Morgunblaðið - 07.01.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
29
Snorri Kjartansson
Víðikeri — Minning
spaugað var með það, að hann
væri út um holt og hæðir í jurta-
leit. En e.t.v hefur hugur hans þá
þegar beinst að lyfjafræðinni. Á
skólaárunum vann hann á sumrin
hin ýmsu störf og brá sér m.a. á
síld. Af síldinni kom hann ríkari,
ekki svo mjög af peningum, heldur
af lífsreynslu og kynnum sínum af
fólki og stöðum. Gaman var að
heyra hann hlæja, á sinn sérstæða
hátt, og segja frá viðburðum
sumarsins.
í 5. bekk byrjuðu þau Guðbjörg
Jónsdóttir, Dadda, ein úr þrjátíu
manna hópnum, sessunautur
minn og vinkona, að vera saman.
Guðbjörg er dóttir Guðrúnar Stef-
ánsdóttur frá Fagraskógi og Jóns
Magnússonar skálds. Frá þeim
tíma, og það er langur tími, eru
þau í vitund minni og okkar bekkj-
arsystkinanna eitt, Dadda og
Hrafnkell. Ekki svo að skilja að
þau hafi útilokað sig eða einangr-
að frá okkur hinum, sem hófu
skólagönguna saman eða bættust í
hópinn í hinum ýmsu bekkjum
skólans. Til þess voru þau bæði of
sterkir einstaklingar, vinsæl og
félagslynd. Ótaldar eru þær
stundir, sem safnast var saman á
Fjölnisveginum, heima hjá Guð-
björgu, og rætt um skáldskap, lífið
og tilveruna af þeirri alvöru og
einlægni, sem einkennir fólk á
þessu æviskeiði, eða þá slegið á
léttari strengi. Segja má, að
Fjölnisvegur 7 hafi verið félags-
miðstöð menntaskólanema. 16.
júní 1950 voru áhyggjufullu
menntaskólaárin að baki.
Hópurinn tvístraðist, sumir
sáust sjaldnar, jafnvel aldrei, aðr-
ir oftar. — En í brjóstum okkar
allra var ofinn snar þáttur sam-
kenndar og hlýju til allra þessara
gömlu félaga, sem á einn eða ann-
an hátt áttu hlutdeild í daglegu
lífi æsku okkar.
Dadda og Hrafnkell settu sam-
an heimili á Fjölnisveginum. Oft
var komið þar við á leið heim úr
vinnu, kaffi sopið og rabbað sam-
an, en á þessum árum var Hrafn-
kell í sínu sérnámi, tíðum við lest-
ur og vinnu, svo okkar fundir urðu
færri en ella, þó ég legði áfram
leið mína til þeirra. — Með tvö
börn og bjartsýni héldu þau til
Kaupmannahafnar, þar sem
Hrafnkell stundaði framhalds-
nám. Þar bættist/þriðja barnið í
hópinn. Erfitt hlýtur það oft að
hafa verið, en aldrei var æðrast.
Alls urðu börnin sex. — Eftir
heimkomuna hélst um stund sam-
band mitt við fjölskylduna. Ég
birtist með mín börn, og var ung-
viðinu sleppt á grasið meðan við,
sem eldri vorum, deildum gleði og
Fædd 7. janúar 1912.
Dáin 13. desember 1983.
„Síst vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda."
Þessar línur úr kvæði eftir Jón-
as Hallgrímsson eiga vel við, því
Gunna frænka var orðin þreytt.
Nú er Gunna frænka dáin. Eftir er
söknuður, en samt þakklæti fyrir
að hafa átt hana fyrir frænku.
Við systkinin vorum sannarlega
rík. Gunna frænka, ömmusystir
okkar, var okkur eins og þriðja
amman.
Hún var fædd 7. janúar 1912 og
hefði því orðið 72 ára nú þann 7.
Alltaf fórum við til hennar á
afmælinu hennar og var veislan
alltaf skemmtilegur endir á jóla-
hátíðinni.
