Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 14

Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Á fær- eyskri sýningu Myndlíst Bragi Ásgeirsson Mig langar til að bæta svo- litlu við hugleiðingar mínar um færeysku sýninguna í Norræna húsinu er lýkur nú um helgina, en fyrri grein mín birtist rétt fyrir jól. Eðlilegast er að byrja á því að litast um í kjallarasölunum og fjalla eilítið um verkin og listamennina eftir því sem þekking nær til. Er inn er kom- ið blasir fyrst við manni stór gul mynd eftir Zakarías Heine- sen (f. 1937) er nefnist „Útsýni frá fjallinu Núgvan“. í mynd- inni er mikið sólskin og mikil sumarblíða en naumast held ég að slíkar myndir séu einkenn- andi fyrir listamanninn eftir því sem ég þekki til. Þá er myndin of stór og björt til að hún njóti sín í hinum þrönga gangi. Ég þekki Zakarías frá fornu fari enda hóf hann list- nám sitt í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og var þar m.a. nemandi minn í grafík. Ég hef séð miklu sterkari myndir eftir hann og skipulegar uppbyggð- ar. í ganginum eru einnig myndir eftir Amariel Norðöoy (f. 1945) myrkar og dularfullar, þær hefðu átt skilið að vera í rýmra umhverfi og meiri birtu. Er inn í sal er komið blasa fljótlega við manni hinar hrjúfu artistísku myndir Tummas Arge (1942—1978). Þær eru ólíkar öllu öðru á sýning- unni enda sáu margir í honum mann er gæti endurnýjað fær- eyska myndlist, en honum voru mörkuð þau örlög að deyja ung- ur. Hann varð fyrir miklu áfalli í einkalífi sínu er konan fór frá honum og þá hallaði hann sér ótæpt að flöskunni. Drakk sig niður í hjólastól og svo brast hjartað. Meinleg örlög geð- þekks manns er ég kynntist í veizlu í Kaupmannahöfn og ræddi lengi við. Myndir þessa manns vinna mikið á við nánari kynni og víst er að í þeim er heilmikið af Færeyjum ásamt vakandi tilfinningu fyrir nýrri straumum. Ég geng áfram enda hef ég komið auga á myndir Sámal Joensen Mykines (1906—1979) og þær draga mig til sín. Hann var mjög vel skólaður og agað- ur listamaður, handbragðið er óaðfinnanlegt og ekki er til- finningin síðri. Má sjá áhrif víða að í myndum hans en hann brýtur þau undir persónuleika sinn og færeyskt svið. Þetta minnir vissulega heilmikið á brautryðjendur okkar þótt list hans sé gjörólík. Hér fer allt saman, öguð myndbygging og þróað litaval ásamt djúpu inn- sæi á myndefnið hverju sinni. Næst verða á vegi mínum myndir hins magnaða málara Ingálfs av Reyni (f. 1920). Sterkar myndir og áhrifaríkar en full einhæfar til að gefa rétta mynd af þeim ágæta lista- manni. Eftir þetta reika ég skipu- lagslaust um salina en fljótlega verð ég gripinn af myndum Ruth Smith (1913-1958). Hér fór mikill listamaður er óx upp úr danskri hefð til svipmikils persónuleika og eftirminnilegs kólorista. Húmoristinn á sýningunni er William Heinesen (f. 1900) og húmor hans er í senn léttur og hrjúfur. Neðansjávarmynd hans hreif mig öllu mest fyrir Hans Pauli Olsen: „Módel“ (1982), gifs. næmt litaspil og gáskafulla kímni. Steffan Danielsen (1922—1976) er mjög sérstæður í list sinni, myndir hans eru í senn nærfærnislega uppbyggð- ar og nostursamlegar. Það er einmitt vandvirkni hans, ein- lægni og sannverðug tilfinning fyrir myndefninu er gefur þeim gildi og hrífur. Á stundum eru myndirnar á mörkum naivism- ans enda hafði hann til að bera næma naivíska kennd. Bárður Jákupsson (f. 1943) á þrjár samstillingar og tvær myndir af landslagi og myndir hans virka í ríkum mæli upplif- aðar. Frimod Joensen (f. 1914) er vafalaust mesti naivistinn í hópnum þó ekki komi það fram á þessari sýningu, myndir hans eru mjög opinskáar og hug- þekkar og litatilfinningin upp- runaleg. Janus Kamban (f. 1913) er ákaflega skýr í myndhugsun sinni. Hér á hann mjög vel mót- aða andlitsmynd, hreint mót- aða mynd af sjómönnum (1951 og 1955) ásamt minnisvarða frá 1982, sem sýnir að hann hefur engu glatað af hinni einföldu og upprunalegu myndhugsun. Dúkristur hans eru mjög í stíl- inn færðar í einfaldleik sínum en naumast jafn veigamikil verk og höggmyndirnar. Elinborg Liitzen (f. 1919) sýnir nýjar dúkskurðarmyndir, sem eru mjög í ætt við það sem áður hefur sést til hennar á sýning- um