Skeifunni 15 ilAUIlAU r Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.