Gunna frænka var ákaflega
trygg og tók mikinn þátt í uppeldi
okkar. Hún var mikil hannyrða-
kona og prjónaði og saumaði á
okkur meðan heilsan leyfði. Okkur
sytrunum kenndi hún að prjóna,
hekla og sauma.
Á haustin var Gunna frænka
með í sláturgerð, berjaferðum og
sultugerð. Og á hátíðum var hún
alltaf með okkur.
Nú, þegar við kveðjum okkar
góðu frænku, sem bar hag okkar
höfðu allir ánægju af. — Fljótlega
eftir heimkomuna réðst Hrafnkell
ásamt Hreggviði bróður sínum í
að reisa húsið á Tjarnarstíg á
Seltjarnarnesi. Ekki fjölgaði frí-
stundum hans við það. En segja
má að vík verði milli vina er þau
flytja þangað.
Árið 1973 fékk Hrafnkell lyf-
söluleyfið á ísafirði. Þangað var
flutt, en þá höfðu tvö elstu börnin
lokið stúdentsprófi. Á ísafirði
undi Hrafnkell hag sínum, sam-
lagaðist bæjarlífinu og íbúarnir
mátu hann mikils, hispurslausa
framkomu hans, gamansemi og
ljúfmennsku. Þar beið hans mikil
vinna, umdæmið var stórt og
starfsaðstaða ekki sem nýtísku-
eða þægilegust. En hann mun hafa
verið hamhleypa til vinnu, og þó
hann ætti ekki svo auðveldlega
heimangengt, átti hann nú frí-
stundir, sem hann nýtti til útivist-
ar í faðmi fjalla, í gróðurreitnum
inni í skógi og við lestur. — Þar
birtist og ný hlið á Hrafnkatli,
hann gerðist félagsmálamaður.
Kemur þar e.t.v. tvennt til. í
fyrsta lagi hafi hann ekki komist
hjá þátttöku í félagsmálum og í
öðru lagi áhugi hans á framþróun
byggðarlagsins og velferð íbú-
anna.
Síðast hitti ég Döddu og Hrafn-
kel á heimili þeirra á ísafirði
sumarið ’82. Gestrisnin og hlýjan
var hin sama og forðum og áhuga-
sviðin mörg, og undraðist ég þekk-
ingu Hrafnkels á ýmsum þjóð-
legum fróðleik. Allt vildu þau
fyrir mig gera þessa stuttu stund,
sem ég átti með þeim. Þegar við
skildum hugsaði ég með tilhlökk-
un fram í tímann, er þau flyttu
suður og við tækjum upp þráðinn
að nýju. Svo mun hafa verið um
fleiri skólasystkini en mig.
Dadda og Hrafnkell hafa átt
miklu harnaláni að fagna, enda
voru þau bæði góðir félagar og
vinir barna sinna. Þaij.eru: Jón, f.
1951, læknir, kvæntur Margréti
Björnsdóttur, þeirra sonur Björn;
Ragnheiður, f. 1953, textílhönnuð-
ur; Sigríður, f. 1956, sjúkraþjálf-
ari; Stefán, f. 1958, verkfræðingur,
kvæntur Önnu ólafíu Sigurðar-
dóttur; Hannes, f. 1960, lækna-
nemi, og Guðrún, f. 1962, nemandi
í framhaldsdeild Kvennaskólans í
Reykjavík. — Á erfiðum stundum
er styrkur að hafa sína hjá sér. —
Drottinn leggi þeim öllum líkn
með þraut, svo og Guðrúnu móður
Hrafnkels og bræðrunum báðum.
Hrafnkatli vini mínum óska ég
góðrar ferðar á leið sinni til ljóss-
ins, friðarins og lífgjafans. Bless-
uð sé minning hans.
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir
svo fyrir brjósti, trúum við því að
enn fylgist hún með okkur. Og að
góðar minningar um Gunnu
frænku eigi umk ókomin ár eftir
að vera okkur veganesti í lífinu.
