Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
35
■HH.MHL
— 78900^^2^
Jólamyndin 198:
nýjasta James Bond-myndin:
Segðu aldrei aftur
aldrei
SEAN CONNERY
Í5
JAMESBONDOO?
Hinn raunverulegi James
Bond er mættur aftur til leiks i
hinni splunkunýju mynd Never
say never again Spenna og
grín í hámarki. Spectra með
erkióvininn Blofeld veröur aó
stöðva, og hver getur þaö
nema James Bond.
Stsersta James Bond
opnun í Bandaríkjunum
frá upphafi.
Aöalhlutverk: Sean Connery,
Klaua Maria Brandauar,
Barbara Carrara, Max Von
Sydow, Kim Baaingar, |
Edward Fox sem „M“. Byggó
á sögu: Kavin McClory, lan
Flaming. Framleiöandl: Jack
Schwartzman. Lelkstjórl:
•—‘n Kerahner. Myndin ar I
Sýnd kl. 3, 5.30 og 9 og 11.25. |
Haakkaö verö.
Skógarlíf
og Jólasyrpa
Mikka Mús
WALTDISNEÍS
TJimHlikií'Julv
rn[*mmwmm?mmíiuias
mmmm
TtCHMCOUVt
„ fliicKevs
4& ^/VCRRISTIIIAS
CAROli
Einhver sú alfrægasta grin-
mynd sem gerö hefur veriö.
Ath.: Jólaayrpan meö Mikka
| Múa, Andréa Önd og Frænda
Jóakim er 25 mfn. löng.
Sýnd kl. 3 5 og 7.
Sá sigrar sem þorir
Frábær og jafnframt hörku-
spennandi stórmynd. Aðal-
hlutverk: Lewis Collins, Judy
Davis.
Sýnd kl. 9 og 11.25.
Bönnuö innan 14 éra.
TJ
A FRANCO ZEFFRELU FILM
La Traviata
Sýnd kl. 7.
Hnkkaö verö.
Seven
I Sjö glæpahringir ákveöa aö
| sameinast í eina heild og hafa
aðalstöðvar sínar á Hawaii.
Sýnd kl. 5, 9.05 oo 11.
Dvergarnir
Sýnd kl. 3.
mvui
Zorro og
hýra sverðið
Sýnd kl. 3, 5 og 11.
Herra mamma
(Mr. Mom)
Sýnd kl. 7 og 9.
Ath.: Fullt verö f aal 1.
Afsláttarsýningar
50 kr. ménudaga — til
föatudaga kl. 5 og 7.
50 kr. laugardag og
sunnudaga kl. 3.
„Arfleifð kynslóðanna“
Svo sem margir minnast gaf Jón
Þórðarson, kennari frá Borgar-
holti, út haustið 1980 stórmerka
fræðibók sem hann nefndi Arf-
leifð kynslóðanna. Undirtitill
hennar var: Nokkrir þættir úr ís-
lenskri bókmenntasögu fram til
1750.
Bókin hlaut að makleikum mik-
ið lof hjá mörgum kunnáttu-
mönnum.
Einn af þeim fræðimönnum sem
skrifuðu einkar jákvæða umsögn
um bókina var Jón R. Hjálmars-
son, fræðslustjóri og sagnfræðing-
ur.
Af einhverjum ástæðum týndist
þessi umsögn hjá blaði því sem
beðið var að birta hana og fannst
ekki fyrr en nú fyrir skömmu.
Ég veitti greininni móttöku og
fékk strax leyfi höfundar til að
birta hana. Kemur hún því hér
óbreytt eins og hún var skráð fyrir
tveimur árum.
Sigurður Gunnarsson
fv. skólastjóri.
Bók þessi, sem er fagurlega úr
garði gerð, myndskreytt og á
fjórða hundrað blaðsíður að stærð,
barst mér í hendur fyrir nokkru.
Eftir lestur hennar þykir mér vel
hlýða að geta hennar, þótt í stuttu
máli sé. Höfundurinn, Jón Þórð-
arson, kennari, er ekki aðeins rit-
fær í betra lagi og ágætlega fróður
um viðfangsefni sitt, heldur er
iíka augljóst að hann metur það
mikils og handleikur það af þeirri
alúð og hlýju, sem þeim einum er
gefið, er unna skáldskap og sögu
þjóðarinnar umfram flesta aðra
hluti.
I inngangi bókarinnar er yfirlit
yfir menningu Norðurlandaþjóða
á elstu tímum. Þar er m.a. sagt frá
trúarhugmyndum, rúnaletri og
rakið, hvernig þessar þjóðir gerð-
ust snemma ekki aðeins þiggjend-
ur, heldur jafnframt veitendur á
sviði menningar og skáldskapar.
