Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 19 Mogens Glistrup, leiötogi Framfaraflokksins, átti inni 53 klukkustunda orlof frá fangelsinu, sem hann hafði ekki hagnýtt sér heldur safnaó saman til þess aö geta tekiö virkan þátt í kosningabaráttunni. Hér sést hann við komuna til Nýborgar, þar sem flokksfélagar hans tóku á móti honum. Fjórburarnir, sem getnir voru með glasaaöferöinni, og fæddust á Konung- lega kvennasjúkrahúsinu í Melbourne í Ástralíu. Þeir eru sagðir við góða heilsu Og er Öllum hugað líf. AP síraamynd. Fæddi fjórbura eftir glasagetnað Melbourne, 6. janúar. AP. * ' * allir geti fengið atvinnu. Það er for- senda í efnahagsmálastefnu stjórn- arinnar, að opinberi geirinn verði takmarkaður og hann getur þvi ekki tekið við þeirri aukningu, sem sækir að vinnumarkaðinum, eins og hann hefur gert síðustu 15—20 ár. Orsök kosninganna Það er ekki hin mikla deila milli stjórnarflokkanna og jafnaðar- manna um, að skattarnir mega ekki hækka og að aðhaldssemi sé beitt í opinberum útgjöldum, sem er ástæðan fyrir kosningunum nú. Jafnaðarmenn ganga til þessara kosninga, vegna þess að þeir vilja krefjast ríkisábyrgðar fyrir því, að unga fólkinu sé tryggð atvinna eða tækifæri til menntunar. Þá er þess krafist, að felldur verði niður bið- dagur í veikindum, sem stjórnin fékk samþykktan á þingi. Hann hefur það í för með sér, að fólk fær ekki laun fyrir fyrsta daginn, sem það er veikt. Þar að auki vílja jafn- aðarmenn fella niður að nýju nokkrar takmarkanir, sem teknar voru upp í sambandi við ýmsar greiðslur á sviði tryggingamála. Það voru þessar þrjár aðalkröfur, sem urðu til þess, að jafnaðarmenn greiddu ekki atkvæði með fjárlaga- frumvarpinu nú í fyrsta sinn í 51 ár og þannig réð flokkur þeirra því óbeint, að gengið var til kosninga. Framfaraflokkurinn hefði getað trygfft það, að fjárlagafrumvarpið yrði samþykkt, en hann hefur aldrei áður viljað styðja fjárlaga- frumvarpið. Flokkurinn krafðist viðbótarsparnaðar, svo að nam mörgum milljörðum, áður en hann gæti stutt frumvarpið, en stjórnin hafði náð samkomulagi við Radi- kale venstre um fjárlögin og gat því ekki gengið lengra. Þetta er ástæð- an fyrir kosningunum nú. Flokkarnir rífast um það í kosn- ingabaráttunni, hver sé hin eigin- lega orsök kosninganna. Það kann að koma á óvart, að jafnaðarmenn skyldu greiða atkvæði gegn fjár- lagafrumvarpinu, þar sem allar horfur eru á því að þeir eigi ekki eftir að vinna nein þingsæti í kosn- ingunum. En flokksforystan vonast til þess, sem kannski skiptir enn meira máli, að með kosningunum takist að þrýsta flokknum og verka- lýðshreyfingunni saman á ný, svo að unnt verði að koma á fót sameig- inlegri fylkingu gegn ríkisstjórn borgaraflokkanna. Anker Jörgensen heldur því fram, að það sé stjórnin, sem ekki vilji ræða við hann um sanngjarnar kröfur og að Poul Schlúter hafi haft áhuga á því að vinna þau þingsæti, sem íhaldsflokkurinn getur vonazt til að fá samkvæmt öllum skoðana- könnunum. Margt þykir benda til þess, að íhaldsflokkurinn muni nær því tvöfalda þingfylgi sitt á þriðju- dag. Það er væntanlegur sigur íhalds- flokksins, sem þegar til lengdar lætur getur orðið stjórninni hættu- legastur. Ekkert bendir til þess í skoðanakönnunum, að stjórnar- flokkarnir fjórir eigi éftir að fá hreinan meirihluta á þingi. Þar við bætist, að bæði Venstre, miðdemó- kratar og Kristilegi þjóðarflokkur- inn geta orðið fyrir alvarlegum hnekki, ef þeir eiga eftir að tapa þingsætum til Ihaldsflokksins. Kristilegi þjóðarflokkurinn getur meira að segja átt það á hættu að verða fyrir neðan 2% mörkin og fá engan mann kjörinn. Forsætisráðherrann hefur sagt, að minni flokkarnir innan stjórnar- innar eigi ekki að líða fyrir það, ef þeir verða fyrir verulegu þingsæta- tapi. Hann vill þannig reyna að halda saman fjögurra flokka stjórninni í nokkurn veginn sama styrkleikahlutfalli innbyrðis og nú, enda þótt íhaldsflokkurinn vinni mikið á. Að því marki sem honum er það unnt sem leiðtoga íhaldsflokksins hefur Schluter skorað á kjósendur að veita öllum stjórnarflokkunum stuðning. En enda þótt stjórnar- flokkarnir eigi