Gunnu frænku kveðjum við með
þökk fyrir allt með síðustu ljóðlín-
um úr kvæði Jónasar Hallgríms-
sonar:
„Flýt þér vinur í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.“
Systkinin úr Barmahlíðinni.
Fæddur 5. mars 1948
Dáinn 29. desember 1983
Það er stundum skammt á milli
lífs og dauða, og svo sannarlega
var ég minntur á það 30. desember
sl. Þá um morguninn var hringt til
mín og var mér sagt að Snorri
Kjartansson vinur minn hefði
fallið í Svartá deginum áður og
væri hans enn saknað. Tveimur
klukkustundum fyrir þennan at-
burð átti ég samtal við Snorra þar
sem ég sagði honum að ég væri
búinn að útvega honum skiprúm á
togara, en það hafði hann skömmu
áður beðið mig um. Rétt eftir
þetta síðasta samtal okkar hafði
hann farið með Páli bróður sínum
til þess að brjóta ís við heimilis-
rafstöð þeirra feðga í Víðikeri,
sem er í Svartá, og þá varð hið
hörmulega slys.
Snorri var sonur sæmdarhjón-
anna í Víðikeri, þeirra Kjartans
Tryggvasonar og Kristbjargar
Jónsdóttur. Hann fæddist þar 5.
mars 1948 og var því 35 ára þegar
hann lést. Hann bjó enn með for-
eldrum sínum á helmingi jarðar-
innar, en Páll bróðir hans býr með
fjölskyldu sinni á hinum helm-
ingnum.
Kynni okkar hófust þegar hann
réðst í skiprúm til mín á vetrar-
vertíð 1969, en alls varð hann hjá
mér í sex vetrarvertíðir. Eftir að
ég hætti til sjós var hann í þremur
góðum skiprúmum, Berg, Þórunni
Sveinsdóttur í Vestmannaeyjum
og Erni í Keflavík.
Kynni okkar Snorra urðu fljótt
náin og góð og sömuleiðis varð
hann góðkunningi fjölskyldu
minnar. Þess vegna hefur oft verið
á hann minnst innan hennar og
alltaf verið gott samband þar á
milli. Að loknum vertíðunum í
Keflavík skrapp hann til okkar áð-
ur en farið var norður og tvisvar
höfum við Erla farið í heimsóknir
til hans og foreldra hans í Víðiker.
Það eru okkur ógleymanlegar
minningar fyrir höfðinglegar mót-
tökur, vinsemd og allan sóma
Fæddur 6. desember 1902.
Dáinn 27. desember 1983.
Þá er til foldar hniginn sá þriðji
úr hópi unglinga, sem dvöldust í
Múla á Landi á árunum
1913—1930. Hugurinn reikar til
þessara ára og eins og oft vill
verða eru gamlar minningar séðar
í ótrúlega skíru ljósi þegar æviár-
unum fjölgar.
Dagbjartur var fæddur á
Stokkseyri, sonur hjónanna Þor-
gerðar Diðriksdóttur og Hannesar
Jónssonar sjómanns. Var Dag-
bjartur áttundi í röð 10 alsystkina.
Af þeim náðu átta fullorðinsaldri
og er Ásta nú ein eftir á lífi, há-
öldruð og dvelst á Hrafnistu í
Reykjavík. Þorgerður andaðist af
afleiðingum barnsburðar og með
henni í gröfina fór nýfæddur son-
ur. Hannes giftist aftur 1912,
Sesselju Sigurðardóttur og eign-
uðust þau fjögur börn. Við lát Þor-
gerðar var elsta barnið á ferming-
araldri og Dagbjartur aðeins
fimm ára. Þó aldurinn væri ekki
hærri en þetta hafði Dagbjartur
dvalist a.m.k. á tveim heimilum
áður en hann var tekinn að Múla
sem snúningadrengur þá ellefu
ára gamall. Viðstaðan að Múla
varð ekki svo stutt, því þaðan fór
hann ekki fyrr en hann gifti sig.