Því næst er sagt frá víkingaöld og
þeim stórfenglegu breytingum,
sem þá urðu, þegar þjóðir Norður-
landa brutust til fulls fram í
dagsbirtu sögunnar og það svo um
munaði. Það tímabil markaði
jafnframt upphaf íslenskrar þjóð-
ar, sögu og skáldskapar, sem síðan
er rakið áfram með mörgum og
ljósum dæmum. Þar er sagt frá
þundnu og lausu máli, eddukvæð-
um, goðakvæðum, dróttkvæðum
og fleira og gerð grein fyrir fyrstu
íslensku skáldunum, þeim Agli,
Sighvati, óttari og Hallfreði. Síð-
an er sagnaritunin tekin fyrir og
getið Ara, Sæmundar fróða,
Snorra og fleiri. Þá eru raktar
Jón Þórðarson
nokkrar íslendingasögur í stuttu
máli og því næst getið Sturlunga
sögu, biskupasagna, dansa, helgi-
kvæða, riddarasagna, fornaldar-
sagna Norðurlanda og annála
fram á miðja 14. öld. Þá kemur að
miðhluta bókarinnar, sem fjallar
um bókmenntir síðmiðalda. Ér þar
fjallað um helgikvæði, sagna-
dansa, rímur, annála, riddara- og
lygisögur og fleira. Endar sá bálk-
ur á kjarnmiklum skáldskap Jóns
biskups Arasonar.
Loks kemur svo lokakaflinn frá
1550 til 1750. Er þar sagt frá um-
róti siðaskiptanna, bókmennta-
starfi Guðbrands biskups Þorláks-
sonar, fornmenntastefnu Arn-
gríms lærða, Þormóðs Torfasonar
og Árna Magnússonar og síðan
rakinn ferill allra helstu skálda og
rithöfunda þjóðarinnar fram um
miðja 18. öld. I þeim fríða flokki
getur að líta snillinga, svo sem
Björn á Skarðsá, Jón lærða, Jón
Indiafara, Hallgrím Pétursson,
Jón Vídalín og marga aðra, sem of
langt yrði upp að telja.
Af þessu knappa yfirliti sést
glögglega að það er ærið efni, sem
bók þessi spannar yfir. Er áreið-
anlega sérhver sá allvel að sér í
íslenskri bókmenntasögu fyrri
alda, sem lesið hefur með nokkurri
athygli. Höfundur segir í formála
að bókin sé ætluð öllum, sem hafi
ánægju af fornum fræðum, en þó
sérstaklega ungu fólki, er kynnast
vill ævintýralöndum íslenskra
ljóða og sagna.
Ég vil taka undir þessi orð Jóns
Þórðarsonar, því að bók hans er
stórfróðleg og skemmtilega skrif-
uð og svíkur því engan, sem leitar
á þessi mið íslenskrar menningar,
hvort sem er meðal skólafólks eða
annarra lesenda. Á því höfundur
ótvírætt heiður skilið og þökk
fyrir framtak sitt.
Jón R. Hjálmarsson
Utivist
Bókmeniitir
Erlendur Jónsson
Ársritið Útivist er komið út í ní-
unda sinn — nú undir ritstjórn
þeirra Sigurþórs Þorgilssonar og
Harðar Kristinssonar. Ritið er fjöl-
breytt að vanda og fjallar allt um
áhugamál ferðamanna: jarðfræði,
blóm, landlýsing, ferðalög. Það er
líka glæsilega myndskrcytt, bæði í
lit og svart-hvítu.
Meðal efnis er löng samantekt
um Kverkfjöll eftir Magnús Jó-
hannsson. Kverkfjöllin hafa
margan heillað sakir hrikaleiks og
andstæðna. Þar er grunnt á eld-
inn. Þrisvar hefur gosið þar svo
vitað sé á sögulegum tíma, en
grunur leikur á að oftar hafi gosið
þó glöggar heimildir skorti. Þarna
er eitt af mestu jarðhitasvæðum
landsins. Jökulsá á Fjöllum á
þarna upptök og hleypur ef eldur
er uppi á svæðinu. Stutt er til
Hvannalinda, en þar dafnar gróð-
ur í mestri hæð yfir sjó á landi
hér. Þar eru einnig tóttir eftir
kofa útilegumanna. Þarna er langt
til byggða og fáförult löngum. Það
lýtir annars greinagóðan þátt
Magnúsar að prentvillur eru nokk-
uð margar. Og með einni mynd-
inni stendur þessi texti: »í
Hvannalindum. „Beinin hennar
Skjónu“« — Hvaða Skjónu? Og
hver er »Steinþór Steinþórsson*
sem ferðast með Pálma Hannes-
syni?
Magnús byggir mest á heimild-
um frá öðrum. En Nanna Kaaber
leitar í eigin hugskot í þættinum
Það er aldrei of seint að byrja.
Nanna rekur bernskuminningar
frá svæðinu umhverfis Hólm —
skammt frá Reykjavík. Þar stóðu
fleiri býli svo sem Geitháls og
Lögberg. Höfuðborgarbúar kann-
ast vel við þessi nöfn þó búskapur
sé þar niður lagður. Bjart er yfir
endurminningum Nönnu. Hún
saknar Rauðhóla og gömlu mýrar-
innar sem hefur verið ræst fram.