hér, næmur, tilfinninga- ríkur skurður og fjölbreytileg beiting skurðarhnífsins. Marianna Matras (f. 1908) er vefjarlistarkona er kann sitt fag. Áhrifamest er myndin „Nornirnar" sem er ofin eftir frummynd William Heinesen frá 1924. Myndin minnir á ým- islegt er seinna komst í móð á Norðurlöndum og mjög var í hávegum haft. Hans Pauli Olsen (f. 1957) er myndhöggvari sýningarinnar sökum æsku sinnar og mikilla hæfileika. Hann er aðeins 26 ára en þegar mjög leikinn við mótun mynda hvort heldur í sí- gildum stíl sem nútímalegum. Hann virðist eiga framtíðina fyrir sér og við blasir mikil endurnýjun í færeyskri mynd- list í þessum manni. Torbjörn Olsen (f. 1956) er einnig kornungur myndlistar- maður er málar af fingrum fram frekar órólegar myndir en mjög skandinavískar. Þá ber loks að nefna Trónd Patursson (f. 1944), sem er fæddur sama ár og lýðveldið okkar. Hann leitar mjög til náttúrunnar um föng í skúlp- túrverk sín, sem gerir þau nú- tímaleg, enda er náttúran mesti nýskaparinn. En um leið verða myndirnar skreytikenndar. Fram kemur að þessi listamað- ur fæst einnig við bókalýsingar sem eru hinar þekkilegustu. - O - Svo sem sjá má af þessari upptalningu er undirritaður alls ekki ánægður með val allra verka á sýninguna og við það bætist að ýmsa vantar t.d. Dið- rik á Skarvanesi (1802—1865). Þá er ég ekki sammála skil- greiningunni á alþýðulistinni, þykir hún fráleit því að hún myndi strika út marga ágæta myndlistarmenn er sækja sér lifibrauð í annað en listsköpun, einmitt til að geta unnið eftir eigin höfði en ekki markaðar- ins. Jafnan er fróðlegt að sjá samsafn færeyskra myndlistar- verka og svo var einnig hér og ber að þakka framtakið þrátt fyrir allar gloppur. Bókin um færeyska myndlist í haust rakst sá er hér ritar af tilviljun á bókina „Færeysk list“, er hann einu sinni sem oftar var staddur í Listmuna- húsinu hér í borg. Ég varð strax mjög hrifinn af bókinni og ásetti mér að reyna að krækja í eintak, sem hefur tekist þó um lánaðan grip sé að ræða. Ég hafði strax á orði, að ís- lendingar ættu enga hliðstæðu um kynningu myndlistar sinn- ar á einfaldan og hlutlausan hátt. Útgefandi er Emil Thom- sen, Þórshöfn, en bókin er að öllu leyti unnin á íslandi og prentuð í Odda 1982, þó er saurblað bókarinnar eftir Færeyinginn Juleif Jacobsen. Öll er bókin hin vandaðasta og í fallegu broti er gert hefur Sigurþór Jakobsson. Formála skrifar William Heinesen og er hann frábær- lega læsilegur — skýr, einfald- ur — stuttur og laggóður. Allar myndirnar af lista- verkunum eru í lit, nema graf- ískar myndir sem eru í svart- hvítu og svo fylgir sömuleiðis svart-hvít ljósmynd stuttri kynningu á hverjum lista- manni fyrir sig. Éftir lestur bókarinnar og skoðun og jafn- framt skoðun færeysku sýn- ingarinnar í Norræna húsinu kemur í ljós, að bókin er ekki eins hlutlaus um val lista- manna og ég hélt í upphafi, því að í hana vantar nokkur nöfn listamanna sem t.d. eru á meðal sýnenda í Norræna hús- inu. Það rýrir hins vegar ekki hlut þeirra er sáu um frágang bókarinnar sem er mjög góður sem fyrr segir, og úrval mynd- verka í bókinni er mun meira en á sýningunni þannig að margir listamannanna njóta sín ólíkt betur. Hér eru og einnig kynntir þeir alþýðu- listamenn sem ekki sjást á nefndri sýningu en eru mikil- vægur hlekkur og raunar ómissandi þegar kynnt er fær- eysk myndlist — ómissandi til nánari skilnings. Ég vildi fyrst og fremst kynna þessa bók, sem ég hef haft ómælda ánægju af að fletta í og upplýsir mig um margt í list frændþjóðarinnar er ég vissi ekki áður. Þess skal og sérstaklega get- ið að texti bókarinnar er á ís- lensku en ég hef og fengið upp- lýst, að bókin hafi verið prent- uð á 8 tungumálum. Sé það rétt, er hér um einstakt og rcijög gáfulegt framtak að ræða, sem við íslendingar ætt- um að geta lært af til eftir- breytni. Þótt bækur um ein- staka listamenn séu góðra gjalda verðar þá vantar sár- lega kynningarrit um íslenska myndlist og ekki trúi ég að tap yrði á þeirri framkvæmd jafn mjög og erlenda þyrstir í hlutlausan fróðleik um þau at- riði. Svo ber að taka ofan fyrir framtaki Emil Thomsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.