Hann varð hinn nýtasti maður
til allra starfa, lagvirkur en ekki
skorpumaður. Honum vannst sér-
lega vel og snyrtimenni var hann í
allri umgengni og ágæta vel að
manni á meðan hafði fulla heilsu.
Veturinn 1925 lá hann milli
heims og helju í brósthimnubólgu
og upp úr þeim veikindum fór
hann á Vífilsstaðahæli og dvaldist
þar sumarlangt. Komst hann þar
til nokkurrar heilsu, sem smám
saman styrktist eftir heimkom-
sýndan. Sérstaklega var gaman að
fylgja Snorra um hina stóru og
góðu landareign þeirra feðga,
skoða heimilisrafstöðina, vatns-
veituna, hin stóru og glæsilegu
fjárhús, vélar, tæki o.fl. Þetta var
allt myndarlegt, traust og gott.
Snorri var líka mikið ánægður
þegar hann sýndi okkur þetta allt
saman. Foreldrar hans voru elsku-
leg og glöð og gerðu okkur stund-
irnar í Víðikeri ánægjulegar og
ógleymanlegar. Þegar við fórum
frá þeim í fyrra sinnið sagði Erla:
„Þarna á hann Snorri svo sannar-
lega heima, mikið þykir honum
vænt um þennan stað.“ Það voru
orð að sönnu.
Eins og áður segir var hann í
skiprúmi hjá mér 'í sex vetrarver-
tíðir. Þaðan á ég svo sannarlega
einungis góðar minningar um
þennan glaðlynda dugnaðarmann.
Hann féll vel inn í duglegan hóp-
inn og var vel látinn af öllum
skipsfélögunum. Hann var hörku-
duglegur og ávallt vinalegur við
alla.
Einu sinni á þessum árum varð
hann sá gæfumaður að bjarga
manni frá drukknun. Við vorum
að ganga frá Marsinum sem ég var
þá með í Friðarhöfn. Veður var
vont og það var tekið að skyggja.
Allt í einu urðum við skipsfélagar
Snorra varir við að hann hentist á
fleygiferð yfir í næstu bátaröð
fyrir aftan okkur og þar með það
sama í sjóinn milli tveggja báta.
Þar var þá maður í sjónum, sem
hann hafði af tilviljun tekið eftir.
Engin orð voru viðhöfð heldur
hlaupið af stað og þar setti hann
sig í stórhættu til björgunar. Við
skipsfélagarnir komum svo og
drógum báða úr sjónum. Á þessari
stundu voru ekki aðrir þarna á
ferð en skipshöfn mín og þessi
maður, sem ég tel tvímælalaust að
Snorri hafi bjargað. Stundum þeg-
ar ég var að minnast á þetta við
hann lagði hann ekki orð í belg, en
ég fann að í huga hans var gleði og
þakklæti fyrir þetta lán sitt.
una. Ekki taldi hann sig hafa náð
fullu vinnuþreki eftir þetta.
Næstu ár var hann vinnumaður
í Múla uns hann giftist 4. júní 1931
Sigrúnu Kjartansdóttur á Hellum.
Stutt var seilst eftir kvonfanginu,
því túnin liggja saman á Hellum
og Múla. Þetta sama vor tóku þau
býlið Þúfu í sömu sveit til ábúðar
og bjuggu þar æ síðan. Ekki var
aðkoman í Þúfu beint glæsileg.
Búskaparhættir þar í gömlum stíl
eins og víðast hvar á þeim tíma.
Húsakostur lélegur, þó einkum
baðstofan. Reisti Dagbjartur
strax fyrsta sumarið nýja, en hún
entist illa og upp úr því var undir-
búið að flytja bæinn nær vega-
sambandi.
Sem ungur maður hafði Dag-
bjartur yndi af hestum og þótti
laginn tamningamaður. Hann átti
góða hesta á timabili og sérstak-
lega er mér minnisstæður grár
gæðingur, sem Dagbjartur hélt
mjög mikið upp á. En upp á síð-
kastið var hestamennskan úr sög-
unni, því til slíkra hluta vannst
enginn tími.
