Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.01.1984, Blaðsíða 31
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 31 Glistrup um fangelsið: Eins og í helvíti + Ég hata fangelsið. Vistin í fangelsinu hefur verið ein martröð frá fyrsta degi. Frelsisskerðing er hreinasta helvíti og enn verri nú á tímum kosningabaráttu. Þetta voru orð danska stjórnmála- mannsins Mogens Glistrup er hann fékk þriggja daga leyfi til að fara út fyrir fangelsismúra og taka þátt í undirbún- ingi baráttunnar vegna kosninganna í Danmörku á þriðjudag. Glistrup var dæmdur í fyrra til fang- elsisvistar fyrir gróf skattsvik. Sagðist hann reyna að nota tímann sem mest og leikur m.a. badminton sem nemur 10 klukkustundum á viku. Af þeim sökum hefur hann losnað við 22 kíló frá því hann var settur inn. Glistrup sagðist þéna í fangelsinu 147,60 krónur danskar á viku, en það er snöggtum minna en þegar hann var upp á sitt bezta. + Glistrup notaði tímann utan fangelsismúranna til að tala máli Framfaraflokksins vegna kosn- inganna í Danmörku á þriðjudag. Fær nýtt eyra + ítalski táningurinn Giorgio Bulgari Callissoni sem rænt var á dögunum og missti annað eyrað í vistinni hjá mann- ræningjunum fær bót meina sinna á næstunni, því lýtalæknir í Kaliforníu hef- ur boðist til að búa til nýtt eyra úr eigin brjóski Giorgios. Hefur Giorgio góðar vonir um að aðgerðin takist svo vel að ekki verði séð að hann er með gervieyra. Fyrir 14 árum hefði þetta fólk hafnað í fangelsi fyrir gleraugnaburð, þar sem slíkt var bannað í tíð fyrrum soldáns. En nú ráða þau ríkjum, þar sem Qaboos prins steypti foður sínum 1970 og hefur hann í millitíðinni komið flestum málum til nútímalegri vegar f Oman. Steypti föðurnum til að geta borið gleraugu ALLT til ársins 1970 var frekar hljótt um soldánsríkið Oman, þar sem flest var fremur fornfálegt, enda stjórnaði soldáninn með mikilli hörku, en hann var mjög íhaldssamur og móti öllum nýjungum. Með skírskotan til trúarinnar bannaði hann þegnunum t.d. að reykja vindlinga eða bera gleraugu. Árið 1970 þótti Qaboos prins, syni soldánsins, hins vegar nóg komið af forneskjuháttunum og steypti föður sínum af stóli. Að lokinni hallarbyltingu hófst prinsinn, sem þá var 29 ára, handa og hefur velmegun og framþróun í ríki hans verið með þeim hætti síðan að þróunarsérfræðingar Samein- uðu þjóðanna segja hvergi hafa jafn vel til tekist. Ofí nú geta allir sjóndaprir Omanir borið gleraugu og ætti engum að vera hætt, þar sem leiðtoginn sjálfur og kona hans eru þar fremst í flokki, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. GÆTI í umhleypingasamri vetrarveðráttunni okkar gildir það að vera við öllu búin. Keðjurnar geta oft skipt sköpum. * Fólksbíla- og jeppakeðjur ásamt þverböndum og öðrum viðgerðar- hlutum eru jafnan fyrirliggjandi. Aukum öryggi í umferðinni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.