Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
Nú eru það
Einn haustdaginn rétt i ná-
grenni Centre de Pompidou,
veitti ég athygli stelpum og
strákum með allóvenjuleg höfuð.
Háriö var klippt alveg stutt í alls
konar geometrísk mynstur þvers
og kruss um höfuöiö, — hluti hárs-
ins sléttur meö höföinu, aörir part-
ar stríöir og oft í skrautlegum lit-
um, t.d. skærbleikum.
Áöur en ég vissi af var ég stödd
utan við höfuövígstöövarnar og
uppruna þessara skrauthöföa á
rue Rambuteau og virti fyrir mér
aöstæöurnar. Hópur fólks var á
stjái innivið, — þetta virtist vera í
samkvæmi — aörir að koma eöa
fara, allir klipptir í þessum dular-
fullu mynstrum. Þessi litskrúöuga
samkoma stakk í stúf við svart og
hvítt, látlaust næstum trúræknis-
lega einfalt umhverfi hárgreiðslu-
salarins. Forvitnin var vakin og ég
ákvaö aö reyna aö finna höfuö-
paurinn. Hann heitir Jean Philippe,
28 ára gamall sonur ítalsks fööur
og spánskrar móöur. Hann er
klæddur og í hátt eins og munkur
úr austrænu klaustri, háriö klippt
mjög stutt, næstum krúnurakaö en
í þessum sérkennilegu mynstrum
sem mynda sjatteringar af gráu í
svart. Hann talar lágt og rólega,
næstum feimnislega og brosir oft
örlítiö, en í hlédrægni sinni er
framkoman um leiö ákveöin og af-
gerandi. Maöur hefur á tilfinning-
unni aö maðurinn viti ekki aðeins
hvað hann er aö gera heldur líka
hvers sé aö vænta.
„Það er ekkert nýtt aö klippa
frá París
Erna Ragnarsdóttir segir frá nýjustu hártískunni
í París og hittir að máii höfuðpaurinn Jean Phil-
ippe, og ísfirskan námsmann sem hefur tileinkað
sér hina nýju tísku.
geometrískt," segir hann,
„Sassoon í London breytti hugsun
fólks á sínum tíma varðandi hár
með því aö leggja alla áherslu á
klippingu og form. Hann klippti
háriö að mestu neðantil, neöri
kantur hársins réöi forminu en aö
ööru leyti var háriö yfirleitt slétt.
Þaö má segja aö ég haldi áfram
þar sem frá var horfiö, — klippi
lengra upp eftir höföinu, stytti hár-
iö ofan til og fái þannig fyllingu,
meiri massa í háriö.
Fyrir mig er hárið tjáningarform,
efni til aö skapa í eins og högg-
mynd eða málverk en þaö er ekki
auðvelt viðureignar.
Þegar ég byrjaöi aö klippa 16
ára gamall á hárgreiöslustofu föö-
ur míns í Cannes, líkaöi mér þaö
engan veginn, — þurfti sífellt aö
segja: Já frú, já herra og afgreiöa
eftir pöntunum. Síðan fór ég að
klippa sjálfur eftir eigin hugmynd-
um og uppgötvaöi aö þaö var
hægt aö gera margt með hár,
maöur gat veriö listamaöur í þessu
starfi. Þá fór aö veröa gaman.
Mér finnst hárgreiösla enn vera
mjög staðnaö fyrirbæri. Hér j
Frakklandi t.d. lifa mörg stór nöfn
á fornri frægö og búa til „antique
coiffure". Siöan ég kom til Parisar
hef ég unniö á ýmsum stofum en
hef foröast þessar stóru stofnanir
sem eru nánast eins og „súþer-
markaöir" þar sem fólk kemur út
staölaö, allir meö sömu hárgreiösl-
una. Þvi var raunar haldiö fram um
1960 aö hárgreiösla mundi þróast
í aö veröa „pret a coiffure" eins og
„pret a porter“, tilbúinn fatnaður.
Eins og hver önnur
verslunarvara
Ég vil vinna skapandi, nota hug-
myndaflugið, hárið hefur stórkost-
lega möguleika. Hárgreiösla var
áöur iðngrein eins og pipulagnir og
múrverk, — núna er listin komin í
leikinn."
En hvaöan koma hugmyndirnar,
hvers konar list er þetta?
„Allt hugsanlegt veröur kveikja
að hugmynd um þessa eöa hina
klippingu, t.d. svart/hvítu flísarnar
þarna á veggnum viö vaskana
uröu hugmyndin aö hárinu á þess-
um hérna. Ég vinn bara stööugt
áfram, geri oftast annaö j dag en í
siöustu viku, — útkoman er ekki
endilega klassísk, moderne, ekkert
frekar „new wave" en eitthvaö allt
annaö. Ég blanda saman, set mín-
ar hugmyndir og tilfinningu í þetta
og vona aö ég sé að bæta viö og
aö skapa eitthvaö nýtt um leið.“
Hvaö meö fólkiö? Eru menn til-
búnir til aö bera þessi listaverk á
höföinu?