Það var gaman að heyra Dag-
bjart lýsa framtíðaráformum sín-
um. Að breyta óræktarmóa og
mýrlendi í töðuvöll var hans
draumsýn. Ekki lét hann lengi
dragast að hefja ræktun þar sem
nýi bærinn skyldi reistur og var
aukið smám saman við túnrækt-
ina eftir getu. Þarna var síðan
reist hið myndarlegasta býli og
bústofninn að sama skapi smám
saman aukinn. Þetta mátti kallast
greittistak af einyrkjahjónum og
börnunum eftir því sem þau uxu
úr grasi. Mér dettur í hug það sem
nágrannakona hans sagði: „Hvað
er það, sem Dagbjartur kemur
ekki í framkvæmd af því, sem
»«»i«it*/a» ■•«
Svona menn er ómetanlegt að
hafa. Ég og fjölskylda mín erum
öll á einu máli um að við höfum
misst góðan vin. Þegar lík Snorra
var fundið, sagði yngsti sonur
okkar: „Nú verður þú að skrifa
minningargrein, pabbi."
Snorri var foreldrum sínum
traust akkeri á efri árum, en fyrir
nokkru var jörðinni skiþt þannig
að Páll bróðir hans og fjölskylda
fengu helming hennar, en Snorri
og foreldrar hans sátu hinn helm-
inginn. Þarna var náin samvinna
um alla hluti og í síðustu ferðinni
að heiman voru þeir bræður að
vinna að sameiginlegum hags-
munum heimilanna. Öllum, sem
til þekkja, ber saman um að í Víði-
keri sé rekið myndarbú af dug-
miklu bændafólki.
Snorri sagði okkur margar sög-
ur úr sveitinni sinni og frá bú-
skapnum. Við töluðum stundum
saman í síma eftir sauðburð og
heyskap og um áramót. Eins og í
upphafi segir ætlaði hann að vera
á togara héðan í vetur. Hann átti
að mæta til skips 10. janúar nk. en
hann var ákveðinn að koma aðeins
fyrr. Við ætluðum að eiga ein-
hverja daga hér saman í rólegheit-
um. En slysið við Svartá rétt eftir
þessar bollaleggingar breyttu
þeirri ákvörðun. Einn af þessum
dögum er jarðarfarardagur hans
heima í sveitinni hans góðu.
Við Erla og synir okkar þrír
sendum fólkinu hans í Víðikeri og
systrum hans tveimur, sem búa á
Húsavík, dýpstu samuðarkveðjur.
Friðrik Asmundsson
hann á annað borð tekur sér fyrir
hendur."
Börn þeirra Dagbjarts og Sig-
rúnar urðu fjögur: Þorgerður bú-
sett á Selfossi, gift Páli Bergssyni
og eiga þau þrjú uppkomin börn á
lífi. Kjartan Vignir iðnaðarmaður
í Reykjavík og tvíburarnir Ingi-
björg og Hannes, sem stunda
búskapinn heima. Konu sína
missti Dagbjartur 1976 og eftir
það mun heilsa hans hafa farið
alvarlega að gefa sig. Síðan nú á
haustdögum lá hann á sjúkrahúsi,
þar til yfir lauk.
Hann var fróðleiksfús og minn-
ugur og hefur án efa notið útvarps
og sjónvarps eftir að mestu bú-
skaparumsvifum lauk. Ekki var
hann félagsmálamaður áberandi.
Þó var hann fyrsti gjaldkeri í
ungmennafélaginu Merkihvoll
þegar það var stofnað 1928 og mun
hann hafa haldið tryggð við þann
félagsskap lengst af.
Nú er þessi prúði maður horfinn
sjónum og á ég um hann margar
góðar minningar, þó vík væri milli
vina lengst af.
Ég sendi fjölskyldu hans sam-
úðarkveðjur okkar hjóna.
Blessuð sé minning hans.
Ágústa Einarsdóttir
Guðrún Sœmunds-
dóttir - Minning
Dagbjartur Hannes-
son Þúfu - Minning