eftir að standa sam- an án tillits til skiptingar þingsæta þeirra á þjóðþinginu, þá verður ekki hjá því komizt, að verulegur ósigur sérhvers af minni flokkunum þrem- ur í stjórninni, yrði stjórnar- samvinnunni fjötur um fót á næstu mánuðum. Ef stjórnarflokkarnir ná sæmi- legum árangri í kosningunum og meiri hluta á þingi með Radikale venstre, nær fjárlagafrumvarpið samþykki á þingi. Ef ekki getur það leitt til kosninga að nýju mjög bráðlega. Slíku ástandi hefur for- sætisráðherrann lýst sem glund- roða. Þess vegna verða kosningarn- ar á þriðjudag mjög spennandi og eiga eftir að ráða úrslitum um, hvort við tekur tímabil enn rneiri ókyrrðar í dönskum stjórnmálum með þingkosningum á hverju ári um jóla- eða nýjársleytið. ÞRITUG kona sem reynt hafði árangurslaust í áratug aö eignast barn meö hefðbundnum hætti, ól í dag fjórbura, allt drengi. Fjórburarnir voru teknir meö keisaraskuröi, en þeir fæddust sex vikum fyrir tímann. Heilsast móöur og sonum vel, aö sögn talsmanna sjúkrahússins. Tveir fjórburanna eiga þó viö smávægilega öndunar- erfiöleika aö stríða, en eru þó í engri hættu. Eiga fjórburarnir fyrir höndum Buenos Aires, 6. janúar. AP. NEÐRI deild þjóöþings Argentínu hefur samþykkt lög sem kveöa á um herréttarhöld yfir þeim mönnum úr hernum sem sakaöir eru um aö bera ábyrgð á ránum, pyntingum og morðum á þúsundum argentínskra borgara, sem horfið hafa sporlaust á undanrörnum árum. Það var ríkisstjórn Raul Alfons- sex vikna dvöl í sjúkrahúsi. Þeir eiga að heita Sam, Kristófer, Ben og Brett. Astralir eru framarlega á sviði glasafrjóvgunar og í fyrrasumar fæddust fyrstu glasaþríburar heims þar í landi. Láta mun nærri að tvö af hverjum þremur „glasa- börnum“ heims séu fædd í Ástralíu, en um 500 börn hafa ver- ið getin með glasatækninni frá því fyrsta glasabarnið, Louis Brown, fæddist 25. júlí 1978. ins forseta sem lagði lagafrum- varpið fram í þinginu og hlaut það stuðning 129 þingmanna, en 115 greiddu atkvæði gegn því og 10 voru fjarverandi. Frumvarpið fer nú til öldungadeildar þingsins þar sem flokkur Alfonsins hefur ekki meirihluta, og er alls óvíst um ör- lög þess þar. Árás skæruliða af sjó og úr lofti Argentína: Mannshvörfin fyrir herrétt? Þýskur hershöföingi hjá NATO látinn taka poka sinn Bonn, 6. janúar. AP. Talsmaður vestur-þýzka varnarmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig um fregnir þess efnis að Giinter Kiess- ling hershöfðingi, fyrrum næstæðsti hershöfðingi NATO, hafi verið látinn víkja vegna vandamála í einkalífi. Manfred Wörner varnarmála- ráðherra neitaði að skýra í gær hvers vegna Kiessling hafi verið sagt upp störfum hjá NATO, en talsmaður ráðuneytisins sagði að skort hafi á gagnkvæmt traust milli Wörner og Kiessling. Kiessling kom næstur Bernard Rogers í höfuðstöðvum herafla NATO í Casteau í Belgíu og kom brotthvarf hans á óvart. Er hann Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!__________j' rdl fjögurra stjarna herforingi. Var honum sagt upp frá og með 31. desember, en mun ekki hafa verið í Casteau frá því í október. Otto Lambsdorff efnahagsráð- herra V-Þýzkalands kom í dag til Indlands í sex daga opinbera heimsókn og sagði hneykslismál- ið sem hann er viðriðinn engin áhrif hafa á heimsóknina. Managua, 6. janúar. AP. Uppreisnarmenn í Nicaragua gerðu árás á hafnarborgina Potosi af sjó og úr lofti skömmu áður en Richard Stone sérlegur sendimaður Banda- ríkjanna kom þangað til við- ræðna við fulltrúa sandinista- stjórnarinnar. Einn óbreyttur borgari féll í árásinni og átta særðust. Talsmaður hersins í Potosi sagði tvær flugvélar, tvo hraðbáta og einn varðbát frá Hondúras hafa skyndilega gert árás á borg- ina og valdið verulegu tjóni á tollstöðvarbyggingu og sjúkra- húsi. Einnig kviknaði eldur á syk- urekru við borgina. í E1 Salvador létu vinstri upp- reisnarmenn til skarar skríða á kaffiplantekru í austurhluta landsins og neyddu 200 verka- menn með sér til héraðs þar sem skæruliðar eiga fylgi að fagna. í átökum skæruliða og stjórn- arhersins í Guatemala féllu sex skæruliðar síðasta sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.