„Fólk hefur enn sem komiö er
alls ekki uppgötvaö möguleika
hársins. Þaö er líka dálítiö erfitt
fyrir sumt fólk aö skera sig mikið
úr fjöldanum, aöallega vegna þess
auövitaö hvernig aörir bregöast
viö. En þetta hefur heilmikiö lag-
ast, menn velta því minna fyrir sér
en áöur hvort nágranninn eöa
Að vera eins og
„skræpóttur fugl“
Þaö er mín reynsla aö þar sem
svolítið „fútt“ er í hlutunum
þar má finna islending í
grenndinni. Ég haföi fljótlega upp
á einum af viöskiptavinum Jean
Philippe, ísfirskum nýstúdent sem
er í París viö frönskunám og heitir
Bjarni Brynjólfsson. Viö fengum
okkur hamborgara og kók inni á
einum af þessum amerísk/frönsku
skyndimatstööum þar sem Bjarni
kemur stundum og töluöum á
meðan um hár og tlsku og músík
en aöallega um fólk.
„Ég held aö Jean Philippe sé aö
skapa nýja tísku. Flestir sem koma
til hans er ungt fólk á aldrinum
18—30 ára, fólk sem hefur gaman
af að láta taka eftir sér, vill láta
taka eftir sér. Þaö biöur um fríkaö-
ar greiöslur og síöan ræöur hann
hvaö hann gerir," útskýrir Bjarni.
„Þaö kemur sér vel fyrir hann aö
fólk vill núna hafa einhverja ímynd
í kringum sig. I stórri borg eins og
París, þar sem einstaklingurinn er
svo geysilega lítill, reynir fólk
gjarnan aö skera sig úr á allan
mögulegan hátt, jafnvel aö vera
eins og „skræpóttur fugl". Mér
finnst þaö skemmtilegt og alveg
nauösynlegt aö fólk hafi einhverja
ímynd í kringum sig, aö menn séu
óhræddir viö það hvaö öörum
finnst, þori aö fara sínar eigin leiö-
ir. En þá þarftu aö geta tekið
gagnrýni, sumir reyna aö foröast
gagnrýni meö því aö falla inn í um-
næsti vegfarandi sé mjög frá-
brugöinn í hátt. Fyrir h.u.b. 8 árum
var ástandiö hraaöilegt. Ég man
eftir ungri konu sem ég klippti og
litaöi hluta hársins grænt. Hún
kom til mín nokkrum dögum
seinna og baö mig aö taka litinn úr
því hún heföi engan friö fyrir fólki
sem hneykslaðist, geröi jafnvel aö-
súg aö henni út á götu. Ég hugsa
þó aö jafnvel núna þurfi sterkan
karakter til aö taka glápinu sem
fylgir því aö reyna aö vera per-
sónulegur og frjáls í háttu og útliti.
Nei, ég hef ekki trú á aö fólk sé
umburöarlyndara en áöur, menn
hafa bara vanist ýmsu.
Fólkiö sem kemur hingaö er
ekki af neinum sérstökum aldri
eöa skoöanahóp, bara allir mögu-
legir, ríkir og fátækir. Ég býst viö
aö menn líti á staöinn og velji sjálf-
ir aö fá sér klippingu í líkingu viö
þaö sem þaö sér aö viö erum aö
gera. Mér finnst ég ekki þurfa
neinn Alain Delon til þess aö auka
á vinsældir stofunnar. Hvers vegna
viö erum á rue Rambuteau?
Listamiöstööin Centre de
Pompidou er hér rétt viö hliöina og
Les Halles, gamalgróna verslun-
arhverfiö. Þar er listin og tískan, nú
og vissulega fólkiö sem ég vil vinna
með.“
hverfiö, vera litlausir. Fólk stundar
sport og heilbrigt líf vegna þess aö
þaö vill vera fallegt og hraust og
láta taka eftir sér. Áöur var talaö
um „exhibitonisma". Núna eru allir
aö reyna að vera eitthvaö sérstakt.
Fólk vill vera þaö sjálft en samt fá
viöbrögö frá ööru fólki, kannski
einhvers konar try-out, aö vita
hvort fólk gagnrýnir mann. Þaö er
ekki gott aö segja hvaö er á bak
viö þetta en ég held aö þessi til-
hneiging sé aö aukast. Þaö skiþtir
máli núna aö vera til, á þessu
augnabliki, lífiö er í dag — maöur
veit lítiö um þaö hvaö veröur á
morgun, nema geysileg ógnun viö
allt mannkyn. Þaö er betra aö
framkvæma í dag frekar en aö
bíöa — kannski hjálpar svona hár
fólki aö fríka út.
Bölsýni er ofsalega ríkjandi alls
staöar, allt sem skrifaö er um í