Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Ljósm. Mbl. KÖE. Islenska óperan frumsýnir Rakarann í Sevilla á morgun RAKARINN í Sevilla, ópera eftir Gioacchino Rossini, verður frum- sýnd í íslensku óperunni á morg- un, sunnudag. í tilkynningu frá óperunni segir að Rakarinn í Sevilla sé gamanópera í tveimur þáttum, sem gerist í Sevilla á Spáni snemma á 19. öld. „Sagan segir frá ungum greifa, sem reynir að ná ástum yngismeyjarinnar Rósínu," segir orðrétt í tilkynn- ingunni. „En hann á þar við annan vonbiðil að etja, það er verndara stúlkunnar. Greifinn ungi bregður sér því í mörg gervi og beitir ýmsum brögð- um, og nýtur til þess dyggilegr- ar aðstoðar rakarans og þús- undþjalasmiðsins Fígaró. Texta óperunnar skrifaði Cesare Sterbini eftir leikriti Frakkans Baumarchais, en hann skrifaði bæði Rakarann í Sevilla (1775) og Brúðkaup Fíg- arós (1784), sem Mozart gerði frægt. Rakarinn og Fígaró eru einn og sami maður: Bragðaref- ur og þúsundþjalasmiður í Sev- illa í Andalúsíu. Að líkindum hefur enginn rakari — raun- verulegur eða ímyndaður orðið frægari en Fígaró, hvorki fyrr né síðar." f tilkynningunni segir enn- fremur: „Gioacchino Rossini fæddist árið 1792 í smáborginni Pesaro á ítaliu og svo beint inn í heim óperunnar, þ’ví að móðir hans var óperusöngkona en fað- ir hans horn- og trompetleik- ari. Hann stundaði tónlistar- nám í Bologna, en námið var losaralegt, hann lauk aldrei námi formlega því Rossini kunni alla tíð að meta lysti- semdir þessa heims og eyddi miklum tíma í að skemmta sér. Þegar Rossini var 28 ára að aldri, hafði hann samið 30 óper- ur og var jafnvel farinn að hugsa um að setjast í helgan stein fyrir þrítugt. Svo varð þó ekki, hann átti eftir að gista helstu tónlistarborgir Evrópu utan ftaliu, svo sem Vínarborg, Lundúnir og París, Rossini lést í París árið 1868.“ Kristinn Sigmundsson og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngja aðalhlutverkin og komu þau sérstaklega til landsins til að taka þátt í þessari sýningu. Einnig eru í stórum hlutverk- um Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristinn Hallsson, Jón Sigur- björnsson, Elísabet F. Eiríks- dóttir og Guðmundur Jónsson. Marc Tardue er hljómsveit- arstjóri, en leikstjóri er Franc- esca Zambello, sem er fastráðin við San Francisco-óperuna og hefur leikstýrt óperum víða um heim. Aðstoðarleikstjóri er Kristín S. Kristjánsdóttir og um leikmynd, lýsingu og bún- inga sjá þau Michael Deegan Sarah Conly. _______________________23^ Færeysku lista- sýningunni lýkur á þriðjudag FÆREYSKA listsýningin sem nú er í Norræna húsinu lýkur þriðjudag- inn 10. janúar. Fyrirhugað var að sýningunni lyki sunnud. 8. jan. en nú hefur verið ákveðið að sýningin standi til þriðjudagsins 10. janúar, og er sýningin opin kl. 14—19. Hér er um að ræða stærstu far- andsýningu á færeyskri list. 16 færeyskir listamenn eiga verk á sýningunni þ.á m. Sámal Joensen Mikiens (d. 1979) og Ruth Smith (d. 1958) Það er Norræna listamiðstöðin á Sveaborg í Finnlandi, sem stend- ur að þessari sýningu. Mjög vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni sýningarinnar, og er hún fyrsta almenna kynningin á fær- eyskri myndlist sem út hefur kom- ið. Fyrirlestur um danskan tilrauna- menntaskóla Sunnudaginn 8. janúar nk. held- ur Merete Biorn fyrirlestur um til- raunamenntaskóla danska ríkis- ins í Herlev, Herlev Statsskole. f erindi sínu mun Merete Biorn segja frá reynslu sinni í kennslu við þennan skóla og fjalla um þær athyglisverðu kennslufræðilegu tilraunir, sem þar fara fram. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 8. janúar kl. 16.00 og er öllum opinn. í fullum gangí Barnapeysa áður 499.- nú 299.- Ungbarnasmekkbuxur 259.- 159.- Telpnaskór 499.- 299.- Dömukápa 1.989.- 1.589.- Dömuprjonavesti 589.- 389.- Buxur úr vetrarbómull 789.- 589.- Herraulpur 1.489.- 989.- Herraskyrtur 499.- 299.- Herrabuxur 599.- 399.- Herraskór 789.- 589.- Sokkaskór 159.- 99.95.- Baðhandklæði 100x150 cm 299.- 229.- Baðhandklæði 67x130 cm 189.- 129.- Gler olíulampar 115.- 69.95.- Eldhúsrúllur Serla 43.55.- 35.- W.C. pappír Serla 21.40.- 17.- Sími póstverslunar er 91-30980 S3 , E TTániTATTP Reykiavík IIAvJÍVAU i Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.