Og í gilinu hennar er komin skóg-
argirðing. Hún fræðir okkur á
hver hlóð fjárborgina í Heiðmörk
sem enn stendur og sómir sér vel í
landslaginu þó fé sé ekki geymt
þar lengur.
Þáttur Nönnu er notalegur, en
ALÞYÐU-
LEIKHUSIÐ
KAFFITÁR OG FRELSI
í dag kl. 16.00 ó Kjarvalt-
slöðum.
Mióasala frá kl. 14.00 sýn-
ingardaga. Simi 26131.
Metsöhéhdá hvirjum degi!
LEiKFÉIAG
REYKJAVtKUR
SÍM116620
HART í BAK
í kvöld kl. 20.30.
Fimmtudag kl. 20.30.
GUÐ GAF MÉR EYRA
Sunnudag kl. 20.30.
Miðvikudag kl. 20.30.
Föstudag kl. 20.30.
Mióasala í lónó kl. 14—20.30.
Málaskólinn Mímir
Tungumálanámskeiöin hefjast 16. janúar. Sam-
talsflokkar í öllum málum. 1 eða 2 í viku.
Athugíö, aö starfsmenntunarsjóöur ríkisstofn-
ana greiðir þátttökugjald fyrir félagsmenn sína á
tungumálanámskeiöum Mímis.
Sími 10004 og 11109 virka dag kl. 1—5 e.h.
hann felur einnig f sér þarfa
áminningu. Hvergi á byggðu bóli
blasir við annað eins hirðuleysi og
í nágrenni Reykjavíkur (ef Heið-
mörk er undan skilin). Hvarvetna
eru að grotna niður kofaræksni
sem upphaflega var hróflað upp
sem sumarbústöðum en enginn
hirðir um lengur. Þó Nanna eigi
þarna sína unaðsreiti í minning-
unni er landslagi upp frá höfuð-
borginni ekki þann veg háttað að
ekki megi hrófla við því; uppblásið
víða, bert og gróðursnautt — grjót
og aftur grjót. Allt það svæði, sem
er ekki nýtt til búskapar, ætti að
græða upp til yndisauka og þjóð-
þrifa.
Fyrirsögnin á þætti Nönnu vís-
ar annars til þess að hún tók ekki
að ferðast fyrr en hún var komin á
miðjan aldur. Og að fenginni
þeirri reynslu segir hún: aldrei of
seint að byrja.
Hvatinn að ferðalögum er víst
jafnmargur og ferðamenn eru
margir. Menn vilja t.d. vita meira
um landið. Og þá er gjarnan horft
til jarðfræðinnar. Líkast til
þekkja íslenskir ferðamenn al-
mennt meira til þeirra vísinda en
annarra landa ferðalangar. Tveir
þættir eru hér eftir Jón Jónsson,
Eyjafjallapistlar og Langahlíð og
Hvirfill, hvor tveggja fróðlegur
fyrir þann sem hyggst kanna um-
ræddar slóðir.
Þá horfa menn gjarnan til gam-
alla tóttarbrota hvar sem þau ber
fyrir augu, þar má hafa gerst
merkileg saga þó hvergi sé skráð.
Þá taka menn að spyrja og vtita
fyrir sér Og þess eðlis er einmitt
þáttur Jóns Kristins, Getið í eyð-
urnar.
Gamlar ferðasögur eru líka
vinsælar til upprifjunar. Tvær
slíkar eru hér, Jólaferð í Múlakot
eftir Jón I. Bjarnason og f klyfsöðli
yRr Sprengisand eftir Hans F.
Christiansen.
í síðar nefnda þættinum er get-
ið um Maríu Maack sem var mikill
ferðagarpur. »Hún var hugsunar-
söm um samferðafólk sitt og mik-
ið orð fór af henni hve vel hún
skipulagði ferðir sínar. Matföng
og annar útbúnaður var líkari því,
að menn væru komnir á fínasta
hótel.«
Sagt hefur verið um íslenska
ferðamenn að þeir skyggnist helst
til þeirra fjalla sem bláust eru og
fjarlægust en horfi sjaldan fyrir
fætur sér. Þátturinn Vorblóm eftir
Ólaf B. Guðmundsson telst því til
undantekninga í riti af þessu tagi.
En oftast er í ferðahóp einn og
einn áhugamaður um blóm og *
grös. Og ísland er blómaland þeg-
ar öllu er á botninn hvolft. Maður
rekst á litskrúðug blóm á ólíkleg-
ustu stöðum. Sumum finnst þeir
ekki njóta blómanna nema vita
hvað þau heita.
Þá eru í þessari Útivist þættir
um félagsmál, auk þess sem
minnst er horfins ferðafélaga,
Jóns I. Bjarnasonar, sem lést á
liðnu ári. Ég tel að rit með svona
blönduðu efni höfði til nánast
allra sem ferðast um landið.
Veitingasalir
K.K. Keflavík
Dansleikur í kvöld frá kl. 22—03.
Rúllugjald.
Vid höldum okkur enn uppi, ad sjálfsögdu
med Upplyftingu
Nú lyftum við okkur upp meö
Upplyftingu